Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.04.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 16. april 1991 Timinii MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðamitstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrtfstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingaslml: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Frétt frá NATO Á laugardaginn var birtust fréttir af því að æðstu herforingjar Atlantshafsbandalagsins hefðu sam- þykkt að leggja til við utanríkisráðherrafund bandalagsins að stofna sérstakan her sem saman- stæði af 70-100 þúsund manna liði sem væri hreyf- anlegt og að því leyti óstaðbundið að beita mætti því í hernaðarskyni nánast hvar sem er í heimin- um, þótt aðalbækistöðvar yrðu í Þýskalandi. Þessi sérstaki her yrði fjölþjóðlegur, enda Atlants- hafsbandalagið fjölþjóðabandalag, en hlutverk hans yrði með öllu óskylt Atlantshafssáttmálanum og ekki í neinu samræmi við ætlunarverk Atlantshafs- bandalagsins eins og til þess var stofnað fyrir 42 ár- um. Bandalagið er svæðisbundið varnarbandalag eins og nafnið bendir til og saga þess vottar. Það er að allri uppistöðu bandalag vestrænna lýðræðis- ríkja um hervarnir og hernaðarlegt öryggi og ekki óeðlilegt að kenna það við Norður- Atlantshafið, þar sem aðildarríkin liggja yfirleitt beggja vegna hafsins með þeirri undantekningu sem varðar aust- ur- og suðurjaðra varnarsvæðisins. Þótt vissulega hafi staðið styrr um Atlantshafs- bandalagið framan af starfsemi þess, fóru deilur um tilveru þess og tilgang þverrandi með árunum. Mannkynssagan er Atlantshafsbandalaginu í raun- inni hliðholl, því rökin fyrir stofnun þess hafa stað- ist dóm sögunnar, þótt vígbúnaðarframkvæmdir þess hafí í ýmsum atriðum verið umdeilanlegar. En skoðað í heild hefur Atlantshafsbandalagið átt eðli- lega tilveru í heimi nútímans og komist vel frá sínu verki sem varnar- og öryggisbandalag vestrænna lýðræðisríkja. Á undanförnum árum hafa orðið gífurlegar breyt- ingar á stjórnmála- og hernaðarskipan heimsins og umfram allt þeim heimshluta sem Atlantshafs- bandalagið hefur haft auga með. Flestir gera sér ljóst að breyting þessi hlýtur að hafa í för með sér margs konar endurskipulagningu varnar- og ör- yggismála í þessum heimshlutum og gerir kröfu til Atlantshafsbandalagsins um endurskoðun hlut- verks síns og framkvæmda. Þetta var rækilega und- irstrikað á leiðtogafundi NATO í London 5.-6. júlí í fyrra, þótt lítið hafi frést af því hvað leiðtogarnir hygðust fyrir. Fréttin um tiliögu herforingjanna um að stofna sérstakan her innan NATO til nota hvar sem er í heiminum, jafnvel í árásarskyni, kemur mjög á óvart og getur ekki verið neitt fagnaðarefni þeim sem haft hafa fastmótaðar skoðanir á markmiði og hlutverki varnarbandalags vestrænna lýðræðisríkja í meira en 40 ár. Tillaga herforingjanna um öflug- an, hreyfanlegan árásarher á vegum Atlantshafs- bandalagsins er íslenskum almenningi með öllu framandi, enda ekki ræddar í umræðum um utan- ríkismál. Hér verður dregið í efa að stofnsáttmáli Norður- Atlantshafsbandalagsins heimili herfor- ingjum og ráðherrum NATO að koma upp slíkum víkingasveitum í nafni samtakanna. GARRI Opnunarhátíð Evrópubankans stendur núyfiríLondon, cn viðstatt er margt stórtnennl, bæfti forsætís- ráftherrar og forystumenn Evrópu- bandalagsins. Þessí banki er stofn- aður m.a. til að aðstoða við breyt- ingar á eignarhaldi stórfyrirtækja í Austur-Evrópu, og auðvelda ríkjum þar sölu á þeirn í hendur cinkaaðila. Evrópubankinn byrjar með tólf milfjarða dollara, sem iagðir verða fram af sjöríl^um, Bandaríkjutium, Japan, Bretlartdl, Frakklandi, Þýskaíandi, Kanada og ftalíu. Þjóö- vetja>' og Japanir halda fíví fram, að þar sem sjóðir þeirra séu «kki ótæmandí þurfl Bandaríkin að teggja fram hiutfallslega meira fc bl bankans, en gert var ráö fyrir. FVrr- verandi ráðgjafi Mitterands verður bankastjóri nýja bankans. Hann beitir Jacques Attali, og það var hann sem fékk hugmyndina að