Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG SKRIFAÐI tvær greinar í Morgunblaðið í síðustu viku þar sem ég óskaði eftir svörum stjórnarfor- manns Spalar ehf., rekstraraðila Hval- fjarðarganga, við nokkrum einföldum spurningum um for- sendur gjaldtöku. Á heimasíðu Spalar kem- ur fram ótrúlegt mis- ræmi, sérstaklega milli gjaldflokka I og II, og skiptir misræmið mörg hundruð prósentum ef miðað er við skráð af- sláttargjald. Jafnframt er hróplegt misræmi fólgið í því að bílar í gjaldflokki I með tengi- tæki, sum hver allt að 7–8 m að lengd og þyngd í samræmi við það (hestakerrur) , greiða samt lægra gjald en styttri bílar án tengi- tækis. Dæmi: Jeppi (4,5–6 m að lengd) með húsvagn (allt að 7–8 m), samtals 11–13 m, getur greitt 270 kr. fyrir ferð- ina í gegnum göngin miðað við 100 ferða áskriftargjald, sam- anborið við bíl sem er yfir 6 m að lengd, mun- ar jafnvel nokkrum cm, sem borgar 2.000 kr. miðað við áskriftargjald. Skemmst er frá því að segja að stjórnarformaður Spalar hefur ekki séð sér fært að veita umbeðnar upplýs- ingar, en sagði þó í stuttu viðtali við Morgunblaðið í sl. viku að Spölur ætti erfitt með að taka tillit til ,,tískubreyt- inga“ í fólksbílaeign landsmanna! Hann sagði jafnframt að þótt stærð- armörk bíla hefðu verið rædd nokkr- um sinnum [hjá Speli] … hefði gjald- flokkaskiptingin verið óbreytt í átta ár! Hann sagði einnig að atvinnubílstjórar hefðu ekki sýnt mikil viðbrögð við gjaldskránni. Eðlileg ályktun af orðum stjórnarformannsins er sú að Spölur telji sig ekki þess umkominn að laga gjaldtöku sína að þróun í landinu, hvorki varðandi bílaeign né byggða- þróun almennt. Þó virðist gjaldtaka af húsbílum vera undantekning þar á. Benda má á í upplýsingaskyni að svo virðist sem ýmsir samningar séu í gangi, munnlegir flestir að því er mér skilst, um lægri gjaldtöku miðað við lengd bíla en sú sem tilgreind er í gjaldskrá Spalar. Dæmi um það munu vera húsbílar, án tillits til lengdar þeirra, og fyrirtæki sem hafa gert sér- samninga fyrir starfsmenn sína. Upp- lýsingar þessar hafa borist höfundi í framhaldi af umfjöllun í síðustu viku um einkennilega gjaldtöku í Hvalfjarð- argöngum. Kristinn Gunnarsson alþingismaður ritaði athyglisverða grein í Mbl. í gær, en í hnotskurn telur hann að fella eigi niður gjaldtöku í göngunum þar sem hún sé hindrun eðlilegrar þróunar á Vestur- og Norðurlandi. Ég er þessu sammála, en set þó spurningarmerki við hvort fella eigi alfarið niður gjaldtöku, en varla getur verið umdeilanlegt að meira samræmis sé þörf og að gjaldið verði umtalsvert lægra fyrir gjaldflokka II og III. Kristinn áætlar í grein sinni að heildarkostnaður við Hvalfjarðargöng sé 6 milljarðar kr. og var öll upphæðin tekin að láni. Frá 1998 til 2005 virðist hún hafa verið greidd niður um kr. 1 milljarð en á þessu tímabili voru lán- in líka endurfjármögnuð, væntanlega til að fá betri kjör. Eftir standi 5 millj- arðar kr. sem á að greiða upp á 13 árum. Mér finnst þetta vera mjög at- hyglisverðar tölur hjá þingmanninum. Skv. upplýsingum á heimasíðu Spalar er um- ferð um göngin um 3.500 bílar á sólarhring eða um 2.000 fleiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Gef- um okkur að hver ferð kosti 1.000 krónur að jafnaði miðað við núverandi gjaldskrá. Sólarhringurinn