Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. janúar 1986 Tíminn 7 Þórarinn Þórarinsson: Heseltine er vænlegasti foringi íhaldsflokksins Thatcher gæti samt brugðið fæti fyrir hann í LOK nóvember virtist Marga- ret Thatcher eiga bjarta tíma fram- undan. Skoðanakannanir sýndu, að íhaldsflokkurinn hafði orðið meira fylgi en Verkamannaflokk- urinn eftir að hann hafði skipað þriðja sætið um nokkurt skeið, þ.e. haft minna fylgi en bæði Verka- mannaflokkurinn og Bandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra. Þessi niðurstaða skoðanakann- ana styrkti vafalítið þá óskhyggju Thatchers, að íhaldsflokkurinn myndi vinna næstu þingkosningar undir forustu hennar og hún myndi skipa forsætisráðherrasætið í ein 15 ár, eða lengur en nokkur annar breskur forsætisráðherra síðan snemma á 19. öld, þegar Liverpool lávarður setti metið. Thatcher er sögð hafa alið Iengi þann draum að verða nýr methafi að þessu leyti. Það var margt. scm studdi að því að Thatcher var í sókn að nýju. Hún var búin að ná samkomulagi við írsku stjórnina um Norður- írland, en það mælist vel fyrir. Hún var búin að leggja fram frumvarp um verulega skattalækkun, án þess að draga úr útgjöldum. heldur átti að selja gasstöðvar ríkisins og fleiri fyrirtæki þess og mæta skattalækk- uninni á þann hátt. Ekki voru allir leiðtogar íhaldsflokksins hrifnir af þessum fyrirætlunum og var Har- old Macmillan fyrrv. forsætisráð- herra í hópi þeirra. Hann sagði, að fyrirhuguð sala gasstöðvanna væri líkust því að verið væri að selja erfðagripi fjölskyldunnar. Þá styrkti það íhaldsflokkinn, að skoðanakannanirsýndu, að honum var best trevst til að halda uppi lög- um og reglum, cn róstusamt hafði verið í ýmsum borgum Bretlands undanfarið. ÞAÐ MÁ segja um Thatcher, að á skammri stundu getur veður skip- ast í lofti. Nú er farið að ræða um í fjölmiðlum, að flokksmenn hennar muni krefjast þess, að hún láti af forustunni fyrir næstu þingkosning- ar. Þaðerdeilahennar viðMichael Heseltine, sem hefur magnað and- stöðu gegn henni og gefur átt eftir að leiða til meiri tíðinda. Michael Heseltinc hefur að undanförnu verið talinn litríkasti persónuleikinn í stjórn Thatchers. Hann er snjallasti ræðumaður íhaldsflokksins og hcfur oftast ver- ið sá foringi flokksins, sem vakið hefur mesta hrifningu á landsfund- um hans. Hann ersagður þægilegur í viðkynningu, þótt stundum þyki gæta hjá honum yfirlætis. Ýmsir fjölmiðlamenn telja hann tækifærissinna, en yfirleitt er hann þó talinn hófsamurog umbótasinn- aður íhaldsmaður í stíl við Edward Heath, enda fylgismaður hans á sínum tíma. Heseltine, scm er 52 ára gamall, á sögulegan fjármálaferil að baki sér. Honum græddist ungum mikið fé og komst í tölu milljóna- mæringa. Honum hélst illa á því og tapaði öllu, en gafst þó ekki upp og byrjaði á nýjan leik og varð milljónamæringur að nýju. Hann þarf því ekki að sækjast eftir ráð- herraembætti af fjárhagslegum ástæðum. Heath skipaði Heseltine flug- málaráðherra á sínum tíma og tókst honum svo vel, að Thatcher gat ckki gengið frani hjá honum, þegar hún myndaði stjórn sína, cn yfirleitt hcfur hún ekki valið í stjórn sína aðra en þá, scm voru henni fylgispakir. Önnur undan- tekning er Peter Walker, scm var náinn fylgismaður Heaths, oger oft nefndur sem forsætisráðherracfni. Það hefur lengi verið Ijóst. að grunnt var á því góða milli Thatc- liers og Heseltines. Hún fól honum fyrst cmbætti umhverfismálaráð- herra, cn síðan varnarmálaráð- herra. Heseltinc hcfur iðulega látið