Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 14
18 Tíminn Laugardagur 18. janúar 1986 TIL SÖLU notaðar dráttarvélar M.F.165 .................árg. 1972 IH. 454 m/moksturst......árg. 1976 IH.574 ..................árg. 1978 IH.B. 414 ..............árg. 1963 URSUS362 ...............árg. 1981 Allt vélar með húsi og í góðu lagi. Gott verð og greiðslukjör. □ (7 0 Q Járnhálsi 2 110 Reykjavík Sími 83266. II! LAUSAR STÖÐUR HJÁ VJ REYKJAVIKURBORG Hér með eru auglýstar lausar til umsóknar eftirtaldar stöður við Seljahlíð, vistheimili fyrir aldraða, sem er stað- sett við Hjallasel í Reykjavík. Staða framkvæmdastjóra Framkvæmdastjóri veitir forstöðu öllum fjárhagslegum rekstri og þeirri starfsemi sem fer fram í húsinu. Gerðar eru kröfur um menntun og/ eða reynslu í sam- bandi við rekstur og stjórnun. Staða deildarstjóra vistdeildar Deildarstjóri hefur yfirumsjón með þjónustu við íbúa heimilisins. Gerðar eru kröfur um hjúkrunarmenntun og starfs- reynslu á sviði öldrunarþjónustu. Upplýsingar gefur yfirmaðurfjármála- og rekstrardeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar í síma: 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9,6. hæðásérstökum umsókn- areyðublöðum sem þarfást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 3. febrúar 1986. j|| LAJJSAR STÖÐUR HJA l|f REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. • Gæslukonur óskast til starfa í Ásmundarsafni Vinnutíminn í veturer, þriðjudaga, fimmtudaga, laug- ardaga og sunnudaga frá kl. 14.00-17.00. Alla daga í sumar frá kl. 10.00-17.00. Upplýsingar gefur Gunnar Kvaran í Ásmundarsafni í síma32155. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánu- daginn 3. febrúar 1986. Sparisjóðsstjóri óskast Staða sparisjóðsstjóra (önnur staða af tveimur) hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar er laus til umsóknar. Umsóknir um stöðu þessa ásamt upplýsingum m.a. um menntun og fyrri störf skulu sendar formanni sparisjóðsstjórnar Stefáni Jónssyni, Hamarsbraut 8, Hafnarfirði eigi síðar en 10. febrúarnk. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1 ll!!ll!lll 11 SKÁK 111 1111 11 lllllllllllllllll lllllllllllllllllllllllll lllllllllllllllllll lllllllllllllllllll 11111 lllllllllllllll lllllllll 1 Frá baráttu cfstu manna í 5. umferð: Hannes Hlífar Stefánsson (t.v.) sem er aðeins 13 ára gamall en er í efsta sæti með fullt hús vinninga, teflir við Gunnar Björnsson. Næstur Hannesi situr Vestfirðingurinn Ægir Páli Friðbertsson þungt hugsi, en við hann teflir Sigurður Daði Sigfússon. Ægir Páll er jafn Hannesi í efsta sæti. Tímamynd: Sverrir. Skákþing Reykjavíkur 1986: Hannes Hlífar og Ægir Páll efstir eftirfimmumferðir Metþátttaka í unglingaflokki - 95 keppendur Umsjón: Helgi Ólafsson Hannes Hlífar Stefánsson, 13 ára gamall Reykvíkingur og Ægir Páll Friðbertsson eru efstir og jafnir þcg- ar tefldar hafa verið fimm umferðir á Skákþingi Reykjavíkinga. Þeir hafa báðir hlotið fullt hús vinninga. Hannes Hlífar hefur um nokkurt skeið vakið allmikla athygli seni ein- hver frambærilegasti fulltrúi yngstu kynslóðarinnar en framganga hans í mótinu hefur engu að síður vakið nokkra athygli helst fyrir aldurs sakir. Mótiö er alls 11 umferðir og getur allt gerst, spurningin er aðeins hvort yngsti Skákmeistari Reykvík- inga fyrr og síðar eigi eftir að stíga fram á sjónarsviðið að því loknu. Hannes mun tefla við Ægi Pál í sjöttu untferö (sem raunar fór frarn í gærkvöldi). Ægir Páll cr Vestfirðing- ur, eins og nafnið bcndir til, og hefur staðið nokkuð í skugganum af þeim Halldóri G. Einarssyni og Guð- mundi Gíslasyni, en er harðvítugur keppnismaður