Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 16. apríl 1991 Fréttayfirlit TEHERAN - Útvarpið i Teheran skýrði frá þv( i gær að Iraskir her- menn og skriðdrekar hefðu ráðist á kúrdlska flóttamenn við írönsku landamærin á sunnudagskvöld og iokað einni flóttaleiöinni. DAMASKUS - Kúrdfsklr uppreísn- armenn halda enn nokkm svæði í Irak nálægt landamærum Tyrk- lands. Um heigina misstu þeir borgina Arbat til fraska stjórnar- hersins, en náðu henni fijótlega aftur á sitt vald, að sögn tals- manns uppreísnarmanna. Hann sagðl að stjórnarherinn heföi misst 70 menn i bardögunum. WASHINGTON - James Baker, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, leggur af stað í dag í sína þriðju ferð tíl Miðausturlanda eftlr að Persaflóastríðinu lauk. Hann mun ræða við utanrlkisráðherra EB i Lúxemborg á miövikudagskvöld og koma til Israels á flmmtudag. Framhald ferðarinnar var ekki vit- að sfðdegis i gær. Talsmaður ut- anrikisráðuneytisins, Margaret Tutwiler, sagði aö Bush Banda- rfkjaforseti og Baker væm sam- mála um aö fytgja þyrftl fyrri til- raunum Bakers eftir ef einhver ár- angur ættl að nást. LONDON - Forsætisráðherrar Israels og Sovétrikjanna ætla að hittast f fyrsta skipti í London í dag. TOKYO - Sovétríkin ætla að hætta allri samvinnu við Noröur- Kóreu á sviði kjamorkumála ef þarlend stjórnvöíd heimila ekki al- þjóðlegt eftirlit með kjamorkumái- um landslns, að sögn sovésks embættismanns í gær. MOSKVA - Verkalýðsleiðtogar í Mlnsk I Hvita-Rússlandi sögðust f gær vera reiðubúnir til að vera í verkfalli ,allt þar til yfir lýkuri1, en þeir krefjast kauphækkana og ým- issa pólitiskra breytinga. Náma- menn í Úkraínu efndu til mótmæla I gær og kröfðust afsagnar Gor- batsjovs Sovétforseta. LÚXEMBORG - Utanrikisráðherr- ar Evrópubandalagsins sam- þykktu f gær aö aftétta nokkm frekar vlðsklptahömlum á Suöur- Afríku. M.a. verður þeim nú leyft að versla með gull, járn og stál I löndum EB. Þeir samþykktu einn- ig tlllögu Hans- Dietrlchs Gen- schers, utanrikisráðherra Þýska- lands, um aö halda réttarhöid yfir Saddam Iraksforseta vegna strlðsglæpa. TIRANA - Lelðtogar Lýðræðis- flokksins f Albaniu segjast vera ofsóttir og sæta hryðjuveikum. Þeir hafa ákveðiö aö taka ekki þátt f störfum þingsins, en það var valið f fyrstu frjólsu kosningunum í hálfa öld. Verkamannaflokkurlnn (kommúnistar) vann stórsigur í þingkosnlngunum og fókk yfir tvo þriðju hluta atkvæða. BRÚSSEL - Talsmenn Atlants- hafsbandalagslns (NATO) sögðu I gær að bandalagið ætlaði að fækka starfsmönnum sínum I Evr- ópu um nokkur hundmð á næstu tveimur ámm vegna loka kalda stríðsins. HARARE - Leiötogar tveggja stærstu hreyfinga I Suður-Afrlku, sem berjast gegn aöskilnaöi kyn- þátta I landlnu, hófu (gærtveggja daga viðræöur I Zimbabwe og er ætlun þeirra að samelna krafta sína I baráttunni gegn hvíta minni- hlutanum. LONDON - Vlðreisnar- og þróun- arbanki Evrópu tók til starfa i gær. Meglnverkefnl hans næstu árln veröur að koma á vestrænu mark- aðshagkerfi I Mið- og Austur-Evr- ópu í staðinn fyrir miðstýrða hag- kerflð sem hefur veriö vlð lýði I þessum ríkjum í áratugi. BERLÍN - Yfirmenn Stasi, fyrrver- andl öryggislögreglu Austur- Þýskalands, hafa heitiö friði ef stjórnin f Bonn gefur starfsmönn- um lögreglunnar upp sakir. Reuter-SÞJ EB afléttir viðskiptaþvíngunum gegn S-Afríku: Vill sækja Hussein Saddam til saka Utanríkisráðherrafundur Evrópu- bandalagsins samþykkti í gær til- lögu Hans-Dietrichs Genschers, utanríkisráðherra Þýskalands, um réttarhöld yfir Saddam Hussein, forseta íraks, vegna stríðsglæpa sem hann hefur framið. Utanríkis- ráðherramir voru sammála um að halda þyrfti réttarhöld yfir Sadd- am, en þeir hugðu ekkert að hvemig framkvæmd slíkra réttar- halda yrði háttað. Genscher líkti Saddam við foringja nasista, sem sóttir vom til saka eftir seinni heimsstyrjöldina. írösk stjómvöld sögðu að tillaga Genschers værí mddaleg og baraaleg. Stjórnarerindrekar sögðu að Saddam yrði látinn sæta ábyrgð fyr- ir innrás í íran og Kúvæt, fyrir að nota efnavopn og þjóðarmorð á Kúrdum. Utanríkisráðherra Lúxemborgar, Jacques Poos, sem fer nú með for- setavald EB, mun ræða við aðal- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, í Strasbourg í dag um hvernig hægt væri að koma slíkum réttarhöldum í framkvæmd. Þá samþykktu utanrfkisráðherrar EB einnig í gær að aflétta fleiri við- skiptaþvingunum gegn Suður- Afr- íku, vegna þeirrar