Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. apríl 1991 Tíminn 5 Morgunblaðið viðurkennir að það sé stefna Sjálfstæðisflokksins að ganga til kosninga með óskýra stefnuskrá: Oskynsamlegt að tala skýrt fyrir kosningar „Ef litið er til póiitískra stundarhagsmuna, og auðvitað hugsa stjómmálaflokkar í kosningabaráttu ekki lengra en til kjördags, virðist reynslan því benda til þess, að það sé beinlínis óskynsamlegt fyrir stjóramálamenn að segja of mikið fyrir kosningar.“ Þetta er niðurstaða höfundar Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins, en í bréflnu er hann m.a. að svara gagnrýni andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, sem hafa hamrað á því í kosningabaráttunni að Sjálfstæðisflokkur- inn gangi til kosninga með óskýra eða enga stefnuskrá í veigamikl- um málaflokkum. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði á fundi með eldri borgurum í Reykjavík um helgina að með þess- ari yfirlýsingu sé höfundur Reykja- víkurbréfsins, sem hann sagði vera eins konar bókmenntalegan túlk- anda á stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins, að viðurkenna að Sjálfstæðis- flokkurinn gangi stefnulaus til kosninga. í Reykjavíkurbréfinu segir að eftir mikinn kosningaósigur Sjálfstæðis- flokksins í þingkosningunum 1978 hafi farið fram umtalsverð sjálfs- gagnrýni innan flokksins. Sú um- ræða skilaði því að yngri menn í flokknum, „sem nú eru í forystu- sveit flokksins", fengu því fram- gengt að lögð var fram mjög ítarleg stefnuskrá fyrir alþingiskosningarn- ar 1979, sem hét „Leiftursókn gegn verðbólgu". Haustið 1979 fékk Sjálf- stæðisflokkurinn um 50% fylgi í skoðanakönnunum og sumir bjugg- ust við að flokkurinn næði hreinum meirihluta á Alþingi. Niðurstaðan varð sú að flokkurinn fékk aðeins 35% fylgi íkosningunum. Höfundur Reykjavíkurbréfsins skýrir slæmt gengi flokksins í kosningunum 1979 með þessum orðum: „Eftir þá lífsreynslu þarf kannski engum að koma á óvart, þótt bæði Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir flokkar fari sér hægt að segja kjós- endum fyrir kosningar hvað þeir hyggjast fyrir eftir kosningar. Raun- ar er reynsla flestra stjórnmála- manna sú, að bezt sé að segja eitt en gera annað.“ Athyglisvert er að höfundi Reykja- vfkurbréfsins dettur ekki í hug að draga þá ályktun af slæmu gengi Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 1979 að kjósendur hafi verið að hafna þeirri stefnuskrá sem flokkur- inn lagði fram. Ekki náðist í formann eða varafor- mann Sjálfstæðisflokksins til að fá viðbrögð þeirra við Reykjavíkurbréf- inu. Geir Haarde alþingismaður sagðist vera ósammála þeim álykt- unum sem höfundur Reykjavíkur- bréfsins dreguraf úrslitum alþingis- kosninganna 1979. Hann sagðist jafnframt vera ósammála fullyrðing- um um að Sjálfstæðisflokkurinn gangi til kosninga með óskýra stefnu. Hann benti á að samþykktir landsfundarins telji 40 blaðsíður og þar sé fjallað ítarlega um alla helstu málaflokka. Geir svaraði neitandi þegar hann var spurður hvort hann teldi að ekki hefði verið betra að kveða fastar að orði í samþykktum landsfundarins. Þess má geta að í umræðum á landsfundinum lét einn fundar- manna svo ummælt að ályktun um sjávarútvegsmál væri útþynnt og ónothæft veganesti fyrir frambjóð- endur flokksins í kosningabarátt- unni. Svo er að sjá sem þessi glöggi sjálf- stæðismaður hafi