Réttur


Réttur - 01.08.1964, Qupperneq 11

Réttur - 01.08.1964, Qupperneq 11
R É T T U R 139 Smásteinum var raðað kringum þessar skepnur, og voru það réttir og nátthagar og fyrir kom að huldukindur komu saman við, og þá komu huldubörn að leika við okkur. Þau sáust ekki, en voru samt þarna. Og þau litu aldrei niður á okkur, þó þau væru svona vel klædd, heldur léku sér við okkur eins og jafningja. Aldrei vorum við hrædd þó það væri kannske þoka eða rigning, því móðir okkar var alltaf einhvers staðar nálæg. Náttúrlega varð hún að hugsa um matinn og fara með hádegis- mat, og stundum líka kvöldmat þangað sem faðir okkar var að vinna, en þá var ýmist að hún hafði minnstu krakkana með sér eða við vorum öll í bænum og biðum þar. Þá reyndi hún að vera fljót, því nóg var að gera. Það varð að halda við fötunum og skónum og hún kunni mörg ráð við fátæktinni. Þegar búið var að bæta skóna, sást varla saumurinn og sokkarnir sýndust næstum óbættir eftir margar umferðir með nál og spotta og eins var með fötin að bæturnar féllu inn í efnið. Móðir mín fór alltaf snemma á fætur, svo ekki drægi undan að ná í soðningu, og stóð á bryggjunni á Torfunefinu eða niður á Tanga þegar sjómennirnir komu að á árabátum sínum. Svo þegar liún kom til baka, voru börnin stundum komin út, að sjá þegar hún kæmi. Oft var hún þá með fisk í báðum höndum, svo þegar heim kom slægði hún fiskinn og spyrti. Hann varð betri við að hanga á sporðinum um stund. Mjólkurdropann varð að sækja daglega. í Hamarkoti náði fátæktin aldrei alveg inn að hjartanu. For- eldrar mínir voru bæði glaðlynd og þrekmikil, svo voru þau ljóð- elsk og söngvin, og þó skuggarnir væru nokkuð ágengir, þá fengu þeir aldrei að teygja sig svo langt, að þeir yrðu að myrkri. Þau reyndu að greiða hverjum sitt, og það stóð hvergi beint upp á þau, svo yfirvöldin á Akureyri voru enn í dálítilli fjarlægð og á meðan áttu þau sjálf rétt á að gleðjast yfir litlu. Það var komið haust 1906. Faðir minn vann við grútarkatlana á Oddeyrartanganum. Hann fór á fætur kl. 4 á morgnana að glæða cldinn undir kötlunum og kom ekki heim fyrr en á kvöldin. Oft var hann þá þreyttur og hrakinn ef illa viðraði og holdvotur, því engin voru hlífðarfötin, en þetta var rétt eins og hjá öðru verkafólki og ekkert við því að segja. Sumarið hafði verið frekar hagstætt og heyin voru með meira móti. Þau stóðu tyrfð og varin með hellum og hnullungum og faðir minn gekk í kring um þau á kvöldin að sjá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.