Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 6
Laugardagur 18. janúar 1986 SAMTÍNINGUR í stað áróðurs Enn ein lota afvopnunarviðræðna risaveldanna er nú hafin. Sem fyrr vona góðgjarnir menn að einhver árangur náist og að fari að sjá fyrir endann á vitfirrtu vígbúnaðar- kapphlaupi og gagnkvæmum hótunum um gereyðingu. Viðræður um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar hafa staðið lengi yfir og samningar verið gerðir uin tiltekin svið hernaðarvísindanna. Samt sem áður hefur vígbúnaðurinn aukist og margfaldast og vopnakerfin sífellt orðið ægilegri. Allt það hugvit og fjármunir sem varið er til rannsókna og vopnabúnaðar leiðir aðeins til meiri skelfingar og kvíða. Er mál að linni og verða risaveldin að fara að gera upp við sig hvaða tilgangi öll þessi vopnasöfnun og þróun nýrra vopna þjónar. Einhver vonarglæta kann að felast í því að leiðtogar risa veldanna eru farnir að ræða saman í stað þess að kasta hnútum hver í annan milli heimsálfa og skiptast á gagn- kvæmum ásökunum. Við upphaf þeirrar samningalotu sem hafin er, lagði leiðtogi Sovétríkjanna fram áætlun um að kjarnorkuvopnum verði eytt í áföngum allt fram til aldamóta. En skilyrði eru sett fyrir raunverulegum viðræð- um um áætlunina. Er þar fyrst að telja að Bandaríkjafor- seti hætti þegar við rannsóknir og allar hugmyndir um geimvarnaráætlunina. Þessum hugmyndum hefur ekki verið illa tekið, en þess ber að gæta að stórveldin hafa oft áður látið í ljósi áhuga á afvopnum og friðarvilja, en þegar til kastanna kemur ríkir slík tortryggni á milli þeirra að raunverulegir samningar um vopnatakmarkanir hafa að mestu runnið út í sandinn. Til þessa hafa Sovétmenn ekki ljáð máls á því að eftirlit verði haft með vígbúnaði þeirra og reiknað út eyðingar- mátt sinna vopna og andstæðinganna að eigin geðþótta. Jöfnuður í vígbúnaði virðist aldrei ríkja og hvor aðilinn um sig reynir að ná ímynduðum eða raunverulegum yfir- burðum. Hugmyndir um varnarkerfi úti í geimnum eru mikið áróðursefni. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja að með því að setja upp slík kerfi geti þeir komið í veg fyrir hugsan- lega kjarnorkustyrjöld þar sem þeir yrðu færir um að eyði- leggja þau skeyti sem að þeim er stefnt áður en þau næðu skotmarki sínu. Margir telja að þetta sé óframkvæman- legt. Sovétmenn og bandamenn þeirra telja aftur á móti að árásarkerfi sé í undirbúningi og telja áætlanir af þessu tagi beina ögrun við öryggi sitt og tilverumöguleika og hóta illu ef úr framkvæmdum verður. Hvorartveggja eru þetta gamalkunnar röksemdir sem kynt hafa undir vígbúnaðarkapphlaupið. Nýjum vopna- og varnarkerfum er svarað með aukinni tækni og full- komnari búnaði af hálfu andstæðingsins. Notkun himingeimsins til hernaðarumsvifa er þegar staðreynd. Njósna- og miðunarkerfi, og hver veit hvað allt þetta er, eru í beinum tengslum við gervihnetti sem þjóta um himinhvolfið og eru mikilvægur þáttur í hernaðartækni þeirra sem yfir þeim ráða. Vonandi kemur að því fyrr en síðar að risaveldin sjá að sér og fari að vinna markvisst að því að draga úr vígbúnaði í stað þess að auka hann. En til þess þarf vilja og kannski fyrst og fremst að draga úr þeirri óttalegu tortryggni sem ríkir á milli þeirra. Þjóðum heims vegnaði