þessum banka við hrun kommún- ismans 1989, og hefur unnið að stofnun hans síðan. Helsta við- hagslíf Austór-Evrópuríkja. Þyrftu sér- fræðínga héðan að vinna að því að koma á markaðs- búskap í fyrrum konimúolstaríkj- um. Þrátt fyrir gieðibrag opnunar- hátíðar virðist eins og þátttökuþjóð- ir telji sumar hvetjar að framlag til banktns sé tapað fé. Þjóðveijar segja Ld. að þeir séu búnir að leggjá fram mikla fjármuni nú þegarvcgna Austur- Þýskalands og vegna Persa- fióastríðsins. Táka verði tiilit ti! þeirra fjárútláta, þegar þeir eru krafðir um greiðsiur til nýja bank- ans, Japanir bera við að yenið standi illa um þessar mundir og aðrir verði vantar í framlögum frá þcim vegna rýmandi gengis. Þannig kvarta og kveina bjargvættimar strax við opn- öllu þessu sést að þrátt fyrir að nú eigi allt að iúta iögmáium maikaðs- búskapar veröa ríkin sjö að koma sér upp eins konar ríldsbanka til að mæta þehn vandamálum, sem við blasa í Austur- Eviópu. Hér á fs- að ríkisbankamlr tveir, Landsbank- inn og Búnaðarbankinn, verói seW- ir til að hægt sé að mæta vandamái- um íslands- Þeir hjá Eviópubank- anum ættu að fá lánaðan eins og einn Jón Sigurðsson og nokkum hlnta Sjálfstæðisflokksins tíl að firra Evrópubúa vandræðum af rík- isbankarekstri. Þarf að losna við ríkisbanka? Hér hehsa er talað um miðstýr- ingu annars vegar og markaðsbú- hafi fengið einhvem snert af austur- evrópskum kommúnisma. Rekstur ríkisbanka á íslandi hefur veríð nauðsynlegur og sjálfsagður, vegna þess að í óróasömu efnahagalífl hef- ur fólk á fátt að treysta nema ríkis- banka. Þótt ísiendingar, sem em ör- fátekir miðað váð fólk af peninga- þjóðum, ieiki sér rní í markaðsbú- skap með hlutabréf og verðbréf eins og stórþjóö, verður ekki þar með sagt að öU okkar vandamái séu leyst Peningaþjóðiniar sjö, þar sem h'flð gengur fyrir hlutabréfabraski og verðbréfasölu, hafa enga mögu- lelka á að koma Austur-Evrópu til hjálpar nema með stofnun rflds- banka sjö ríkja, sem nýtur að auki um Austur- Evrópu. Við erum hins vegar þessa dagana að fást víð nokkra markaðsbúskapsmenn og sem halda að iosna við rðdsbanka. Velferð og markaöur Vegna hruns kommúnismans hef- ur komíst I tísku að tala um mið- stýringu sem Íeiðina tíl ófamaðar. Auðvitað er ekki sama hver þessi míðstyring er. Miðstýriog hérá fs- iandi er hvorki meiri né nrfnni núna en hún hefur verið allt frá 1904. $á vottur af miðstýríngn, sem hér vera, er á ábyrgð aflra flokka, sem veriö hafa við stíórtt í iandinu frá því fyrstí ráðherrann tók við vöidum. í stjómmálum hðfum við farið að dæmi Norðurianda og .. svo ............... sem tóku giidi 1934, voru fyrsta stóra skrefið, Nú er svo komið að kennsiumál og heiibrigðismái ásamt tryggingunum gleypa mestoii fjárlög landsins. Við höfum kallaö þetta velferð. Við vfljum vera veh ferðarrfld eins og grannlönd okkar, hin NorðuriÖndin, Heitiö miðstýr- ing yflr velferð er fundið upp af bréfabröskurum f flokknum, sem sér að snúa máiinu við með matk- aðsbúskap. Það þyðir að leggja á vel- ferðina að mestu niður. Stofnun evrópsks rfldsbanka f London handa íhaidinu tíl að þjösnast i Austur- Eviópu með markaösbúskap sinn er ekki sá millivegur velferðar, sem siðaðir menn hefðu æskt í stað kommúnismans á penlngavaldið að ná yfirhöndinni í löndum, sem þeg- ar hafa þolað nóg. VÍTT OG BREITT ím^ííi0;:;:Kíss:sKiiaí«i«Bsaigi Ferð án fyrirheits Síðasta Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins fyrir kosningar er fullt upp með vonbrigði. Kosningabaráttan hefur valdið Mogga vonbrigðum og finnst bréfritara hún svo sem ekki vera neitt neitt. Orðrétt stendur skrifað: „Fyrir nokkrum mánuðum var stundum haft á orði, að þetta yrðu einhverjar mikilvægustu þing- kosningar í sögu lýðveldisins. Ástæðan var sögð sú, að svo mörg veigamikil málefni biðu úrlausnar á næstu árum, að þessar kosningar myndu marka stefhuna í þjóðmál- um fram til aldamóta. Þær ákvarð- anir, sem teknar yrðu á grundvelli þessara kosninga, gætu haft áhrif á líf fólksins í landinu langt fram á næstu öld. Því miöur stendur kosningabarátt- an ekki undir þessum væntingum manna.