Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það er lán að hafa fengið að kynnast Hilmari Kristjáns- syni. Hann var á margan hátt einstakur maður. Ég vann mjög náið með honum á ár- unum 1983 til 1986. Þá var Hilmar oddviti sveitarstjórnar á Blönduósi en ég sveitarstjóri. Það var einstak- lega skemmtilegt tímabil. Það var mikill uppgangur á Blönduósi á þessum tíma og ég fullyrði að þar átti Hilmar stærstan þátt. Honum þótti afar vænt um Blönduós og vildi veg bæjarins sem mestan. Það var margt í gangi á þessum árum. Og alls staðar var Hilmar í forystu beint eða óbeint. Það gekk oft mikið á og stundum hvessti hressilega á milli okkar. Mér er sérstaklega minnisstætt fyrsta skiptið sem við rifumst af al- vöru, fljótlega eftir að ég tók til starfa. Þá féllu svo stór orð á báða bóga að ég var viss um að starfi mínu sem sveitarstjóra væri lokið. Hávaðinn í okkur var raunar svo mikill að tæknifræðingur hreppsins sá ástæðu til að vísa þeim sem staddir voru á skrifstofum hrepps- ins út og læsa svo ekki heyrðist til okkar. Ég gerði því ferð mína út í Stíganda strax morguninn eftir til að ganga frá málum. En þangað komst ég ekki því á móts við Kaup- félagið kom Hilmar á siglingu á Volvonum á móti mér og stoppuð- um við því á bílastæðinu við Bún- aðarbankann. Þar gerðum við málin upp okkar á milli og ákváðum að segja hvor öðrum það sem okkur byggi í brjósti umbúðalaust en láta það á engan hátt hafa áhrif á sam- starf okkar að öðru leyti. Við deild- um oft hressilega eftir þetta en virt- um alltaf samkomulag okkar. Og ég átti eftir að kynnast því vel hvílíkur mannkostamaður Hilmar var. Hann var vissulega mikill skapmaður, hafði ákveðnar skoðan- ir á mönnum og málefnum, og lét þær umbúðalaust í ljósi þegar svo bar undir. En hann var líka rétt- Hilmar Kristjánsson ✝ Hilmar Krist-jánsson fæddist í Borgarnesi 16. maí 1948. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 1. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 12. janúar. sýnn og gat viður- kennt ef hann hafði rangt fyrir sér. Þau ár sem við störfuðum saman varð ég þess aldrei var að hann hallaði viljandi á nokkra manneskju. Hann lagði áherslu á að rétta þeim hjálpar- hönd sem minna máttu sín eða höfðu farið halloka í lífinu. Það var gaman að vinna með Hilmari og fleirum að framfara- málum Blönduósinga og ekki síst eru ógleymanlegar ferðir sem við fórum með Kára Snorrasyni í Sæ- rúnu þegar verið var að semja um kaup á rækjutogaranum Nökkva á Akureyri. Raunar var Hilmar vak- inn og sofinn með hugann við það sem mátti verða Blönduósi til heilla. Á þeim tíma sem við störfuðum saman mynduðust traust vináttu- bönd á milli okkar. Ég verð æv- inlega þakklátur fyrir það, en líka fyrir að hafa fengið að kynnast Vallý eiginkonu hans. Það hvernig hún hefur staðið við hlið Hilmars, alla tíð, en ekki síst eftir að hann veiktist er aðdáunarvert. Það hafa börnin hans líka gert. Hafi eitthvað getað létt honum lífið í erfiðum veikindum þá var að finna vænt- umþykju og ástúð fjölskyldunnar. Nú, þegar vegferð Hilmars meðal okkar er lokið og hann hefur lagt af stað til þess ljóss sem skærast skín þá bið ég algóðan Guð að halda verndarhendi sinni yfir honum. Vallý, börnum og öðrum aðstand- endum sendum við Ágústa innileg- ar samúðarkveðjur. Snorri Björn Sigurðsson. Fallinn er frá langt um aldur fram Hilmar Kristjánsson á Blönduósi. Hilmar var einn aðaleig- andi Stíganda ehf. á Blönduósi en ég hef verið endurskoðandi þess fé- lags um árabil. Hilmar var þessi óumdeildi leið- togi og sást það hvar sem hann fór. Hann var mikill rekstrarmaður og rak Stíganda af dugnaði og fram- sýni, hafði sjálfur verið þar í öllum störfum og þekkti manna best hvað til þurfti til að verk skiluðu hagnaði og að félagið dafnaði. Stígandi var og er skipaður