Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 33
Sálfræðiskor Háskóla Íslandsheldur málstofu á morgun,miðvikudag. Þar munu sál-fræðingarnir Sóley Dröfn Davíðsdóttir, Sigurbjörg Jóna Lud- vigsdóttir og Þröstur Björgvinsson flytja erindið Hópmeðferð við kvíða –árangursrík og skjótvirk lausn? „Í fyrirlestrinum munum við fara yf- ir helstu kosti og galla hópmeðferðar við kvíða og segja um leið frá starfsemi Kvíðameðferðarstöðvarinnar,“ segir Sóley en fyrirlesararnir hafa starfrækt Kvíðameðferðarstöðina frá maí 2007. „Áætlað er að um fjórðungur fólks sé haldinn kvíðaröskun af einhverju tagi,“ útskýrir Sóley. „Kvíði er okkur öllum eðlilegur og getur við ýmsar að- stæður verið gagnlegur en kvíðaröskun lýsir sér í að fólk kennir meiri kvíða en ástæða er til og háir kvíðinn því veru- lega í daglegu lífi. Sem dæmi má nefna félagsfælni sem talið er að 7-13% fólks sé haldið og getur leitt til þess að fólk forðast ýmsar félagslegar athafnir eða líður mjög illa innan um aðra.“ Við Kvíðameðferðarstöðina starfa sálfræðingar sérhæfðir í hugrænni at- ferlismeðferð og er sérstök áhersla lögð á hópmeðferðir: „Þess er gætt að framkvæma árangursmælingar á öllu starfi stöðvarinnar, til að tryggja gæði starfseminnar og auðvelda rannsókn- arstarf,“ segir Sóley. Að sögn Sóleyjar hefur reynslan sýnt að hópmeðferð dugar vel sem meðferðarúrræði við flestum kvíða- röskunum: „Hópmeðferð hefur m.a. þá kosti að þátttakendur geta lært hver af öðrum og stutt hver annan í að tak- ast á við erfiða hluta meðferðinnar,“ útskýrir Sóley. „Fræðsla er stór hluti af kvíðameðferð og er sérstaklega hagkvæmt og þægilegt að veita í hóp.“ Sóley leggur á það áherslu að þó meðferð fari fram í hóp er vandi hvers og eins vandlega metinn í einstaklings- viðtali. Ef hópmeðferð hentar ekki, er boðið upp á önnur úrræði, svo sem einstaklingsmeðferð. „Hópmeðferðin felst svo í því að yfirvinna kvíðann í smáum og öruggum skrefum, þar sem þess er gætt að ganga ekki of hart að fólki.“ Fyrirlesturinn á miðvikudag er haldinn í stofu 101 í Odda, milli kl. 12.10 og 13.00 Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Heimasíða Kvíðameðferðarstöðv- arinnar er á slóðinni www.kms.is. Heilsa | Fyrirlestur við sálfræðiskor um hjálparúrræði við kvíðaröskun Möguleikar hópmeðferðar  Sóley Dröfn Davíðsdóttir fæddist í Reykja- vík 1972. Hún dvaldist eitt ár við nám við BLCU í Peking, lauk B.A.-gráðu í sál- fræði frá HÍ 1997, cand.psych.-gráðu frá sama skóla 2001 og leggur nú stund á sérnám í hugrænni atferl- ismeðferð. Hún starfaði áður á geðsviði LSH en hefur verið sál- fræðingur við Kvíðameðferðarstöð- ina frá stofnun 2007 samhliða stundakennslu við HÍ.. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 33 hlutavelta ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa, jóga, postulínsmálning, útskurður, lestr- arhópur. Árskógar 4 | Bað, handavinna, smíði/útskurður, leikfimi, boccia. Upplýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, almenn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, vefnaður, há- degisverður, línudans, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand- mennt opin 9-16 m/ leiðb. til kl. 12. Framsögn og félagsvist kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13, félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starf í Ármúlaskóla hefst kl. 15.15. Hentar öllum, líka þeim sem aldrei hafa áður komið. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, gler- og postulíns- málun kl. 9.30, handavinnustofan op- in, jóga kl. 10.50, leikfimi kl. 13, alkort kl. 13.30. Skráning á þorrablótið 26. jan. er hafin. