Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASBMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v Tryggvagotu. S 28822 Ókeypís auglýsingar fyrir einstaklinga PÓSTFAX 91-68-76-91 'tbJ'' > HOGG- DEYFAR varahlutir Versiið hjá fagmönnum M Hamarsbofða 1 - s. 67-6744 TVÖFALDUR1. vinningur Tí niinn. ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991 Goðsögnin um litlar skattahækkanir og aðhald í útgjöldum borgarinnar alröng, segir Ólafur Ragnar: Reykjavík hækkað skatta þrefalt hraðar en ríkið „Éf ég er „skattmann“ þá er Davíð „ofurskattmann“,“ sagði Ól- afur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra er hann kynnti niður- stöðumar af samanburði á raunhækkun skattheimtu og útgjalda hjá Reykjavíkurborg annars vegar og ríkinu hins vegar frá 1982- 90, þ.e. borgarstjómartíma Davíðs Oddssonar. í ljós kom, að sögn Ólafs Ragnars, að á þessu tímabili hefur skattheimta Reykjavflcurborgar hækkað um 32% að raungildi á hvem íbúa, en ríkisskattar hækkað um 11% á hvera landsmann. verðlag landsframleiðslu á sama hátt og skatttekjur ríkissjóðs. Frá Þróun útgjalda Reykjavíkurborgar og ríkissjóðs 1988-1990 Samanburður á fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar og stjórnar Davíðs Oddssonar á borginni Fast verðlag landsframleiðslu 12,2% ) ■ -03% : 7 ;EE Reykjavík Ríki „Ég segi nú bara: Guð hjálpi þjóðinni ef hún á von á svona stjóm," segir Ólafur Ragnar. „Davíð hefur því hækkað skatta á hvern íbúa þrisvar sinnum meira en ríkið," sagði Ólafur Ragnar. Skattahækkunin í tíð Davíðs sam- svari um 92 þús. kr. að raungildi á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Reykjavík. Ef þessi fjármálastjórn Davíðs hefði ríkt hjá ríkinu hefðu skattar þess hækkað um 25 millj- arða kr. að raungildi á verðlagi síð- asta árs. „Ég verð að játa, að ég hef lagt svolítnn trúnað á goðsögnina um að Reykjavíkurborg sé stjórnað með lágum sköttum, litlum skattahækkunum og aðhaldi í út- gjöldum. En þegar farið er yfir reikninga og skýrslur Reykjavík- urborgar og þróunin borin saman við skattheimtu og útgjöld ríkis- sjóðs kemur í ljós að niðurstaðan er þvert á goðsögnina — goðsögn- in er röng. Borgarstjóri reynist bara gjörsamlega nakinn í saman- burðinum við ríkið,“ sagði Ólafur Ragnar. Tölur um skattheimtu borgar- innar og íbúafjölda eru fengnar úr árbókum Reykjavíkur og reiknað- ar til fasts verölags 1990, m.v. 1982 til 1990 hefur hækkun þriggja helstu skattstofna borgar- innar verið sem hér segir á hvern borgarbúa: 1982 1990 hækkun krVíbúa kryíbúa Útsvar 44.300 54.500 23% Faste.gj. 12.700 16.900 33% Aðst.gj. 15.300 23.800 56% Skatttekj. 72.600 95.500 32% Hækkun á útsvari Reykjavíkur- borgar á hvern íbúa átti sér fyrst og fremst stað milli áranna 1987 og 1988, þ.e. þegar staðgreiðslu- kerfið kom í stað gamla kerfisins þegar skattar voru greiddir eftir á. Milli þessara ára hækkuðu út- svarstekjur borgarinnar úr 2.670 millj. kr. upp í 4.050 m. kr., eða um tæplega 52% í krónum talið, en hins vegar um tæp 20% að raungildi á hvern borgarbúa. Fast- eigna- og aðstöðugjöld hafa aftur á móti hækkað nokkuð jafnt og þétt allt tímabilið. Um tilefni þessa samanburðar, sagði Ólafur Ragnar það þá stað- reynd að megineinkenni kosn- ingabaráttunnar sé það, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi ekki fengist til umræðna um stefnu í mikils- verðustu málaflokkum. Heldur vísi ávallt til þeirrar stefnu sem flokkurinn hafi sýnt í verki við stjórnun Reykjavíkurborgar og sérstakrar hæfni Davíðs Oddsson- ar. „Við höfum hingað til staðið í samanburði við fjármálastjórn Al- berts og Þorsteins í fjármálaráðu- neytinu. Og satt að segja hélt ég að Davíð hefði staðið sig betur heldur en Albert og Þorsteinn — en það reynist bara þveröfugt," sagði Ól- afur Ragnar. Vísaði hann þar til þess að frá 1982 hafi útgjöld Reykjavíkurborgar hækkað meira að raungildi (m.v. hækkun Iands- framleiðslu) heldur en útgjöld rík- issjóðs, eða um 32,5% hjá borg- inni en 29,6% hjá ríkinu. Fjármálaráðherra telur þessar niðurstöður m.a. afar athyglis- verðar í ljósi þess að sjálfstæðis- menn reyni að telja þjóðinni trú um að þeim sé best trúandi til þess að halda ríkisútgjöldunum í skefj- um. í því sambandi sagðist Ólafur Ragnar ekki geta stillt sig um að sýna þróunina frá því hann settist í