Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 16. apríl 1991 Eystrasaltsþjóðimar eru tilbúnar í viðræður við Sovétmenn fyrir milligöngu (slendinga: Vilja að Island hafi milligöngu Eystrasaltslöndin samþykktu sameiginlega um síðustu helgi að taka tilboði íslenskra stjórn- valda um að gegna sáttahlutverki í deilu Eystra- saltsríkjanna þriggja og Sovétstjórnarinnar um sjálfstæðismál Eystrasaltsríkjanna. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segist líta svo á að undirbúningi undir að ísland taki upp formlegt stjórnmálasamband við Lit- háen sé lokið. Hins vegar sé nauðsynlegt að Sovétmenn svari því hvort þeir séu tilbúnir til að hefja viðræður um lausn deilunnar fyrir milligöngu íslenskra stjórnvalda, áður en stjórnmálasamband verður tekið upp við Lithá- Að sögn utanríkisráðherra er næsta skref í málinu að ísland taki upp við- ræður við hvert og eitt Eystrasalts- landanna og skilgreini hvað eigi að ræða í viðræðunum við Sovétmenn. Á fundum íslendinga og fulltrúa en. landanna þriggja verður m.a. látið reyna á það hvort vilji er til þess af hálfu Eystrasaltslandanna að við- ræðurnar, ef af þeim verður, fari fram sameiginlega eða hvort Sovét- menn ræði við hvert land fyrir sig. Eins og kunnugt er hefur verið ágreiningur milli landanna þriggja hvaða leið eigi að fara til að ná settu marki. Litháen hefur viljað ganga lengra en Eistland og Lettland. Eftir að þessar viðræður hafa farið fram verður þess farið formlega á leit við sovésk stjórnvöld að þau taki upp samningaviðræður á þessum vett- vangi. Jón Baldvin sagði hugsanlegt að Norðurlöndin sem heild taki að sér hlutverk sáttasemjara í þessari deilu. Það mun hafa verið rætt á ut- anríkisráðherrafundi Norðurland- anna fyrir skömmu, en engin niður- staða varð þar. í greinargerðinni, sem Jón Baldvin afhenti sendiherra Sovétríkjanna á íslandi fyrir síðustu helgi, kemur m.a. fram að ísland viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltslandanna árið 1922 og lítur svo á að sú viðurkenn- ing sé í fullu gildi enn í dag. ísland telur hernám Sovétmanna á Eystra- saltslöndunum ólöglegt og að það gefi ekki fordæmi í þjóðarétti. Þeirri röksemd Sovétmanna að íslending- ar hafi með afskiptum sínum af mál- efnum Eystrasaltslandanna brotið ákvæði Parísarsamkomulagsins og Helsinkisáttmálans er hafnað. Bent er á að ástandið í löndunum sé ekki sök núverandi stjórnvalda í Sovét- ríkjunum heldur afleiðing ofbeldis seinni heimsstyrjaldar. Lögð er áhersla á nauðsyn þess að deilur um framtíð landanna við Eystrasalt séu leystar með friðsamlegum hætti. Líklegt er talið að Sovétmenn svari greinargerðinni á næstu dögum eða vikum. Hugsanlegt er að þá láti þeir í ljós hvort þeir geti fallist á viðræð- ur fyrir milligöngu íslendinga. Fyr- irfram er ekki talið líklegt að þeir fallist á að slíkar viðræður fari fram. Þeir líta enn svo á að um sé að ræða innanríkismál í Sovétríkjunum sem komi íslendingum eða öðrum ríkj- um ekki við. Auk þess er ólíklegt að þeir sætti sig við að ísland, sem hef- ur gengið allra þjóða lengst í að við- urkenna sjálfstæði Litháens, gegni sáttahlutverki í deilunni. Þeir munu leita eftir að hlutlausari aðili taki að sér þetta hlutverk, vilji