Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. apríl 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Alexander Stefánsson: Jöfnun orkukostnaðar Það hefur verið eitt mesta baráttumál íbúa landsbyggðarinnar að orkuverð verði það sama á öllu landinu, hliðstætt t.d. að bensín og olía, mjóik og mjólkurvörur er selt á sama verði hvar sem er um landið. Þetta hefur verið torsótt réttlætismál þrátt fyrir stefnuyfirlýsingar stjómmálaflokka og ríkisstjóraa. Nú síðast í stefnuskrá núverandi ríkisstjóraar var því lofað að jafna orku- verðið á kjörtímabilinu, sem nú er að ljúka, ekki síst til hitunar á íbúðahúsnæði. Þingmenn hafa þing eftir þing flutt þingsályktunartillögur, laga- frumvörp og fyrirspurnir sem fela í sér ákveðnar kröfur um beinar aðgerðir í þessu mikilvæga jafn- réttismáli sem er ein meginfor- senda eðlilegrar byggðar í land- inu. Þingmenn Vesturlands hafa haft mikilvæga forystu um þetta mál á Alþingi. Nokkuð hefur miðað í rétta átt á síðustu árum, en hvergi nálægt jöfnuði. Enn er upphitunarverð íbúða með raforku út um land 2.4- 2.8 sinnum hærra en t.d. á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Atvinnu- rekstur út um land býr við sama óréttlæti í orkuverði. Það var krafa okkar framsóknar- manna við myndun síðustu ríkis- stjórnar að jöfnun orkuverðs væri eitt forgangsverkefni nýrrar ríkis- stjórnar, kemur það fram í mál- efnasamningi stjórnarflokkanna. Iðnaðarráðherra var falið að fram- kvæma þessa ákvörðun á kjör- tímabilinu. Þrátt fyrir fyrirspurnir þing- manna á undanförnum þingum er það ekki fyrr en 1. okt. 1990 að iðnaðarráðherra skipar nefnd til að gera tillögur um verðjöfnun á raforku og undirbúa frumvarp til laga um það efni. Nefndin skilaði skýrslu 5. mars s.l. til iðnaðarráðherra. Meirihluti nefndarinnar er þeirrar skoðunar að eðlilegt sé að Alþingi lýsi vilja sínum í þessum efnum og sé til þess vilji, mætti þá setja hug- myndir nefndarinnar fram af hálfu ríkisstjórnarinnar í formi þings- ályktunar. I nefndina voru skipaðir: Eiður Guðnason, alþingismaður, formaður Þorvarður Hjaltason, kennari Óli Þ. Guðbjartsson, ráðherra Jón Helgason, alþingismaður Sveinbjörn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Danfríður Skarphéðinsdóttir, al- þingismaður Birgir ísl. Gunnarsson, alþingis- maður Pálmi Jónsson, alþingismaður. Hér fara á eftir þær hugmyndir sem komu fram í nefndinni og meirihluti nefndarmanna telur að skilað geti árangri í þessum efn- um. Sumir nefndarmanna gera þó fyrirvara um ákveðin atriði. Lækka ber húshitunarkostnað á íslandi þar sem hann er hæstur og minnka þannig þann aðstöðumun einstaklinga og fjölskyldna sem nú er við lýði. Þessi aðstöðujöfnun getur átt sér stað með eftirfarandi hætti: 1. Auknum jöfnuði verði náð í þremur áföngum á næstu tveimur árum uns því markmiði er náð að kostnaður við hitun íbúðarhús- næðis vísitölufjölskyldunnar (35.420 kWh ársnotkun) hjá raf- veitum og rafkyntum hitaveitum, verði ekki hærri en 5000 krónur að jafnaði á mánuði, miðað við verðlag í janúar 1991. 2. Alþingi beini því til þingkjör- inna fulltrúa í stjórn Landsvirkj- unar að þeir á þeim vettvangi beiti sér fyrir sérstökum aðgerðum til lækkunar á heildsöluverði raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis. Að- gerðirnar miði að því að heildsölu- verð á raforku til hitunar íbúðar- húsnæðis lækki á næstu tveimur árum niður í kostnaðarverð orku frá nýjum virkjunum að viðbætt- um flutningskostnaði til dreifi- veitna. 