Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. janúar 1986 Tíminn 3 Umframeftirspurn eftir vinnuafli liðin undir lok: Verða 3000 færri atvinnu- tækifæri nú en í fyrra? Sú umframeftirspurn eftir vinnu- afli sem fram kom í könnun Þjóð- hagsstofnunar á vinnumarkaðinum sl. vor og sumar virðist nú liðin undir lok - og jafnvel gott betur sé gert ráð fyrir fjölgun í hópi þeirra sem vinnu æskja á árunum 1985 og 1986. Af síðari könnun í október - og áætlun til næsta vors - má ráða að fyrirtækin á hinum almenna vinnu- markaði telji æskilegan starfsmanna- fjölda sinn í apríl n.k. um 3 þúsund manns færri en ári áður. Alls var starfsmannafjöldi þessara fyrirtækja talinn um 64.500 manns í apríl 1985 (rúmlega helmingur vinnumarkað- arins) og um 3.200 vantaði til viðbót- ar að þeirra mati, eða alls um 67.700 manns. í október er talið að starfs- mönnum hafi fækkað um ca 400 frá apríl og áætlaður fjöldi t' apríl 1986 er aðeins 64.500, eða um rúm 3 þús. færri en æskilegt var talið ári áður, sem fyrr segir. Sú undantckning er þarna á að fiskvinnslufyrirtækin töldu sig vanta um 1.260 manns í viðbót í lok sept- ember s.l. (um 900 færra en þau vantaði í mars), en þá bcr þess að gæta að starfsmönnum þeirra hafði fækkað úr 10.600 í mars niður í 8.400 í septemberlok. Fjölda starfsmanna í apríl n.k. áætla fyrir- tækin um 10.400, eða heldur færri en voru við störf ári áður, þ.e. þegar óskað var eftir rúmlega tvö þúsund til viðbótar. Að fiskiðnaðinum undanskildum áætla fyrirtæki í öðrum greinum æskilegan starfsmannafjölda unr 54 þús. i apríl n.k., sem er aðeins um 200 manns fleira en þau höfðu í starfi ári áður. Sá er munurinn að í apríl 1985 töldu þessi fyrirtæki sig vanta rúmlega 1.000 manns til viðbótar við þáverandi tölu. Þjóðhagsstofnun hefur þann fyrir- vara á að vera kunni að viðhorf fyrir- tækjanna til næstu mánaða mótist af ástandi líðandi stundar (þ.e. meiri svartsýni að hausti en að vori), elleg- ar að um árstíðasveiflu sé að ræða. -HEl Selfoss: Samvinnuferðir taka við rekstri hótels Samvinnuferðir-Landsýn hf. hef- ur undirritað samning um hótel- rekstur á Selfossi og mun hótelið taka til starfa í maí n.k. Hótelið er með 22 tveggja manna herbergi ásamt tveimur veitingasöl- um á fyrstu og annarri hæð og verður það rekið sem heilsárshótel að sögn Hildar Jónsdóttur forstöðumanns innanlandsdeildar Samvinnuferða. Á hótelinu er fyrirhugað að hægt verði að halda hvers kyns skemmtan- ir fyrir þæjarbúa og aðra sem þangað vilja sækja, ásamt því að þar verður kjörin aðstaða til hvers kyns fundar- halda og ráðstefna í sal sem mun taka allt að 500 manns. Hótelið er eign Selfossbæjar en Samvinnuferðir er leigutaki þess og mun reka það og ráða starfsfólk sem er næsta skref að sögn Hildar, en eins og fyrr segir tekur hótelið til starfa í maí í vor. Sakadómur Reykjavíkur: TVEIR í 3JA ÁRA FANGELSI -fyrir manndráp Sakadómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo unga menn í þriggja ára fangelsi, fyrir manndráp. Til átaka kom milli tveggja bræðra og kunn- ingja þeirra í íbúð í Brciðholti, í desembermánuði 1983. Annar bróðirinn mun hafa verið upphafs- maður að átökunum. Hinn bróðir- inn og kunninginn hafa borið að þeir hafi átt hendur sínar að verja. Báðir hafa mennirnir áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Mennirnir eru taldir hafa gerst brotlegir við 2. málsgrein 218. greinar hegningarlaga, svo og 1. málsgrein 220. greinar. Samkvæmt þeim greinum cr heimilt að dæma menn í fangelsi allt aðsextán árum. Refsilækkandi ástæður í málinu þóttu það miklar að niðurstaðan var þriggja ára fangelsisdómur. Sverrir Einarsson sakadómari kvað upp dóminn. -ES „Vissi ekki um lúguna“ - segir skipstjórinn á Þórhalli Daníelssyni Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Samvinnuferða og Stefán Ómar Jóns- son bæjarstjóri á Selfossi t.v. við undirritun samningsins um hótelrekstur á Selfossi. Sýning á verkum eftir konur Sjópróf hafa farið fram vegna slyssins í Hornafjarðarhöfn. Skip- stjóri togarans sagði að hann hefði ekki vitað að slorlúga á hlið skipsins hafi vcrið opin þegar hann ákvað að færa það úr stað. Vélstjóri sagðist hins vegar hafa vitað um lúguna, en láðst að segja skipstjóranum frá því. begar skipið var fært kom mikill sjór inn um lúguna og við það fór búnaður í gang sem sjálfkrafa breytti skurði skrúfunnar og skipið sigldi aftur á bak. Skipstjórinn sagðist hafa gert tilraun til að drepa á vélinni þeg- ar Ijóst var hvað hafði