Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÚSAFRIÐUNARNEFND ríkis- ina samþykkti samhljóða á fundi sín- um í gærmorgun að beita skyndifrið- un fyrir húsin á Laugavegi 4 og 6. Það þýðir að menntamálaráðherra hefur tveggja vikna frest til að ákveða um friðun húsanna. Að sögn Nikulásar Úlfars Mássonar, for- stöðumanns húsafriðunarnefndar, tekur skyndifriðunin gildi samstund- is og er þannig komið í veg fyrir frekara niðurrif húsanna en verktak- ar byrjuðu í síðustu viku að rífa niður viðbyggingar sem standa á milli húsanna tveggja, auk þess að rífa klæðningar af húsunum tveimur sem um ræðir. Ráðherra þarf að taka afstöðu til friðunar fyrir 28. janúar „Með því að skyndifriða húsin er komið í veg fyrir frekara niðurrif þeirra þannig að tryggt sé að þau standi þarna áfram þegar kemur að því að menntamálaráðherra ákveði um friðun þeirra,“ segir Nikulás. Húsafriðunarnefnd hafði áður á fundi sínum 8. janúar sl. ákveðið að leggja til við menntamálaráðherrar- áðherra að friða húsin en sú tillaga hefur enn ekki borist inn á borð ráð- herra þar sem forstöðumaður vinnur að greinargerð með tillögunni. Eig- anda húsanna á Laugavegi 4 og 6, Kaupangi, var veittur frestur til 24. janúar nk. til að senda nefndinni at- hugasemdir en að þeim fresti lokn- um mun nefndin senda menntamála- ráðherra tillögu um friðun. „Ráð- herra hefur þá frest til 28. janúar til þess að taka afstöðu til friðunar,“ segir Nikulás. Að sögn Nikulásar hætti verktak- inn niðurrifi húsanna eftir að nefndin samþykkti í síðustu viku að leggja til við ráðherra að húsin yrðu friðuð. Hins vegar hefði niðurrifið hafist að nýju sl. föstudag. Af þessum sökum hefði húsafriðunarnefnd hist á fundi í gær í því skyni að leita leiða til að koma í veg fyrir frekara niðurrif. „Við urðum að gera þetta. Fyrst menn héldu áfram að rífa niður húsin eru þetta þau viðbrögð sem okkur þótti eðlileg.“ Spurður hvort unnar hafi verið einhverjar óafturkræfar skemmdir á húsunum svarar Niku- lás neitandi. „Við teljum ekki að það sé búið að því. En samkvæmt samn- ingi Reykjavíkurborgar við eigend- urna átti allt að vera farið af lóðun- um á föstudaginn kemur og þetta kemur í veg fyrir það,“ segir Nikulás að lokum. Gert til að forðast frekara tjón sem hlytist af niðurrifi Skyndifriðun húsa- friðunarnefndar tekur þegar gildi Árvakur/Golli Lok, lok og læs Starfsmaður Minjaverndar læsir Laugavegi 6 eftir að framkvæmdir voru í gær stöðvaðar þar þegar húsafriðunarnefnd ríkisins ákvað að beita skyndifriðun fyrir húsin að Laugavegi 4 og 6. JÓN Sigurjónsson, kaupmaður í Jóni og Óskari, úra- og skartgripaverslun, Laugavegi 61, undrast þá ráðstöfun borgaryfirvalda að leyfa hótelbygg- ingu á lóðunum Laugavegi 4-6. Þar sé Laugavegurinn þrengstur og engin aðstaða fyrir rútur og leigubíla að skila af sér eða sækja hótelgesti. Hót- el á þessum stað muni verða til mikils trafala fyrir umferð. Jón kvaðst hafa litla trú á að áform- aðar verslanir á götuhæð hótelsins yrðu til frambúðar. Hann nefndi hótel á Laugavegi 24 þar sem átti að vera verslun á jarðhæð en nú er þar gesta- móttaka og morgunverðarsalur. „Okkur vantar ekki hótel við Lauga- veg heldur meira nútímalegt verslun- arhúsnæði. Það er sama hvort það er í uppgerðu eða nýju húsnæði,“ sagði Jón. Þá finnst Jóni að standa eigi við yf- irlýsta stefnu um að hús sunnan við Laugaveg séu ekki hærri en þriggja hæða vegna skuggamyndunar. Þess vegna sé óráð að reisa fjögurra hæða hús á þessum lóðum. Jón segir að húsin á umræddum lóðum hafi verið meðal þeirra sem metin voru ónothæf fyrir verslun. Þetta hafi verið ákveðið eftir að rýni- hópur á vegum borgarinnar og kaup- manna gerði úttekt á Laugaveginum. Þá voru tekin út 20-30 hús sem í raun voru talin ónothæf til nútímaverslun- arreksturs og samþykkt að þessi hús mætti fjarlægja eða endurbæta þann- ig að þau hæfðu til verslunarreksturs. Þær kröfur sem gerðar voru til hús- næðisins voru m.a. að ekki væru tröppur upp eða niður í verslanirnar, lofthæð væri lögleg og húsnæðið upp- fyllti nútímakröfur. Jón sagði að þáverandi borgaryf- irvöld hefðu lýst því yfir að