3. Viðskiptaráðherra ákveði að á síðari helmingi þessa árs verði greiddar 35 milljónir af því fé, sem á fjárlögum er veitt til niður- greiðslna á vöruverði á árinu 1991, til aukinnar verðjöfnunar á raforku til hitunar íbúðarhúsnæð- is, enda eigi húseigendur ekki kost á að kaupa orku frá hitaveitum sem byggja á jarðvarma. Þessi til- færsla niðurgreiðslufjár verði síð- an aukin. 4. Iðnaðarráðherra láti fara fram úttekt á fjárhagsstöðu hitaveitna sem byggja á jarðvarma þar sem kostnaður við hitun íbúðarhús- næðis er hærri en sambærilegur kostnaður við upphitun íbúðar- húsnæðis vísitölufjölskyldunnar hjá rafveitum og rafkyntum hita- veitum. Úttektinni verði lokið eigi síðar en 1. október 1991. 5. Fjármálaráðherra beiti sér fyr- ir ráðstöfunum til að aðstoða hita- veitur sem byggja á jarðvarma við skuldbreytingar á lánum þeirra eða Ieggi fram tillögur um aðrar aðgerðir til þess að tryggja að kostnaður við hitun íbúðarhús- næðis vísitölufjölskyldunnar hjá þeim verði ekki hærri en hjá raf- veitum og rafkyntum hitaveitum skv. 1. tölulið, enda sýni fyrirtæk- in aðhaid í rekstri og umsvifum. 6. Því fé, sem Landsvirkjun kann í framtíðinni að verða gert að greiða ríkinu fyrir virkjunarrétt- indi, verði að hluta varið til auk- innar verðjöfnunar á innlendri orku. Iðnaðarráðherra leggur síðan fram þingsályktunartillögu á síð- ustu dögum þings, 11. mars s.l., þskj. 854, sem vísað er til fjárveit- inganefndar 18. mars s.l., sem tók tillöguna til meðferðar að morgni 19. mars, og ákvað meirihluti fjár- veitinganefndar að afgreiða tillög- una strax til þingsins til sam- þykktar. A sama tíma er tilkynnt að iðnað- arráðherra hafi gert samkomulag við stjórnarandstöðu á Aiþingi kvöldið áður, 18. mars, eins og segir í bókun, til að Ijúka þingi, að „þingsályktunartillögur um lækk- un húshitunarkostnaðar og um álver í Vatnsleysustrandarhreppi — fari skipulega til nefndar það kvöld en komi ekki aftur fyrir 113. löggjafarþing." Þetta átti fyrst og fremst að vera lagt til vegna hótunar sjálfstæðis- manna á Alþingi um málþóf og stöðvun annarra þingmála, eins og lánsfjárlög, ef afgreiða ætti þingsályktun um lækkun húshit- unarkostnaðar. Þar með voru hendur fjárveit- inganefndar bundnar í málinu. Þetta er ótrúlegur endir á brýnu hagsmunamáli til að ná fram leið- réttingum í jafnréttisaðgerðum til að minnka þann mikla aðstöðu- mun einstaklinga og fjölskyldna í Þetta er ótrúlegur endir á brýnu hagsmunamáli til aö ná fram leiðrétt- ingum í jafnréttisað- gerðum til að minnka þann mikla aðstöðumun einstaklinga og fjöl- skyldna i landinu sem búa við hæsta húshit- unarkostnað. En er lýs- andi dæmi um aðgerða- leysi og áhugaleysi iðn- aðarráðherra, sem hef- ur haft málið til meðferðar í tæp 4 ár. Jafnframt lýsir þetta furðuiegri kröfu sjálf- stæðismanna og raunar Kvennalista um að stöðva þingsályktunar- tillöguna á Alþingi. landinu sem búa við hæsta húshit- unarkostnað. En er lýsandi dæmi um aðgerðaleysi og áhugaleysi iðnaðarráðherra, sem hefur haft málið til meðferðar í tæp 4 ár. Jafnframt lýsir þetta furðulegri