þeir á annað borð fara þessa leið. Kaupmenn vilja selja áfengi. Sigrún Magnúsdóttir, kaupmaður og nýkjörinn varaformaður Kaupmannasamtakanna: Tek þjóðarhagsmuni fram yfir mína eigin Kaupmenn telja að tímabært sé að leggja verslanir ÁTVR niður og þeim verði falin sala áfengis, eins og starfsbræðrum þeirra í ná- grannalöndunum. Ályktun þessa efnis var sam- þykkt á aðalfundi Kaupmanna- samtakanna, sem haldinn var sl. laugardag. Sigrún Magnúsdóttir, kaupmað- ur í Rangá og borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavfk, sem kjörin var varaformaður sam- takanna á fundinum, er hins veg- ar á móti þessu. „Ég mótmæiti þessu á þeim rök- um að í starfi mínu sem borgar- fulltrúi er ég stöðugt að fá skýrsl- ur sem sanna að eftir því sem auðveldara er að nálgast áfengi, því verra verður ástandið. Nýlega var ég að lesa athyglisverða grein Sigrún Magnúsdóttir kaupmaður var kjörin varaformaöur Kaup- mannasamtakanna á aðalfundi þeirra sl. laugardag. eftir Tómas Helgason þar sem hann varar við þessu. Þó ég eigi hagsmuna að gæta sem kaupmað- ur þá get ég ekki tekið þá fram yf- ir þjóðarhagsmuni," sagði Sig- rún. í tillögu Kaupmannasamtakanna segir ennfremur aö óþolandi mis- munun felist í því að verslanir ÁTVR séu eingöngu staðsettar að jöfnu við verslanir tveggja stór- markaöa í Reykjavík, þ.e. Mikla- garð og Hagkaup í Kringlunni. „Undir þennan síðari lið get ég al- veg tekið. Kaupmenn í litlu mat- vörubúðunum eru í miklu verð- striði og þar verða marglr undir. Þess vegna finnst mér óeðlilegt að vínbúðir séu staðsettar við stór- markaði til að draga enn frekar að þeim,“ sagði Sigrún Magnúsdótt- ir. -sbs. Fá Hafnfirðingar tvo al- þingismenn eflir kosn- ingar? Níels Ámi Lund: í kosningunum 1987 vann Framsóknarflokkurinn á Reykja- nesi stórsigur undir forystu Framsóknarflokksins. Þá sagði Steingrímur Hermannsson í DV: .Árangurinn er glæsilegur, en við skulum ekki láta deigan síga, því við ætlum að ná honum Nilla inn næst." Nilli þessi er Níels Árni Lund, þáverandí ritsljóri Tfmans. En hvað heldur NUli sjálfur? Blaðið leitaði tfi hans í gær og spurði hann hvort byggist við að ná kjöri. „Samkvæmt skoðanakönnun ÐV er þetta raunhæfur mögu- leiki. Ég vil skora á aOa Hafnfirð- inga að skoða stöðuna gaum- gæfilega. I sfðústu alþingiskosn- ingum voru 3 Hafnfirðingar kjömir á þing, það er að segja Matthías Mathiesen, Kjartan Jó- hannsson og Geir Gunnarsson. Þessir menn hafa verið í forystu- sveit íslenskra sljómmála um áratuga skeið, en hafa nú ákveðið að draga sig í hlé. Aðeins einn Hafnfirðingur er í öruggu sæti, þ.e. Ámi Mathiesen," sagði Níels Ámi. „Ég hlýt að benda á að öfiugur stuðningur Hafnfirðinga við Framsóknarflokkinn gæti orðið til þess að þeir ættu tvo þing- menn að kosningum loknum. Engir aðrir frambjóðendur úr Hafnarfirði eiga raunhæfa mögu- leika á að ná kjörL Þannig gætu orð Steingríms á kosninganótt fyrir fjórum árum ræsL“ sá/sbs. Týndir vélsleðamenn á Eyjafjarðar- svæðinu. Tveir gengu til byggöa og sá þriðji fannst að lokum: Mennirnir voru vel á sig komnir Mikil leit var gerð í fyrrinótt að þremur mönnum á vélsleöum upp af Carösárdal í Eyjafirði. Þeir höfðu, í vitlausu veðri, helst aftur úr