Laugaveg- ur yrði aðalverslunargata borgarinn- ar, en verslun þar hefði lengi háð varnarbaráttu við stórar verslunar- miðstöðvar. Kaupmenn við Laugaveg hefðu fyllst von um að eitthvað yrði gert svo Laugavegurinn gengi í end- urnýjun lífdaga. Þeir væru margir orðnir langeygir eftir að staðið væri við fyrirheit borgaryfirvalda. Vantar ekki hót- el við Laugaveg Kaupmaður óttast að hótel tefji umferð GRÍMSEYJARFERJAN Sæfari lagðist að bryggju á athafnasvæði Slippsins – Akureyri síðdegis í gær, nærri tveimur sólarhringum eftir að haldið var frá Hafnarfirði. Lokaend- urbætur á skipinu verða gerðar á Akureyri og reiknað er með að það geti hafið áætlunarsiglingar á milli Grímseyjar og Dalvíkur í lok næsta mánaðar. Ferðin frá Hafnarfirði til Akur- eyrar gekk mun hægar en ráð var fyrir gert vegna smávægilegrar bil- unar í tengibúnaði við aðra aðalvél- ina. „Ferðin gekk í sjálfu sér ljóm- andi vel,“ sagði Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri verkfræðistof- unnar Navís við Morgunblaðið um borð í Sæfara, en Navís hefur haft eftirlit með breytingunum á skipinu. Hjörtur sagði að fljótlega eftir brottför hefði innri skrúfuássþétti í annarri aðalvélinni ofhitnað. „Þéttin er sjókæld og þar hitnaði það mikið að þeir ákváðu að drepa á stjórn- borðsvélinni og keyra bara á bak- borðsvélinni norður. Það kom í ljós að stífla er í röralögnum þannig að ekki komst nægur sjór inn til að kæla þéttina.“ Hjörtur sagði vandamálið ekki stórt, skipt yrði um loka og lagnir og þar með yrði þetta úr sögunni. „Vélarnar keyrðu eðlilega, líka stjórnborðsvélin, og það hefði alveg verið hægt að ræsa hana ef á hefði þurft að halda, en það var ákveðið að sigla á annarri vélinni og fara bara aðeins hægar til öryggis.“ Skipstjórinn vildi ekki tjá sig við Morgunblaðið en Hjörtur sagði hann ánægðan með skipið. „Hann sigldi því líka til landsins á sínum tíma og segir þetta eins og allt annað skip, mun þægilegra í sjó,“ sagði Hjörtur. Vonir standa til þess að starfs- menn Slippsins – Akureyri ljúki lokaendurbótum á Sæfara á næstu 3-4 vikum og skipið geti hafið lang- þráð ferðalög til og frá Grímsey í lok febrúar. Smíða á dyr á stjórnborðs- síðu sem verða aðalinngangur í ferj- una sem gerir hreyfihömluðu fólki auðveldara um vik. Sams konar dyr verða settar á bakborðshliðina og verða neyðarútgangur. Þá verður skipt um nokkra fermetra stáls á byrðingi skipsins, sett kælikerfi í efri lest, salernum breytt og gengið end- anlega frá veitingasal. Smávægileg bilun tafði för Sæfara til Akureyrar Árvakur/Skapti Hallgrímsson Komnir Grímseyjarferjan Sæfari leggst að bryggju á athafnasvæði Slippsins - Akureyri um klukkan fimm í gær. FIMMTÁN ára piltur brenndist í andliti um helgina þegar hann bar eld að púðri sem hann hafði tekið úr flugeldum. Óhappið varð í Hafnar- firði en pilturinn kom púðrinu fyrir í dós og bar eld að með þeim afleið- ingum að eldblossinn náði í andlit hans. Pilturinn hlaut fyrsta og ann- ars stig bruna í andliti og brenndist einnig á hálsi og handleggjum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur foreldra til að fylgjast með því að börn þeirra séu ekki að rífa í sundur flugelda en talsvert sé um að heimatilbúnar sprengjur séu enn sprengdar á höfuðborgarsvæðinu og hafi orðið talsvert eignatjón af þeirra völdum. Brenndist í andliti Fimmtán ára piltur bar eld að púðri HÓLM- ARAR! Alle ved, at der er danske dage i Stykkisholm. Men vidste du, at sidste år vandt 162 indbyggere i Stykkisholm en gevinst i Universitets lotteri? Utroligt! – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. TIL HAMINGJU ♦♦♦ KARLMAÐUR sem ók pallbíl slapp ómeiddur úr slæmri bílveltu sem varð rétt innan við Skarfasker við Ísafjörð upp úr hádeginu í gær. Ökumaðurinn var einn í bifreið sinni en hann var á leiðinni frá Bol- ungarvík til Ísafjarðar þegar óhapp- ið varð. Bíllinn stöðvaðist ofan í fjöru og endaði á þakinu. Mikil hálka var á veginum sem og öllum vegum á Vestfjörðum og hvetur lögreglan á Ísafirði alla vegfarendur til að sýna aðgæslu. Slapp ómeiddur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.