slökunar sem orðið hefur á kynþáttaaðskilnaðar- stefnunni í landinu. Samþykkt var Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Þýskalands. að heimila flutning á gulli, járni og stáli frá Suður-Afríku til aðildar- þjóða EB. Þá vildu Bretar að menn hugleiddu hvort ekki væri hægt að heimila sölu á olíu til Suður-Afríku og taka upp samskipti í íþróttum, en engin ákvörðun var tekin um það. Ákvörðunin um að aflétta þessum viðskiptaþvingunum var tekin þrátt fyrir að Afríska þjóðarráðið (ANC) hafi lagt áherslu á að halda við- skiptaþvingunum áfram og ósk Evrópuþingsins um að fá að ræða málið frekar, en þingið hefur verið fylgjandi áframhaldandi viðskipta- þvingunum. Reuter-SÞJ Austur-Evrópu hjálpað: Viöreisnah og þróunar- banki Evrópu stofnaður Viðreisnar- og þróunarbanki Evr- ópu tók til starfa í gær við hátíð- lega athöfn. Meginmarkmið hans er að stuðla að efnahagslegri end- urreisn Mið- og Austur-Evrópu, innleiða vestrænt markaðshag- kerfi í stað hins miðstýrða hag- kerfis, sem hefur verið í þessum fyrrum kommúnistaríkjum í ára- tugi. Einnig hefur hann pólitískt hlutverk. Honum er ætlað að stuðla að auknu lýðræði. Öll helstu ríki Austur-Evrópu, öll að- ildarríki EB, Sovétríkin og Banda- ríkin eru meðal þeirra ríkja sem eiga hlut í bankanum. Bandaríkja- menn em stærstu hluthafarnir, eiga 10%. Talsverðar efasemdir eru um hvort bankinn valdi hlut- verki sínu, ekki síst m.t.t. þess hve lítið fjármagn hann hefur á bak við sig, eða 12 milljónir doll- ara. Samkvæmt viðskiptaáætlunum, sem gerðar hafa verið, mun bank- inn ekki lána nema 200 til 300 milljónir dollara á þessu ári og einn milljarð á næstu fimm árum. Til samanburðar munu Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn og Alþjóða- bankinn lána fjóra milljarða doll- ara til Austur-Evrópu á þessu ári Tsjernóbýl: Allt að 10 þús. hafa látist Allt að 10 þúsund manns hafa lát- ist vegna sprengingarinnar í Tsjemóbýlkjamorkuverinu í Sovét- ríkjunum fyrir fimm ámm, að sögn sovésks vísindamanns á sunnudag. Sovésk yfirvöld segja að aðeins 31 hafi látist í byrjun, en þau hafa ekki viljað gefa upp hve margir hafa lát- ist síðan af völdum geislunar. Vísindamaðurinn heitir Vladimir Chernousenko og hefur stjórnað að- gerðum á hættusvæðinu kringum kjarnorkuverið. Hann segir að á milli 7 og 10 þúsund manns hafi lát- ist af völdum geislunar. Fiestir þeirra hafi verið námamenn og her- menn sem unnu við hreinsun svæð- isins eftir slysið. Chernousenko, sem er fimmtugur að aldri, hefur ekki farið varhluta af geisluninni, en honum hefur ekki verið hugað líf í meira en tvö til fjög- ur ár til viðbótar. Hann sagði að sú staðreynd að hann ætti svo skammt eftir ólifað hefði m.a. fengið hann til að segja frá. Hann sagðist fyrst hafa átt von á því að sovésk yfirvöld beittu sér af hörku í hreinsunarað- gerðunum, en sú von hafi brugðist. Chernousenko sagði að sovésk yfir- völd hafi sagt Alþjóðlegu kjarnorku- málastofnuninni (1AEA) að einungis 3% hafi sloppiö út í umhverfið af þeim 190 tonnum af geislavirku eldsneyti sem var í kjarnorkuverinu þegar sprengingin varð. Hið réttara væri 60-80%. Hann sagði einnig að bærinn Pripyat, sem er skammt frá kjarnorkuverinu, hefði verið rýmd- ur allt of seint og bæjarbúar verið í allt of mikilli geislun í u.þ.b. 36 klst. Reuter-SÞJ einu. Því er búist við að hlutverk bankans verði fyrst og fremst ráð- gjafarþjónusta. John Major, forsæt- isráðherra Breta, sagði að peningar og reynsla væru ekki allt, heldur þyrfti vilji þjóðanna fyrir umbótum að vera fýrir hendi, ætti einhver ár- angur að nást. Valentín Pavlov, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, tók í sama streng í viðtali við BBC. Hann sagði að Sovétríkin gætu leyst öll sín efnahagslegu vanda- mál fyrir árið 1993 ef vel væri hald- ið á málum og vilji þjóðanna innan ríkjasambandsins væri fyrir hendi. Forseti bankans verður Jacques Attali, fyrrum aðstoðarmaður Mitt- erands forseta Frakklands, en hann kom fyrstur með hugmynd að svona banka haustið 1989. Það mun kosta óhemjufé að reisa Austur-Evrópu við og laga til eftir Persaflóastríðið. Þjóðverjar hafa gert bandamönnum sínum grein fyrir að sjóðir þeirra séu ekki ótæmandi. Þeir þurfa að eyða gíf- urlegum fjárfúlgum í að reisa Aust- ur- Þýskaland við. Þá hafa Banda- ríkjamenn krafist þess að Japanir leggi meira fé til endurreisnar- starfsins. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.