Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „VIÐ erum að kaupa þetta í bjart- sýniskasti vegna mjög góðrar veiði og hás verðs á mörkuðum. Við erum búnir að kaupa milli 700 og 800 tonn í stóra kerfinu, langmest þorsk og tvo góða báta. Þetta er bara viðbót hjá okkur, því engin breyting er hjá okk- ur í litla kerfinu. Við erum að fara að þeim reglum og lögum, sem eru í gildi og vonumst eðlilega til að fá starfsfrið í framtíðinni. Þetta eru miklir peningar, slagar í tvo millj- arða svo það er mikið í húfi,“ segir Hermann Ólafsson, framkvæmda- stjóri Stakkavíkur í Grindavík. Stakkavík hefur keypt netabátinn Ársæl Sigurðsson frá Hafnarfirði í samvinnu við Rúnar Björgvinsson og hefur báturinn þegar fengið nýtt nafn, Grindavíkin. Í kaupunum fylgdu 50 tonn af þorski og 10 tonn af ýsu. Þá hefur Stakkavík keypt Egil Halldórsson frá Kambi á Flateyri með 277 tonna kvóta. Það er „pakki“ upp á ríflega 700 milljónir króna. Harðir pakkar „Já, þetta eru harðir pakkar. Með þessu er aukning á öllu hjá okkur, bæði í veiðum og vinnslu. Það er aukning bæði í söltun og í flugfisk- inum og við erum því bjartsýnir. Það er mikil fiskigengd núna og hefur verið. Menn muna varla annað eins. Bátarnir eru að mokfiska þótt þeir séu með handónýt net frá því fyrir áramót. Það hlýtur að vera kominn tími á að auka kvótann,“ sagði Her- mann Ólafsson í gær, þegar hann var að landa úr bátunum sínum. Ýmis verð í gangi Það var Skipamiðlun báta og kvóta ehf. sem sá um söluna á Agli Halldórssyni. Eggert Sk. Jóhann- esson og Jóhannes Eggertsson segja að segja megi að kíló af var- anlegum heimildum í þorski í stóra kerfinu sé komið í um 3.000 krónur. Það séu hins vegar ýmis verð í gangi. Það fari eftir því hvernig söl- unni sé háttað. Hvort verið sé að selja hreinar heimildir, hvort sé ver- ið að selja báta og kvóta eða hluta- félag. Mjög misjafnt sé hvernig fast- eignir og skip séu reiknuð inn, en ljóst að stálið sé nú orðið á yfirverði. Skýringin á þessu háa verði á afla- heimildum sé fyrst og fremst hátt af- urðaverð erlendis og mikil hækkun á verði á innlendum fiskmörkuðum. Þetta hjálpist allt að. Þeir benda ennfremur á að munurinn á verði í stóra og litla kerfinu sé alltaf að minnka og sé nú kominn niður í 10 til 20%, en hann var um 50% fyrir ekki svo ýkja löngu. Erum að kaupa þetta í bjartsýniskasti Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Bátar Egill Halldórsson er búinn til veiða með dragnót og net. Veiðiheim- ildir hans á þessu ári hafa verið fiskaðar upp, en þær eru 277 þíg.-tonn. Í HNOTSKURN »Verð á varanlegum aflaheimildum íþorski er nálægt 3.000 krónum kíló- ið og hefur hækkað mikið að undan- förnu. »Skýringin á háu verði aflaheimildaliggur í miklum verðhækkunum á fiski heima og erlendis. »Bátarnir eru að mokfiska þótt þeirséu með handónýt net frá því fyrir áramót. Það hlýtur að vera kominn tími á að auka kvótann. Stakkavík kaupir 700 til 800 þorskígildistonn í stóra kerfinu Útvegur Hermann Ólafs- son er ánægður með gang mála og er stöðugt að auka umsvifin í fyrirtækinu. ÞRJÁ fyrstu mánuði ársins voru seld tæp 32.115 tonn á innlendu fisk- mörkuðunum, sem er 1.082 tonnum minna en í fyrra eða 3,26%. Árið 1996 voru seld 44.203 tonn sem er það mesta selst hefur á þessu tíma- bili. Ef loðna er ekki tekin með þá var selt mest fyrstu þrjá mánuði