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður, jóga, myndlistahópur, ganga, leikfimi, hádegisverður, bútasaumur. Íslendingasögur lesnar kl. 16, Egils- saga, stjórnandi Arngrímur Ísberg. Bókmenntakvöld kl. 20, gestahöf- undur er Pétur Gunnarsson. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Línudans kl. 12, kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12 og spilað kl. 13, hádeg- ismatur í Jónshúsi, pantað á staðn- um eða í síma 617-1501, skráningarblöð fyrir vornámskeið liggja frammi, opið til kl. 16. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof- ur opnar kl. 9-16.30, m.a. glerskurður, umsj. Vigdís Hansen, og perlusaumur án leiðsagnar. Ganga um nágrennið kl. 10 og postulínsnámskeið kl. 13. Dagana 6.-11. febr. er menningar- og listahátíð eldri borgara í Breiðholti, umsj. Þjónustumiðstöð Breiðholts, nánar kynnt síðar. S. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við böðun kl. 9, bókband. Frjáls spila- mennska kl. 13, kaffiveitingar. Hvassaleiti 56-58 | Búta- og brúðu- saumur kl. 9-13. Jóga kl. 9, Björg F. Námskeið í myndlist kl. 13.30 hjá Ágústu. Helgistund kl. 14. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Fram á vor er m.a.: skapandi skrif á mánudögum kl. 16, húslestur í Baðstofunni þriðjudaga kl. 11 og hláturjóga á föstudögum kl. 13. Myndlistarsýning Stefáns Bjarnason- ar framlengd fram til 15. febrúar. Uppl. í s. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópavogsskóla kl. 14.20. Upplýsingar í síma 564-1490. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er bingó á Korpúlfsstöðum kl. 13.30. Leshópur FEBK, Gullsmára | Lestur fornbókmennta (Gylfaginning) hefst í Gullsmáranum í dag, kl. 16. Pétur Gunnarsson höfundur „ÞÞ í fátækt- arlandi“ verður gestur leshópsins sama dag kl. 20. Fræðandi bók- menntastarf. Aðgangur ókeypis. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9-16 m/ leiðb. kl. 9-13. Hand- menntastofa opin kl. 9-16 m/ leiðb. kl. 13-16. Myndlist kl. 9, postulín kl. 13, leikfimi kl. 13. Hárgreiðsla 588-1288. Fótaaðgerðarstofa 568-3838. Sjálfsbjörg | Uno-spil kl. 19.30, í fé- lagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Styrkur | Samtök krabbameinssjúkl- inga og aðstandenda þeirra halda fræðslufund í Skógarhlíð 8 kl. 20. Ei- ríkur Örn Arnarson forstöðusálfræð- ingur á Landspítalanum fjallar um svefn og svefnleysi. Þorrablót Styrks verður haldið 2. febrúar á Hótel Loft- leiðum. Miðapantanir í síma 896- 5808. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir kl. 9-16. Myndmennt, enska, hádegisverður, leshópur, spurt og spjallað /myndbandasýning, búta- saumur, frjáls spil og kaffiveitingar. Upplýsingar í síma 535-2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, morgunstund, leikfimi, upplestur, glerbræðsla, félagsvist. Hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar allan daginn. Vitatorg er opin öllum aldurs- hópum. Uppl. í síma 411-9450. Kirkjustarf Áskirkja | Opið hús kl. 10-14. Föndur og spjall, bænastund kl. 12 í umsjá sóknarprests. Léttur hádegisverður eftir bænastundina. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Kirkjustarf aldraðra kl. 12, léttur málsverður. Helgistund sr. Yrsa Þórð- ardóttir, gestur Þorbjörg Daníels- dóttir. 10-12 ára starf kl. 17-18.15. Æskulýðsstarf Meme fyrir 9.