leggur sig því á 3,5 milljónir kr. Marg- földum það með 360 dögum og fáum út 1,2 milljarð kr. Ef þetta dæmi er rétt, verða heildartekjur á næstu þrettán árum um 15,6 milljarðar kr.! Spyrja má hve mikill hluti brúttótekna fari í niðurgreiðslur og kostnað og hve mikl- ar tekjur Spalar séu árlega af göng- unum? Brot á jafnræðisreglu? Annað atriði hefur einnig komið upp í hugann við vangaveltur um ótrúlegt misræmi í gjaldtöku Spalar fyrir akst- ur í gegnum Hvalfjarðargöng, þ.e. hvort þetta sé brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga? Þótt Spölur sé einka- hlutafélag bendi ég á eignarhlutdeild hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfé- laga, Vegagerðarinnar og Faxaflóa- hafna, en hér er að sjálfsögðu um að ræða ráðstöfun opinbers fjár – fjár landsmanna. Ég sendi hæstvirtum fjár- málaráðherra, Árna Mathiesen, þetta opna bréf í þeirri von að hann taki mál- ið til alvarlegrar skoðunar, m.a. vegna eignarhlutdeildar hins opinbera í Speli, og einnig í þeirri von að svör fáist við spurningunum. Lesendum til glöggv- unar er hér listi yfir þá fimm aðila sem áttu meira en 10% hlut í Speli við lok nýliðins reikningsárs félagsins: Faxa- flóahafnir 23,5%, ríkissjóður Íslands 17,6%, Íslenska járnblendifélagið 14,7%, Vegagerð ríkisins 11,6% og Skilmannahreppur 11,6%. Gjaldtaka í Hval- fjarðargöngum Ellen Ingvadóttir skrifar opið bréf til fjármálaráðherra Ellen Ingvadóttir ’Ég sendi hæst-virtum fjár- málaráðherra, Árna Mathiesen, þetta opna bréf í þeirri von að hann taki málið til alvarlegrar skoðunar …‘ Höfundur er pallbílseigandi. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okk- ur smábátaeigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bát- inn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrif- ar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar EITT af fyrstu skiptunum sem ég heyrði um nýsköpunarmennt var fyrir um tíu árum þegar mág- ur minn sagði mér frá nýrri náms- grein í Foldaskóla í Reykjavík. Hann sagði að nú teldi hann að skólakerfið væri loksins að gera eitt- hvað sem væri í tengslum við lífið sjálft og við atvinnu- lífið. Hann er sjálfur þriggja barna faðir og með framhaldsnám að baki og þekkir því skólakerfið af eigin reynslu og gengum skólagöngu barna sinna. Á þessum tíma var yngsta dóttir hans í nýsköp- unarkennslu í Foldaskóla og var eitt af verkefnunum þar að und- irbúa og halda markað á eigin uppfinningum og öðrum söluvæn- legum vörum. Árið 1999 kom ný- sköpun hagnýting þekkingar inn í aðalnámskrá grunnskóla í nám- skránni um upplýsinga- og tækni- mennt. Ég hef verið grunnskólakennari í 28 ár og kennt nýsköpun í um tíu ár og finnst það vera áhrifarík og menntandi námsgrein. Í nýsköp- unarnámi nemenda minna hef ég séð frumkvæði þeirra aukast og þau hafa fengið trú á að þau geti gert eitthvað í ólíklegustu vanda- málum og nýsköpunarhugsunin hefur orðið hluti af daglegum þankagangi þeirra. Vandamál sem verða á vegi þeirra verða jafnvel skemmtileg viðfangsefni, þraut til að leysa. Þau læra að lausnir geta verið margvíslegar og ólíkar, mis- góðar og að stundum eru bestu lausnirnar þær sem hljóma fárán- lega í fyrstu. Með því að verða meðvituð um vandamál í samfélagi sínu og gera þau að sínum, þroskast siðvit barnanna gegnum