Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 37 UMRÆÐAN SÚ FRÉTT barst hingað til Ís- lands á dögunum að Norðmenn hygð- ust grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir hrun atvinnulífs í Norður- Noregi. Ráðstafanir þessar felast í því að óheimilt verður að fara hina svo- kölluðu íslensku leið en sú leið einkennist m.a. af því að færa fiskveiði- heimildir óhindrað úr þeim byggðarlögum þar sem sjávarútvegur og vinnsla er meginlífs- björg fólksins. Í Noregi hefur íslenska leiðin leitt til þess að óprúttn- ir peningamenn hafa komist yfir kvóta norð- urhéraðanna og flutt hann á þá staði þar sem þeir geta selt hann með sem vænlegustum gróða. Þeim kemur hins ekkert við hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir fólkið í Norður- Noregi. Stjórnvöld í Noregi hafa sem sé komist að raun um alvöru málsins og ætla nú að grípa í taumana. Norðmenn vakna Þessi frétt er ánægjuleg fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi sýnir hún að norsk stjórnvöld gera sér grein fyrir því að fiskveiðistjórn- unarstefna ríkis má aldrei stjórnast af blindum markaðslögmálum vegna þess að auðlindin er sameign þjóð- arinnar. Í öðru lagi er fréttin ánægjuleg vegna þess norsk stjórnvöld gera sér grein fyrir því að óprúttnir pen- ingamenn svífast einskis þegar gróðavonin er annars vegar. Þeir telja sig engar skyldur hafa við sam- félagið, gróðinn einn er öllu æðri. Í þriðja lagi er fréttin ánægjuleg vegna þess að stjórnvöld í Noregi við- urkenna óhikað fyrir landsmönnum að fylgt hafi verið óheillastefnu sem er á góðri leið með að setja heilu landsvæðin í rúst og raska þannig allri sam- félagsgerðinni. Hvað gera íslensk stjórnvöld? En hver skyldi stað- an í þessum málum vera hér á Íslandi? Svarið er sáraeinfalt. Fiskveiðistjórn- unarkerfið hefur, allt frá því að til þess var gripið sem stjórntækis, þróast í þá átt að tryggja peningaöfl- unum í landinu alger yfirráð yfir auð- lindum sjávar á kostnað annarra landsmanna. Afleiðing þessarar stefnu hefur ekki látið á sér standa eins og oft hefur verið sýnt fram á. Sjávarbyggðum um landið fer hrak- andi, fólk missir lífsviðurværi sitt og ójöfnuðurinn í landinu eykst. Þeir sem hafa auðlindina í sínum höndum keppast við að fá sem mestan hagnað af, ekki fyrir samfélagið heldur til eigin nota. Einkahagnaður af sameig- inlegu auðlindinni er notaður til að braska með hlutabréf, kaupa hér og selja þar, hámarka gróðann og taka sér og sínum ofurlaun. Dæmi eru til um að þessir handhafar sameiginlegu auðlindarinnar kaupi sér erlend fót- boltalið, bílaumboð o.fl. án þess að blikna. Allt er þetta löglegt á Íslandi. Já, þannig er hinn íslenski veruleiki og þessir eru mennirnir sem setja mestan svipinn á þjóðlífið nú um þessar mundir. Það er vont til þess að vita að ís- lensk stjórnvöld sætta sig ekki ein- ungis við þetta ástand heldur ýta þau undir þróunina með hverri aðgerð- inni á fætur annarri. Ofurmennirnir með peningana eru orðnir einhvers konar óskabörn þjóðarinnar sem sýna hvers fjármagnið er megnugt þegar það fær að njóta sín óbeislað. Sýnu verst er þó að stjórnvöld á Ís- landi skuli enn berja hausnum við steininn og neita orsakasamhenginu milli versnandi afkomu byggðarinnar um landið og þeirrar fiskveiðistjórn- unarstefnu sem nú er við lýði. Sú skynsamlega niðurstaða sem Norðmenn hafa nú tekið í þessum efnum á vonandi eftir að hafa jákvæð áhrif í norsku þjóðlífi. Ég leyfi mér hins vegar að efa að íslensk stjórn- völd láti segjast en haldi þess í stað áfram á þeirri óheillabraut sem þau hafa gengið til þessa. Á meðan það gerist heldur áfram að síga á ógæfu- hliðina í byggðum landsins. Ánægjuleg frétt? Ragnar Óskarsson fjallar um fiskveiðistjórnunarkerfið og byggðastefnu Norðmanna ’Fiskveiðistjórnunar-kerfið hefur, allt frá því að til þess var gripið sem stjórntækis, þróast í þá átt að tryggja peningaöfl- unum í landinu alger yf- irráð yfir auðlindum sjáv- ar á kostnað annarra landsmanna.