kröfu sjálfstæðismanna og raunar Kvennalista um að stöðva þings- ályktunartillöguna á Alþingi. Og ekki er stór hlutur endur- skoðunarnefndar og formanns hennar, sem skilar aðeins óska- lista um úrbætur, en leggur ekki fram frumvarp, eins og ráðherra fól nefndinni, sem átti að bera með sér raunhæfar úrbætur. Á bls. 7 í nefndaráliti kemur fram að óeðlilegt sé, svo skömmu fyrir kosningar, að binda hendur næstu ríkisstjórnar varðandi verðjöfnun á orku til húshitunar. Mikil er reisnin yfir þessu nefndarstarfi. Þingsályktunin sjálf er dæmigerð um meðferð málsins í heild hjá iðnaðarráðherra og form. þing- flokks Alþýðuflokksins — einföld lausn á síðustu sólarhringum Al- þingis að störfum. „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir að lækka húshitunarkostnað á fslandi þar sem hann er hæstur og minnka þannig þann aðstöðu- mun einstaklinga og fjölskyldna sem nú er við lýði.“ Vísa málinu til ríkisstjórnar sem hefur haft þetta stefnumál í fjögur ár, átti nú að leysa málið á þremur síðustu dög- um kjörtímabilsins á Alþingi. Ég vil taka fram að hugmyndir nefndarinnar eru vissulega ágætt innlegg í umræður um þetta mik- ilvæga réttlætismál — en það vantar hvernig á að taka á þessu máli í heild, raunar ekki orð um jöfnun orkuverðs í atvinnurekstri bæði í iðnaði og fiskvinnslufyrir- tækjum. Við lokaafgreiðslu fjárlaga í des- ember s.I. var þetta mál til um- ræðu í fjárveitinganefnd. M.a. komu fulltrúar orkujöfnunar- nefndarinnar á fund og gáfu upp- lýsingar um stöðu mála. Ríkisstjórnin gaf fjárveitinga- nefnd fyrirmæli um að ekki ætti að hækka niðurgreiðslulið fjár- laga vegna niðurgreiðslu orku, þar sem nefnd iðnaðarráðherra væri með málið og tillögur eða frumvarp um úrbætur yrðu til- búnar áður en Alþingi yrði slitið. Við í fjárveitinganefnd trúðum því að hér yrði ekki staðar numið eft- ir allar umræður og heitstreng- ingar um þetta mál, ef ekki, hefð- um við örugglega komið með breytingatillögur við fjárlagaaf- greiðslu. Það er skoðun mín að aðalþrösk- uldur þessa máls sé „Landsvirkj- un“, sem er sjálfstætt fyrirtæki í eigu ríkisins, sem er 50%, Reykja- víkurborgar 44.525% og Akureyr- arbæjar 5.475%. Landsvirkjun hefur einkarétt á virkjun og sölu raforku m.a. í heildsölu til dreif- ingaraðila svo sem Rarik og ann- arra rafveitna í landinu. Lands- virkjun greiðir í raun ekkert gjald fyrir virkjunarrétt, ákveður sjálf fýrningatíma mannvirkja sem er að jafnaði 20 ár — afskrifar því mjög hratt virkjanakostnað, sem þýðir hátt heildsöluverð orkunnar og hækkun vaxta og gengisbreyt- ingar koma strax fram í hækkun smásöluverðs. Við sem teljum okkur berjast fyr- ir lækkun og jöfnun orkuverðs bendum á alltof stuttan fyrninga- tíma, lengri fyrningatími geti lækkað heildsöluverð orkunnar, þar með lægra smásöluverð. Við teljum að Landsvirkjun eigi skil- yrðislaust að taka beinan þátt í jöfnun á orkuverði í landinu — bæði til húshitunar og til at- vinnurekstrar. Ef ekki, hlýtur að koma að því að Alþingi setji lög um eitt orkufýrirtæki í landinu, þ.e. sameina Rarik og Landsvirkj- un. Nú er upplýst að Landsvirkjun græðir á annan milljarð á sl. ári og svo hefur verið undanfarandi ár. Það liggur ljóslega fýrir að Lands- virkjun hefði auðveldlega getað jafnað orkuverðið til notenda, t.d. vegna