einvalaliði manna sem hafa unnið saman lengi og eiga það sameiginlegt að leggja allt sitt í gott handverk, hvort sem verkefnið er Blönduvirkjun, kirkjubygging eða móttökuborð. Er leitun að tré- smiðju sem skilar fágaðri vinnu en þessi hópur og Hilmar dreif þessa starfsemi áfram af miklu harðfylgi og var þar fremstur meðal jafn- ingja. Það var alltaf hressandi að hitta Hilmar, hann var vel inni í öllum málum og hafði skoðanir á öllu. Hann fylgdist vel með pólitík og landsmálum, talaði máli lands- byggðarinnar, var vel inni í efna- hagsmálum og var oft fróðlegt að spá með honum í spilin um hvað væri framundan í þjóðfélaginu. Var hann oftar en ekki sannspár um þróun og framvindu næstu mánaða. Hilmar var mikill keppnismaður og man ég að eitt árið að loknu upp- gjöri var niðurstaða ársins snöggt- um verri en hann hefði kosið. Sór hann þess eið að betri tölur yrðu að ári og nefndi nokkuð hressilega hagnaðartölu sem vinna skyldi upp verra árið. Var svo hamast í eitt ár og rekið vel á eftir og get ég ímynd- að mér að betra hafi verið fyrir hlutaðeigendur að fylgja foringjan- um fast eftir það árið. Að ári kom svo í ljós að allt stóð sem stafur á bók, félagið með rífandi hagnað og minn maður ánægður með árang- urinn. Sama kapp sýndi hann í öfl- un verkefna en þau voru sótt jafnt í höfuðstaðinn sem annað. Með Hilmari er fallinn góður drengur og góður vinur. Verður þess sárt saknað að geta ekki tekið upp símann og fengið nokkrar góð- ar innspýtingar frá landsbyggðinni um menn og málefni. Jafnframt mun verða saknað góðra stunda með þeim félögunum á skrifstofu Stíganda en þar var mörg gaman- sagan sögð eða vísa látin fjúka. Eftirlifandi eiginkonu og fjöl- skyldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarki Júlíusson. Hilmar Kristjáns, vinur og sam- ferðamaður í áratugi er kallaður til annarrar víddar og fátt er um orð við leiðaskil. En minningar um sam- skipti og samstarf leita á hugann, þær eru geymdar og fæstar ætlaðar öðrum. Hæst ber mynd um heil- steyptan mann, sem unni fjölskyldu sinni og byggðarlagi og vildi hag hvortveggja sem mestan. Hilmar helgaði Trésmiðjunni Stíganda starfskrafta sína. Þar í húsi fæddist hann, óx úr grasi og þar var vinnu- staður hans og aðalstarfsvettvang- ur alla ævi. Hann tók virkan þátt í félagsmálum samfélagsins, þar sem Elsku afi, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Þegar okkur bárust fréttirnar um að þú hefðir yfirgefið þennan heim helltist yfir okkur sorgin. Eftir stutta stund gerðum við okkur þó grein fyrir því að það væri sjálfs- elskt af okkur að gráta afa okkar sem hafði átt í veikindum í tölu- verðan tíma og var tilbúinn að fara. Við efuðumst heldur ekki um að þú værir að skemmta þér með okk- ur á Karíbahafinu þar sem við dvöldum um jólin. Með þér eigum við aðeins góðar minningar. Skemmtilegu heim- sóknirnar til þín á Hrafnistu, versl- unarferðir í Kringluna sem enduðu alltaf með smáspjalli á kaffihúsi og margar fleiri. Okkur leið alltaf vel nálægt þér. Megi Guð blessa þig og vera með Sigfús Ingimundarson ✝ Sigfús Ingi-mundarson fæddist í Borgar- holti í Stokkseyrar- hreppi 8. júlí 1922. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 22. desember síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Fríkirkjunni á Hafnarfirði 11. jan- úar. ömmu á þessum erf- iðu tímum. Þínar afastelpur, Barbara og Birgitta. Á mínum verstu gelgjuárum kom Sig- fús inn í líf mitt og ég var svo sannarlega ekki sátt. Ég hugsaði og sagði margt ljótt en við höfum fyrir löngu gert það upp. Hann, sem var faðir þessa stóra drengjahóps, hefði ekki getað hagað betur okkar samskipt- um. Því það var erfitt að vera pirr- aður við þann sem sýnir bara elskulegheit og þolinmæði. Ég man ekki eftir að nokkurn tímann hafi hann sagt við mig