Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 16. apríl 1991 Ragnheiður Guðmundsdóttir Fædd 25. október 1902 Dáin 7. apríl 1991 Amma er dáin, en það er ekki svo mjög sorglegt því hún var orðin lúin og sagðist ferin að biðja guð að leyfa sér að koma. Lítið þýddi að ætla að segja henni að það væri hvorki prútt né kristilegt að vera þreyttur á lífinu þótt maður væri lasinn og að verða níræð- ur, amma þekkti sjálfa sig og sinn guð svo miklu betur en maður sjálfúr. Og þetta að finna sinn vitjunartíma og vilja kveðja gamall og lúinn er örugglega gömul rammíslensk niðurstaða, það var eitthvað fomt í ömmu. Henni fannst það lítilsvert líf að geta engum þjónað og muna ekki lengur öll nöfn og kvæði. Hún var orðin lasburða og vildi fera til afe sem dó 1956. Hún hafði elskað hann frá því hún var þrettán ára, þegar fjölskylda hans fluttist á hinn bæinn á Mosvöllum. Hún gekk fallega reiðubúin úr þessum heimi með opinn feðminn. Ég held amma hafi alla tíð verið í góðu sambandi við guð sinn, því hún fyllti upp í öll skörð í kringum sig með blómum. Hún hélt fullri reisn fram á síðasta dag, þeirri reisn sem einkennir fólk sem lifir í heilstæðum hugmynda- heimi. Þessari reisn sem einkenndi svo marga af hennar kynslóð, fólk sem ólst upp í gamla samfélaginu, litlum skilj- anlegum heimi fullum af kristni, kveð- skap og öryggi, fólk sem trúði á land og þjóð og var eilíflega bundið ljómandi hugsjónaböndum síns ungmennafé- lags. Ég er ömmubam, hálfri öld yngri, fylgihnöttur hennar frá því ég man eft- ir mér. Hún var mikiívæg heimilis- miðja í litlu sólkerfi eins og fjölskyldur eru. Hún var eins og góðar ömmur, tíl hennar sóttí maður lífskraft og hlýju. Ragnheiður Guðmundsdóttir, amma mín, feeddist á öðru ári þessarar aldar, dóttir hjónanna Guðrúnar Jónu Guð- mundsdóttur og Guðmundar Bjama- sonar. Ragnheiður var fædd og uppalin á Mosvöllum í Önundarfirði og bjó þar síðan fram á miðja öldina með bónda sínum Ólafi B. Hjálmarssyni. Þau flutt- ust tíl Reykjavíkur árið 1948, en Ragn- heiður amma var samt alltaf í hugan- um fyrir vestan. Þau fluttust á mölina af því að afi var berklaveikur, ekki af því að þau vildu setjast að í borgarsamfé- lagi á miðjum aldri. Fyrir mér fékk nafnið Mosvellir og lífið fyrir vestan, sem hún kallaði fram í vísum, hend- ingum eða sögum, á sig magnaðan töfrablæ, löngu áður en ég vissi hvar Vestfirðir væru á kortinu. Skrýtíð var að koma vestur í Önundarfjörð tólf ára gömul og finna bæinn í eyði og allt horfið, heimur ömmu svo gjörsamlega horfinn eins og tíminn, þessi heimur á Mosvöllum á fyrri hluta aldarinnar lif- andi í henni sem hún miðlaði stöðugt af. Amma var ímynd elsku og elju. Fimm áragömul prjónaði hún ullarboli á litlu systkini sín, því hún var elst. Fimm ára gömul sat ég tómhent og hlustaði á frá þessu sagt og fennst lítið til sjálfrar mín koma. Svo var hún smali og gætti kvfe- ánna, fannst fétt skemmtilegra en að klífa fjall og athuga hvað væri hinum megin. Amma fór í skólann á Núpi í tvo vetur, eins og systkini hennar, og fór suður tíl Reykjavíkur tíl að mannast og læra saumaskap. Þau afi eignuðust sitt fyrsta bam þegar amma var 24 ára og afi ári yngri, en giftingu var frestað því óvissa var um heilsu Ólafa, eins og við bamabömin kölluðum hann. Tveir bræður afa fengu líka berkla og sá hvíti dauði dró annan þeirra til dauða. Ragn- heiður amma og Ólafúr afi giftust með kóngsleyfi þrátt fyrir veikindin alþing- ishátíðarárið. Afi fór fjórum sinnum á Vífilsstaði