Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 16. apríl 1991 Tíminn 13 Sumarhjólbarðar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU Á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarðaskiptingar. Barðinn h.f., Skútuvogi Sími: 30501 og 84844 2 Félagsráðgjafi Fangelsismálastofnun óskar eftír að ráða félagsráðgjafa til starfa. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Fangelsismálastofnun, Borg- artúni 7, Reykjavík, fyrir 1. maí nk. Fangelsismálastofnun ríkisins, 3. apríl 1991. Frá Tónlistarskóla Kópavogs Fyrstu vortónleikar skólans verða haldnir í saln- um Hamraborg 11 miðvikudaginn 17. apríl kl. 18. Nemendur í neðri stigum koma fram. Skólastjórí BÍLALEIGA AKUREYRAR Traustir hlekkir í sveiganlegri keðju hringinn í kringum landið Bflaleiga með útibú allt í kringum landið, gera þér möguiegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðruni. Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alitaf til taks Rejkjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjörður: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaðir: 97-11623 Vopnafjöröur: 97-31145 Höfn í Hornaf.: 97-81303 ÓDÝRIR HELGARPAKKAR Robin Rafstöövar OG dælur BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Slmi 91-674000 k Nadia fór á skíði í vetur í Colorado eins og hitt fræga fólkið. Með henni var Bart Conner, bandarískur fimleikamaður, sem hún hefur þekkt í mörg ár. Nadia Comaneci reynir að koma fótunum undir sig á ný Rúmenska fimleikadrottningin Nadia Comaneci er loks að finna fótfestu og fólk sem hún getur treyst í Vesturheimi, fimmtán mánuðum eftir að hún flúði frá Rúmeníu sem þá var enn undir stjórn kommúnista, en sú flótta- saga varð fræg þar sem í fylgd með henni var einhver dularfull- ur rúmenskur maður sem þóttist vera bjargvættur hennar en reyndist svo hinn mesti svika- hrappur. Að undanförnu hefur sést til hennar í vetur í skíðabrekkunum í Coiorado, innan um allt fræga fólkið. Félagi Nadiu í skíðabrekkunum er bandaríski fimleikamaðurinn Bart Conner, en þau hafa þekkst í mörg ár í fimleikasölunum. Fólk hefur verið að spá í að eitthvað meira sé á milli þeirra en fim- leikaáhuginn einn, en því neita umboðsmenn Nadiu harðlega. Þeir hafa gefið út yfirlýsingu þar sem stendur: „Nadia og Bart eru í skíðatúr og eru bara vinir. Hún er að koma sér í form áður en hún fer að sýna aftur.“ Nadia býr nú í Montreal í Kanada þar sem hún er að ná aftur áttum eftir flóttann fræga og afskipti áð- urnefnds svikahrapps og fyrrver- andi þjálfara hennar, Constantins Panait, af flóttanum og því sem á eftir fór. Nýkomin til Ameríku hneyksiaði hún almenning með því að svara „Og hvað með það?“ þegar einhver upplýsti hana um að Panait ætti bæði konu og börn. Núna segist hún hafa algeriega sagt skilið við Panait. Hún hafi reyndar aldrei ætlað sér að giftast honum, enda hafi hann bara not- að hana og gert hana að hneyksl- unarheliu. En þessi óheillaorð hennar þegar hún frétti af frú Panait urðu til þess að hún missti af allmörgum dýrmætum kvikmyndatilboðum og auglýsingaaðilar gáfu hana upp á bátinn. Nú er hún að reyna að byggja upp mannorð sitt og fjárhaginn á ný með því að sýna fimleika. Ráðsmaðurinn stal af óperustjörnunni Sópransöngkonan María Ewing var óheppin með ráðsmanninn, þegar hún stóð ein uppi eftir skilnað. Sópransöngkonan Maria Ewing var heldur betur auðveld bráð eft- ir skilnað sinn við breska ieikhús- stjórann sir Peter Hail vorið 1988. Hún hafði þá í mörgu að snúast og útilokað var að hún gæti sinnt því öllu á eigin spýtur. Þess vegna réði hún Stephen Staplehurst, 38 ára gamlan laginn mann, til að vera allt í senn ráðsmaður á heimili hennar í Sussex, bflstjóri, garð- yrkjumaður, viðgerðamaður og jafnvel stundum bamapía níu ára gamailar dóttur hennar og sir Pet- ers, Rebeccu Hall. Að því kom að söngkonan áttaði sig á að ekki var allt með felldu með fjárreiður heimilisins og þeg- ar betur var að gáð hafði Stephen Staplehurst verið óspar á að skrifa ávísanir úr heftinu sem hún hafði trúað honum fyrir til að greiða iðnaðarmönnum og önnur heim- ilisútgjöld. Fyrir rétti viðurkenndi Staple- hurst að hafa þannig haft út úr söngkonunni 14.000 sterlings- pund eða hátt í eina og hálfa millj- ón ísl. kr. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir vikið, þar af níu mánuði skilorðsbundið. Af sir Peter Hall er það að segja að eftir skilnaðinn við Mariu Ewing giftist hann Nicki Frei, ieikhús- kynningarfulltrúa, sem hafði verið aðstoðarmaður hans. Hún er að- eins 31 árs og fjórða kona leikhús- stjórans. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.