Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 11 FRÉTTIR Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÞEIR þurfa að vera stuttorðir þingmennirnir sem vilja tjá sig um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna á Al- þingi í dag enda önnur umræða um jafnrétt- isfrumvarpið sú fyrsta sem fer fram eftir að ný þing- skapalög tóku gildi. Með lögunum er ræðutími þing- manna takmarkaður en þeir sem hafa margt fram að færa þurfa þó ekki að örvænta enda mega þeir taka til máls eins oft og þeir vilja. Áður var ræðu- tími aðeins takmarkaður í fyrstu um- ræðu en nú munu takmarkanir gilda á öllum stigum máls. Þingmenn sem ætla að tjá sig um jafnréttisfrum- varpið í dag geta talað fyrst í 20 mín- útur, síðan í 10 mínútur og svo eins oft og þeir vilja í fimm mínútur í senn. Sturla Böðvarsson, forseti Alþing- is, segist spenntur að sjá hvernig framkvæmd nýju laganna tekst til en hann gerir jafnframt ráð fyrir að þemaskipta umræðum á þingi meira en hefur verið gert. Þannig verða t.d. mál sem heyra undir félagsmálaráðu- neyti allsráðandi á þingi í dag en á fimmtudag verða fjármál til umræðu. „Tilgangurinn með breytingunum er að gera umræðurnar líflegri, mál- efnalegri og árangursríkari,“ segir Sturla og leggur jafnframt áherslu á rýmri tíma til að fjalla um þingmál í þingnefndum. Óundirbúnar fyrirspurnir tvisvar í viku Þingfundur hefst í dag með óund- irbúnum fyrirspurnum til ráðherra en sá liður verður á dagskrá tvisvar í viku í stað einu sinni áður. Líklegt má telja að stjórnarandstaðan taki upp þau málefni sem efst hafa verið á baugi í þjóðfélagsumræðunni und- anfarið, s.s. embættisveitingar ráð- herra og álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska kvótakerfið. Utanríkisráðherra mun jafnframt á næstunni leggja fram frumvarp um varnarmál sem ætla má að verði ít- arlega rætt og á þessu þingi stendur til að afgreiða miklar breytingar á skólakerfinu allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla með fjórum frum- vörpum menntamálaráðherra. Þingmenn flytja styttri ræður  Alþingi kemur saman að nýju í dag og í fyrsta sinn verður takmarkaður ræðutími í öllum um- ræðum  Forseti Alþingis segist spenntur að sjá hvernig tekst til með framkvæmd nýju laganna Árvakur/Sverrir Minna mas Umræður á þingi verða með allt öðru sniði frá og með deginum í dag enda í fyrsta sinn sem ræðutími er takmarkaður á öllum stigum máls. Sturla Böðvarsson. Í HNOTSKURN » Alþingi kemur saman að nýjuí dag eftir jólaleyfi og kjör- dæmadaga. » Fjöldi mála bíður afgreiðsluþingsins, þ.m.t. eru sjö stjórn- arfrumvörp og sautján þing- mannafrumvörp sem bíða fyrstu umræðu. »Ný þingskapalög tóku gildium áramót en þau fela m.a. í sér takmörkun á ræðutíma. » Þingflokkformenn allraflokka nema VG stóðu að breytingunum og hart var deilt um þær fyrir áramót. HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur í bréfi brýnt fyrir heilbrigðis- stofnunum og sjúkrahúsum að upp- lýsa sjúklinga fyr- irfram um kostnað við lækn- isaðgerðir. Komið hefur fyrir að kvartað hafi verið til ráðuneytisins um að þetta hafi ekki verið gert. Á vef heilbrigð- isráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið hefur með bréfi vakið at- hygli heilbrigðisstofnana og sjúkra- húsa á því, að stofnununum ber að upplýsa sjúklinga áður en til lækn- ismeðferðar kemur hve mikið greiða skuli fyrir meðferðina. Stofnunum ber að afhenda sjúk- lingum reikning Þá ber stofnunum að afhenda sjúk- lingi reikning með upplýsingum um gjaldtökuna. Um er að ræða svoköll- uð ferliverk sem unnin eru af sér- fræðilæknum á sjúkrahúsum og heil- brigðisstofnunum. Þetta er gert til að ítreka skyldur í þessum efnum gagn- vart sjúklingum, en komið hefur fyrir að kvartað hefur verið til ráðuneyt- isins um að þetta hafi ekki verið gert. Þá er áréttað að stofnun ber að af- henda reikning þar sem fram koma upplýsingar um það sem greitt er fyr- ir. Gildir fyrir sérfræðiþjónustu á göngudeildum Ráðuneytið hefur með bréfinu vak- ið athygli á að þegar sérfræðilækn- isþjónusta er veitt á göngudeildum heilbrigðisstofnana eða sjúkrahúsa er um að ræða ferliverk. Með ferliverk- um er átt við læknismeðferð, sem unnt er að veita hvort sem er á lækna- stofum sérfræðinga utan sjúkrahúsa, á sjúkrahúsum eða heilbrigðisstofn- unum og krefst ekki innlagnar á sjúkradeild nema í undantekningar- tilvikum. Það er fyrst og fremst eðli lækn- ismeðferðarinnar sem ræður úrslit- um um það hvort verk telst ferliverk, en ekki hvort sjúklingur dvelst á við- komandi stofnun næturlangt í undan- tekningartilvikum, að því er segir á vef heilbrigðisráðuneytisins. Sjúklingar séu upplýstir fyrir- fram um kostnað Guðlaugur Þór Þórðarson HESTAKONAN unga frá Grundarfirði tók tæknina í sína þjónustu við að ná í folaldið út í haga. Snati virðist ekkert ósáttur við þetta vinnulag og fylgdi sáttur sínum húsbónda. Sjálfsagt hefði hann þó heldur viljað hafa gamla lagið á hefði hann verið spurður. Árvakur/Alfons Finnsson Þörfustu þjónarnir HAFNFIRÐINGAR! Af hverju læðast Hafnfirðingar alltaf fram hjá 2.616 húsum í bænum? Til að vekja ekki vinningshafana í Happdrætti Háskólans á síðasta ári. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. TIL HAMINGJU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.