betur ef þeim lærðist að vinna hver með annarri í stað þess að vega sífellt hver að annarri með hótunum og vopnaskaki. Allt frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar má segja að ríkt hafi vopnaður friður á milli hernaðarbandalaga austurs og vesturs. Sá friður gæti orðið gæfulegri og varanlegri ef hann væri ekki studdur óttanum við eyðingarógnina. Það er því krafa allra friðelskandi manna að raunveru- legir afvopnunarsamningar verði gerðir en ekki látið við sitja að setja fram áróðurskenndar hugmyndir um friðar vilja. agfari í dag mælir Dagfari í dagmæl Ráðherrar úti að aka Ráðherrar úti að aka Fyrir nokkrum dögum var skýrt frá bifreiðakostnaði ráðherra fyrstu fjóra mánuöi ársins 1985. Fjölmiðlar hafa séð ástæðu til að fjalla um þennan kostnað og þá aðallega mcð því að gera hann tor- tryggilegan í augum almennings. Ekki skal hér gert lítið úr nauðsyn þess að ríkið og ráðamenn þjóðar- innar gæti aðhalds á sem flestum sviðum og víst er það að víða má spara. Það er liins vegar vafasamt hvort nokkuð sé athugavcrt við þennan útgjaldalið. Samanburður milli ráðherra er óraunhæfur og til þess eins gerður að vekja tortryggni þar sem ráðherrarnir gegna mismun- andi embættum sem krefjast mis- mikilla ferðalaga. En hvað um það. Löngum hcfur tíðkast og þótt sjálf- sagt að gera grín að ráðherrum og eins og allir vita er öllum heimilt að hnjóða í þingmenn og nota til þess hvaða orð sent er. Slíkt vekur ánægju meðal þjóðarinnar sem ekki er vanþörf á í svartasta skammdeginu. Dagfari, sem er nafn á húmorista í Dagblaðinu, skrifar eftirfarandi í vikunni. „Ráðherrar eru mjög mismun- andi mikið úti að aka. Þctta kemur í Ijós þegar skoðaðar eru tölur um kostnað við rekstur ráðherrabíla fyrstu fjóra mánuði ársins 1985, en nýrri tölur virðast ekki iiggja á lausu. Þá er það mjög misjafnt hve mikið bílstjórar ráðherranna hafa upp úr krafsinu. Ef við tökum Steingrím sjálfan sem dæmi þá fékk bílstjóri hans 166 þúsund í laun þessa fjóra mánuði en rekstur og viðhald bílsins kostaði 236 þús- und á sama tíma. Bílstjóri Alberts virðist hins vegar ekki hafa þurft að hreyfa farkostinn mikið því rekstur og viðhald nemur aðeins 72 þús- undum. Til að bæta manninum upp aðgerðaleysið er hins vegar betur gert við bílstjórann í launum og hann fékk 191 þúsund fyrir tímabil- ið. Sá ráðherrann sem mest hefur verið á ferðinni er Halldór Ás- grímsson því rekstur á hans bíl kostaði hvorki meira né minna en 359 þúsund á fjórum mánuðum en bílstjórinn fékk aðcins 192 þúsund fyrir allan þeytinginn. Ragnhildur hefur svo sannarlega ekki vcrið mikið á laraldsfæti ef marka iná rekstur og viðhald á hennar bíl upp á 57 þúsund krónur. En allt árið 1984 var Halldór Ás- grímsson dýrastur ráðherra hvað bílkostnað viðkemur eða samtals ein milljón tvö hundruð þrjátíu og átta þúsund krónur, eða nærri hálfri milljón króna fyrir ofan samgöngu- ráðherrann. Nóg er víst komið af tölum, enda segja þær varla allt. Það er til dæm- is deginum Ijósara að sá ráðherr- ann sem mest var í sviðsljósinu í fyrra, Albert Guðmundsson, hefur verið lítið úti að aka miðað við þann sjálfstæðisráðherrann sem næstur kom í fjölmiðlafárinu, Sverri Hermannsson, en akstur Sverris kostaði 250 þúsund fyrstu fjóra mánuði ársins og