‘ Ragnar Óskarsson Höfundur er fyrrverandi bæj- arfulltrúi í Vestmannaeyjum. STÖRF félags- ráðgjafa eru mörgum afar mikilvæg, í nú- tíma þjóðfélagi, þar sem stuðningur og ráðgjöf til þeirra sem þurfa á þjónustu vel- ferðarkerfisins að halda getur skipt sköpum. Þó er ekki öllum ljóst hver störf félagsráðgjafa eru, né sú ábyrgð og skyldur sem störf þeirra fela í sér. Félagsráðgjöf er sérhæfð, lög- vernduð starfs- og fræðigrein. Fé- lagsráðgjöf til starfsréttinda er 120 eininga nám sem kennt er við Há- skóla Íslands. Á þriðja og fjórða námsári fara nemendur í starfsnám til reyndra félagsráðgjafa og öðlast mikilvæga reynslu á fjölbreyttum starfsvettvangi félagsráðgjafa. Í starfsnáminu fást þeir við marg- vísleg störf félagsráðgjafa, undir leiðsögn. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið veitir félagsráð- gjöfum starfsleyfi skv. erindisbréfi og hefur Stéttarfélag íslenskra fé- lagsráðgjafa (SÍF) gefið út siða- reglur sem félagsráðgjöfum ber að starfa eftir. Hjá Reykjavíkurborg starfa 74 félagsráðgjafar sem eru í SÍF. Fé- lagsráðgjafar eru fjölmennasti fag- hópurinn á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar og hjá Barna- vernd Reykjavíkur. Markmið fé- lagsrágjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vanda- mála og tekur til flestra þeirra þátta sem koma til ráðgjafar hjá ríki og sveitarfélögum, svo sem málefnum barna og fjölskyldna, fatlaðra, aldraðra, sjúkra, fanga og hinna ýmsu minnihlutahópa, svo eitthvað sé nefnt. Félagsráðgjafar veita einstaklingum og fjölskyldum sem leita til félagsþjónustu sveitar- félaga stuðning og ráðgjöf m.a. vegna atvinnuleysis, fjárhags- og félagslegra erfiðleika, veikinda, áfalla, og fleiri aðstæðna sem leiða til þess að þeir ná ekki að leysa úr málum án aðstoðar. Í störfum sín- um ber félagsráðgjöfum að fara að siðareglum félagsráðgjafa sem byggjast m.a. á virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers ein- staklings. Félagsráðgjafar hafa hlotið sér- hæfða menntun til starfa við fé- lagsþjónustu og barnavernd og hafa fjölmargir þeirra einnig lokið viðbótarnámi í tengslum við mála- flokka sem félagsþjónusta sveitar- félaga sinnir skv. lögum, enda er einn helsti starfsvettvangur fé- lagsráðgjafa hjá ríki og sveit- arfélögum, við félagsþjónustu, heil- brigðisþjónustu og í skólum. Auk þess starfa félagsráðgjafar hjá hagsmunasamtökum og einkafyr- irtækjum. Félagsráðgjafar eru í samstarfi við þjónustustofnanir, m.a. á sviði heilbrigðis- og mennta- mála bæði vegna einstaklingsmála og við að koma á fót úrræðum fyr- ir einstaklinga og fjölskyldur í vanda. Fjöldi félagsráðgjafa hjá Reykja- víkurborg tekur þátt í þróun- arstarfi og er leiðandi í þróun ým- issa úrræða til að efla einstaklinga og fjölskyldur sem standa höllum fæti og styðja til sjálfshjálpar. Þeir eru stærsti faghópurinn á nýstofn- uðum Þjónustumiðstöðvum Reykja- víkurborgar, þar sem unnið er að því að byggja upp þverfaglega þjónustu og ráðgjöf fyrir ein- staklinga og fjölskyldur sem búa í Reykjavík. Samt sem áður eru fé- lagsráðgjafar lægst launaða fag- stéttin innan þjónustumiðstöðva, þrátt fyrir að þeir hafi oft mun meiri menntun. Kjarasamningur félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg hefur verið laus frá 1. nóvember 2005. Í byrjun janúar sl. var gerður nýr kjara- samningur