Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 12
14 Tíminn Bændur Eigum aftur á lager slógmeltu á aöeins kr. 4.50 pr. kg eöa kr. 9.00 fóðureining- una. í einu kg af slógmeltu eru u.þ.b. 15% meltanleg prótein 4%-6% fita 2% salt og steinefni Sýrustigið er alltaf lægra en 4.5 ph. Vinsamlegast hafiö samband við okkur og fáiö nánari upplýsingar. Glettingur hf. Þorlákshöfn Símar 3757 og 3557 Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Pajero BMW315 Subaru 1800 Suzuki Honda Civic Audi 80 Lancer Toyota Carina Volvo 244 Volkswagen Toyota Carina Austin MG GT Saab 95 Ford Bronco árgerð 1985 árgerð 1983 árgerð 1983 árgerð 1981 árgerð 1981 árgerð 1978 árgerð 1977 árgerð 1977 árgerð 1976 árgerð 1976 árgerð 1975 árgerð 1975 árgerð 1974 árgerð 1974 Bifreiðarnar verða sýndar að Höfðabakka 9, mánudaginn 20. janúar 1986 kl. 12-16. Ásamatíma: í Keflavik: Lada1200 árgerð1978 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Ármúla 3, Reykjavík eða um- boðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 21. janúar 1986. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 105 REYKJAVtK SÍMI (91)81411 Vilt þú verða skiptinemi í sumar? AFS býður ungu fólki 2 mán. sumardvöl 1986 í: ★ Danmörku, Finnlandi, Portúgal, Spáni, Frakklandi, Þýskalandi: 15-18 ára. ★ Bretlandi, íriandi, sjálfboðaliðavinna: 16-21 árs. ★ Noregi, sveitastörf: 15-19 ára. ★ Hollandi, menningar og listadagskrá: 16-22 ára. ★ Bandaríkjunum, enskunám: 15-30 ára. Umsóknartíminn er frá 21. janúar til 21. febrúar. Skrifstofan er opin kl. 14-17 virka daga. éHfS á íslandi Hverfisgötu 39, P.O. Box 753-121 Reykjavík. Sími25450. Bænda-bókhald Búnaðarsamband Suðurlands óskar eftir að ráða í þjón- ustu sína ráðunaut til að annast bændabókhald ásamt hagfræðileiðbeiningum með aðsetri á Selfossi. Nauð- synlegt er að umsækjandi að starfinu hafi hlotið menntun í bókhaldi, og hafi unnið að bókhaldsverkefnum með að- stoð tölvu. Einnig er mikilvægt að hafa góðan kunnug- leika af almennum búrekstri. Umsóknir sendist til skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands Reynivöllum 10, 800 Selfoss. Búnaðarsamband Suðurlands Laugardagur 18. janúar 1986 MINNING Bergur Þorleifsson Flatey, Mýrum Fæddur 20. september 1898 Dámn 24. desember 1985 Bergur Þorleifsson Flatey, Mýrum. Austur-Skaftafellssýslu lést á heimili sínu aðfangadagsmorgun 24. desember. Bergur var fæddur 20. september 1898, hann var því 87 ára þegarhann lést. Alltaf setur mann hljóðan þegar dánarfregn vinar eða venslamanns berst að eyrum, en þegar búið er að átta sig á því, sem gerst hefur þá verða viðbrögðin ekki eins sár, vegna þess að lífsgangan var orðin löng. Bergur gekk til hvílu á Þorláks- messu. Hann var að hlusta á jóla- kveðjurnar, ekkert gaf til kynna að þetta væri hans hinsta kvöld. Er hægt að óska sér til handa betri jólagjöf, þegar árin að baki eru orðin svona mörg, og sá hinn sami, gengur ekki heill til skógar, heldur en að halla sér að kveldi sem venjulega, og fagna komandi jólahátíð og vakna í þeirri drottins dýrð, sem okkur kristnum mönnum er boðuð. Bergur er alinn upp að Flatey hjá þeirn heiðurshjónum Halldóru Páls- dóttur og Jóni Hálfdánarsyni, frá 6 ára aldri. Faðir hans sem var bóndi í Holtum á Mýrum, drukknar í Hornarfjarð- arfljótum þegar hann er 5 ára gamall. Móðir hans, sem var Ijósmóðir. deyr svo ári síðan, l'rá stórum barnahóp. Það er kannski að fara hliðarspor, að minnast á það þegar Bergur er sóttur, þá er bóndi Hall- dóru ekki heima og hún gerir þetta á sitt einsdæmi. Það sýnir hennar skörungsskap í hugsun og verki, og þann skilning og manndóm sem hún vænti ávallt frá bónda sínum. Ef einhver minntist á við bónda hennar að Halldóra væri dálítið stór- tæk í sínum gerðum sagði hann: Halldóra mín gerir aldrei á móti mínum vilja, það er best að láta hana ráða. Á þessu sést að Bergi er ekki í kot vísað þegar hann kemur að Flatey, þar sem svona stórbrotið hugarfar er ríkjandi. Þá var þar fyrir annað tökubarn sem búið var að vera þar í 5 ár. Það var Sigurður Ketilsson. Þeir uppeldisbræður ólust upp á sama bænum. léku sér á sama hólnum, deildu mcð sér sama herberginu, en höfðu borð á milli rúma. Nokkrum árum síðar bættist svo þriðja fóstur- barnið við á heimilið, það var stúlku- barn og ólst þar upp frá barnsaldri og þar til að hún stofnaði sitt eigið heimili. Þessi fóstursystkini voru því alin upp í þeim anda sem á heimilinu ríkti, tillitssemi og velvild í hvers annars garð. Við fráfall Halldóru og Jóns tóku við búi þeirra börn, Halldór, Guð- rún