Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. apríl 1991 Tíminn 3 Samtök um kaup á laxveiðikvótum í sjó gefa út skýrslu: Atlantshafslaxinn á stöðugri niðurleið Þessa dagana er að koma út á vegum samtaka um kaup á úthafs- laxveiðikvóta skýrsla um Atlantshafslaxinn í 1000 ár. í skýrslunni er gerð grein fýiir hvemig laxastofninn í Atlantshafi hefur þróast síðustu aldimar. Pram kemur að Atlantshafslaxastofninn er í dag aðeins um 10% þess sem hann var fýrir 300 ámm. Formála að skýrslunni ritar Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra. Þar bendir hann m.a. á að Atl- antshafslaxinn sé gott dæmi um sameiginlega auðlind sem koma þarf undir alþjóðlega stjórn. Frank Jensen, forstöðumaður fiskideildar Náttúrusögusafnsins í Árósum í Danmörku, skrifar um stofnstærð Atlantshafslaxins frá síðustu ísöld. Dr. Tumi Tómasson á ritgerð í skýrslunni sem fjallar um laxveiðar í ám, á öðrum heimaslóðum og á út- hafinu. Dr. Tumi er forstöðumaður deildar Veiðimálastofnunar að Hól- um í Hjaltadal og aðalráðgjafi við ýmsar framkvæmdir sem miða að því að efla laxastofna hér á landi. í skýrslunni er einnig grein um fiski- rækt og ofveiði eftir Ásgeir Ingólfs- son sem er vel þekktur fýrir skrif sín og áhuga á náttúruvernd. Loks er í skýrslunni útdráttur úr grein eftir Dr. Lawrence Felt en hún birtist í Marine Policy í júlí 1990 og hefur hlotið lof meðal áhugamanna um Atlantshafslaxinn og náttúruvernd. Auk þess ritar Orri Vigfússon, for- maður alþjóðlegu laxakvótanefndar- innar, stuttan inngang að skýrsl- unni, en nefndin hefur það að mark- miði að uppræta allar löglegar og ólöglegar laxveiðar í hafinu. í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af því hvernig laxastofninn í Atlantshafi hefur þróast. Stofninn hefur minnkað stöðugt síðustu 1000 ár og hefur heldur hert á þessari neikvæðu þróun síðustu áratugina. Fiskeldi hefur unnið stofninum tals- vert tjón á síðustu árum. Fúkkalyf, flökkulax, sjúkdómar og sníkjudýr eiga þar stóran þátt. Stærsti skað- valdurinn er hins vegar löglegar og ólöglegar úthafsveiðar. Á milli 12 og 24% af skráðri heildarlaxveiði koma úr úthafinu við Færeyjar og Vestur- Grænland. Einnig er talið að milli 20 og 30% af þeim fiski sem skaddast í veiðar- færum í sjó en sleppur, drepist. Góð- ar líkur eru hins vegar á að takist að stöðva þessar veiðar -EÓ KAUPFELAG EYFIRÐINGA: Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn í Félagsborg á Akur- eyri sl. laugardag. Fundinn sátu 253 fulltrúar. Á fundinum kom fram að mikil umskipti til hins betra urðu á rekstri Kaupfélags Ey- firðinga á síðasta ári. Rekstrarhagnaður ársins nam 262 milljónum króna, en árið á undan varð 177 milljóna króna tap. Heildarvelta KEA á síðasta ári var 8,3 milljarðar króna, jókst um 7,2% milli ára. Velta samstarfsfyrirtækja var 1,7 milljarðar króna, lækkaði um 12% frá fýrra ári. Eignir KEA um áramót voru samtals um 6.958 milljónir króna. Skuldir félagsins voru hins vegar 4.350 milljónir króna. Eignir umfram skuldir voru 2.609 milljónir króna, og eigiðfjárhlutfall 37,5%. Hjá KEA störf- uðu á síðasta ári 984, og hjá sam- starfsfýrirtækjunum 223. Beinar launagreiðslur námu 1.368 milljón- um króna, sem er 8% lækkun frá ár- inu á undan. Á fúndinum kom fram tillaga um að vegna góðrar afkomu KEA á síðasta ári, greiddi félagið hverjum starfsmanni KEA á síðasta ári og sem enn er í starfi hjá KEA tíu þúsund króna launauppbót. lálsverð- ar umræður spunnust um tillöguna, og var henni að lokum vísað til stjóm- ar. í máli fundarmanna kom fram mikil ánægja með afkomuna og töldu að þær aðhaldsaðgerðir sem gripið var til í kjölfar hrikalegrar afkomu ársins á undan hefðu skilað góðum árangri. Jafnframt hefði „þjóðarsáttin" og bætt ytri skilyrði hjálpað til. Jóhannes Sig- ÞESSA DAGANA stendur yfir í Seðlabanka íslands viðamikil sýning á íslenskrí mynt og peningaseðlum allt frá upphafi peninganotkunar á fslandi og til nútímans. Sýningin er opin á þeim tímum sem bank- inn er opinn og er aðgangur ókeypis. Safnvörður Seðlabankans, An- ton Holt, skipulagði sýninguna og hefur haft veg og vanda af upp- setningu hennar. Tímamynd: Ami Bjama. valdason, formaður stjómar KEA, sagði í ræðu sinni að þrátt fýrir batn- andi