húshitunar, með hluta þess hagnaðar sem hún hirðir af sölu orku til almennra nota í landinu. Hér vantar meirihlutavald í stjórn Landsvirkjunar sem skilur nauð- syn réttlætis í þessum samskipt- um. Hér má ekki láta staðar numið, baráttan fyrir jöfnuði á raforku- verði hvar sem er í landi okkar verður að halda áfram af fullum krafti. Orkan í fallvötnum og jarð- hiti á að koma öllum landsmönn- um til góða — á sama verði — hvar á landinu sem menn búa. ÚR VIPSKIPTALÍFINU Af kaffiekrum Mið-Ameríku Sakir fráhvarfs frá Alþjóðlega kaffi-samkomulaginu (Interna- tional Coffee Agreement, ICA) hef- ur ræktun kaffibauna aukist í Mið- Ameríku síðustu tvö árin, en á fundi Alþjóðlegu kaffisamtakanna (International Coffee Organizati- on, ICO) í London í september 1990 tókst ekki nýtt samkomulag. Fluttu Mið- Ameríkurfkin út 10 milljónir sekkja af kaffibaunum 1990, um helming svonefnds „annars milds kaffis" sem á alþjóð- legan markað fór. (Sekkur vegur 60 kg.) í Guatemala, helsta ræktunar- landsins í Mið-Ameríku, er vænst að uppskera kaffibauna 1990-91 verði 3,4 milljónir sekkja, en birgðir í lok 1990 munu hafa ver- ið innan við 100.000 sekkir. Hef- ur landi tvöfaldað útflutning sinn síðustu tvö ár. Uppskera af kaffi- baunum í Hondúras 1989-90 nam 1,8 milljónum sekkja, en ICA kvóti þess var 650.000 sekkir. Og hefur landinu tekist að selja nær alla uppskeruna. Gengislækkun gjaldmiðils landsins um 50% hef- ur að miklu leyti bægt frá rækt- endum áhrifum verðfalls á kaffi á alþjóðlegum markaði. í Nicar- agua hafa lok skæruhernaðar leitt til þess að kaffiekrur í landinu sunnanverðu hafa aftur verið teknar í ræktun. Og landinu munu aftur hafa opnast markaðir í Bandaríkjunum. í Costa Rica hafði ræktun verið langt umfram ICA kvóta, þannig að 40% af upp- skeru landsins voru seld utan að- ildarlanda ICO, en jafnvel þótt þá væri selt undir markaðsverði hlóðust upp birgðir, um 1 milljón sekkja 1988. Uppskera 1989-90, 2,3 milljónir sekkja, varð hins vegar öll seld og í lok 1990 voru birgðir komnar niður í 350.000 sekki. í E1 Salvador jókst upp- skera úr 1,6 milljónum sekkja 1988- 89 upp í 2,7 milljónir sekkja 1989- 90 og var þá aftur orðin álíka mikil sem í upphafi níunda áratugarins. í Brasilíu var metuppskera af sojabaunum 1989, 23,7 milljónir tonna. En 1990 og aftur 1991 var minna land lagt undir þá rækt- un, sem að verulegum hluta er í innlöndum Brasilíu, fjarri hafn- arborgum í Mato Grossi og Mo- togrossu do Sul, þótt að stórum hluta sé líka í Parana og Sao Pauolo. Uppskeran varð 19,4 milljónir tonna 1990, en verður væntanlega um 17,5 milljónir tonna 1991. Samdráttur er mest- ur í innlöndunum, ekki síst sak- ir hás flutningskostnaðar á vöru- bílum til hafnarborga, um 80 $ á tonn. Framleiðslukostnaður á býlum mun um 160 $, en soja- baunir eru skattlagðar umfram flestar búvörur, 25% í Brasilíu eru 180 sojamyllur sem malað geta árlega um 30 milljónir tonna og eru um 40 þeirra ekki starfræktar. Engu að síður eru allmargar í smíðum, en þær kosta kringum 25 millj- ónir dollara. í myllunum hafa þannig verið festir um 4 millj- arðar dollara. Þar eð sojabaunir eru að hluta fluttar út ómalaðar hafa þær ekkert ár malaða um- fram 15 milljónir tonna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.