í Ijós, að hann er fylgjandi meiri ríkisafskiptum en Thatcher, eink- um til að draga úr atvinnuleysi. Hann vill að rfkið stuðli aö því með beinum aðgerðum að efla atvinnu- rekstur. Deila þeirra nú er sprottin af þessum ástæöum. Westlandfyrir- tækið, sem framleiöir þyrlur, hcfur verið í fjárhagsvandræðum. Þaö hefur fengið tilboö frá bandarísku fyrirtæki til að koma því á réttan kjöl og annað tilboð frá evrópskum fyrirtækjum og hefur Hcseltine haft forgöngu um það. Hann hefur viljað að ríkisstjórnin hvetti West- land til að taka því tilboði, cn stjórn þess hallast meira að ameríska tilboöinu. Thatehcr hef- ur viljað að ríkisstjórnin léti málið afskiptalaust, en þaö þýðir. að ameríska tilboðinu yrði tckiö. Um þctta hefur vcrið deilt í ríkisstjórn- inni, uns Thatcher ákvað aö ráð- herrar létu enga skoðun um þetta uppi opinberlega, nema meö sam- þykki hennar. Þá sagði Heseltine tafarlaust af sér. Hann vildi geta túlkað opinberlega, að hann kysi í þcssu tilfclli heldur samvinnu við evrópskt fyrirtæki en amerískt, þar sent mjög stefndi í þá, að Bretar yrðu Bandaríkjamönnum háðir á umræddu sviði. Jafnframt taldi hann rétt, að ríkisstjórnin léti slíkt mál ekki afskiptalaust. AUGLJÓST virðist aðThatcher hcfur með ráönum hug flæmt Heseltine úr stjórninni. Hún skip- aði nýjan varnarmálaráðherra næstum samtímis og Hcseltine sagði af sér. Hún hefur talið rétt að láta hart mæta hörðu og vænst þess, að það mæltist vel fyrir. Þetta hefur þó ekki orðið raunin. Eins ogerstendur almcnningsálitið með Heseltine. Thatcher væntir þcss, að þetta mál muni brátt gleymast, en Hescltine mun reyna að sjá við því. Thatcher á orðið öflugan kcppinaut innan flokksins þar sem Hcscltine er. Fréttaskýrendur draga ekki í cfa, að Heseltine stefni að því að vcrða formaður flokksins og for- sætisráðhcrra. Vafalítið cr hann nú sigurvænlegasta foringjaefni íhaldsflokksins, ef til kosninga kæmi. En margt getur breyst til al- mennra þingkosninga. Sjái Thatc- her fram á ósigur í flokknum, getur hún dregið sig í hlé og teflt fram nýjum manni gegn Heseltinc. Þar kemur ekki síst til greinii Norman Tcbbit, scm hcfur nú náð sér aftur cftir aö hafa slasast mikiö í sprcng- ingunni í Blackpool, þcgarminnstu munaði að írskum skæruliðum tæk- ist að ráða Thatchcr af dögum. Tebbit er nú formaður íhalds- flokksins í neðri málstofunni og hefur náð sér aðmcstu. Hann þykir hæfur foringi og nýtur samúðar vcgna slyssins í Blackpool.cn kona hans liggur cnn lömuð vegna þess. Hrafn Marinósson Fæddur 2. október 1938 Dáinn 3. janúar 1986 Það var fagurt veður 15. október 1968, þegar hópur ungra manna mætti til Lögregluskóla ríkisins. Mig minnir að við höfum verið 14 saman, sem valdir höfðum verið úr stórum hópi umsækjenda til lögreglustarfa í Reykjavík. Þetta voru glaðbeittirog hraustlegir piltar, sem komu frá hin- um ýmsu störfum í þjóðfélaginu og höfðu ólík sjónarmið og skoðanir. Eitt höfðu ungu mennirnir allir sam- eiginlegt, þeir horfðu með nokkrum kvíða og eftirvæntingu til þess starfs sem þeirra beið að lögregluskóla loknum. Við þessar aðstæður kynntist ég vini mínum Hrafni Marinóssyni. Við áttum mörg skrefin saman innan lög- reglunnar, bæði í starfi og leik. Það var mikið frost í desembermánuði 1968, þegar þessi hópur lögreglu- nema gekk út á stræti Reykjavíkur- borgar, íklæddir lögreglubúningi. lögregluvarðstjóri Mér fannst einnig frysta að, þegar sá fyrsti úr hópnum féll frá við skyldu- störf sín þann 3. janúar sl. Það gekk mikið á í þjóðfélaginu