ný- sköpunarnámið. Það sem ég tel mjög mik- ilvægt í nýsköp- unarkennslunni er það að börnin eru að fást við raunveruleg viðfangsefni og að nám þeirra end- urspeglar nærsam- félag þeirra og tengir þar með skólann og veruleikann utan hans. Mér virðist að með aðferðum nýsköpunarinnar takist að gera miklu fleiri ein- staklingum kleift að vera skap- andi, eða viðhalda þeirri sköp- unargáfu sem þeir hafa fyrir, en er í hefðbundnum námsgreinum þar sem einungis fáeinir „útvald- ir“ ná að halda sköpunargáfunni lifandi og virkri. Nú stendur yfir endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla og hefur í þeim tillögum verið skipt upp námskránni í upplýsinga- og tæknimennt í upplýsingatækni og smíði en nýsköpun hagnýting þekkingar dettur þar út að mestu leyti. Eftir stendur örstuttur kafli sem settur er inn í námskrá um smíði. Þessi framsýna og nútíma- lega viðbót sem kom í tíð Björns Bjarnasonar inn í námskrána verður, ef drögin verða samþykkt, nánast þurrkuð út sem er að mínu mati skelfileg mistök. Í stað þess að vera í fararbroddi að þessu leyti í menntamálum munum við með slíku skrefi stíga afturfyrir nágranna okkar svo sem Dani og Norðmenn, sem eru í auknum mæli að taka inn nýsköpunar- og frumkvöðlamenntaáherslur í sína menntastefnu. Á síðustu árum hafa ýmsar þjóðir leitað í reynslu- brunn íslenskra grunnskólakenn- ara í nýsköpunarmennt og voru Íslendingar meðal annars í far- arbroddi í verkefninu InnoEd (Innovation Education) sem styrkt var af Evrópusambandinu. Ég vil krefja ráðamenn þjóð- arinnar um að skoða þessi mál því það er ekki nóg að tala á tyllidög- um um nýsköpun og veita til þess fjármagni á afmörkuðum sviðum, það þarf að leggja grunninn að slíkri sköpun strax í grunnskóla og viðhalda slíkri færni gegnum skólakerfið. Niðurstaða slíkrar skoðunar hlýtur að verða sérstök námskrá fyrir námssviðið nýsköp- un hagnýting þekkingar. Samein- umst öll um að koma í veg fyrir slys í námskrárgerð fyrir grunn- skóla. Sameinumst um að koma í veg fyrir námskrárslys Svanborg R. Jónsdóttir fjallar um kennslu í nýsköpunarmennt í grunnskóla ’Ég vil krefja ráðamennþjóðarinnar um að skoða þessi mál… ‘ Svanborg R. Jónsdóttir Höfundur er nýsköpunarkennari í Þjórsárskóla og formaður Félags ís- lenskra kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. „ÉG ÆTLA að gera eitthvað skemmtilegt þegar ég hætti í sveitarstjórn.“ Nú má ekki skilja orð mín svo, að það hafi bara verið þraut og pína að vinna að sveit- arstjórnarmálum, nei, stundum gat það verið bæði gaman og gef- andi. Sem betur fer gefa líka einhverjir kost á sér til þessara starfa. Þá niðurstöðu dreg ég allavega af frétta- flutningi síðustu vikna, varðandi próf- kjörsmál víðs vegar um landið. Það er því greinilegt að sveit- arstjórnarstörf heilla, því margir eru kall- aðir, en fáir eru út- valdir. En víkjum aftur að upphafinu, ég hugsaði ekki bara um að gera eitthvað skemmtilegt, heldur fann ég mér verkefni sem hentar mér ljómandi vel, og það er ekki aðeins skemmtilegt, heldur er það líka gefandi og lærdómsríkt. Ég er sem sagt sjálfboðaliði, ég er heim- sóknarvinur. Þetta er fallegt orð, enn fallegri er hugmyndafræðin að baki því, þökk sé þeim sem gerðu hug- myndina að veruleika. Á Sauðárkróki hefur í nokkur ár, starfað hópur sjálfboðaliða