gerst, en án ár- angurs. Björgunarskipið Goðinn er komiö til Hornarfjarðar og bíður ákvörð- unar um það hvort draga þurfi togar- ann burt eða ckki, cn það mun ekki eiga neitt við Hafnarcyna. -BG í dag verður opnuð í Gerðubergi í Breiðholti sýning á verkum í eigu Reykjavíkurborgar sem núlifandi ís- lenskar myndlistarkonur fæddar 1945 ogfyrrhafagert. Þetta erönnur sýningin af alls þremur sem Gerðu- berg efnir til á verkum í eigu borgar- innar eftir konur en fyrsta sýningin var í nóvember á síðasta ári. „Það eru tæplega 30 verk á sýning- unni,“ sagði Guðrún Erla Geirsdótt- ir eða Gerða, sem hafði yfirumsjón með uppsetningu sýningarinnar, í samtali við Tt'mann. „Á sýningunni eru málverk, texíl- verk, grafíkverk og Ragnheiður Jónsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir. Karólína Lárusdóttur, Þörbjörg Höskuldsdóttur og fleiri eiga verk á sýningunni." Sýning hefst kl. 15 með því að Guðrún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau flautuleikarar leika fyrir gesti. Sýninginstendurtil 15. febrúar og er opin frá 14-18 um hclgar, frá 16-22 á mánudögum og miðvikudög- um, frá 19-22 á þriðjudögum og fimmtudögum en lokuö á föstudög- um. Mrún. Davíð Scheving Thorsteinsson: Ein fjöður og fimm hænur Nýlega birtist stutt klausa í viku- blaði hér í borginni þar sem því er haldið fram að Davíð Scheving Thorsteinsson hafi sem forráðamað- ur nýstofnaðs Þróunarfélags tekið hlutafjárinnistæður ýmissa hluthafa út af sérreikningum í nokkrum bönkum og lagt féð inn hjá Iðnaðar- bankanum, þar sem Davíð er for- maður bankaráðs. Að sögn blaðsins mun um álitlega upphæð hafa verið að ræða. „Það er einungisflugufótur fyrir þessari frétt, meira er það nú ekki. Reyndar minnir þetta mig á þekkta sögu eftir H.C.Andersen um eina fjöður sem varð að fimm hænum," sagði Davíð í samtali við Tímann. Hann kvaðst ekki hafa lesið klausuna alla en að augljóst væri að innihaldið væri í grundvallaratriðum fjarri sannleikanum. Þess má geta að hlutafjársöfnun til Þróunarfélagsins er nýlokið. Þar komu við sögu aðilar eins og ríkis- sjóður, Landsbankinn, Búnaðar- bankinn, Lífeyrissjóður SÍS, o.fl. -SS. VEIÐIHORNIÐ UMSJÓN:EGGERTSKÚLASON Svartá: Ólafsf irðingar og SVFR bjóða Tvö tilboð hafa borist í Svartá í Húnavatnssýslu. Stangaveiðifélag Reykjavíkur bauð í ána, og móttil- boð barst frá Stangaveiðifélagi Ól- afsfjarðar.f fyrra var Stangaveiðifé lag Reykjavíkur með ána á leigu. Vel veiddist þegar leið fram á sumar. Pétur Hafsteinsson formaður veiðifélags um Svartá og Blöndu sagði að verið væri að skoða tilboð- in, og bjóst hann við því að tekin yrði afstaða seinnipart í næstu viku. Tekið var fram þegar falast var eftir tilboðum í ána, að veiðifélagið áskildi sér rétt til að taka hvað til- boði sem er, og jafnframt að hafna þeim öllum. Pétur viðurkenndi að einhver hækkun yrði á veiðileyfum, miðað við þau tilboð sem borist hafa. Hann vi.ldí þó ekki nefna neinar upphæðir í því sambandi. Þrjú stangaveiðifélög gerðu til- boð í Blöndu, sem einnig er boðin út í ár. Tilboð félaganna eru hvert um sig miðuð við þriöjung veiði- tímans í sumar. Félögin sem gerðu tilboð í ána eru: Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Stangaveiðifélag Skagfirðinga og Austur-Húnvetn- inga. Sama gildir um Blöndu og Svartá, að ekki verður Ijóst fyrr en í næstu viku hver endanleg niður- staða málsins verður. Asókn í Grímsá Mikil eftirspurn hefur verið eftir veiðileyfum í Grímsá. Eins og Veiðihornið hefur skýrt frá er áin ekki lengur í höndum Stanga- yeiðifélags Reykjavíkur, heldur sjá landeigendur sjálfir um sölu á veiðileyfum. Áinopnarþannsautj- ánda júní og er vcrðiö á stöngina þá átta þúsund krónur á dag. Alls eru átta stangir í ánni. Útiendingar taka við ánni í byrjun júlí og veiða þeir i' fimm vikna tíma, eða fram í ágúst. Verð á veiðileyfum eftir útlend- ingatímann verður tuttugu þúsund krónur á stöngina. Fljótlega úr því lækkar verðið og fer lægst niður í þrjú þúsund og fimrn hundruð krónur stöngin, þegar komið er undir lok veiðitímans í september. Þorsteinn Þorsteinsson formað- ur veiðifélagsins um Grímsá sagði í samtali við Veiðihornið að mikil ásókn væri í leyfin og þann 10. janú ar var allt pantað, nema hluti af ág- ústmánuði. Hann benti á að veiði- leyfi væru til sölu hjá Sturlu Guð- björnssyni í síma 93-5243. Það er því vissara fyrir þá sem hafa hug á að komast í Grímsá í sumar að fara að hreyfa við sínum málum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.