á milli samninganefndar SÍF og Reykjavíkurborgar, sem felldur var í atkvæðagreiðslu með 64 af 66 greiddum atkvæðum. Fé- lagsráðgjafar hafa á undanförnum árum dregist verulega aftur úr í launum, miðað við flestar aðrar fagstéttir hjá Reykjavíkurborg og eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir að störf við velferðarþjónustu verði metin til launa á við störf sem lúta að tækni og viðskiptum. Skilaboðin sem þeir sendu í at- kvæðagreiðslunni í janúar sl. sýna að samstaða er meðal félagsráð- gjafa í kjarabaráttunni. Menntun félagsráðgjafa er fjöl- breytt og veitir góða möguleika á störfum á almennum vinnumarkaði sem endurspeglast í því að tölu- verður fjöldi félagsráðgjafa hverfur á ári hverju frá störfum hjá sveit- arfélögum og ríki í betur launuð störf á almennum vinnumarkaði og er það áhyggjuefni. Nýstofnaðar Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar gegna mik- ilvægu hlutverki í þjónustu við borgarbúa. Mikilvægt er að innan þeirra starfi félagsráðgjafar sem hlotið hafa sérmenntun á sviði fé- lagsþjónustu og barnaverndar til að hægt sé að halda uppi þeirri metnaðarfullu þjónustu sem borgin hefur einsett sér að veita. Tíð skipti félagsráðgjafa á þjónustu- miðstöðvunum og hjá Barnavernd Reykjavíkur eru einstaklingum og fjölskyldum erfið, þar sem oftar en ekki er verið að fást við afar við- kvæm persónuleg mál. Við skorum á Reykjavíkurborg að leggja metnað í starfsemi vel- ferðarþjónustu borgarinnar. Að meta til launa sérfræðiþekkingu fé- lagsráðgjafa og þá ábyrgð og skyldur sem þeir axla í vel- ferðaþjónustu borgarinnar og ganga strax til samninga við Stétt- arfélag íslenskra félagsráðgjafa, af fullri alvöru. Hvers virði er vel- ferðarþjónustan? Hulda Gunnars- dóttir og Olga Björg Jónsdóttir fjalla um störf fé- lagsráðgjafa Hulda Gunnarsdóttir ’Félagsráðgjafar erufjölmennasti faghópurinn á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar og hjá Barnavernd Reykja- víkur.‘ Hulda er félagsráðgjafi Þjónustu- miðstöðvar Miðborgar og Hlíða. Olga Björg er félagsráðgjafi Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis. Þekkingarstöð í málefnum fatlaðra og aldraðra. Olga B. Magnúsdóttir Á BARÁTTUFUNDI um bættar samgöngur 14. janúar síðastliðinn kom bersýnilega í ljós að íbúar Bolung- arvíkur, Súðavíkur og Ísafjarðar vilja Óshlíðina burt og að stefnt skuli að heildarlausn. Það þarf að skoða þau vandamál sem til staðar eru, vega og meta kosti og galla og komast að vel rök- studdri niðurstöðu. Hvað er Bolvíkingum og Súðvíkingum uppá í dag í samgöngumálum? Á 30 kílómetra aksturs- leið milli Bolungarvíkur og Súðavíkur eru 102 hættusvæði. Þetta er vestfirsk rúlletta. Hvar annars staðar er fólki boðið uppá annað eins? Á fundi með sam- gönguráðherra nýverið spurði ég hvers vegna íbúum sé boðið uppá þessar hræðilegu aðstæður, og hvers vegna Óshlíð og Súðavíkurhlíðin eru ekki á vegaáætl- un? Hann sagðist vilja beita sér fyrir bættum samgöngum á Vestfjörðum, en þingmenn kjördæmisins vilji beita sér fyrir bættum samgöngum við Ísa- fjarðardjúp. Er þetta virkilega satt? Ég skora á þingmenn allra kjör- dæma að vinna að því að bæta þessar samgöngur. Þeir samþykktu nú lög nr.49/1997 um að vinna skuli að vörn- um gegn tjóni og slysum af völdum snjóflóða og skriðufalla. Tilheyra ekki norðanverðir Vest- firðir ennþá Íslandi? Ríkisstjórnin býður Bolvíkingum og Vestfirðingum uppá göng undir Ós- hyrnu og losna þar með við 1 af 50 hættusvæðum frá Bolungarvík að Ísa- fjarðarflugvelli, en samkvæmt mæl- ingum Vegagerðarinnar er mesti fjöldi vegfaranda frá Bolungarvík og til flug- vallarins. Er það viðunandi að nota 1,2 milljarða