Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 31 Menntasvið Kennara vantar Eftirfarandi kennarastöður eru lausar til umsóknar nú þegar: • Starf kennara í unglingadeild. Meðal kennslugreina íslenska og danska. • Staða forfallakennara. Upplýsingar veitir Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri kristinjoh@fellaskoli.is og Ólöf Ingimundardóttir, aðstoðarskólastjóri olofi@fellaskoli.is sími 557-3800 Í Fellaskóla er leitast við að sýna sveigjanleika í starf- sháttum og sníða skóla- starfið í samræmi við eðli og þarfir nemenda. Stuðlað er að alhliða þroska og menntun hvers og eins, skapandi starfi og jákvæðni í samskiptum. Í skólanum er litið svo á að hinn fjöl- breytti uppruni nemenda auðgi skólastarfið og skapi sóknarfæri í námi og kennslu. Við skólann er starfrækt sérdeild fyrir einhverfa og Hugmynda- og sköpunarsmiðja grunnskólanna. Laus störf við Fellaskóla Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Sportvöruverslun Sportvöruverslunin Fjölsport, Hafnarfirði óskar eftir áreiðanlegum starfskrafti í fullt- eða hluta- starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Ághugasamir hafi samband við Jón Pál í síma 565 2592 eða sendi tölvupóst á: fjolsport@fjolsport.is. Raðauglýsingar 569 1100 Kennsla Réttindanámskeið fyrir bílstjóra um flutninga á hættulegum farmi Fyrirhugað er að halda eftirtalin námskeið í Reykjavík fyrir stjórnendur ökutækja sem vilja öðlast réttindi (ADR-skírteini) til að flytja tiltek- inn, hættulegan farm á vegum á Íslandi og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu Grunnnámskeið Flutningur á stykkjavöru (fyrir utan sprengifim og geislavirk efni) 21. – 23. janúar 2008. Flutningur í tönkum: 24. – 25. janúar 2008. Flutningur á sprengifimum farmi: 26. janúar 2008. Skilyrði fyrir þátttöku í námskeiði fyrir flutning í tönkum og sprengifimum farmi er að viðkomandi hafi setið grunnnámskeið (stykkja- vöruflutningar) og staðist próf í lok þess. Skrá skal þátttöku og greiða námskeiðsgjald í síðasta lagi fimmtudaginn 17. janúar 2008. Skráning og nánari upplýsingar hjá skrifstofu Vinnueftirlitsins í Reykjavík, Bíldshöfða 16, sími 550 4600. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Neðri-Sandvík, vélaverkst. Grímsey (215-5525), þingl. eig. Vélaverk- stæði Sigurðar Bj. ehf, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 18. janúar 2008 kl. 10:00. Skíðabraut 6, Björk, Dalvíkurbyggð (215-5179), þingl. eig. Reynir Magnússon, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og Íbúðalánasjóður, föstudaginn 18. janúar 2008 kl. 10:00. Vaðlabyggð 5, Svalbarðsstrandarhreppi (228-9181), þingl. eig. Natalía Ólafsson, gerðarbeiðendur Eimskipafélag Íslands ehf og Íbúðalána- sjóður, föstudaginn 18. janúar 2008 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 14. janúar 2008. Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats- skyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Gerð öryggissvæðis við norðurenda Akureyrarflugvallar Virkjun Svelgsár allt að 655 kW, Helgafellssveit Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 12. febrúar 2008. Skipulagsstofnun. Félagslíf  HLÍN 6008011519 IV/V I.O.O.F. Ob.1,Petrus 1881157:30  E.I. EDDA 6008011519 I ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 40 60 7 01 .2 00 8 - Lifið heil www.lyfja.is Hlutverk Lyfju er að stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Frá upphafi hefur Lyfja verið brautryðjandi í lækkun lyfjaverðs og boðið upp á ýmsar nýjungar í faglegri þjónustu. Fyrirtækið rekur apótek og heilsubúðir víðs vegar um landið ásamt því að starfrækja lyfjaskömmtun til einstaklinga og stofnana. Hjá fyrirtækinu starfa um 300 manns. Lykillinn að árangri er starfsfólkið okkar og því höfum við það að markmiði að fá