styggðaryrði eða mér sárnað við hann. Við hefðum eiginlega átt að skrifa saman bók. Hann um það hvernig stjúpfeður unglingsstúlkna eiga að taka á gelgjuköstum og ég kaflann um það hvernig gelgjur eiga ekki að haga sér. Hann var hrjúfur að utan en þeir sem best þekktu hann vissu þó að þannig var hann vissulega ekki. Hann var vel lesinn, gjafmildur, handverksmaður mikill og eigum við aðstandendur hans marga fal- lega muni. Með Sigfúsi fer mikil viska um íslenskt handverk og smíðar. Hann var stríðinn, þrjósk- ur, minnugri en flestir og dæmi um það var þegar við spiluðum Trivial P. spurningaspilið og Sigfús hafði ekki svarað einni spurningu rangt, þegar loksins kom að því. Hann sagði ákveðinn að um prentvillu væri að ræða í svörunum og við hlógum að því. Komumst við svo fljótlega að því að þarna hafði hann haft rétt fyrir sér eins og í flestu öðru. Húmornum tapaði hann ekki þó að veikindin undanfarin ár hafi ver- ið erfið. Eftir að hafa farið í augn- aðgerð gat hann lesið og las mikið. Grínaðist hann með það að það væri líka gott að vera orðinn gam- all og gleyminn því þá gæti hann lesið sömu bækurnar aftur og aft- ur. Eins og flestum fannst honum harðfiskur mjög góður, ekki var nú verra ef hann lyktaði illa því þá fékk hann hörð viðbrögð frá stúlk- unum á Hrafnistu. Fannst honum það ekki leiðinlegt. Þær voru dug- legar að stríða honum og hann lík- lega enn duglegri við að stríða þeim. Þar leið honum vel. Eiga þær þakkir skildar fyrir öll elskuleg- heitin og góða umönnun. Mamma á erfiðar stundir fram- undan og ég veit að Sigfús hafði miklar áhyggjur. Ég er þakklát fyrir að vita að með honum átti mamma sín bestu ár. Þau hefðu svo sannarlega átt að verða miklu fleiri. Með þökkum fyrir allt. Bára. ✝ Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KLARA SIGURGEIRSDÓTTIR, Asparfelli 8, lést á Landspítalanum laugardaginn 5. janúar 2008. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 16. janúar kl. 13.00. Þorkell Sigurlaugsson, Kristín Helga Vignisdóttir, Ester Rós Gústavsdóttir, Sæunn Björk Þorkelsdóttir, Sigurlaugur Þorkelsson og barnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, HALLDÓR KRISTJÁNSSON KJARTANSSON, varð bráðkvaddur á heimili sínu. Jarðarförin auglýst síðar. Edda Birna Gústafsson, Magnús Gústafsson, Birna Gústafsson, Björn Kristjánsson Kjartansson, Áslaug H. Kjartansson, Björn Björnsson og fjölskylda. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGTRYGGUR ÞÓRHALLSSON, Kleppsvegi 62, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 13. janúar. Bryndís Bjarnadóttir, Þórhallur Sigtryggsson, Sesselja Valtýsdóttir, Bjarni Sigtryggsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Hallgerður Gunnarsdóttir, Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, Davíð Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, HALLDÓR SVEINBJARNARSON frá Ísafirði, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi, lést á deild L-4, Landakoti, föstudaginn 11. janúar. Sigríður Sveinbjarnardóttir, Jóhanna Sveinbjarnardóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA HALLDÓRSDÓTTIR, Höfðagrund 25, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 13. janúar. Ólafur Ólafsson, Halldór Ólafsson, Guðlaug Sigurjónsdóttir, Jóhannes S. Ólafsson, Herdís H. Þórðardóttir, Ólafur Ólafsson, Ingiríður B. Kristjánsdóttir, Þráinn Ólafsson, Helga Jóna Ársælsdóttir, Lárus Þór Ólafsson, Valgerður Sveinbjörnsdóttir, Steinunn H. Ólafsdóttir, Halldór Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, HULDA BJÖRNSDÓTTIR, Gnúpi, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardag- inn 12. janúar. Tómas Þorvaldsson, Eiríkur Tómasson, Gunnar Tómasson, Stefán Þorvaldur Tómasson, Gerður Sigríður Tómasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.