stól fjármálaráðherra 1988. Miðað við fast verðlag landsframleiðslu hafi útgjöld Reykjavíkurborgar hækkað um rúmlega 12% á sama tíma og útgjöld ríkissjóðs hafa lækkað um tæplega 1%. „Það er ástæða til þess að óska Davíð og Sjálfstæðisflokknum til hamingju með árangurinn af áróðursstefnu sinni," sagði Ólafur Ragnar. „En það er óþolandi að sitja undir þessari blekkingu; fýrir okkur, fyrir borgarbúa og sérstak- Iega þó fyrir Iandsmenn, sem hafa lagt trúnað á þennan áróður. Ég segi nú bara: Guð hjálpi þjóðinni ef hún á von á svona stjórn." En hvernig má það vera ef ára- löng þróun kemur nú eins og þruma úr heiðskíru lofti? Ólafur Ragnar segir fjölmiðla almennt mjög vakandi fyrir upplýsingum um skattheimtu og fjármálastjórn ríkisins. En hiö sama virðist hins vegar ekki eiga við varðandi Reykjavíkurborg. - HEI , Munu Bretar styðja hvalveiðar l$lendinga og Norðmanna? Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra: Nær skynsemin yfirhöndinni? „Ég held að þessi frétt sé byggð á umræðu sem á sér stað, án þcss að endanleg ákvörðun hafi verið tekin,“ sagði Haildór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Tímann í gærkvöldi vegna fréttar Rfldsútvarpsins um að Bretar hygðust styðja það innan Alþjóða hvalveiðiráðsins að ís- lendingum og Norðmönnum yrði heimilað að hefja hvalveiðar að nýju. íslenskum stjómvöldum hafði í gærkvöldi ekki borist formleg staðfesting frá stjómvöldum í Bretlandi vegna þessa, að því er sjávarútvegsráðherra sagði Tím- anum. HafidórÁsgrímsson sagði að á undanfómum ámm hefðu íslendlngar átt viðræður um hvalamál við fulltrúa fjölmargra landa. Eftir fund Alþjóða hval- veiðiráðsins á síðasta ári, þar sem niðurstöður vísindarann- sókna á hrefnu vom lagðar fram, var vonast til að ábyrgar rflds- stjómir tækju miö af þeim en ekki fordómum og vanþekkingu. „Ég hef alltaf gert mér vonir um að Bretar yrðu þar fremstir í flokki ásamt Þjóðveijum og fleir- um,“ sagði ráðherra og sagði síð- an að ef þessi frétt reyndist rétt, þá væri greinilegt að bresk yfir- völd vildu taka miö af vísindaleg- um niðurstöðum. Jafnframt mætti líta svo á að breskum yfir- völdum væri umhugað um að halda starfsemi Alþjóða hval- veiðiráðsins áfram. -sbs. Stórbruni á Selfossi: Olli bakarofninn brunanum? Eldurinn í byggingunni var mikill og slökkviliðiö gekk vasklega fram við að ráða niðurlögum hans. Timamynd: SigunSur Bogi Tugmilljóna króna tjón varð á laug- ardaginn þegar brauðgerð og kjö- tvinnsla Kaupfélags Ámesinga á Sel- fossi eyðilögÖust í eldsvoða. Spreng- ing varð í rafknúnum bakarofni og breiddist eldurinn fljótt út. Starfs- fólk brauðgerðarinnar átti fótum fjör að iauna. Slökkviliðinu á Selfossi barst til- kynning um eldinn laust fyrir klukk- an 7 á laugardagmorguninn. Þá log- aði mikill eldur í austurenda hússins þar sem brauðgerðin er. Ingólfur Þorláksson bakari hafði verið við bakarofninn þegar mikil sprenging varð í öðrum ofninum. Á aðeins örfá- um mínútum breiddist eldurinn út. Starfsmennirnir þrír, Ingólfur Þor- láksson, sonur hans Viðar Ingólfsson og Bára Guðnadóttir, flýttu sér út, mest sem þau máttu, og eiga raunar fótum fjör að launa. Slökkviliðsmenn gengu vasklega fram við slökkvistarf og lögðu sig í mikla hættu. Eldurinn var illur við- ureignar og hann breiddist fljótt yfir í kjötvinnsluna sem er í vesturenda hússins. Rofið var gat á þak hússins til að koma vatni að eldinum og einn- ig fóru reykkafarar inn í húsið með vatnsslöngur. Slökkviliðið á Selfossi var að langt fram eftir degi og einnig barst því liðveisla úr Hveragerði. Eld- urinn blossaði upp öðru hverju. í gær var unnið að rannsókn þessa eldsvoða. Hergeir Kristgeirsson lög- reglufulltrúi segir um eldsupptök, að hann hallist að því að hiti frá baka- rofninum hafi kveikt í fitu og öðrum óþverra sem sest hafi í loftræsti- stokka. „Sá möguleiki er til staðar að einhver loftræstimótorinn hafi bilað og ekki dælt því lofti sem hann hefði átt að gera. Þá verður hitinn frá ofn- inum það hár að útgufunin nær að kveikja í. Og þá er allt farið til fjár- ans,“ sagði Hergeir. Húsið sem brann var byggt árið 1943 sem pakkhús og var um 500 fermetrar á tveimur hæðum. Síðar var það endurnýjað þegar kjötvinnsl- an og brauðgerðin fluttu þangað inn. -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.