Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.04.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2007 33 FRAM hafa komið þær skoðanir, að fiskurinn í sjónum hafi ekkert verðgildi í sjálfu sér. Og að þjóð geti ekki átt eitt eða neitt. Auðgildi skapist ekki fyrr en einhver tekur sig til, eltist við fiskinn og aflar hans. Er þetta ekki bara orða- leikur? Er olía einskis virði þar sem hún liggur í iðrum jarðar? Ekki virðist Bush Bandaríkjaforseti hafa verið þeirrar skoðunar, þegar hann réðst undir fölsku yfirskini inn í Írak. Hvað með kol, málma, vatn? Fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna kveður svo á, að all- ir menn séu bornir jafnir. Ekki hef- ur þótt beinlínis tækt að setja um það lög, enda væntanlega ekki meiningin að skapa óvissu um og stugga við blómlegum geira at- vinnulífsins einsog þrælahaldi. En þarna stendur þetta ákvæði nú samt í stjórnaskrá og hefur verið mikið hampað. Kannski átti það þátt í því að einkaeignarréttur á þrælum var afnuminn þótt það hafi sannarlega kostað hörmungar. Einkaeignarhugtakið er Sjálfstæð- isflokknum heilagt. Væntanlega rík- ir þar mottóið: betra er ein dúfa í hendi en tvær á flugi. Þá ber að hyggja að því, að líta má á leyfi til að skjóta dúfur sem vissa eign, ef enginn annar má. Eitt sinn fékk ákveðinn hópur kaupmanna í Kaupinhafn einkarétt á verslun við Íslendinga. Við höfum kallað það einokun og þótt hún ansi niðurlægjandi, óréttlát og heilsu- spillandi. Mögluðu ýmsir, en það var auðvitað bara misskilningur og öfund. Nú mætti líka segja, að þessi einkaréttur hafi í sjálfu sér ekki haft neitt verðgildi, sem þá fyrst hafi skapast þegar þessir kaupmenn fóru að flytja sitt maðk- aða mél á skipum sínum til Íslands. Ekki er annað vitað en að þeir hafi farið vel með þetta eignarígildi sitt, en það er hluti af lífsskoðun sér- eignarsinna, að ávallt sé farið betur með verðmæti, ef þau eru í einka- eign. Þessir kaupmenn högnuðust ákaflega vel vegna hagræðingar og aðhalds í rekstri, byggðu fagrar hallir í borginni sinni og fjármögn- uðu stríðsrekstur Danaveldis. Lík- lega hafa þeir nefnt þetta „framfar- ir“. Í íslensku samfélagi ríkir nú á öðru sviði samskonar kerfi. Það er kallað kvótakerfi. Þó er sá munur að kaupmennirnir í Kaupmanna- höfn þurftu að greiða kónginum töluverðar fjárhæðir fyrir einok- unarréttinn, til þess var nú kóngur að þessu, en kvótaþegarnir fengu á sínum tíma sérréttindi sín nánast gefins. Í báðum tilfellum hefur ver- ið um að ræða „takmarkaða auð- lind“ sem ákveðinn hópur hefur setið einn að og notið hagnaðarins. Og íslensk þjóð orðið illa úti í báð- um tilfellum. Dreifbýlisfólk við strendur landsins er núna að súpa seyðið af því hve kvótaeigendur reka fyrirtæki sín vel og gæta eigna sinna samviskusamlega, rétt eins og kaupmennirnir fyrrum. Og oft þegar menn auðgast nú til dags ber brýna nauðsyn til þess að lækka við þá afgjöld til almanna- heilla til að reyna að forðast að þeir flytji auðinn alfarið til Lúx- emborgar eða Caymaneyja. Þegar því var hafnað í upphafi kvótakerf- isins, að þjóðin öll fengi gjald fyrir kvótann, voru ein helstu rök gegn því þau, að auðmenn sæju til þess, að fjármagnið færi aftur inní velt- una. Það sé svo gott. Svo er nú það. Hvað myndi almenningur gera ann- að en að setja þennan arð „inní veltuna“, ef hann hefði notið hans? Færi hann að flytja slíkan kaup- auka til Lúxemborgar? Hvað ef kóngsi hefði forðum daga gefið einokunarkaupmönnum bréf uppá að þeir og þeirra afkomendur mættu eiga þessi versl- unarréttindi um aldur og ævi svo að ekki yrði hróflað við þessum at- vinnurekstri? Það hefði reynst strembið að af- nema einokunarversl- unina, eða hvað? Og ríkið ekki getað abbast uppá þessar kaup- mannaættir frekar en það virðist geta náð til sín afdalaþjóðlöndum nú. Þetta höfum við raunar þegar gert með kvótana. Þjóðin fær ekki arð af því, sem hún má ekki eiga fortakslaust. Bara sægreifar. Kannski liggur þar hundurinn graf- inn. Með lagakrókum sé núverandi eignarhald á kvóta („verðlausum fiski“) metið svo sterkt, að við því verði ekki hróflað frekar. Ekki sé unnt að færa þjóðinni eignarhald þar á, þannig að hún njóti góðs af. Hvað næst? Eldfjöllin? Landhelgin? Ég þyk- ist vita, að í Sjálfstæð- isflokknum er fólk, sem telur, að meðferð á drykkjarvatni mundi verða mun betri ef það væri í einkaeign. Með aðhaldi og hagræð- ingu mætti skapa mikinn arð. Um þetta snúast kosningarnar nú meira en oftast fyrr. Auðgildi eða mann- gildi. Fiskurinn í sjónum Ólafur Mixa skrifar um kvótakerfið »Eitt sinn fékk ákveð-inn hópur kaup- manna í Kaupinhafn einkarétt á verslun við Íslendinga. Við höfum kallað það einokun. Ólafur Mixa Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.