Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 43
haldsskóla og er sá tími mér dýr- mætur. Amma átti viðburðaríka ævi og fékk að eyða síðustu árum sínum eins og best varð á kosið, heima hjá sér þar sem stutt var í nánustu ást- vini. Sjálf sagðist hún ekki ætla að verða eldri en áttræð og því skeik- aði um eitt ár. Hún varð áttatíu og eins. Elsku amma, ég kveð þig í dag aðeins til að fá að hitta þig aftur. Minning þín er ljós í lífi okkar. Hvíl í friði. Helena og fjölskylda. Minningargrein er ekki auðvelt að skrifa, en hvað er hún annað en samantekt minninga? Nú er hún amma Tove farin frá okkur og minningarnar hellast yfir okkur systurnar. Minningar sem eru mis- skýrar og sumum erfitt að koma í orð. Við sitjum hér saman, rifjum upp og reynum að deila okkar helstu hugsunum og myndum sem upp koma í hugann. Við ferðumst úr garðinum í Njörvasundi, þar sem við iðulega tíndum rifsber á milli handahlaupa og yfir í Eyjabakkann. Það voru nokkur skiptin sem við sváfum í stofunni hjá ömmu og hún var ekki ódugleg að ota að okkur peps piparmyntukúlum og dönskum lakkrís í skál. Ristað brauð með marmelaði var hakkað í sig af hinum hefðbundnu dönsku brauðbrettum, þessum grásprengdu sem eru flest- um í fjölskyldunni kunnug. Seinni- partinn bauð hún upp á kókómjólk og djöflatertu. Amma Tove var ekki endilega þessi hefðbundna amma, bakandi kleinur alla daga, en á móti kom að hún var alltaf ánægð með okkur. Hún studdi okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur og hún sýndi það. Við þekktum ömmu þó best í seinni tíð og við sjáum hana skýrt fyrir okkur sitjandi í eld- húsinu í Fagrabænum, með baga- tellóinn í annarri og gin og greip í hinni, sæl og glöð. Hún amma litla var fyrir okkur algjört krútt, með fínu lagninguna í hvíta hárinu og með stóru gleraugun sín á nefinu. Hún var alltaf til í að spjalla og oft- ar en ekki brosti maður út í annað vegna sérstaks orðalags hennar, sem maður þó þekkti svo vel. Hún var alltaf jákvæð og stutt var í hlát- urinn. Það var alltaf hægt að fíflast í ömmu og oftar en ekki var henni boðið með á tjúttið, sem hún afþakk- aði „pænt“. Hún var sátt og ánægð með lífið og ekki þurfti mikið til að gleðja hana, hvort sem það var lítið póstkort frá útlöndum, heimsókn í geymsluna eða skutl heim eftir mat- arboð. Ein skýrasta minning sem nú er okkur efst í huga var sá fasti lið- ur að bíða eftir að amma Tove kæmi í gluggann og veifaði bless. Ekki var hægt að yfirgefa bílastæðið fyrr en búið væri að veifa til baka. Við veif- um ömmu nú í hinsta sinn og mun þessi mynd af henni í glugganum, ásamt öllum hinum minningunum, lifa í huga okkar og hjarta alla tíð. Hrefna, Lilja og Heiðrún. Elsku amma Tove er látin. Það ríkir mikill söknuður í fjölskyldunni. Heimilið hennar var alltaf opið fyrir okkur bræðurna og alltaf tók hún vel á móti okkur. Eftirminnilegast var að sitja frammi í stofu á teppinu og dunda sér eitthvað yfir spilum eða góðri bók. Ævinlega vorum við sendir út í bakarí að kaupa það sem okkur langaði í með kaffinu. Eftir að við komum frá Danmörku fór hún að sýna okkur myndir frá æskuárum sínum og segja okkur frá því þegar hún var ung. Það er með miklum söknuði að við kveðjum hana ömmu okkar. Örn Ágústsson, Eyþór Ágústsson, Logi Ágústsson. Það var mikil eftirvænting hjá okkur systrunum og mömmu, þegar von var á fjölskyldu móðurbróður okkar, Guðmundar Guðmundssonar frá Danmörku í júní 1949. Guð- mundur hafði verið við nám í mjólk- urfræði og þar hafði hann kynnst konuefni sínu, henni Tove og þau giftu sig og hófu búskap þar úti. En nú skyldi komið til gamla Fróns, með konu og tvö börn, Helen, 2ja ára og Jón 6 mánaða. Svo voru þau hjá okkur í ca mán- uð, meðan þau voru að finna sér stað og þá fluttu þau til Selfoss, þar sem Guðmundur tók við starfi sem mjólkurfræðingur hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Tove var útlærð hjúkr- unarkona, en passaði börn og bú fyrstu árin, enda fæddist Eiríkur 2 árum seinna og síðan Ágúst, en hann misstu þau aðeins 2ja