þáði bíl- stjóri hans 311 þúsund fyrir. Þarna sér maður svart á hvítu hvað það er mismunandi hvað menn þurfa á sig og sína að leggja til að koma sér á framfæri við pressuna. Það fer hins vegar ekkert á milli mála að ráðherrar verða að hafa bíl og bílstjóra því venjulega eru þeir með allan hugann við velferð þegn- anna og því óhæfir til að aka sjálfum sér milli staða og yrðu til stórhættu í umferðinni. Þar fyrir utan eru þessir menn valtir í sessi eins og all- ir pólitíkusar, með örfáum undan- tekningum, og því um tímabundin fríðindi að ræða. Fjölmiðill Sjálfstæðisflokksins Davíð borgarstjóri stóð sig nokk- uð vel í hinum nýja þætti „Á líðandi stund" sem hóf göngu sína í sjón- varpinu nú á dögunum. Þar naut hann sín vel enda leikari af guðs náð. Enginn skyldi halda að hann hafi verið valinn til þessa þáttar vegna þess að nú líður að borgarstjórnar- kosningum og þörf er á að vekja athygli á manninum. Hann kann margt annað en að stýra borginni og sjálfsagt að koma því á framfæri. Hvað skyldu frambjóðendur í Ameríku hafa þurft að greiða fyrir þátt sem þennan fáum mánuðum fyr- ir kosningar. Trúlega ærið fé. Borgarstjóri þarf örugglega ekki að borga neitt enda ekki til þess ætl- ast að skemmtikraftar greiði með sér. Þá þarf forsætisráðherra trúlega ekki að borga neitt heldur enda hlut- verk hans minna og öllu ómerki- legra, enda hann ekki í neinum fram- boðshugleiðinum á næstunni. Stutt er síðan fréttir sjónvarpsins snérust um afrek borgarfulltrúa sjálfstæðismanna enda stóð þá fyrir dyrum prófkjör þeirra. Fróðlegt verður að fylgjast með því á næst- unni hvort og þá hvernig dagskrá sjónvarpsins mun fjalla um fram- bjóðendur og sveitarstjórnarkosn- ingar í vor. Laug Davíð? En þótt Davíð sé óumdeilanlega mikill skemmtikraftur á hann víst til fleiri hliðar. Þjóðviljinn heldur því fram í frétt sem birtist í gær að Davíð hafi logið í ræðu sem hann flutti í desember þegar hann sann- færði verkafólk hjá Granda um að atvinnu þeirra væri ekki stefnt í voða. „Ragnar Júlíusson stjórnarfor- maður Granda hf. og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins upplýsti í borgarstjórn að Davíð Oddssyni hafi ávallt verið kunnugt um að til uppsagna starfsfólks mundi koma við sameiningu BÚR og ísbjarnar- ins, en sami Davíð hreykti sér af því í ræðu í desember að atvinnu einskis manns yrði stefnt í voða við sameininguna.“ Svona skrifar nú Þjóðviljinn um borgarstjórann og Ijótt er ef satt er. Lengi skal manninn reyna. Góði Davíð Ekki er rétt að skilja svo við Davíð borgarstjóra að geta ekki í nokkru góðverka hans þótt ekki sé nema eitt. Hann hefur beitt sér fyrir því að 4 fyrirtæki hafa fengið úthlutað lóðum undir verslunarhúsnæði framan við byggingar sem fyrir eru við Lágmúla. Meðal þeirra aðila sem Davíð úthlutaði þarna lóð var Snorri h/f og framkvæmdastjóri þess fyrirtækis er Júlíus Hafstein verðandi borgarfulltrúi sjálfstæð- ismanna. Að vísu hafa eigendur fyrirtækj- anna við Lágmúla kært þessa ráð- stöfun en svoleiðis smámál lætur Davíð ekki hafa áhrif á sig. 6Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvstj.: GuðmundurKarlsson Ritstjóri: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: N íels Árni Lund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.