hag félagsins mætti ekki líta fram hjá þeirri staðreind að skuldir félags- ins væm óþægilega miklar. Því yrði áfram að gæta aðhalds í rekstrinum, og grynnka á skuldum. Magnús Gauti Gautason kaupfélagsstjóri tók í sama streng, og sagði að engar stórar fjár- festingar væm áformaðar á árinu. Jafnframt yrði áfram unnið að sölu þeirra eigna sem gæfu félaginu engan arð. Er þar f.o.f. horft til eigna félags- ins í Grófargili, sem að stómm hluta standa ónotaðar. Þá sagði Magnús að hlutfal! skammtímaskulda hefði lækkað umtalsvert á síðasta ári. Magnús sagði að útkoma einstakra rekstargreina hjá KEA hefði verið mjög mismunandi, en áfram yrði unnið að hagræðingu og leitast við að efla reksturinn enn frekar. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga skipa: Jóhannes Sigvaldason formaður, Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, Amsteinn Stefánsson, Valgerður Sverrisdóttir, Þorsteinn Jónatansson, Guðríður Ei- ríksdóttir og Magnús Stefánsson. Varamenn em Valdimar Bragason, Hreinn Bernharðsson og Stefán Vil- hjálmsson. Flugskýli á Kefla- víkurflugvelli: Aðflutnings- gjöld verða felld niður Fjármálaráðherra hefur ákveðið að aðflutningsgjöld vegna byggingar flugskýlis Flugleiða á Keflavíkurflug- velli verði felld niður. Þetta er meðal annars gert til að viðgerða- og við- haldsvinna Flugleiða geti færst meir inn í landið og til að styrkja atvinnu- líf á Suðurnesjum almennt séð. Bygging flugskýlisins verður að lík- indum stærsta byggingaframkvæmd þessa árs og mun taka eitt ár. Það er um 12.400 fermetrar að stærð og á að geta hýst 6 Boeing 737-400 þotur samtímis. Með tilkomu þess mun störfum á Suðumesjum fjölga vem- lega. Strax og það verður tekið í notk- un færast þangað a.m.k. 137 ný störf, auk tilheyrandi margfeldisáhrifa. Áætlaður kostnaður við framkvæmd- ir er á bilinu 800 til 1000 milljónir króna. -sbs. Menningarsjóður KEA Að venju var á aðalfundinum til- kynnt um úthlutun úr Menningar- sjóði KEA. Að þessu sinni vom til ráð- stöfunnar 700 þúsund krónur, og skiptist upphæðin milli 11 aðila. Að þessu sinni fengu styrk: Sumarbúð- irnar Ástjörn 75 þúsund krónur, Kvennakórinn Lissý vegna söngfarar 75 þúsund krónur, Félag hjartasjúk- linga í Eyjafirði fékk 75 þúsund króna styrk til tækjakaupa, Slysavamadeild kvenna á Dalvík 75 þúsund krónur, vegna kostnaðar við Kirkjulistaviku á Akureyri 75 þúsund krónur, Félag aldraðra á Akureyri 75 þúsund krónur, Séra Þórhallur Höskuldsson vegna rannóknarstarfa 50 þúsund, Mikael J. Clark vegna söngnáms 50 þúsund krónur, Einar K. Einarsson vegna gít- arnáms 50 þúsund krónur, Herdís Jónsdóttir vegna fiðlunáms 50 þús- und krónur, og Jónas Viðar Sveinsson vegna myndlistarnáms 50 þúsund krónur. hiá-akureyri. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar og VMSÍ: Ég er ekki Eysteinn „Ég er ekki í framboði til alþing- iskosninga og þaðan af síður er ég að reyna að fara í föt Eysteins Jónssonar," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar. Guðmundur vildi taka þetta fram af gefnu tilefni, en svo virð- ist sem einhverjir hafi talið Guð- mund vera í framboði týrir Fram- sóknarflokkinn og enn aðrir jafn- vel verið að mgla honum saman við Eystein Jónsson. Guðmundur telur að það síðar- nefnda sé harla sérkennilegt þar sem þeir Eysteinn geti vart talist áþekkir í útliti. Guðmundur J. Guðmundsson hefur ávarpað nokkra rabbfundi framsóknarmanna að undan- förnu þar sem hann hefur lagt áherslu á árangur þjóðarsáttar- samninganna og nauðsyn þess að varðveita efnahagslegan stöðug- leika áfram eftir kosningar, auk þess að leggja verði höfuðáherslu á að bæta kjör hinna lægst laun- uðu, en sem kunnugt er fara skoðanir Guðmundar og fram- sóknarmanna saman í þessum málum. En Guðmundur er ekki í framboði til alþingiskosninganna á laugardaginn kemur — hvorki fýrir framsóknarmenn né aðra. —sa Vinningstölur laugardaginn 13. apríl ‘91 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.746.484 2.4SI# 3 158.976 3. 4af 5 153 5.377 4. 3af 5 5.038 381 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.965.571 kr. Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustööum. J'.fJ í'i’i J . ‘ ( I I I I J'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.