Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 39 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í UMFJÖLLUN um hið háa verð á einbýlishúsalóðum í landi Úlfars- árdals er hollt að rifja upp hvar rót hinna miklu verðhækkana á bygg- ingarlóðum í Reykjavík er að finna. Fljótlega eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, núverandi formaður Samfylkingarinnar, tók við sem borgarstjóri í Reykjavík lét hún þann boðskap frá sér fara, að það væri ekki borginni til framdráttar að stækka. Það segir sig sjálft að til að spyrna fast við allri útþenslu í borginni er öruggasta aðferðin sú að vera með lítið framboð af lóðum. Þennan boðskap hefur Reykjavík- urlistinn svo sannarlega haft að leiðarljósi, viðvarandi lóðaskortur ásamt hinni nýju aðferðarfræði við úthlutun lóða sem Reykjavíkurborg tók upp í desember 1999 þegar framkvæmdir voru að hefjast í Grafarholti. Þá ákvað Reykjavík- urlistinn undir stjórn borgarstjór- ans Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur að hverfa frá þeim reglum sem gilt höfðu í sambandi við verð fyrir byggingarrétt, í stað þess að greiða samkvæmt almennri gjaldskrá gatnagerðargjalda skyldi gera kauptilboð í byggingarrétt allra lóða í Grafarholti. Útboð á 1. útboðsáfanga hækkaði lóðaverð í Reykjavík um 142%. R-listinn var kominn á bragðið, nú var bara að viðhalda lóðaskorti í borginni, fara sér hægt í útvíkkun borgarinnar. Eftir þessari reglu, þessum boðskap fyrrverandi borg- arstjóra, hafa fulltrúar meirihlutans í borginni svo sannarlega unnið. Auðvitað er það öllum ljóst að lóða- skortur gefur hátt verð fyrir þær fáu lóðir sem í boði eru, og nýlega vakti oddviti Sjálfstæðisflokksins athygli á því að samkvæmt fjár- hagsáætlun Reykjavíkurlistans gerði borgin ráð fyrir því að hagn- ast um fimm milljarða á lóðasölu árin 2006–2009. Getur hugsast að þetta sé leið R-listans til þess að laða að sér fólk, stöðva fólksflutn- inga frá borginni til nágrannasveit- arfélaganna? Að undanförnu hefur Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fast- eignasala, látið hafa eftir sér að hann telji að skortur á lóðum og svokallað lóðabrask sé fráleitt eina ástæðan fyrir háu fasteignaverði í Reykjavík, ástæða hás lóðaverðs sé fyrst og fremst sú að fólki bjóðist svo góð lán. Vissulega, og það veit formaður Félags fasteignasala mætavel, er gríðarleg hækkun lóða- verðs í borginni afleiðing þeirrar stefnu R-listans að viðhalda lóða- skortinum. Það er hreint og beint fráleitt að halda því fram að hátt lóðaverð hafi lítil sem engin áhryf á íbúðaverð. Alvarlegur hlutur þegar í hlut á formaður Félags fast- eignasala sem heldur slíku fram. Varðandi nýjasta klúður R- listans varðandi lóðaútboð í landi Úlfarsárdals virðast stjórnendur borgarinnar hafa hugsað svo stíft um að ná sem hæstu verði út úr þeim lóðum sem í boði voru, að það hreinlega gleymdist að ganga frá og setja leikreglur. Lóðaútboðið fór, eins og allir vita, ekki alveg eins og borgaryfirvöld höfðu í huga og þá eru svörin þau að þessu verði breytt og auðvitað þótt þetta hafi ekki verið alveg fullkomið, þá sé það verra annars staðar, t.d. í Kópavogi. Það gæti orðið skondið að fylgj- ast með þætti Spaugstofunnar þeg- ar þeir taka fyrir þetta síðasta klúður R-listans. F.h. Meistarafélags húsasmiða, BALDUR ÞÓR BALDVINSSON, formaður. Lóðaverð – Lóðaskortur Frá Meistarafélagi húsasmiða: ÞAÐ hefur líklega ekki farið framhjá mörgum sem fylgst hafa með fréttum undanfarið að deilur hafa staðið um samninga við bygg- ingafyrirtækið Eykt ehf. sem meiri- hluti bæjarstjórnar Hveragerð- isbæjar samþykkti á fundi þann 14. febrúar síðastliðinn. Með samning- unum var nánast verið að gefa og framselja til eins fyrirtækis lang- stærstan hluta þess lands sem bær- inn hefur yfir að ráða til framtíð- aruppbyggingar. Afgreiðsla meirihlutans á þessu máli hlýtur að valda öllum sem kynnt hafa sér málið mikilli undr- un. Málið allt og þróun þess veldur stórum hluta bæjarbúa vonbrigðum og efasemdum um hæfni meirihlut- ans til að gæta hagsmuna sinna. Hvorki fyrr né síðar hefur meiri- hluti bæjarstjórnar Hveragerð- isbæjar gert sig sekan um stærri afglöp í starfi en í þessu máli. Ef á annað borð átti að vinna að uppbyggingu austan Varmár á þessum tímapunkti, þá bar bæj- arstjórninni skylda til að undirbúa það verkefni miklu mun betur en gert hefur verið. Það hefði átt að leita til fleiri fyrirtækja og fagaðila um málið. Það hefði átt að móta stefnu bæjarins um uppbyggingu og samsetningu byggðarinnar. Við- ræðum var hafnað við a.m.k. tvo að- ila sem voru tilbúnir til