árs- ins 1999 eða 33.588 tonn. Verðmætið 40% meira en á sama tíma í fyrra Verðmæti aflans á þessum þremur mánuðum var 5.543 milljónir sem er það langmesta frá upphafi. Það er 40% meira en í fyrra, en þá var selt fyrir 3.959 milljónir. Meðalverðið þessa þrjá mánuði var 172,61 sem er 33% hærra en í fyrra. Meðalverð á fiski seldum á fisk- mörkuðunum í marz er það hæsta sem sést hefur í þeim mánuði, 175,79. Í janúar 2002 var meðalverð- ið 195,69 og hefur aldrei sést hærra í einum mánuði. Í febrúar 2002 var það 186,94 sem er það næsthæsta og þar á eftir er það marz síðastliðinn. Þetta er hækkun frá mars í fyrra um 48%, en þá var meðalverðið 118,79. Næstmesta aflaverðmæti í einum mánuði Seld voru 12.677 tonn í marz í ár, sem er 7,38% minna en í fyrra, 13.686 tonn. Mikil ótíð var um miðj- an marz og þrátt fyrir góða veiði í lok mánaðarins dugði það ekki til. Verðmæti aflans í marz var rúm- ar 2.228 milljónir sem er næstmesta verðmæti sem sést hefur í einum mánuði frá upphafi. Í marzmánuði 2001 var selt fyrir 2.309 milljónir. Í marz 2006 var selt fyrir tæpar 1.626 milljónir. Þetta er hækkun milli ára um 37%. Fiskverð í hámarki það sem af er vetri Langhæsta aflaverðmæti frá upphafi 3 fyrstu mánuði ársins                                 SAMÞYKKT hefur verið á stjórnar- fundi Útvegsmannafélags Vest- fjarða að kannaðar verði ástæður óvenju góðra aflabragða að undan- förnu. „Óvenjulega góð aflabrögð í þorskveiðum að undanförnu vekja spurningar um hvaða fiskur er hér á ferð og hvaðan hann kemur og hvort um Grænlandsgöngu kunni að vera að ræða. Ennfremur vaknar sú spurning hvort þessi fiskur sé talinn með í mati Hafrannsóknastofnunar- innar á stærð þorskstofnsins. Út- vegsmannafélag Vestfjarða hvetur Hafrannsóknastofnunina til að beita öllum tiltækum ráðum til að leita svara við þessum spurningum áður en ný fiskveiðiráðgjöf verður birt í vor,“ segir í samþykkt Vestfirðing- anna. Vilja skýringar á góðum aflabrögðum „VIÐ erum að ná einum besta ár- angri í meðhöndlun hjartasjúkdóma á heimsvísu og hlutfall hjartaað- gerða hér á landi er með því hæsta í Evrópu. Þannig að við erum með mjög öfluga þjónustu á þessu sviði. Bráðatilvik bíða aldrei. Þau fá alltaf for- gang.“ Þetta segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra, spurð hvort biðlisti 200–250 manna eftir hjartaþræðingu á Landspítalanum sé ásættanlegur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að bið eftir slíkum rannsóknum gæti verið allt að 5–6 mánuðir. „Við höfum verið að auka þjón- ustuna á þessu sviði og vegna þessa eru ævilíkur háar á Íslandi, t.d. eru ævilíkur íslenskra karlmanna best- ar í heimi og það er rakið m.a. til góðs árangurs við meðhöndlun kransæðasjúkdóma.“ Siv bendir á að með aukinni ævi- lengd fjölgi þeim sem eru með kransæðasjúkdóma. „Við höfum verið að stórauka þjónustuna vegna þessa,“ segir Siv. Í nýjustu starf- semisupplýsingum Landspítalans komi fram að hjartaþræðingum hafi fjölgað um tæp 28% í janúar og febrúar í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. Á sama tímabili fjölgaði kransæðavíkkunum um tæplega 36%. Engin bið er að sögn Sivjar eftir slíkum aðgerðum. Spurð hvort hún telji að gera þurfi sérstakt átak til að fækka fólki á biðlistum eftir hjartaþræðingum svarar Siv: „Það er auðvitað alltaf verið að vinna á listunum. Það sem bæst hefur við er að boðið er nú upp á tölvusneiðmyndir af kransæðum og þær rannsóknir virðast auka þörfina á hjartaþræðingum.