ára gamlan. Eftir þá miklu sorg fluttust þau til Reykjavíkur og Tove fór til starfa á Landakoti. En þau áttu eft- ir að eignast annan dreng, sem var skírður Ágúst, en hann var aðeins 7 ára, þegar faðir hans dó úr krabba- meini. Tove var yndisleg kona, en erfitt hefur verið að koma hingað á þess- um tíma, þegar Reykjavík var að byggjast upp eftir stríðið, og skrönglast með gömlu rútunum til Selfoss, sem var varla meira en þorp. En allt gekk þetta samt og þau byggðu sér fallegt einbýlishús, rétt við mjólkurbúið. Mér fannst gaman að spreyta mig á skólakunnáttu minni í dönsku og fljótt myndaðist góð vinátta með okkur. Hún naut þess að vera heima og hugsa um mann og börn. Hún prjónaðir margar fallegar flíkurnar og bakkelsið var eins og best gerist, enda hafði mamma hennar starf- rækt bakarí. Hagkvæmnin var henni í blóð borin, einsog hjá mörg- um dönskum konum á þessum tíma, og margt mátti læra af þeim í stóru og smáu. Nú er komið að leiðarlok- um. Þú stóðst þig einsog hetja fram á það síðasta, þrátt fyrir áföll og veikindi, þá undir þú best hag þín- um heima á þínu hlýja og fallega heimili. Þú varst alltaf jákvæð og þegar við kvörtuðum yfir veðrinu eða þingheimi gerðir þú lítið úr því og varst sátt við Guð og menn. Við systurnar munum sakna þín þó að heimsóknirnar hefðu mátt vera fleiri, meðan tími gafst, en minningin mun geymast í hugum okkar. Við vitum að þú færð góðar móttökur. Þakka þér fyrir allt. Við sendum Helen, Jóni, Eiríki og Ágústi og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Svanbjörg og Guðlaug Hróbjartsdætur. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 43 MINNINGAR Elsku langamma, Það er erfitt að kveðja þig, en nú ertu hjá Guði og líður betur. Við þökkum fyrir allar stundirnar sem við átt- um saman. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Guð geymi þig. Aron Elvar og Sara Kolbrún. HINSTA KVEÐJA Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BRYNDÍSAR SIGRÚNAR KARLSDÓTTUR, áður til heimilis í Brekkugötu 29 Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Seli fyrir góða umönnun. Björg Þór Þórsdóttir, Júlía Þórsdóttir, Friðrik Baldur Þórsson, Borghildur Ólafsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Kæri vinur, þegar ég kom heim frá út- löndum eftir jólin var það fyrsta sem ég sá, er ég fletti Morgunblaðinu, að það var búið að jarða hann Jóhann vin minn. JÓHANN INGI EINARSSON ✝ Jóhann Ingi Ein-arsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1940. Hann lést á Landspítala við Hringbraut sunnu- daginn 18. desem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogkirkju 29. desember. Jóhann er búinn að vera vinur minn frá því að ég var lítil stúlka að heimsækja ömmu mína sem vann á Loft- leiðum. Hann kallaði mig sunddrottninguna sína, þar sem ég naut þeirra forréttinda að koma oft í laugina á Hótel Loftleiðum, Alltaf gaf hann sér tíma til að spyrja mig hvernig gengi og hvernig ég hefði það. Einstakur maður Jóhann og flyt ég aðstandendum hans bestu kveðjur mínar. Íris Pétursdóttir. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín. Þú sem varst alltaf jafn hress og glaðleg, sama hvernig á stóð. Ég hef verið að rifja upp allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Þessi upprifjun hefur sýnt mér enn og aftur að ánægjulegar sam- verustundir fjölskyldu er eitt það mikilvægasta í lífinu. Það sem stendur upp úr eru litlu hlutirnir eins og t.d. þegar þú hjálpaðir mér að læra heima, spila við þig, kíkja í kaffi til þín og ræða um allt og ekk- ert, sögurnar þínar frá Spáni og nú síðast að sjá þig leika við Bríeti Ír- isi. Ég tel mig hafa notið þeirrar ÁGÚSTA ENGIL- BERTSDÓTTIR ✝ Ágústa Engil-bertsdóttir fæddist í Litlabæ í Vestmannaeyjum 24. september 1929. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 30. janúar síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 7. febrúar. blessunar að upplifa fjöldann allan af ynd- islegum samveru- stundum með þér sem munu ávallt fylgja mér. Í hvert sinn sem ég hugsa um þig læð- ist bros á varir mínar og mér hlýnar um hjartarætur. Ég veit að allir sem þekktu þig munu minnast þín með brosi og hlýjum hugsunum. Það bjóst enginn við að þú færir svona snöggt frá okkur og hefur síðast- liðin vika verið sérstaklega erfið börnum þínum, en með samheldni og guðs hjálp munu þau komast í gegnum sorgina og að brosinu. Amma þú varst yndislegur per- sónuleiki sem börn, barna- og barnabarnabörn hafa vonandi erft. Ég vona að þú vitir hversu mörg líf þú hefur snert með góðmennsku þinni og að móttökur í himnaríki hafi verið samkvæmt því. Guð geymi þig, amma mín Birgir Grétar. Mig langar til að minnast hennar Ástu föðursystur minnar með nokkrum orðum. Ég mun alltaf minnast þess hversu vel hún tók á móti mér. Glettnislegan hlát- urinn, eilítið stríðnislegan og fallegu augun pírð mun ég líka ávallt muna. Mér þótti hún svo glæsileg, auk þess líkaði mér svo vel hversu hreinskiptin hún var og aldrei lá hún á skoðunum sínum. Því miður var samgangurinn ekki mikill. Síðast þegar ég hitti Ástu, þá var hún bara nokkuð hress. Bauð ég henni þá ásamt Lilju systur hennar í bílferð. Ók ég nú sem leið lá heim í Ólafs- geisla og skyldu þær nú fá að njóta ÁSTA GÍSLADÓTTIR ✝ Ásta Gísladóttirfæddist á Akra- nesi 12. mars 1922. Hún lést á Landspít- alanum 19. febrúar síðastliðinn og var útför Ástu gerð frá Keflavíkurkirkju 27. febrúar. undurfagurs útsýnis, sem ég hef yfir borg- ina. En vegna stand- setningar við húsið og veikleika Lilju var það ekki mögulegt þá, en ákveðið að reyna aftur síðar. Einhverju sinni hringdi ég, en fékk ekkert svar. Stundum fékk ég líka fréttir af Ástu hjá frændfólk- inu. Og núna er orðið of seint að bjóða Ástu í ökuferð. Ég trúi því að nú hafi Ásta ótak- markað undurfagurt útsýni til allra átta. Óska ég þess að hún njóti þess með Ellerti og öðrum ástvinum sem á undan eru farnir. Þakkir fyrir að hafa fengið að kynnast Ástu frænku. Ég kveð hana með söknuði. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Góður Guð gefi öllum afkomend- um og öðrum þeim sem nú syrgja sinn frið. Sonja Þorsteinsdóttir. Kæri vinur, ég man afar vel eftir fyrsta deginum þínum á Einkaleyfastofunni. Það var í byrjun árs 1998. Það tók ekki nema örfáa daga að kynnast því hversu góður dreng- ur þú varst. Þú varst hvers manns hugljúfi frá fyrsta degi. Það var ekki þar með sagt að við værum alltaf öll sammála, langt í frá. Enda fannst þér auðsjáanlega fátt skemmtilegra en að ræða pólitík og önnur umdeild efni við fólk sem var á öndverðum meiði. Það var í raun með ólíkindum hvernig við náðum þó alltaf að halda þessum umræðum eða ágreiningi einungis við kaffistofuna. En það var þinn eiginleiki, sem er ekki öllum gefinn. Þó að það séu nú tæp sex ár síðan þú hættir hjá okkur, ertu enn svo of- arlega í huga okkar og ótrúlega oft eru rifjaðar upp góðar minningar þar sem þú kemur við sögu. Þú gafst þér líka tíma til að vera í sambandi eftir að þú hættir að starfa með okk- ur og kíktir í kaffi til að ræða málin. Þessi ár sem við unnum saman ræddum við ýmis mál, eiginlega allt milli himins og jarðar. Mér fannst bæði gaman og virkilega gott að spjalla við þig. Þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir og settir þær JÓN ÞÓR ÓLAFSSON ✝ Jón Þór Ólafs-son fæddist í Reykjavík 28. októ- ber 1968. Hann lést af skotsárum í El Salvador 12. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 28. febrúar. fram á skemmtilegan hátt. Þú sýndir líka oft hversu hlýr og skiln- ingsríkur þú varst. Við ræddum stund- um um mjög flókin og erfið mál eins og trú- mál, hvað það væri sem væri grunnur að góðu lífi og muninn á góðu og illu. Ég man að við vor- um sammála um að ef hið góða væri ekki til væri hið vonda ekki til. Þetta væru óumflýjan- legar andstæður sem héldust í hend- ur, en við vildum trúa á hið góða. Það er erfitt að hugsa til þess að þú hafir þurft að mæta andstæðunni, þessu vonda, þú þessi fallega sál. Takk fyrir samveruna, góði vinur. Ásta Valdimarsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.