Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 1
Blindbylur og stórhríð vakti Grindvíkinga STAÐBUNDIÐ óveður gekk yfir Suðurnes í fyrrinótt og kyngdi niður miklum snjó í Grinda- vík á skömmum tíma. Skólahald féll niður og taf- ir urðu á millilandaflugi í gærmorgun. Veð- urstofan spáði því í gærkvöldi að í nótt yrði austanátt, víða 8-13 m/s, og snjókoma með köfl- um. Í dag yrði vindur suðlægari og færi að snjóa austanlands, en rofa til á vestanverðu landinu í kvöld. Áfram verður fremur kalt veður. | 8 Árvakur/RAX STOFNAÐ 1913 14. TBL. 96. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is ROKK OG RÓL MIKIÐ STUÐ OG STEMNING Í UPPFÆRSLU VERSLINGA Á KRÆ-BEIBÍ >> 36 HÉRAÐS- BÚAR! 273 heppnir íbúar Fljótsdalshéraðs fengu vinning í Happdrætti Háskólans í fyrra. Lagarfljótsormurinn var ekki þeirra á meðal. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. TIL HAMINGJU Íslenska óperan >> 37 La Traviata í febrúar Leikhúsin í landinu FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ENN ein deilan um skipulagsmál á Seltjarnarnesi er hafin; að þessu sinni hefur hópur íbúa skorað á bæjar- stjórn að hafna tillögu að byggð í Bygggörðum „og hindra þannig yf- irvofandi skipulags- og umhverfis- slys,“ eins og segir í ályktun frá hópn- um. Jafnframt verði nýtingarhlutfallið lækkað þannig að það verði í samræmi við nýtingarhlut- fall í nágrenninu, eða úr 0,8 í 0,3. Íbú- ar hafa einnig mótmælt því að íbúða- svæðið sé stærra en iðnaðarsvæðið. Í frumhugmynd fasteignafélagsins Þyrpingar að skipulagi á svæðinu sem kynnt var fyrir íbúum í haust var gert ráð fyrir húsum á allt að fjórum hæðum. Sú tillaga hefur, að sögn Ingimars Sigurðssonar, formanns skipulags- og mannvirkjanefndar bæjarins, verið lögð til hliðar. Í tillög- unni sem nefndin hefur samþykkt og vísað til bæjarstjórnar er að lang- mestu leyti gert ráð fyrir þriggja hæða húsum og hámarksnýtingar- hlutfallinu 0,8. Í aðalskipulaginu sem var samþykkt árið 2006 er gert ráð fyrir sama nýtingarstuðli og „lág- reistri, þéttri íbúðabyggð, 2ja-3ja hæða.“ Samkvæmt upplýsingum frá Þyrpingu er gert ráð fyrir rúmlega 320 íbúum en ekki 600, eins og íbúa- hópurinn hefur haldið fram. Fundur á morgun Deilur um skipulagsmál hafa sett svip sinn á pólitískar umræður á Sel- tjarnarnesi um alllangt skeið. Skýr- ingarnar eru sjálfsagt margvíslegar: Byggingarland Seltirninga er af afar skornum skammti og nýtt bygging- arland er nánast uppurið. Ekki verð- ur heldur litið fram hjá því að sumar skipulagstillögurnar hafa verið býsna róttækar, s.s. sú sem kom fram á tí- unda áratugnum um umfangsmikla byggð á svonefndu Vestursvæði. Síð- ar var lagt til að reist yrði sjö hæða hús á Hrólfsskálamel. Þessu mót- mæltu íbúar kröftuglega með þeim árangri að áform um byggð á Vest- ursvæði voru að mestu lögð á hilluna og húsin á Hrólfsskálamel lækkuð í 4-5 hæðir. Hvað nú? Bæjarstjórn fundar um það á morgun. Þröngt sniðinn stakkur Árvakur/Árni Sæberg Breytt Í Bygggörðum er núna at- vinnuhúsnæði en það verður rifið. Enn deilt um skipu- lagsmál á Nesinu ENGILBERT