sem er til alls líkleg- ur. Enn er staðan í mótinu dálítið óljós m.a. vegna biðskáka og ótefldra skáka. Skákmeistari Reykjavíkur 1985, Róbert Harðar- son, byrjaði mótið eins og í fyrra - með tapi - hcfur síðan unnið þrjár skákir í röð. Skák hans við Þröst Þór- hallsson úr fimmtu umferð var frest- að en úrslit hennar geta haft veruleg áhrif á endanlega röð þessara tveggja úr hópi sigurstranglegustu keppenda mótsins. Með 4 vinninga eru Haukur Angantýsson, Þröstur Árnason, sem raunar er enn einn vonarpeningur Taflfélags Reykjavíkur og gefur Hannesi Hlífar ekkert eftir, aðeins 13 ára gamall og Gunnar Örn Har- aldsson. Skákir efstu manna fylgja hér á eftir. Skák Gunnars Björnssonar, sem er eitt af ungu Ijónunum í TR og Hannes Hlífars er athyglisverð fyrir þær sakir að Hannes velur Skandinavíska leikinn sem er fremur sjaldséður núorðið. Gunnar teflir byrjunina á þann hátt sem ekki þykir gott núorðið. Reynslan hefursýnt að svartur hefur gott mótspil gegn peða- miðborði hvíts. Eftir aðeins 11 leiki er svartur þegar kominn með betra tafl og með því að gefa mann um stundarsakir. 15.-De5 treystir hann yfirburði sína. Með drottningarafli svarts, 18.-Dxg2 virðist hann leggja á tæpasta vað og Gunnar gerir tilraun til að fanga drottninguna með 19. - Bi3 og 20. Hdgl. Svartur bregst hart við, 20. - c5! og síðar hin skemmti- lega mannsfórn 24. - Rxb3t gera út um taflið. Gagnatlaga hvíts í lokin strandar einlægt á leppun eftir löngu skálínunni al til h8: 5. umferð: Hvíft: Gunnar BjörnssonP Svart: Hannes Hlífar Stefánsson. Skandinavískur leikur: 1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. d4 Rxd5 4. c4 Rb65. R(3 g6 6. h3 Bg7 7. Rc3 Rc6 8. Be3 0-0 9. Dd2 e5 10. d5 Ra5 11. b3 f5 12. Be2 e4 13. Bg5 De8 14. Rd4 f4 15. c5 De5 16. cxb6 axb6 17. 0-0-0 Dxg5 18. h4 Dxg2 19. B13 exf3 20. Hdgl c5 21. dxc6 Hd8 22. Hxg2 fxg2 23. Hgl Hxd4 24. De2 aö hluta til baka með því að hleypa riddara hvíts til d6. Hvítuni tekst þó ekki að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast í kjölfar þess og í kringum 30. leikinn er frumkvæðið kyrfilega í höndum svarts. Opnar línur að kóngi hvíts notfærir Ægir Páll sér af útsjónarsemi og laglegur lokahnykk- ur, 40. - Hh5! gerir út um taflið: 5. umferð: Hvítt: Sigurður Daði Sigfússon. Svart: Ægir Páll Friðbertsson. Frönsk vörn. I. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3t 6. bxc3 Re7 7. R(3 Rbc6 8. Bd3 Da5 9. Bd2 Bd7 10. c4 Dc7 II. c3 dxc4 12. Bc2 cxd4 13. cxd4 c3 14. Be3 Rd5 15. Rg5 h616. Re4 Ra5 17. Rd6t Ke7 18. Dh5 Haf8 19. 0-0 Rc4 20. Rxc4 Dxc4 21. Be4 b5 22. Bxd5 Dxd5 23. Hfcl Hc8 24. Dg4 g5 25. h4 f5 26. exf6t Kxf6 27. hxg5t hxg5 28. f4 Ke7 29. fxg5 e5 30. De2 Dc4 31. Del Be6 32. dxe5 Hh4 33. Df2 Hch8 34. Df6t Ke8 35. g6 Hf8 36. Dg5 Hf5 37. Dg3 Hg4 38. Dh3 Bd5 39. g3 De4 40. Bf2 Hh5. I —j- i. lillllll III 111 "ar Iflllillilj .1101 1111 MlKlllll ÍBI II II m fl fl! iiiiMai 24. .. Rxb3t 25. axb3 Halt 26. Rbl Bf5 27. De8t Bf8 28. Kb2 Hxblt 29. Hxbl Bxbl 30. De6t Kg7 31. De5t Kf7 32. Dxd4 Bg7. Ægir Páll beitir í sinni viðuregin franskri vörn sem hvítur meðhöndl- ar ekki scm nákvæmast, 11. c3 er slakur lcikur seni gefur svörtum frumkvæðið eftir. Svartur skilar þvf Þátttaka í opna flokknum á Skák- þinginu er með svipuðum hætti og verið hefur undanfarin ár. Alls hófu 88 keppni. Hinsvegar slær þátttakan í unglingaflokki öll met. Þar eru keppendur hvorki fleiri né færri en 95 talsins. Formaður TR, Sigrún Andrcwsdóttir, hefur svo sannarlega hleypt nýju blóði í Taflfélagið og á hún mestan þátt í þeim fjörkipp sem unglingastarfið hefur tekið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.