hæft fólk til liðs við okkur, skapa eftirsóknarverða vinnustaði þar sem góður starfsandi ríkir og að starfsfólk fái tækifæri til að öðlast faglegan og persónulegan þroska í starfi. Einkunnarorð okkar eru áreiðanleiki, umhyggja og metnaður. Við leitum að sjálfstæðu, skipulögðu og metnaðar- fullu starfsfólki sem hefur áhuga á að ganga til liðs við framsækið og spennandi fyrirtæki. Lyfja hf. leitar að metnaðarfullum og drífandi starfsmanni í starf forstöðumanns Verslana- og markaðssviðs. Á verslana- og markaðssviði eru 5 starfsmenn. Starfs- og ábyrgðarsvið Yfirumsjón með daglegum rekstri verslana Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins, sölu- og markaðsmálum, útliti verslana og vöruframsetningu. Mótun markaðsstefnu, framkvæmd hennar og gerð sölu- og markaðsáætlana. Yfirumsjón með innkaupum annarra vara en lyfseðilsskyldra lyfja og birgðastýring. Eftirlit með að rekstur verslana Lyfju hf. sé samkvæmt áætlun og brugðist sé við frávikum. Sýna frumkvæði að nýjungum í rekstri og leita leiða til hagræðingar. Seta í framkvæmdastjórn Lyfju hf. Menntun og hæfniskröfur Háskólapróf á sviði viðskipta. Menntun og/eða þekking í lyfjafræði er kostur. Reynsla af rekstri er æskileg. Reynsla og þekking á markaðsmálum. Færni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna með ólíkum hópum fólks. Öryggi í framkomu og geta til að halda kynningar á yfirvegaðan og skipulagðan hátt. Góð yfirsýn yfir smásölumarkaðinn, reynsla á því sviði er æskileg. Geta til að taka skjótar ákvarðanir. Góð tölvukunnátta og gott vald á töluðu og rituðu máli. Í boði er stjórnunarstarf hjá leiðandi fyrirtæki, starf sem hentar metnaðarfullum einstaklingi sem vill ná árangri í starfi. Nánari upplýsingar veitir Hallur Guðjónsson, starfsmannasviði, sími 530-3800, hallur@lyfja.is og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til hans. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. Forstöðumaður Verslana- og markaðssviðs Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar sími 569 1100 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá þingmönnum VG: „Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að þær grunnforsendur sem íslenska kvótakerfið byggir á standist ekki. Þetta er enn ein staðfestingin á því að endurskoða þurfi ís- lenska fiskveiðistjórnunarkerfið frá grunni. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að markmið núverandi laga um stjórn fisk- veiða hafa ekki náðst og reyndar hafa lögin aldrei verið fjær markmiðum sínum en ein- mitt í dag. Þvert á markmið núgildandi laga um stjórn fiskveiða benda rannsóknir til að helstu nytjastofnar sjávar standi höllum fæti. Þvert á markmið laganna hafa lögin í reynd stuðlað að óhagkvæmri nýtingu sjáv- arauðlinda með tilheyrandi skuldasöfnun og erfiðleikum í fiskveiðum og vinnslu. Þvert á markmið laganna hefur störfum í sjávar- útvegi fækkað og starfsöryggi þeirra sem byggja afkomu sína á greininni hefur sjald- an verið verra. Þvert á þau markmið lag- anna að efla byggð í landinu öllu hefur jafnt og þétt dregið úr mætti sjávarbyggðanna um land allt með tilheyrandi byggðaröskun og fólksflótta. Undirritaðir þingmenn Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs lögðu í haust fram frumvarp til laga þess efnis að þegar í stað yrði hafin heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða og að ný heildarlög tækju gildi eigi síðar en 1. september 2010. Sjá frumvarpið hér: http://www.althingi.is/al- text/135/s/0157.html Það er vonandi að niðurstaða Mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna gefi mál- inu byr undir báða vængi og að stjórnvöld axli ábyrgð sína í málinu.“ Ítreka kröfu um heildarendurskoðun á stjórn fiskveiða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.