hitt naglann á höfuðið. -EÓ Finnur Ingólfsson: Endurskoðun almannatrygg- ingalaga miði að því að þeir njóti sem þurfi: Ekki launauppbót fyrir þá efnaðri Finnur Ingólfsson og Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, efstu menn á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, voru í yfirheyrslu á Aðal- stöðinni fyrir helgina. Þegar Finn- ur var spurður að því hvort Fram- sóknarflokkurinn ætlaði, með frumvarpi um almannatryggingar, að gera grundvallarbreytingar á al- mannatryggingakerfinu og afnema jafnan rétt allra, svaraði hann: „Síðan 1976 hefur verið í gangi endurskoðun á almannatrygginga- lögunum. Hún hefur aldrei náð lengra en að skrifaðar hafa verið langar skýrslur, sem endað hafa í hillum ráðherra án þess að nokkuð væri framkvæmt. Við hins vegar lukum þessari tíma- bæru endurskoðun. Markmiðið er að færa til þeirra, sem búa við ill kjör og erfiðar aðstæður, frá þeim sem hafa það betra. Almannatryggingar og bætur þeirra eiga að hjálpa þeim sem þurfa á aðstoð að halda, en ekki að vera uppbót á góð laun. Samkvæmt frumvarpi Guðmundar Bjarnasonar átti að: Hækka örorku- lífeyri um 14% og tekjutryggingu öryrkja um 14%. Afnema 10% frí- tekjuskerðingu á lífeyri hjóna. Draga úr skerðingarákvæðum tekjutryggingar. Hækka örorku- styrk, ekkju- og ekkilsbætur og lengja bótatíma. Hækka barnalífeyri og sjúkradagpeninga. Þeir sem stóðu gegn þessu frum- varpi eru á móti því að tekjutengja lífeyrinn. Heilbrigðisráðherra lagði hins vegar áherslu á að lífeyrir líf- eyrissjóðanna ætti ekki að skerða ellilífeyrinn. Þetta er grundvallarat- riði. Og það er óhróður að halda því fram, eins og gert hefur verið, að Framsóknarflokkurinn ætli að skerða ellilífeyrinn sem nemur líf- eyrisgreiðslum lífeyrissjóðanna. Það er þvert á móti," sagði Finnur Ing- ólfsson. Frá fúndi Framsóknarflokksins með eldri borgurum í Reykjavík um helgina. Efsti maður á lista flokksins í Reykjavík, Finnur Ingólfsson, heilsar fúndargestum. Tímamynd ge Geir H. Haarde svarar játandi í útvarpi þegar hann er spurður hvort hann vilji skattleggja fjármagnstekjur: Skattlagning - og þó í spumingaleik í útvarpinu svaraði Geir H. Haarde alþingismaður ját- andi spumingu stjómanda þáttar- ins um hvort hann vilji skattleggja fjármagnstekjur. Geir sagði í sam- tali við Tímann að hann hefði orðið var við að svar sitt við spuming- unni hefði misskilist. Aðeins má svara spumingunum í leiknum ját- andi, neitandi eða með passi. „Það sem ég átti við var að ég er fylgjandi samræmingu skattlagn- ingar á eignatekjur yfirleitt, en ekki skattlagningu á sparifé, eins og Al- þýðubandalagið og fleiri vinstri flokkar hafa boðað,“ sagði Geir. Hann sagði ríkja mikið ósamræmi í þessari skattheimtu í dag og nauð- synlegt sé að breyta henni þannig að allar eignir séu meðhöndlaðar jafnt. -EÓ Sunnlendingar Reykjavík o Finnur Ingóltsson Asta Ragnheiöur Bolli Héóinsson Jóhannesdóttir Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík, þau Finn- ur, Ásta Ragnheiður og Bolli, ásamt alþingismönnum flokks- ins í Suðurlandskjördæmi, þeim Jóni Helgasyni, Guðna Ág- ústssyni og Unni Stefánsdóttur, bjóða þér að koma í kaffispjall þriðjudaginn 16. apríl nk. kl. 20.30 að Armúla 40, 2. hæð (bíla- stæði bak við). éééBl. \ í .. $ Jón Helgason Guöni Ágústsson UnnurStefánsdóttir B-listinn í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.