Runólfsson, forstjóri JB byggingafélags, hafði ekki vitn- eskju um að tveir umræddir menn störfuðu hjá fyrirtækinu þegar Morgunblaðið bar upplýsingar þess efnis undir hann í gærkvöldi. Að lokinni eftirgrennslan sinni fékk hann það hins vegar staðfest að mennirnir væru starfsmenn fyrir- tækisins og hefðu unnið sem hand- langarar í múrdeild hjá fyrirtækinu. Sagðist Engilbert harma mjög að mennirnir hefðu tekið þátt í árás- inni. „Þetta er algjörlega glórulaust og það er alveg klárt að þeir verða ekkert í vinnu hjá okkur meira,“ sagði hann. Breyta ráðningarferlinu „Við viljum ekki hafa svona starfs- menn í vinnu hjá okkur.“ Sagðist Engilbert telja öruggt að verkferlum við ráðningar starfs- manna yrði breytt í framhaldinu og bakgrunnur starfsmanna kannaður. „Við munum tvímælalaust skoða okkar mál í framhaldi af þessu,“ sagði hann. Boðar brottrekstur vegna árásarinnar ÁKVEÐIÐ verður í dag hvort farið verður fram á áframhaldandi gæslu- varðhald yfir fimm litháískum karl- mönnum sem voru handteknir fyrir árás á fjóra fíkniefnalögreglumenn fyrir helgi. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur sent málsgögnin til rík- issaksóknara. Friðrik Smári Björgvinsson yfir- lögregluþjónn vildi í gær ekki greina frá því hvað mennirnir hefðu borið um tilefni árásarinnar, en rannsóknin beinist m.a. að því að upplýsa hvort um skipulagða atlögu að götuhóp fíkniefnadeildarinnar hafi verið að ræða. Fíkniefnalögregludeildin hafði ekki haft afskipti af Litháunum fyrir árásina en a.m.k. einn þeirra hafði áð- ur verið handtekinn fyrir að ráðast að lögreglumönnum. Aðspurður sagði Friðrik Smári að misjafnt væri hversu lengi mennirnir hefðu dvalið hér á landi. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins vinna tveir mannanna hjá sama vinnuveitanda, JB bygginga- félagi, en þeir eru ekki allir með at- vinnu. Árásin á götuhópinn var óvenju heiftúðug og augljóst var af aðförum mannanna að þeir kunnu mikið fyrir sér í slagsmálum. Lögreglumaður sem þekkir til málsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þetta hefðu ekki verið „venjulegir verkamenn“ heldur bæði haft talsverða líkams- burði og beitt aðferðum í átökunum sem aðeins væru á færi vanra manna. Þrír af þeim fjórum lögreglumönn- um sem urðu fyrir árásinni eru komn- ir aftur til vinnu, þótt þeir séu ekki búnir að ná sér að fullu. Sá fjórði hlaut þung höfuðhögg og er óvíst hvenær hann getur snúið aftur til vinnu Yfirstjórn lögreglunnar ræddi árásina á fundi í gær með fíkniefna- deildinni. Stefán Eiríksson lögreglu- stjóri sagði ekki ákveðið hvort vinnu- lagi yrði breytt í kjölfar árásarinnar. Verið væri að fara yfir allt sem lyti að störfum og öryggi götuhópsins. Fíkniefnalögreglumennirnir gátu kallað á hjálp með því að þrýsta á neyðarhnappa á Tetra-talstöðvum sínum og meðal þess sem er kannað er hvernig brugðist var við því kalli. Skipulögð atlaga?  Ríkissaksóknari hefur fengið í hendur málsgögn um árás fimm manna frá Litháen á lögreglumenn  Rannsakað er hvort um skipulagða árás var að ræða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.