vegna berklanna, en þau eignuðust samt fiögur böm áður en þau fluttust á mölina, Valdimar flug- umferðarstjóra, Ingileifi Steinunni bóndakonu á Bólstað í Bárðardal, Kristján sem dó uppkominn og Gest arkitekL „Hún amma mín það sagði mér“, er faílegt lag og ég held það hræri mig svo af því amma hrærði mig svo djúpL Það er ekki bara af því hvað þetta er fallegt lag að ef ég syng það eða heyri verður hjartað stórt eins og hálfúr heimurinn. Það er líka af því ég hef átt svo hjarta- stóra ömmu. Þær vom lfldega margar eins og amma, fullar af dyggð og þjónustu- lund, húsmóðurdyggðum gamla sveitasamfélagsins, þar sem virðing var borin fyrir húsbóndanum, móðirin átti endalausa nærandi gæsku og naut þess best að gera öðmm gotL Blómin í stof- unni hlæjandi af vellíðan og mikil vel- líðan að koma til hennar og þiggja veit- ingar. Hún var útfarin í þeirri list að láta öðmm líða vel. Við kveðjum hana í dag, 51 afkomandi, systkini, tengda- fólk, frændur og vinir. í okkur öllum sem hún nærði með sinni góðu lund er sjóður, sem hún fyllti með sinni Ijúfú nærvem. Þórunn Við hittumst fyrir um það bil hálfri mannsævi á tröppum húss hennar í Laugamesinu. Ég var feimin en svolít- ið framhleypin skólastelpa, bálskotín í yngsta syni hennar; átti við hann erindi sem hún tók að sér að hafa milligöngu um. Það fyrsta sem ég man eftir var brosið hennar bjart og milt í umgjörð hógværs virðuleika og óendanlegrar rósemi. En það sem snart mig djúpt var einhvers konar tær, einlægur trún- aður hjartans, þess konar sem maður kynnist sjaldan á lífsleiðinni. Það var fyrir þennan trúnað sem þama myndaðist náið samband sem aldrei rofnaði, hvert sem lífið síðan leiddi okkur. Fyrir það er ég innilega þakkláL Ég gleymi aldrei hrifningu Maríu ömmu minnar, sem líka var mjög góð og vitur kona, eftir fyrstu kynni þeirra. Hún sagði: „Hún brosir eins og fólk á að brosa,“ og ég skildi að þama höfðu mæst tveir jafningjar í andanum. Hún Ragnheiður Guðmundsdóttir, elskuleg tengdamóðir mín fyrrverandi og vinur í lífinu, hefúr verið brott köll- uð. Hún er nú í hópi kærra ástvina sinna, þeirra sem famir voru á undan og sem hún þráði svo mjög að samein- asL einkum síðustu misserin. Við sem unnum henni og nutum umhyggju hennar og fyrirbæna sitjum nú hljóð. í söknuðinum finnum við fangið barma- fullt af minningum sem ylja og fé okk- ur til að hugleiða. Sumir eru gæddir þeirri náðargáfu að geta gert hið hversdagslega hátíðlegt og hið smáa stórt, gæddir þeirri hrein- ræktuðu lifandi gæsku sem blæs lífi í umhverfi sitt, því blíða og bjarta sem gerir alla hluti ógleymanlega en er um leið svo hógvært að við veitum því varla athygli meðan við stöldmm við; okkur finnst bara allt í einu að við sjálf séum orðin góð og að flestír vegir séu okkur færir. Ragnheiður hafði þennan göfuga fögnuð sköpunarinnar, gladdist svo einlæglega og oft yfir því sem aðrir tóku lítið eftir. Hún var sífellt að smá- breyta tíl í íbúðinni, setja þessa mynd á annan stað, alltaf var nýtt blóm að springa úL nýr frjóangi að skjóta upp kollinum. Ferðir hennar út í búð létu lítið yfir sér en urðu sem annað tilefni undra og ævintýra; fiarrænir lokkandi ávextir eöa marglitar smákökur, smurt brauð með nýtílbúinni rúllupylsu, æv- inlega var eitthvað spennandi á eldhús- borðinu - - einföldustu hlutí gerði hún ógleymanlega. Það ljómaði allt fyrir hrifningu henn- ar, og maður skildi elsku Guðs þegar hann sagði: Berið dýrð minni vitni. Að koma til þeirra Ólafs, hennar elskulega