-10. bekk kl. 19.30-21.30. www.digraneskirkja.is Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Organisti Guðný Einarsdóttir, íhugun og bæn. Umsjón Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Súpa og brauð í safnaðarheimili kirkjunnar. Opið hús eldri borgara kl. 13-16. Bingó í umsjá Valgerðar Gísladóttur. Kaffiveitingar. Helgistund í kirkju. Fríkirkjan Kefas | Almenn bæna- stund kl. 20.30. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30-16. Helgistund, handavinna, spilað og spjallað. Kaffi- veitingar. TTT fyrir 10-12 ára kl. 16-17 í Engjaskóla.TTT fyrir 10-12 ára kl. 17- 18 í Borgaskóla. Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Stutt helgistund með altarisgöngu og bæn. Að helgistund lokinni gefst kostur á léttum málsverði. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara kl. 11-14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. KFUM og KFUK | Holtavegi 28. Fundur í AD KFUK kl. 20. Biblíulestur í umsjá Höllu Jónsdóttur. Kaffi eftir fundinn. Allar konur eru velkomnar. Laugarneskirkja | TTT-hópurinn kemur saman kl. 16 undir handleiðslu Andra Bjarnasonar, (5.-6. bekkur). Kvöldsöngur kl. 20. Þorvaldur Hall- dórsson leiðir sönginn og sókn- arprestur flytur Guðsorð og bæn. Kynning á 12 spora-starfinu, Vinir í bata kl. 20.30. Allt fólk hvatt til að mæta. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrð- arstund kl. 12. Tónlist leikin og ritn- ingartextar lesnir frá kl. 12.10. Súpa og brauð kl. 12.30, 400 kr. Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju kl. 13-16. Vist og brids, púttgræjur á staðnum. Röbbum saman og njótum þess að eiga samfélag við aðra. Kaffi og með- læti kl. 14.45. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýsingar í síma 895-0169. 90ára afmæli. Níræður er í dag, 15.janúar, Sveinn Snjólfur Þórð- arson frá Skógum í Mjóafirði. Hann tekur á móti gestum laugardaginn 19. janúar í Sigfúsarhúsi, félagi eldri borg- ara á Neskaupstað, eftir kl. 15. Hlutavelta | Patrik Gunnarsson, Jón Otti Sigurjónsson og Elv- ar Guðmundsson héldu tombólu hjá Nettó í Salahverfi, til styrktar Rauða kross- inum. Þeir komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins og af- hentu afrakstur tom- bólunnar, 5.760 kr. Strákarnir eru sex og sjö ára og eru í 1. og 2. bekk Salaskóla. Söfnun | Sex vinkonur úr Lindaskóla, þær Birta Líf Reynisdóttir, Guð- rún Ásgeirsdóttir, Katrín Linh Hauksdóttir, Ólafía Ósk Reynisdóttir, Diljá Rún Sigurðardóttir og Helga Margrét Gísladóttir, komu færandi hendi í sjálfboðamiðstöð Kópavogs. Þær gengu í hús í hverfinu sínu og söfnuðu flöskum til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu alls 14.983 kr. dagbók Í dag er þriðjudagur 15. janúar, 15. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta (Mk 13, 27.) MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi frjálslyndra í Eyjafirði: „Fundur félaga í Frjálslynda flokknum í Eyjafirði skorar á stjórnvöld að virða mannréttindi og stjórnarskrárvarin atvinnurétt- indi Íslendinga og afnema án tafar núverandi kvótakerfi. Kvótakerfið hefur valdið þjóð- inni gríðarlegum skaða s.s. byggðaröskun, gjaldþrotum, brott- kasti, og sært réttlætiskennd al- mennings. Frjálslyndi flokkurinn hefur á umliðnum árum flutt margvíslegar tillögur um úrbætur og er skorað á ráðamenn í Samfylkingu og Sjálf- stæðisflokki að kynna sér þær og hrinda þeim í framkvæmd.“ Yfirlýsing frá Félagi frjálslyndra í Eyjafirði HÚSVÍKINGAR! Það er ekki bara hægt að skoða hvali á Húsavík heldur einnig 251 vinningshafa í Happdrætti Háskólans á síðasta ári. Aðgangur ókeypis. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. TIL HAMINGJU Árnað heilla ritstjorn@mbl.is FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.