undir styrkri stjórn þeirra séra Guðbjargar Jóhannesdóttur, Soffíu Þorfinnsdóttur í Rauða krossinum og Þórunnar Elfu Guðnadóttur í heimaþjónustunni. Í hverju felst sjálfboðastarf mitt? Ég ætla að gefa ykkur svo- litla innsýn í það, en fyrst koma nokkrar staðreyndir um mig. Eins og flestir Íslendingar er ég í 100% starfi, ég á líka bæði maka og börn og nýlega náði ég ömmutitl- inum. Ég á mér mörg áhugamál og er þá eins og annað fólk, líklega mjög upptekin manneskja. Eftir hverju var ég þá að sækjast, komst eitthvað meira fyrir á viku- lega tímatöflu mína? Ég held að það hafi verið orðið sjálft, þ.e. heimsóknarvinur, sem heillaði mig, frumkvæðið kom frá mér sjálfri. Ég var ekki beðin að taka þetta að mér og mér var ekki ýtt út í hlut- verkið, heldur fann ég hjá mér hvöt til þess að nýta tíma minn í þetta starf. Ég á vinkonu sem varð 84 ára gömul í janúar. Ég heimsæki hana einu sinni í viku, tímabilið september til maí, og okkar sam- verutími er um það bil ein klukkustund í senn. Það hefur komið mér á óvart, hvað ég sjálf hef fengið mikið út úr þessum heimsóknum. Ég hafði ekki leitt hugann að því, taldi mig meira vera að gera einhverjum greiða. Það reyndist annað upp á teningnum, heimsóknin er ekki síður gagnleg fyrir mig en hana. Það er notalegt að finna hlýtt faðmlag, finna væntumþykju sem tekur á móti manni í hvert sinn sem ég hringi bjöllunni. Og hvað gerum við svo vinkon- urnar? Auðvitað drekkum við kaffi og borðum fínt kaffibrauð með því. Við tölum líka mikið saman og þrátt fyrir aldursmun, þá er hann langt í frá einhver hindrun í okkar samskiptum, því við erum báðar mjög opnar fyrir áhugamálum og viðfangsefnum hvor annarrar. Við förum í gönguferðir, skoðum garða, við skiptumst á upplýs- ingum um góðar bækur sem við viljum endilega að hin lesi og síð- an miðlum við upplýsingum um gamla og nýja tíma. Þegar ég lít til baka, held ég að við höfum báðar verið svolítið feimnar að stíga þetta skref. Ég að koma inn á ókunnugt heimili og hún að fá ókunnuga konu inn á sitt heimili. Það sem er nýtt og framandi getur líka verið kvíðvænlegt. Lík- legt er að margir sofi illa daginn áður en þeir byrja í nýju starfi. Við vinkonurnar tókum þetta verkefni sem tilraun, vorum já- kvæðar og samtaka í að njóta stundarinnar hvor með annarri. Við hittum á óskastundina, því allt hefur gengið eins og í sögu með okkar samverustundir. Sjálfboðaliðar á Sauðárkróki eiga góða bakhjarla, eins og fram kom í upphafi greinar minnar. Kirkjan, Rauði krossinn, og Heimaþjónusta sveitarfélagsins boða okkur mánaðarlega til fundar og þar eru málin rædd. Sérstaklega vel er haldið utan um starf okkar og ber að þakka það. Þá er okkur líka boðið upp á ýmis námskeið og fleira sem nýt- ist okkur bæði andlega og lík- amlega. Ef lestur þessarar greinar hefur kveikt lítinn neista hjá þér um að gerast sjálfboðaliði, hugsaðu þig þá ekki lengur um, gerðu eitthvað í málinu. Sjálfboðastarf Sigrún Alda Sighvats fjallar um sjálfboðaliðastarf á Sauð- árkróki og í nærsveitum ’Á Sauðárkróki og nær-sveitum hefur frá árinu 2000 verið í gangi sjálf- boðaliðaverkefnið: ,,Heimsóknarvinir“ …‘ Sigrún Alda Sighvatsdóttir Höfundur er deildarstjóri launadeild- ar sveitarfélagsins Skagafjarðar. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.