lífsfélaga, var fyrir okkur lífsþreytt, glysgjamt nútímafólkið á spretti í lífs- ins vafstri, eins og að hitta sjálfan sig fyrir, maður fann straum einhvers há- leitara en þess sem,við emm sjálf: við urðum aftur að bömum og glöddumst með glöðum. Við drúpum höfði í lotningu fyrir henni, lífsins spekingnum, í djúpu þakklæti okkar yfir að fá að hafa verið aðnjótandi elsku hennar og fyrirbæna minnumst við þess að hún var ætíð öll- um þakklátusL Á gangi ofan úr vinnu í gær sneri ég leið minni í áttina að Esju og Laugar- nesi, hverfinu hennar, og ég fann að breyting hafði orðið á, hún var hvorki þar né í Sunnuhlíð í Kópavogi, hún var komin á æðri staði, en umfram allt var hún komin í hjarta sjálfrar mín. Þar var sem ég skynjaði hreint milliliðalaust samband við hið góða, eins og það sem hún sjálf trúði á. Ema Ragnarsdóttir Aðfaranótt 9. apríl barst mér til eyma sú harmafregn að hún amma mín væri látin. Þessi fregn sló mig hart, enda þótt hún væri í sífellu kvartandi undan sinni þreyttu jarðnesku skel þá var hún ætíð sú manneskja sem faerði manni birtu þegar skyggði, hlýju þegar kól og gleði þegar eitthvað bjátaði á. Það var ósjaldan sem hún skaut skjólshúsi yfir lítínn drenghnokka sem skreið til hennar að lokinni erilsamri viku í mis- kunnarlausri og harðgerðri veröld og fékk það sem hver maður þurfti á að halda, hlýju og góðvild. Henni vil ég aðeins lýsa sem þeirri bestu og alúðleg- ustu manneskju sem ég hef kynnst og þótt ég lifi tvö hundmð ár til viðbótar þá á ég ekki von á að hitta jafningja hennar. Ólafur H. Gestsson Núna ert þú loks sameinuð Ólafi afa og Kristjáni sem ég sá aldrei en er þó skírður í höfuðið á. Hvemig sem Par- adís lítur út þá er ég þó viss um að þar em fagnaðarfundir og ég samgleðst ykkur að hafa hist aftur þó óneitanlega sakni ég þín mjög mikið. Þegar maður hefur verið umvafinn þeirri óendan- legu ást sem þú áttir tíl handa hinum nánustu þá hætti manni tíl að líta á hana sem sjálfsagða og eilífa og það sem ég sakna nú mest er að hafa aldrei talað almennilega um hversu miklu máli hún skiptí mig. Síðast þegar ég hitti þig núna yfir páskana rifiaðir þú upp fýrir mér sögu sem þú hafðir sagt mér oft áður um það þegar ég bjó hjá þér barnungur meðan mamma og pabbi vom erlendis við nám. Ég kúrði mig upp að þér einhverju sinni í rúm- inu síðla kvölds og sagði: ,Amma mín, þú mátt aldrei deyja.“ Nema þó þú haf- ir sagt mér þessa sögu margoft þá breyttir þú til í þetta skiptið og hafðir þetta ekki upp eftír mér heldur fórst að tala um að öll myndum við hittast aft- ur hinum megin og baðst mig að hafa ekki áhyggjur af því. Ég man að ég hjó dálítíð eftir þessu en gerði mér ekid grein fyrir því að þú vissir þig líklega feiga og varst að kveðja mig. Og nú er ég að kveðja þig, skrifa á eftir þér inn í eilífðina; og gráta. Öll skiptín sem þú hefúr beðið fyrir mér og andi þinn vak- að yfir mér, ég veit að þeim er ekki lok- ið þó þú hafir skipt um tilvemstig. Og fyrir okkur sem eftir lifum í þessum dal tára og gleði, nú er það okkar hlutverk að láta hvort öðm líða eins vel og þú lést okkur líða. Megi Guð blessa þig og ljósið geyma þig. Amma mín, við sjá- umst aftur. Ragnar Kristján Gestsson Hún var elsta bam foreldra sinna, Guðmundar Bjamasonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur, sem bjuggu allan sinn búskap á Mosvöllum í Önundar- firði. Þau vom bæði af svo vestfirskum ættum sem verða má. Guðmundur var sonur Bjama Jónssonar í TVöð í Álfta- firði og má