vélsleðahóp sem var að koma úr Kerlingarfjöllum. Þegar hópurinn kom niður í Garðsárdal var tekið eftir að mennina þrjá vantaði. Þá hófst mikil leit. Mennimir komu síðan fram á níunda tímanum í gærmorgun. Það var um klukkan hálf fjögur sem björgunarsveitir á Akureyri og víðar voru kallaðar til leitar. Farið var á vélsleðum og snjóbílum upp úr Garðsár- og Bárðardölum og leitað alla nóttina, en án árangurs. Um klukkan 9:20 komu síðan tveir mannanna gangandi að bænum Bjargi í Garðsárdal. Sá þriðji fannst síðan laust fyrir klukkan 10. Menn- irnir höfðu allir grafið sig í fönn, skammt frá hvor öðrum, án þess að vita um það. Tvímenningarnir sem gengu að Bjargi eru nærri tvítugu, en sá, sem fannst síðast, er eldri og raunar faðir annars ungu mann- anna. AðTögn lögreglunnar á Akureyri voru mennirnir vel á sig komnir eft- ir hrakningana, enda vanir fjalla- menn. Vitlaust veður var á þessum slóðum þegar mennirnir týndust. Lágrenningur, skyggnið einn til tveir metrar og vindhraðinn 8 til 10 vindstig. -sbs. Rekstrarhagfræðingur varar við útflutningi íslensks vatns með tankskipum: SKAÐARIMYNDINA 0G DREGUR UR ARDSEMI „Flutningur á vatni með tankskip- um frá íslandi getur skemmt ímynd hárra gæöa og hreinleika sem verð- mætí íslenska vatnsins byggir á. Verðmæti vatns, s|m yrði flutt með þeim hætti, yrði ajiins brot af verð- mætí vatns í neytendaumbúðum." Þetta segir meðal annars í greinar- gerð sem Kristján Jóhannsson rekstrarhagfræðingur hefur unnið, að beiðni iðnaðarráðherra, um stööu og möguleika vatnsútflutn- ings. í greinargerð sinni leggur Kristján Jóhannsson áherslu á að fagleg vinnubrögð og varfærni séu viðhöfð þegar fara á út í vatnsútflutning. Segir í skýrslu hans að vel hafi verið staðið að verki hjá þeim sem þegar séu byrjaðir í útflutningi og sú framleiðsla hafi staðist ströngustu kröfur. íslenska vatnið búi yfir verð- mætum sem geri það að verðmætri vöru í samanburði við vatn frá menguðum svæðum iðnríkjanna. Lítið sé af aukaefnum í íslenska vatninu, sem geri það mjúkt, og það hafi þess vegna góð áhrif á líkam- ann. Það sé þó ekki síst ímynd íslands — hreint loft og úrkoma og ómengað- ur jarðvegur — sem skapi vatni frá íslandi sérstöðu. Mikilvægt sé að þeir aðilar sem áforma útflutning gæti sömu varfærni og þeir sem þegar hafi byrjað útflutning á vatni. Vatnsátöppunarverksmiðja er dýrt fyrirtæki. Grunnfjárfestingin er 450 til 600 milljónir króna og þá er ekki talinn meö kostnaður við markaðs- setningu, en hann er gífurlegur. í greinargerðinni segir að árleg sala þurfi að vera að minnsta kosti 12 til 20 milljón lítrar svo viðunandi arð- semi fáist af verksmiðjunni. Kristján Jóhannsson varar eindreg- ið við að vatn verði flutt frá íslandi með tankskipum. Hann segir að vatn, sem flutt er út með þeim hætti, uppfylli ekki strangar kröfur Evrópubandalagsins og Bandaríkja- manna. Því verði það að gangast undir sérstaka hreinsun og flokkist eftir hana með hreinsuðum sjó og hafi því ekki lengur ímynd hágæða- vöru. Lagt er til að settar verði sér- stakar reglur um útflutning vatns frá íslandi, svo komið verði í veg fyr- ir að ímynd hágæðavatnsins frá ís- landi skaðist. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.