“ Árið 2004 voru 239 tölvusneið- myndir teknar af kransæðum en í fyrra voru þær 1.275. Við slíka myndatöku geta fundist kalkanir sem kalla á frekari rannsóknir, m.a. hjartaþræðingar. „Af þessu sést að það er verið að stórauka rannsókn- ir,“ segir Siv. „En það er líka hætta á því að menn fari út í ofrannsóknir og það þarf að hafa í huga, þó ég sé ekki að segja að svo sé í þessu til- felli. Við sjáum það að eftir að þess- ar rannsóknir voru teknar upp eykst þrýstingurinn á að kanna mál- ið til fulls með hjartaþræðingu. Á móti kemur að líklega finnast ein- hverjir kvillar sem ekki hefðu fund- ist ella. Þannig að það er alltaf þessi gullni meðalvegur sem læknar þurfa að fara, hvenær á að rannsaka meir og hvenær ekki.“ „Alltaf verið að vinna á listunum“ Siv Friðleifsdóttir HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær farbannsúrskurð héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur Litháum sem eru grunaðir um aðild að fjölda þjófnaðarmála undanfarinn mánuð. Ákæra hefur verið gefin út á hendur þeim og skulu þeir sæta farbanni þar til dómur gengur í máli þeirra, en þó eigi lengur en til 2. maí nk. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að mennirnir hafi verið handteknir 29. mars sl. á Kjalarnesi í stolinni bif- reið. Þeir voru grunaðir um að hafa stolið fartölvu í verslun á Akranesi og fannst tölvan í bifreiðinni. Annar þeirra viðurkenndi við yfirheyrslu að hafa stolið tölvunni og kvaðst hafa verið einn að verki. Fleiri mál liggja á borði lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu því 26. mars sl. var tilkynnt um þjófnað á tveimur fartölvum úr verslun í Kringlunni. Á upptöku eft- irlitsmyndavélar sést annar mann- anna taka tölvu úr hillu verslunar- innar á meðan vitorðsmaður hefur gætur á starfsfólki. Við yfirheyrslu játaði maðurinn þjófnaðinn og sagð- ist hafa verið einn að verki. Mennirnir hafa báðir hlotið þjófn- aðardóma erlendis, annar þeirra í Noregi en hinn í Litháen. Þeir komu báðir hingað til lands í síðasta mán- uði, eiga ekki ættingja hér og virðist eini tilgangur ferðar þeirra til lands- ins hafa verið að fremja afbrot. Við rannsókn málsins kom einnig fram að mennirnir hafa ekki fastan dval- arstað. Þótti lögreglu því nauðsyn- legt að mennirnir sættu gæsluvarð- haldi en til vara farbanni, þar sem hætta er á því að þeir reyni að fara úr landi til að komast hjá málaferlum og fullnustu refsingar. Tveir Litháar í farbanni vegna þjófnaðarbrota Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum í helgar- ferð til Barcelona 3. maí. Barcelona er einstök perla sem íslendin- gar hafa tekið ástfóstri við. Borgin býður frábært mannlíf og óen- danlega fjölbreytni í menningu og afþreyingu að ógleymdu öllu því úrvali fjölbreyttra verslana sem eru í borginni. Gríptu þetta frábæra tækifæri - örfá sæti laus! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Barcelona 3. maí frá kr. 49.990 Frábær helgarferð - Síðustu sætin Frá kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Atenas *** í 4 nætur með morgunverði. Kr. 8.000 aukalega m.v. gistin- gu í tvíbýli á Hotel Catalonia Plaza **** Munið Mastercard ferðaávísunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.