til að forðast einungis eitt hættusvæði? Ég segi NEI. Því ekki að nota 1,75 milljarða til að leysa allan vandann og stytta leiðina um 4,8 km. Með þessari styttingu er sparnaður af umferð 1,85 milljarðar, sem ég dró frá áætluðum kostnaði við göngin. Um- rædd göng væru frá Syðridal að Múla- landi í Skutulsfirði. Hættumat á Óshlíðinni Samkvæmt skráningum lögreglu var árið 2005 sérstaklega slæmt í Ós- hyrnu eða 19 skráð grjóthrun. Hvað segja þessar niðurstöður okkur? Kannski hálfan sannleikann. Hvað með grjót sem fallið hef- ur á veginn og vegfar- endur hafa rutt út vegi og ekki tilkynnt skriðu- fallið. Sjálfur hef ég margoft rutt grjóti frá veginum án þess að til- kynna það. Einnig er mikið af grjóti sem lend- ir á veginum og rúllar svo áfram niður í fjöru því vegurinn er ansi mjór á köflum. Eina raunverulega mælingin á hættumati á Óshlíðinni eru dauðsföllin. Tveir hafa látist við Óshyrnu, 12 við fjallið Ara og 2 við Ófæru. Ekki er verið að komast fyrir þessi hættusvæði með göngum undir Óshyrnu. Þó þessi stuttu göng hefðu verið komin fyrir 100 árum hefðu þau ekki afstýrt þess- um dauðsföllum. Hvað þurfum við að fórna mörgum áður en vegsambandið verður viðunandi? Hvað er í boði fyrir Súðvíkinga? Frá flugvellinum að Súðavík eru 52 hættusvæði á 15,4 km. Þetta er eini þjóðvegur norðvesturskjördæmisins að vetri til. Þessi lífæð lokast oft á ári þannig að íbúar einangrast. Íbúar svæðisins geta ekki treyst á flug- samgöngur því stopulli geta þær ekki orðið. Samtals eru það um tveir mán- uðir á ári sem ekki er hægt að fljúga til Ísafjarðar. Er það undarlegt að mesti fólksflótti á landinu sé frá þessu svæði. Ég skora því á alla alþingismenn landsins að beita sér fyrir bættum samgöngum á norðvestursvæðinu til að byggðir þess geti blómgast. Hugmynd mín að bættum sam- göngum Súðvíkinga og opnunar þjóð- vegarins er að gera göng frá flugvell- inum yfir í Arnardal og þaðan yfir í Eyrardalinn í Álftafirðinum. Það má líkja þessu við lítil Héðinsfjarðargöng. Þessi göng myndu stytta leiðina til Reykjavíkur um 9,2 km og leiðina til Súðavíkur um 8 km. Kostnaður við þessi göng að frátöldum sparnaði af styttingu gæti orðið um 2,5 milljarðar króna. Með því að leysa allar þessar hættur væri ráðlegast að leysa þær í einum pakka sem gæti litið út eitthvað í þessa áttina:  Bolungarvík – Ísafjörður : 3,6 millj.kr.  Ísafjörður – Súðavík: 3,9 millj.kr.  Pakkalausn: -0,1-0,4 millj.kr. 7,1–7,4 millj.kr  Sparnaður af styttingu: 3,25 millj.kr Heildarkostnaður: 3,85-4,15 millj.kr Eftir hverju er verið að bíða, við skulum framfylgja lögum og leysa þessi samgönguvandamál. Þetta fólk sem þarna býr er búið að skila marg- földum þessum tekjum í þjóðarkörf- una. Því væri upplagt að nota eitthvað af þeim peningum sem komu í rík- iskassann frá hinum mikla bílainn- flutningi á seinasta ári (2005), það þyrfti ekki nema 16% af því fjármagni. Ég skora hér með á ríkisstjórnina að stytta leiðina milli þessara byggð- arlaga um 14 km, eða nærri því helm- ing og þar með tryggja langvarandi ör- yggi þessara byggðarlaga og hagkvæmni með heildarlausn. Þessi grein er útdráttur úr fram- söguerindi mínu sem ég flutti í Vík- urbæ 14.01.2006. Einnig er að finna framsöguna í bundnu máli inn á www.steinthor.com, þar er að finna nánari útskýringar. Lifið heil. Má bjóða þér í vestfirska rúllettu? Steinþór Bragason fjallar um bættar samgöngur á Vestfjörðum ’Ég skora á þingmennallra kjördæma að vinna að því að bæta þessar samgöngur.‘ Steinþór Bragason Höfundur er tæknifræðingur. TENGLAR .............................................. www.steinthor.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.