“ Svo tíundar bréfritari þær vænting- ar sínar að í kosningabaráttunni ættu að fara fram umræður um þátttöku íslendinga í samstarfi Evr- ópuríkja, um fiskveiðistefnu og um framhald þjóðarsáttar og jalhvel hafði hann gert sér vonir um að flokkarnir létu eitthvað frá sér fara um hvernig bregðast ætti við síauk- inni útþenslu ríkisútgjalda. Stefnuleysi Á eftir fylgir langloka um öll þau veigamiklu mál sem ekki er deilt um í kosningabaráttunni og um algjört afstöðuleysi gagnvart þeim og telur Moggi réttilega, að þetta sé „... öfug- snúin staða." Auðvitað er staðan bæði öfug og snúin frá sjónarhóli höfuðmálgagns Sjálfstæðisflokksins og liggur í aug- um uppi yfir hverju er verið að fár- ast. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga stefnu í veigamestu málum þjóðar- innar. Landsfundurinn í vetur gerði ekki annað en skipta um formann og vekja upp gamlan varaformann og lýsa yfir að flokkurinn ætti að fara með sjávarútvegsmál. Kosningastefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins er ekki til og er það eins gott því frambjóðendur tala út og suður um öll alvörumál og fer al- gjörlega eftir kjördæmum og geðs- lagi einstakra frambjóðenda hver er stefna Sjálfstæðisflokksins í þessu málinu eða hinu og er hvergi sam- ræmi í málflutningi. Sjálfstæðisflokkurinn vill bæði sækja um aðild að EB og vera utan samtakanna, hann vill óbreyttan kvóta í -sjávarútvegi, eða engan kvóta, eða margvíslegan öðruvísi kvóta. Hann vill búvörusamning og ekki búvörusamning og kvóta og kvótaleysi í landbúnaði og hann vill bæði frjálsan innflutning á landbún- aðarvörum og bann við innflutningi á búvörum og ef upp kemur spum- ingin um hvort setja eigi þjóðarsátt á í vetur eftir kosningar verður Sjálf- stæðisflokkurinn eins og ferlegur þokumökkur ásýndum sem leysist upp í spumingarmerkjum ef á hann eryrt. Það em ekki einu sinni sett fram kosningaloforð sem hægt er að stæla um. Að vita ekkí og vilja eldd Svona er nú upplitið á stjórnarand- stöðunni þegar dregur að kosning- um og er ekkert eðlilegra en að Morgunblaðið lýsi yfir vonbrigðum. Hinn stjómarandstöðuflokkurinn, Kvennaflokkurinn, er litlu betri, en hefur þó fram yfir íhaldið, að vita hvað hann vill ekki. Kvennaflokkur- inn vill ekki atvinnuvegi sem standa eiga undir velferð og ekki karla í stjómmálum eða stjórnunarstörf- um og er það allt sæmilega slétt og fellt en tæpast umræðuhæft Það sem veldur Morgunblaðinu vonbrigðum er fyrst og fremst stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins í öll- um þeim málum sem einhverju varða. Það er tæpast hægt að deila við aðila sem hefúr enga skoðun og engin stefnumið. Og málgagn Sjálfstæðisflokksins getur hvorki varið né barist fyrir stefriu sem ekki er til. Eða það sem verra er, mörgum misvísandi mark- miðum samtímis. Það er ekki einu sinni svo vel að hver höndin sé upp á móti annarri í því hagsmunabandalagi sem Sjálf- stæðisflokkurinn er, því það eru hvergi hreinar línur í því fyrir hverju er barist og að hverju stefnt Framsóknarflokkurinn hefúr ágæt- lega skilgreinda kosningastefnuskrá og verður að láta sér nægja að kynna hana sem best því svo lengi sem pól- itískir andstæðingar hafa engin spil að leggja á borðið er erfitt að halda uppi baráttu gegn þeim. í miklu viðtali sem Tíminn átti við Steingrím Hermannsson, formann Framsóknarflokksins, í laugardags- blaðinu var hann spurður hvort kosningabarátta á íslandi væri að breytast. Hann svaraði, að skoðun sín væri sú að þetta sé ekki sú kosn- ingabarátta sem íslendingar vilja. „íslendingar vilja að menn komi hreinskiptir fram og séu ekki með neitt í felum" Það sem Morgunblaðið þarf að gera, er að biðja Sjálfstæðisflokk sinn um kosningastefnu í helstu málum og þá hættir kosningabarátt- an að vera öfugsnúin í málgagninu. Að vita hvað maður vill er allt sem þarf. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.