Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓVENJUMIKIÐ fannfergi var og ófært í Grindavík í gær þegar stað- bundið óveður gekk þar yfir aðfara- nótt mánudags. Mjög djúpir skaflar mynduðust í bænum og hafði björg- unarsveitin Þorbjörn í Grindavík nóg að gera við að losa bíla sem sátu fastir. Skólahald féll niður í bænum vegna veðurs. Í samtali við Morgunblaðið sagði Bogi Adolfsson, formaður björg- unarsveitarinnar Þorbjörns, veðrið með ólíkindum. „Ég fór einn rúnt um bæinn á miðnætti á mánudag og þá var bara smásnjór. Fimm klukku- tímum seinna voru víða komnir 4 metra skaflar. Þannig að þetta hefur gerst á örskömmum tíma,“ segir Bogi og tekur fram að jafnfallinn snjór hafi verið um einn til tveir metrar en hins vegar hafi skafið mikið. Segir hann björgunarsveit- armenn hafi staðið í ströngu frá því snemma í gærmorgun og langt fram eftir degi, en alls voru um 20-30 björgunarsveitarmenn að störfum, auk þess sem 4x4 klúbburinn í Keflavík veitti björgunarsveit- armönnum liðsinni. Aðspurður segir Bogi engar alvar- legar skemmdir hafa orðið, né held- ur slys á fólki, en mikið hafi verið að gera. Segir hann flest verkefnanna hafa snúið að því að fjarlægja bíla sem sátu fastir í sköflum. Spurður hvort fólk hafi almennt verið illa bú- ið svarar Bogi því neitandi og bendir á að færðin hafi einfaldlega verið mjög erfið. „Umferðin hélt bara áfram eins og venjulega þrátt fyrir veðrið, þannig að við þurftum bara að leysa úr því.“ Aðspurður hversu margir bílstjórar lent hafi í erf- iðleikum segist Bogi ekki hafa ná- kvæma tölu yfir það þar sem hann hafi ekki haft undan að skrá tilfellin en giskar á að a.m.k. 50-60 bílar hafi lent í vandræðum. Seinkanir í millilandaflugi Tafir urðu á millilandaflugi í gær- morgun sökum fannfergis. Að sögn Trausta Tómassonar, samræm- ingastjóra Keflavíkurflugvallar, gekk erfiðlega að ná viðunandi bremsuskilyrðum þar sem jafn- harðan skóf í brautina sökum þess hversu léttur snjórinn var. „Þannig þurfti sífellt að skafa auk þess sem gripið var til þess ráðs að sandbera á undan vélunum,“ segir Trausti og áætlar að tafirnar hafi numið á bilinu 45 mínútum til tveggja klukkustunda. Sagði hann viðbúið að tafir yrðu fram eftir degi í gær sem næmi einni klukkustund. „Staðbundin veður eins og það sem gerði í Grindavík eru ekki al- geng en heldur ekkert einsdæmi,“ segir Einar Sveinbjörnsson veð- urfræðingur í samtali við Morg- unblaðið. Bendir hann á að það komi býsna oft fyrir að það snjói mjög mikið allra syðst á landinu, t.d. í Vestmannaeyjum og Mýrdalnum. Aðspurður segir hann lægðina sem gekk yfir Reykjanesskaga í gær vera á ferð sinni yfir landið. „Það má eiginlega segja að lægðin hafi slitnað í sundur. Annar hluti hennar er að mjaka sér hægt til austurs og suður um en hinn til norðurs yfir Breið- fjörð, Hrútafjörð, Barðaströnd og Holtavörðuheiði,“ segir Einar. Fannfergi og ófærð í Grindavík setti strik í reikning ökumanna sem festu víða bíla sína í snjósköflum Segir veðrið hafa verið með ólíkindum Morgunblaðið/RAX Hvítt Björgunarsveitin Þorbjörn sinnti tugum útkalla frá því eldsnemma í gærmorgun og fram eftir degi. Í flest- um tilfellum var um að ræða bíla sem sátu fastir þar sem fólk ætlaði að vera á fartinni eins og á venjulegum degi. Staðbundið óveður Eins og sjá má á þessari mynd frá Veðurstofu Íslands var úrkoman í gær staðbundin og aðeins yfir Reykjanesskaga. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÉG TEL að rík- isstjórn Íslands beri að taka til- mælin alvarlega til að sýna sam- vinnuvilja við þessa alþjóðlegu nefnd,“ segir Jakob Möller, fyrrverandi yfir- maður kæru- deildar SÞ í um aldarfjórðung, um þá niðurstöðu Mannréttindanefndar SÞ að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn réttindum tveggja sjómanna, sem skutu máli sínu til nefndarinnar eftir að Hæstiréttur dæmdi gegn þeim fyrir að hafa farið á veiðar án kvóta. „Ég hygg að Íslandi sé ekkert að vanbúnaði að tilkynna nefndinni að það muni láta fara fram endurskoð- un á þessu fiskveiðakerfi, burtséð frá því hvort slík endurskoðun myndi leiða til breytinga eða ekki,“ segir Jakob. Hann segist sammála Björgu Thorarensen um að stjórn- völdum beri að taka niðurstöðuna mjög alvarlega, þótt hún sé ekki þjóðréttarlega bindandi. Í því sambandi megi velta því upp hvort fullvalda ríki beri ekki að fara eftir niðurstöðum slíkrar kæru- nefndar, úr því það kjósi að gerast aðili að kæruleiðinni, skv. valfrjáls- um viðauka við samninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg rétt- indi. Niðurstaða útskýrð í 20 línum Hvað niðurstöðu nefndarinnar í íslenska málinu áhrærir segir Jakob hana aðeins útskýrða í um 20 línum í tuttugu blaðsíðna áliti nefndarinnar. Rökstuðningurinn sé því í knappara lagi. Þótt nefndin hafi engin tök á að knýja ríkin til að fara eftir tilmælum sínum kunni þau að bíða álitshnekki ef tilmælin eru virt að vettugi. Nið- urstaða meirihluta nefndarinnar var sú að fiskveiðistjórnunarkerfið færi í bága við jafnræðisreglu 26. greinar alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Af 160 að- ildarríkjum samningsins hafa 110 ríki fullgilt kæruleiðina. Sum ríkjanna sem samþykkt hafa kæruliðina reyni allajafna að fylgja þeim tilmælum sem nefndin leggur til. Það verði þó að játast að meiri- hluti ríkjanna geri það ekki og sum aldrei. Frá mörgum heimshornum Aðspurður segir Jakob: „Nefndin samanstendur af átján nefndarmönnum. Af nefndarmönn- um frá Afríku, Asíu og Suður-Am- eríkulöndum studdu níu af tíu þá niðurstöðu, að fiskveiðistjórnunar- kerfið færi í bága við jafnræðisreglu 26. greinar samningsins (nefndar- maður frá Japan hafnaði þeirri nið- urstöðu). Af nefndarmönnum frá Evrópu, Ástralíu og Norður-Ameríku studdu þrír af átta þá niðurstöðu að kerfið færi í bága við 26. greinina. Fimm nefndarmenn frá þessum heimshlut- um höfnuðu þeirri niðurstöðu,“ seg- ir Jakob Möller um niðurstöðuna. Ber að taka tilmæli nefndar SÞ alvarlega Hafði samsetning Mannréttindanefndarinnar áhrif á álitið? Í HNOTSKURN »Að sögn Jakobs hafði meiri-hlutinn og reyndar allir nefndarmenn fullan skilning á því að Ísland hefði orðið að grípa til viðeigandi ráðstafana til verndar fiskstofnunum. »Enginn nefndarmaður taldiað það væri brot á jafnræð- isreglunni að kvótakerfið var tekið upp sem bráðabirgðalausn. »Meirihlutinn taldi hins vegarað með því að gera kvóta- kerfið varanlegt hefði Ísland far- ið yfir strikið og afhent til- teknum mönnum, eða skipum í eigu tiltekinna aðila, rétt sem þeim sýndist vera eignaréttur, vegna þess að kvótann má selja eða leigja. Jakob Þ. Möller „ÞETTA er búin að vera svakalega mikil úrkoma og illfært,“ segir Sig- ríður María Eyþórsdóttir sem býr í miðbæ Grindavíkur. Hún hélt sig, líkt og margir íbúar bæjarins, heima við í gær, vegna fannferg- isins. „Það kemur nú ekkert að sök því ég birgði mig upp af suðusúkku- laði og mjólk í gær þannig að hér er boðið upp á kakó með rjóma.“ Að sögn Sigríðar gerist það að- eins einu sinni til tvisvar sinnum á hverjum vetri að veðrið verði jafn vont og það var í gær. Tekur hún fram að alla jafna sé frekar snjólétt í Grindavík og því ekki skrýtið að margir hafi ekki verið nægilega vel undirbúnir fyrir vonda veðrið. Morgunblaðið/RAX Yljar sér við kakó Að sögn Sigríðar Maríu Eyþórsdóttur hómópata sá ekki milli húsa í miðbæ Grindavíkur í gærmorgun vegna snjókomunnar. Svakaleg úrkoma HORNFIRÐ- INGAR! Höfn í Hornafirði býður upp á Humarhátíð einu sinni á ári. Happdrættishátíð bæjarbúa er hinsvegar haldin mörgum sinnum á ári. Spyrjið bara þá 314 íbúa Hafnar sem fengu vinning í fyrra. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. TIL HAMINGJU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.