að gera bet- ur en Eykt. Ekki var skoðað eða rætt með neinum hætti hvað þar væri í boði. Þetta eru vægast sagt forkastanleg vinnubrögð og dap- urlegur minnisvarði fyrir þá ein- staklinga sem sitja í meirihlutanum. Að umræddan bæjarstjórnarfund skyldu líka sitja tveir fulltrúar meirihluta sem sögðu ekki eitt ein- asta orð um málið en réttu bara upp höndina þegar þeir „áttu“ að gera það minnir á stjórnarhætti einhversstaðar annarsstaðar en hér á landi og sem hafa sem betur fer gengið sér til húðar víðast hvar. Vonandi tekst sem best til með þetta verkefni úr því sem komið er. Þó vonast ég ennþá til að unnt verði að ná fram réttlæti í málinu því að minni réttlætiskennd hefur sjaldan eða aldrei verið eins mis- boðið og með þessari framgöngu meirihluta bæjarstjórnar í Hvera- gerði. EYÞÓR H. ÓLAFSSON, Kambahrauni 31, Hveragerði. Dapurlegur minnisvarði! Frá Eyþóri H. Ólafssyni: VEGNA ítrekaðrar umfjöllunar fjölmiðla og opinberra nefnda um tillögu Ara Guðmundssonar verk- fræðings hjá VST Selfossi um að hagkvæmt gæti verið að bora jarð- göng sjáum við hjá Fossvélum ehf. okkur knúna til að svara þeim full- yrðingum sem þar eru fram sett- ar. Það er ekki að ástæðulausu sem gangaleiðin var ekki nefnd sem valkostur í framlagðri matsskýrslu fyrir efnistöku í Ingólfsfjalli. Þær skýringarmyndir sem fylgja tillögu Ara Guðmundssonar, og birtar hafa verið í fjölmiðlum, eru vill- andi þar sem myndin end- urspeglar á engan hátt raunveru- legar aðstæður við námusvæðið. Með þessari grein er birt rétt snið af Ingólfsfjalli byggt á landlíkani frá Loftmyndum ehf. Í tillögum Ara Guðmundssonar er auk þess ekki nefnd sú grundvallarforsenda að halda þurfi stóru svæði óskertu næst fjallsbrúninni eigi að vinna námuna á bak við brúnina. Séu þessi atriði tekin með í reikning- inn lítur þessi tillaga öðru vísi út. Til að hægt sé að nota jarðgöng til flutnings á fyllingarefni þá er lágmarkshalli ganga u.þ.b. 70° frá láréttu plani. Hlíð Ingólfsfjalls á námusvæðinu er 45° sem er al- mennt talið vera hrunhalli fylling- arefnis. Svo upprunalega fjallsbrúnin haldist þarf u.þ.b. 80 m breitt svæði frá brún fjallsins inn að efn- istökusvæðinu að vera óskert. Þar að auki þarf að gera ráð fyrir hrunhalla vegna efnistökunnar frá efri brún efnistökusvæðisins niður í botn þess. Ef dýpt efnistökunnar verður u.þ.b. 80 m, sem er það dýpi sem verður á námunni miðað við áformaða efnistöku skv. mat- skýrslu, þá þarf að gera ráð fyrir að fara með efri enda ganganna innar á fjallið um 80 m (sjá meðf. teikn.). Þegar tekið er tillit til þessara staðreynda og að neðri endi gang- anna þyrfti að koma út úr berginu u.þ.b. 50 m ofan við ámokstursplan þá er halli meintra gangna 20-22° frá láréttu plani. Að þessum for- sendum gefnum ættu allir að sjá að þetta gengur alls ekki á þann hátt sem kynnt var fyrir lands- mönnum í sl.viku. Það er ósk mín að þeir sem ætla sér að fjalla um þetta námumál á opinberum vettvangi beiti ein- hverjum skynsamlegum rökum í máli sínu. Sérstaklega þegar við- komandi aðili starfar í nafni virtr- ar verkfræðistofu, eða fjölmiðla- menn sem eru með upphrópanir um hinn og þennan möguleikann á efnistöku án þess að geta nefnt aðra staði. F.h. Fossvéla ehf. MAGNÚS ÓLASON, Grenigrund 7, 800 Selfossi. Ingólfsfjall – námuvinnsla – göng Frá Magnúsi Ólasyni, starfsmanni Fossvéla ehf.: HÁSKÓLI ÍSLANDS Raunvísindaþing í Reykjavík 2006 3. og 4. mars í Öskju Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands Markmið þingsins er að kynna hinar miklu og fjölbreyttu rannsóknir í raunvísindum sem stundaðar eru við Háskóla Íslands og stofnanir hans. Alls verða flutt 50 erindi og 130 veggspjöld verða kynnt. Þingið hefst með setningu Harðar Filippussonar, deildarforseta Raunvísindadeildar, kl. 13.00 föstudaginn 3. mars Föstudagur 3. mars Boðsfyrirlestrar 13.10 Þóra Ellen Þórhallsdóttir Áhrif orkuvinnslu á náttúruverðmæti og menningarminjar: Greining á niðurstöðum Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. 16.00 Guðrún Larsen Gjóskulög - hvað geta þau sagt okkur um gossögu eldstöðva á nútíma. Fyrirlestrar og veggspjaldakynningar 13.15-17.30 Laugardagur 4. mars Boðsfyrirlestrar 9.00 Snorri Þór Sigurðsson Samspil RNA við málmjónir, lífræn efnasambönd og prótein kannað með rafeindaspunatæki. 13.00 Kristján Leósson Örtækni við Háskóla Íslands 15.45 Sven Þ. Sigurðsson Reiknifræði líkana af göngum fiska. Fyrirlestrar og veggspjaldakynningar 9.00-16.15 Dagskrá Þingið er öllum opið http://theochem.org/Raunvisindathing06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.