og Ingvar ásamt þeim fóstbræðr- um Sigurði og Bergi. Ingvarstóð fyr- ir búi ásamt konu sinni, þau eignuðust eitt barn, sem hefur nú hin síðari ár búið með Sigurði og Bergi. Það má segja að þau fóstursystkini og allt heimilisfólkið hafi borið þennan pilt á höndum sér, enda hef- ur hann alla tíð helgað heimilinu og þessu fullorðna fólki allan sinn tíma ogorkusembesthanngat. Þaðmátil sanns vegar færa, að á þessu heimili ríkti fórnfýsi hvers í annars garð, sem var svo rík að hún gekk frá manni til manns, og ekki hefur Páll látið sitt eftir liggja. Það er margt sem á hugann leitar þegar góður drengur er til moldar borinn, en það er ekki allt söknuður ef að er gáð. Þær eru ekki ófáar gleðistundirnar- sem ég og fleiri geta minnst, sem voru það heppnir að kynnast þessum drenglundaða manni. Bergur var hestamaður góður og átti úrvals gripi, sem gátu sér frægð á sýningum og í keppni, það sýnir hvað Bergur hefur verið glöggur á kosti hestsins, enda fór þetta heimili vel með allar skepnur. Ég efast um, ef einhverjir hesta- menn sem þessar línur lesa, og kynntust hestum Bergs, minnist ekki margra góðra stunda þar sem kannski var lyft glasi í góðum vina hóp. Bergur var sérstakt þrekmenni og atorkumaður til allrar vinnu, auk þess að vera bústólpi Flateyjarheim- ilisins um lengri tíma, þá stundaði hann vinnu á vetrarvertíð á Höfn um 30 ára skeið, og þar að auki í slátur- húsinu á haustin. Bergur var einn af þessum glað- lyndu mönnum með dálítið sérstak- an persónuleika og mannkosti í sinni framkomu. Hann hafði ekki notið menntunar framyfir þá sem almennt var, en kunni að hlusta og leita fróð- leiks en hafði sig hvergi í frammi, en var samt hrókur alls fagnaðar í vina- hóp, höfðingi heim að sækja og stór- huga í raun og reynd. Ég minnist þess eitt vorkvöldið í dýrlegu og fögru veðri er Bergur var að huga að lambánum, mér verður á að minnast á að hann ætti nú að fara að hugsa til rólegri daga, og njóta ell- innar í ró og næði og láta ósköp lítið stjana við sig, við sátum útivið lamb- húsvegg, sólin var að ganga til viðar. Hann setur hljóðan smá stund, og segir svo: Finnst þér kvöldið ekki fagurt? Jú mér fannst kvöldið fagurt.• En þó eru morgnarnir langt um fegri að mínu mati, segir Bergur og lítur til fjallahringsins.Á meðan ég get eitthvað gert, get égekki hugsað mér að fara héðan, hér hef ég skepnurnar að huga að og fuglana að hlusta á, nei ég held ég fari hvergi. Mér eru þessi orð Bergs sem hljómur í eyrum er ég hugsa til þeirra nú. Þessvegna finnst mér að lífshlaupi Bergs hafi lokið á þann máta sem hann hefði best kosið sér. Ég hef áður sagt að þeir fóstbræð- ur hafi deilt með sér sama herberg- inu alla tíð, nú hafa þeir báðir gengið sín lokaspor, og verið bornir til hinstu hvíldar og hvíla hlið við hlið. Eftir stendur Páll einn í hlaði ásamt nágranna sínum Guðjóni. Söknuð- urinn hjaðnar og minningarnar hrannast upp. Ég sem þessar línur rita þakka margar gleðistundir. Hvílið í friði fóstbræður. Sigurður Bjarnason. Til sölu Til sölu af sérstökum ástæðum vélar í heimilisrafstöð. Vélarnar eru B. Maier túrbína og AEG rafall 12,5 kwa, hvoru tveggja í góðu ástandi. Upplýsingar gefur Lárus Sigurðsson í síma 97-5791 Kennslustörf í Ghana Þróunaraðstoð - menningarsamskipti AFS lönd í Evrópu (EFIL) hafa tekið að sér að útvega 25 kennara til starta í GHANA skólaárið 1986-1987 í sam- vinnu við AFS International/lntercultural Programs og AFS í Ghana. AFS á íslandi stefnir að því að gefa tveim íslenskum kennurum kost á að taka þátt í þessu starfi skólaárið 1986-87. Tveir íslenskir kennarar eru nú starfandi í Ghana á veg- um AFS á íslandi með stuðningi Menntamálaráðuneyt- isins og Þróunarsamvinnustofnunar islands. Einkum vantar kennara til kennslu í raungreinum s.s. stærðfr. efnafr. eðlisfr. og á sviði jarð- og búfjárræktar (agricultural science). Væntanlegir kennarar starfa á framhaldsskólastigi, (þ.e. við menntaskóla, landbúnað- arskóla og kennaraþjálfunarskóla) aldur nemenda er 12- 25 ára. Eingöngu koma til greina einhleypir kennarar eða barnlaus hjón sem bæði kenna. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: ★ Aldurslágmark 25 ára ★ Minnst 3ja ára kennslureynsla ★ Góð enskukunnátta Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrif- stofu AFS milli kl. 15-17 virka daga, eða í síma 25450. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 7. febrúar. HVERFISGATA 39 P. O. BOX 753 IS-121 REYKJAVlK - alþjóöleg fraeðsla og samskipti -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.