fyrstu starfsmánuði ungu lögreglu- liðanna, óeirðir og uppþot. Það var mikil eldskírn og vonandi að engir ný- liðar lögreglunnar fái slíkt í fangið í byrjun starfsins. firafn vakti athygli mína fyrir þá festu, en þó meðfædda varúð og íhygli, þegar vanda bar að höndum í lögreglustarfinu. Ég minnist þess sérstaklega hve laginn hann var að jafna deilur fólks í heimahúsum, sem er nú oft með viðkvæmustu verkefn- um sem lögreglumcnn kljást við. Fólk virtist bera mikið traust til þessa manns, þó það þekkti ekkert til hans og undir erfiðum kringumstæðum. Leiðir okkar Hrafns lágu saman inn í félagsmál lögreglumanna, alla leið inn í stjórn félags þeirra. Það gekk oft ýmislegt á í þeim efnum, en með okkur Hrafni tókst góð sam- vinna um markmið og var hann þar sem annarsstaðar sami trausti klett- urinn. Samstarf okkar varð með eindæm- um gott, traustið var gagnkvæmt. Við gengum fram saman með oddi og egg í félagsmálunum ásamt öðr- um góðum mönnum. Sumir lög- reglumenn minnast kannske enn „þrýstihópsins" svokallaða. Ýmsir slíkir hópar eru í þjóðfélaginu í dag og misjafnlega á þá hlustað. Á rök okkar hóps var hlustað, án þess að til kæmu afskipti fjölmiðla eða rask á starfsemi lögreglunnar. Hrafn lét sig miklu skipta aðbúnað lögreglumanna, búnað lögreglu- bifreiða og yfirleitt allt, sem gat gert lögregluna hæfari við skyldustörf sín við almenning. Hann gekk hiklaust fram í því, að ullarteppi og annar sjálfsagður búnaður fylgdi hverri lögreglubifreið, en þar var á mis- brestur. Um haustið 1977 skildu leiðir okkar, er ég hvarf til lögreglustarfa á öðrum vettvangi. Hrafn hélt uppi merkinu okkar, sem við höfðum reist. Við söknuðum báðir sam- starfsins, sem aldrei kom aftur. Við höfðurn þó oft samband okkar á milli, sérstaklega ef einhver lögreglu- mál átti að bera á góma, Ijóst eða leynt. Árið 1982 kvaddi Landssamband lögregluntanna hann til starfa sem formann samtakanna. Hann gekk að því verkefni með þeim áhuga og krafti sem honum var lagið, en síðan dró úr þreki þessa manns, er heilsan gaf sig. Ég hitti Hrafn í síðasta sinn á 50 ára afmælishátíð Lögreglufélags Reykjavíkúr að Hótel Loftleiðum þann ló.desember sl. Það var vel við hæfi að hann lifði þann atburð. Hann hafði helgað krafta sína þessu félagi alla starfsæfi sína innan lögreglunn- ar. Það voru niikil tímamót lögregl- unnar í Rcykjavík þann tíma sem Hrafn Marinósson var þar við störf, frá árinu 1968 til 1986. Meðal annars var lögreglan færð frá Rcykjavíkur- borg til ríkisins, lögreglumenn komu upp sínu eigin félagsheimili og lög- reglan hefur fært sig til nútímalegri hátta frá vanþróun, hvað varðar búnað og þjálfun. Það má með sanni segja, að gustað ’ hafi af Hrafni í félagsntálunum, er þau stóðu sem hæst. Hitt skal haft hugfast að spor hans innan lögregl- unnar var merkilegt og mörgum öðr- urn til eftirbreytni, því að Verkin nierkja sterkir stafir standa mér að baki næstir...." (E.G.) Utför Hrafn Marinóssonar fór fram frá Fossvogskapellu föstudag- inn 10. janúar sl. Það var mikil reisn yfir þeirri fylgd, sem félagar hans úr lögreglunni veittu honunt. Með þessu tilskrifi vil ég votta föllnum fé- laga virðingu og þökk fyrir samferð- ina. Að endingu vil ég senda eftirlif- andi eiginkonu Hrafns þakkir fyrir þá aðstöðu sem hún veitti félagsmálum lögreglumanna að heimili sínu. Frú Sigríði Einarsdóttur, börnunt og öðrum aðstandendum Hrafns Marin- óssonar sendi ég mínar samúðar- kveðjur. Gylfi Guðjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.