lesa um hans fólk í Amar- dalsætt en naestu ættliðir vom við Djúpið. Ættír Guðrúnar lágu hins veg- ar um Dýrafiörð og Önundarfiörð alla leið frá því séra Ólafur á Söndum (dá- inn 1627) og ná naumast lengra norð- ur á þeim tíma en í Súgandafiörð og Skálavík ytri. Guðmundur Bjamason var ungur tekinn í fóstur að Mosvölllum. Þar bjó Gils Bjamason með Halldóm systur sinni. Þau höfðu áður tekið í fóstur dreng af þeim Bjama í TVöð og Guð- rúnu konu hans. Sá hét líka Guö- mundur, fæddur árið 1873, en dó af lömunarveiki 1876. Guðmundur faðir Ragnheiðar fæddist 1877 og ársgamall fór hann í fóstur að Mosvöllum, en síð- ar á því sama ári kvæntist Gils fóstri hans. Kona hans var Guðmundína Jónsdóttír og með þessu fólki ólst Guð- mundur upp og tók við búi eftír það. Þau Guðmundur og Guðrún eignuð- ust auk Ragnheiðar 3 dætur og 1 son sem úr frumbemsku komust og em öll á lífi. Ragnheiður var elsta systir og reyndist öllum vel. Þau systkin vom öll við nám í ungmennaskóla sr. Sigtryggs á Núpi. Mér er í bamsminni hvað mér fannst skólavistin hafa menntað Ragn- heiði. Að mínum skilningi hafði henni þar opnast heimur bókmenntanna, auðugur af fegurð og visku svo að þangað væri margt gott og gagnlegt að sækja. Þetta er þó ekki svo að skilja að heimilið hafi verið lokað bókmennt- um. Ég gleymi því ekki hvemig Guð- mundur Bjamason talaði um Islend- ingasögur sem bókmenntir. Lífs- reynslusögur og sálarlífslýsingar eins og þær em. Og söngvar þjóðskáldanna skipuðu sitt rúm á heimilinu með sóma. En einhvem veginn fannst mér sem skólavistin hefði opnað svið og víkkað sjóndeildarhring. Ragnheiður átti heimili sitt á Mosvöll- um. Hún giftist Ólafi Hjálmarssyni sem flutti með foreldmm sínum að Mosvöllum 1916, en þar var tvíbýli og hafði lengi verið. Hélst svo alla tíð með- an Ragnheiður var á Mosvöllum. Þau Ólafúr bjuggu í félagi við foreldra hennar. Ólafur hafði smitast af berkl- um og 1947-48 var hann á Vífilsstöð- um. Þótti þá hentugra að hann finndi sér aðra vinnu en búskapinn. Því fluttu þau hjón til Reykjavíkur haustið 1948. Komst Ólafúr fljótlega í starf hjá Olíu- verslun íslands og hélt því starfsævi sína á enda. Foreldrar Ragnheiðar áttu bæði systk- inaböm sem misstu feður sína meðan þau vom í bemsku, sum þeirra bama áttu hjá þeim skjól um hríð og raunar vom þar fleiri böm. Það var einkenni þeirra mæðgna að þær vom elskar að smábömum. En Ragnheiður var mild og Ijúf við krakka og unglinga á öllum aldri, nutu þess allir sem náðu tíl hennar. Gildir það einu um þau böm sem heima áttu í hinum bænum. Hún hafði það skaplyndi og hjartalag og fra henni stafaði yl og birtu. Meðan þær systur vom heimasætur fannst okkur að það hefði áhrif á svip- mót sveitarinnar. Okkur fannst að Guðmundur Bjamason hefði lög að mæla þegar hann sagði við granna sinn: „Þú líkist mér í því að eiga falleg- ar dætur." Æsku systkinanna minn- umst við þó langt sé um liðið. Þau Ólafur og Ragnheiður eiga þrjú böm á lífi. Þau em Valdimar flugum- ferðarstjóri, Ingileif húsfreyja á Mýri í Bárðardal, þar sem nú kallast Bólstað- ur, og Gestur arkitekt. Kristján sonur þeirra dó ungur. Ólafúr Hjálmarsson lést haustið 1986. Þangað til annaðist Ragnheiður hann og heimili þeirra. Að því loknu fannst henni sem hlutverki sínu væri lokið enda gengu kraftar hennar tíl þurrðar. Síðustu misserin naut hún mjög um- hyggju Valdimars sonar síns. Síðustu mánuðina var hún í Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Hún var södd lífdaga en fylgdist með því sem gerðisL Fáar vikur em nú síðan Valdimar leiddi hana tíl kirkju þar sem mágur hennar var kvaddur. Þar heilsaði hún frændum og vinum af sömu hlýju og áður og gladdist við að sjá þá heila á húfi. Enn var hún söm og áður. H.Kr. Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavik 12.-18. apríl er I Ingólfsapóteki og Lyflabergi, Broiðholtí. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 2200 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og iyfja- þjónustu eru gefnar f sfma 18888. NeyðarvaktTannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Sim- svari 681041. Hafnarfjörðun Hafnaríjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyrí: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvi apóteki sem sór um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar ern gefnar I slma 22445. Apótek Keflavfkur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfbss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins eropið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt %'<rí r/ iJi Mki sis 1 i M C''w'<i?S, Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamosi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráöleggingar og tlmapant- anir I sima 21230. Borgarspftalinn vakt frá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúöir og læknaþjónustu erugefnar I slm- svara 18888. Ónæmlsaðgerðir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garðabær Heilsugæslustöðin Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I sima 51100. Hafnarfjörðun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavflc Neyðarþjónusta er alian sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál- fræðilegum efnum. Sími 687075. Landspítalinn: Alladaga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartlml fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspltali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öidmnariækningadeild Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Botg- arspitalinn I Fossvogl: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Hellsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimill Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Neppsspitali: Alla daga kl. 15.30 tilkl. 16ogkl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadelld: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaðaspitall: Heimsóknar- tími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspitall Hafnarflrði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlið hjúkmnarheimili i Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkuriæknlshéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Simi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsið: Heim- sóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátlðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartlml alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavfk: Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogun Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö simi 11100. Hafnarflörðun Lögreglan slmi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 51100. Keflavfk: Lögreglan simi 15500, slökkviliö og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, simi 11666, slökkviliö sími 12222 og sjúkrahúsið slmi 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 22222. Isaljörtur: Lögreglan slmi 4222, slökkvilið sími 3300, brunasimi og sjúkrabifreið slmi 3333. ’-N

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.