Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 16 14 0 3/ 20 06 www.urvalutsyn.is Fararstjórar: Þóra Valsteinsdóttir og Sigmundur Andrésson 99.440 kr. í tvíbýli á hótel le Meridien. *Innifalið: Beint leiguflug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði í 10 nætur, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Skelltu þér í10 daga ævintýraferðá frábæru verði! Fáðu ferðatilh ögun og nána ri upplýsingar hjá Úrval-Úts ýn, Lágmúla 4 , sími 585 40 00 Verð: * Ferð til Egyptalands er ógleymanlegt ævintýri þar sem þú upplifir stórkostlegar fornminjar í töfrandi umhverfi og nýtur alls þess besta í gistingu og veitingum. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að íslenska krónan ætti eftir að hrella heimsbyggðina. Komum á slysa- ogbráðamóttökuLandspítalans fjölgaði um 4,7% milli ára ef miðað er við jan- úarmánuð í ár og sama mánuð í fyrra, en þetta kemur fram í í stjórnunarupplýsing- um sjúkrahússins fyrir janúar 2006. Heimsóknir á slysa- og bráðasvið námu um 100.000 manns í fyrra, að sögn Brynjólfs Mogen- sens, sviðsstjóra á slysa- og bráðasviði Landspítal- ans, en þetta samsvarar því að um þriðjungur þjóðarinnar hafi leitað á slysa- og bráðamót- tökuna á því ári. Sú staðreynd að á hverju ári leita sífellt fleiri á slysa- og bráðamóttöku sjúkrahússins vekur spurningar um af hverju fjölgunin stafi, hvort hún hafi áhrif á þá þjónustu sem sjúklingar fá og hvort það fjármagn sem deildirnar fá dugi til rekstursins. Þjónustan í samræmi við kröfur nútímans Brynjólfur Mogensen segir margar ástæður fyrir því að kom- um á slysa- og bráðadeild hafi fjölgað. Ein sé sú að þar fái fólk al- mennt góða þjónustu og að hægt sé að nálgast hana alla á einum stað, sem sé í samræmi við kröfur nútímans. Á bráðamóttöku sé hægt að taka allar blóðprufur og gera allar þær rannsóknir sem kunna að reynast nauðsynlegar. Ef á þurfi að halda sé aðgengi að allri sérfræðiþekkingu sem til er á bráðamóttökunni. Spurður um fleiri hugsanlegar skýringar nefn- ir Brynjólfur sem dæmi að þol- mörk fólks gagnvart slysum og meiðslum hafi heldur minnkað. Fyrr á árum hafi fólk gjarnan beðið og séð til þótt það slasaðist eða meiddist lítils háttar. „Svona er þetta ekki lengur. Fólk leitar á bráðamóttöku með hluti sem það hefði áður látið bíða,“ segir Brynj- ólfur. 100 milljónir króna skortir Brynjólfur segir að furðu vel hafi gengið að anna þeirri auknu eftirspurn sem er eftir þjónustu slysa- og bráðasviðs. Því sé þó ekki að neita að mönnunin á svið- inu þurfi að vera betri. Sá fjöldi starfsfólks sem þar starfi nú sé í raun umfram heimildir þótt fleiri vanti til starfa. Spurður um hversu mikið fé skorti svo endar nái saman í rekstri slysa- og bráðasviðs, segir Brynjólfur að miðað við rekstrar- áætlun ársins 2006 vanti um 100 milljónir króna. Þetta séu háar fjárhæðir en líta beri til þess að starfsemin hafi aukist ár frá ári og eigi sviðið áfram að geta veitt þá góðu þjónustu sem það hafi hing- að til gert þurfi meira fé í rekst- urinn. Verið að endurskipuleggja móttökuþjónustu Brynjólfur bendir á að skipu- lagsbreytingar standi nú yfir hjá sviðinu og standi vonir til þess að þær leiði til hagræðingar. Ljóst sé þó að sviðið fari fram úr fjárhags- áætlun því slíkar breytingar taki ávallt tíma að skila sér. „[Á slysa- og bráðamóttökunni] í Fossvogi er nú verið að reyna að endur- skipuleggja móttökuþjónustu til þess að gera hana hraðvirkari því oft og tíðum er biðin orðin of löng,“ segir Brynjólfur. Markmið- ið sé að stytta biðina, gera fyrstu móttöku sjúklinga markvissari en nú er og bæta forgangsröðun. Svipaðar breytingar sem gerðar hafi verið erlendis hafi reynst vel og því eigi að kanna hverju þetta skilar hér, en til standi að hið nýja kerfi verið tekið í notkun á þessu ári. Eins og staðan er í dag geti biðtími á álagstímum verið lang- ur, en forgangsraðað sé eftir al- varleika tilfella. Æskilegt að fá fleiri til starfa á sviðinu Jóhannes Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri Landspítala-há- skólasjúkrahúss, segir sjúkrahús- ið ekki hafa möguleika á að fjölga starfsfólki slysa- og bráðasviðs. „Við höfum ekki beinlínis mögu- leika á að fjölga starfsfólki, en við höfum ákveðið rekstrarfé sem við verðum að láta duga,“ segir Jó- hannes. Æskilegt væri hins vegar að fá fleiri til starfa á sviðinu enda sé álag mikið á þeim sem þar starfi. Hins vegar standi til að innrétta viðbótarpláss við bráðamóttökuna í Fossvogi og því á starfsaðstaðan að batna á árinu. „Í tengslum við það verður gerð endurskipulagn- ing á vinnuferlum sem ætti að geta komið eitthvað á móts við þessa auknu þörf,“ bendir Jó- hannes á. Komum á bráðamót- tökuna hafi fjölgað ár frá ári að undanförnu. Á milli áranna 2004– 2005 hafi fjölgunin numið um 10%. Þýða fleiri sjúklingar ekki lengri bið sjúklinga sem leita til slysa- og bráðasviðs? „Það getur gert það, en þótt margir segi biðina langa er það eðli svona móttaka um allan heim að bið getur orðið býsna löng. Hér er hún alls ekki lengri en víðast hvar þekkist í kringum okkur,“ segir Jóhannes. Álagið sé mjög sveiflukennt yfir sólarhringinn og milli árstíða. Fréttaskýring | Komum á slysa- og bráða- svið Landspítala fjölgar stöðugt Þyrfti að fjölga starfsfólki Frá slysadeild Landspítala í Fossvogi. Á bráðamóttöku í stað þess að fá legurými  Einn sá vandi sem Landspítali glímir við felst í því að ef legu- rými fyllast dregst það að sjúk- lingar á bráðamóttöku, sem þurfa að leggjast inn á legudeild, komist þangað, að sögn Brynjólfs Mogensen. Hluti af þessum vanda sé tilkominn vegna aldr- aðra sjúklinga. Ávallt séu sjúk- lingar á bráðamóttöku, mis- margir þó, sem fremur ættu að hafa pláss í legurými eða inni á hjúkrunarheimilum. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elav@mbl.is Í samræmi við kröfur nútímans að hægt sé að nálgast alla þjónustu á einum stað AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.