Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 40
eeee „...FYRIR ALLA ÞÁ SEM ÁNÆGJU HAFA AF GÓÐRI SPENNU“ „...EIN BESTA AFÞREYING ÁRSINS.“ -S.V. MBL STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Í DESEMBER Í USA. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI MYND SEM ENGIN ÆTTI AÐ MISSA AF! SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNISíðustu sýningarSÝND Í ÁLFABAKKA „Óskarsakademían mun standa á öndinni... toppmynd í alla staði.“ Dóri DNA - DV eeee „American gangster er vönduð og tilþrifamikil“ - S.V., MBL eeee ,,Virkilega vönduð glæpamynd í anda þeirra sígildu.” - LIB, TOPP5.IS Síðustu sýningar ENCHANTED m/ensku tali kl. 8 - 10:20 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ SYDNEY WHITE kl. 8 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 10:30 Síðustu sýningar B.i.16.ára NATIONAL TREASURE 2 kl. 5:30D - 8D - 10:30D B.i.12 ára DIGITAL NATIONAL TREASURE 2 kl. 5:30 - 8 -10:30 LÚXUS VIP DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8 -10:10 B.i. 7 ára I AM LEGEND kl. 6 - 8:10 -10:30 B.i.14 ára DIGITAL TÖFRAPRINSESSAN m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ DIGITAL / ÁLFABAKKA VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á 40 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einhver stífla í ennishol-unum gerði lendinguna áHeathrow sérlega kvala- fulla. „Leið þér eins og þú værir að fæða með auganu?“ spurði sessunautur minn í vélinni sem hafði gefið kvölum mínum gaum. „Eiginlega,“ svaraði ég. Ferða- lagið hófst á BSÍ rétt fyrir klukk- an sex í gærmorgun þangað sem hljómsveitin Skakkamanage mætti þreytt og örlítið kennd eft- ir talsverð kveðjuveisluhöld. Þeim lauk örfáum mínútum áður. För- inni er heitið til Japans, nánar til- tekið til Tókýó og Osaka, þar sem hljómsveitin ætlar að fylgja eftir útgáfu þar í landi á frumburð- inum Lab of Love með fernum tónleikum. Í það heila tekur ferðalagið rúman sólarhring, en eftir stutta viðkomu hér í London tekur við tólf tíma flug til Tókýó og síðan verður stokkið beint um borð í lest sem ber okkur til Osaka þar sem fyrstu tónleikarnir fara fram.    Við sitjum á kaffihúsi á flug-vellinum og ræðum það hvernig best sé að drepa allar þessar klukkustundir sem við munum sitja innilokuð í flugvél- inni. Nokkrir úr hópnum eru í frí- höfninni í örvæntingarfullri leit að afþreyingarefni, mat og nikó- tíni en aðrir eru þó rólegri og ætla að láta svefntöflur deyfa meðvitundina meðan á fluginu stendur.    Rétt í þessu kom í ljós að biðiná vellinum mundi lengjast þar sem fluginu okkar, BA007, hefur verið seinkað. Fullir ferða- menn eru allt í kring og hafa hátt á meðan við ókyrrumst sífellt meir yfir seinkuninni en ein- hverjir svartsýnismenn í hópnum segja að fluginu verði hugsanlega seinkað til morguns. Söngvarinn í hljómsveitinni dregur þá fram splunkunýja myndavél sem hann fékk í jólagjöf og tilkynnir að hann ætli að leita að frægum og mynda. Eftir nokkrar mínútur er hann kominn aftur og segir að hann hafi hugsanlega séð Damon Albarn. Áður en nokkur fær að spyrja hann nánar er okkur til- kynnt að flugvélin sé tilbúin og við leggjum af stað í lengsta flug ævi okkar.    Ekkert okkar hefur komið tilJapans áður en öll reiknum við með mikilli gleði og framandi ævintýrum. „Þetta verður eins og að dýfa tánni í framtíðina,“ segir bassaleikarinn. „Land tækninn- ar,“ segir söngvarinn. „Góður matur og gott karókí,“ segir gít- arleikarinn. „Lost in Transla- tion“? segir orgelleikarinn. Næstu dagar verða vissulega framandi og verður þá spennandi að sjá hvernig eftirvæntingarnar og all- ar fyrirframgefnu hugmyndirnar um áfangastaðinn ríma við raun- veruleikann. Áfram í tímann »Eftir nokkrar mín-útur er hann kominn aftur og segir að hann hafi hugsanlega séð Da- mon Albarn. Skakkamanage Heldur ferna tónleika í Japan á næstu dögum. thorri@mbl.is SKAKKAMANAGE Í JAPAN Þormóður Dagsson ENN komin á Söguloftið í Land- námssetri Íslands. Enn er það Eg- ilssaga. Enn er rýmið nýtt á sama hátt. Og maður fagnar því að enn sé markvisst haldið áfram tilraunum með frásögnina, epíska leikhúsið, verið sé að skoða jafnt leikræna sem bókmenntalega hefð. Á fyrri hluta síðustu aldar, þegar alþýða manna til sjávar og sveita fór að rétta úr sér og gera uppreisn gegn innlendum ættarveldum og er- lendum höfðingjum, sögðu margir, gjarnan með stolti, að þeir væru komnir af írskum þrælum. Skáld- mæltir fundu hjá sér hvöt til að yrkja um þá kvæði eða skrifa leikrit eins og Kristín Sigfúsdóttir, sú ey- firska, um Melkorku. Og auðvitað hlýtur þörf Brynhildar Guðjóns- dóttur fyrir að endurvekja nú þetta minni um að mörg erum við af írsk- um þrælum komin og margt höfum við í farteskinu frá þeim, líka að vera sprottin úr samfélaginu. Víkinga- tímabilinu nýja sem flytur inn þræla frá Austur-Evrópu og enn fjarlæg- ari löndum. En verkið fjallar um þrælinn Þorgerði Brák og áhrif þeirrar írsku fóstru Egils Skalla- grímssonar á kappann, og þá um leið menningu okkar. Það er afrek sem Brynhildur vinn- ur hér, þegar hún, smágerð, fínleg, upphefur raust sína í fyrsta sinn sem höfundur. Gengur fram í mjóu renn- una milli okkar áhorfenda, í æv- intýralega fallegum búningi, til þess að segja okkur á þremur tungu- málum níutíu mínútna sögu sem byggist á ellefu línum úr Egilssögu. Hún þarf líka að sækja sér víðar annars staðar fanga: Í fræðiritum, Laxdælu og hjá aðalhetjum Egils- sögu. Í fyrri hlutanum dregur hún upp mynd af þeim heimi sem lítil stúlka frá Írlandi lendir í eftir mikla hrakninga á sjó og hver eru örlög þræla þar. Í þeim síðari segir hún frá sambandi Brákar og Egils. Frá- sögnin er ekki línuleg, hoppað er á milli sögusviða og tíma, en ákveðin stef ganga í gegnum allt verkið og tengja það saman. Greina má þrjár frásagn- araðferðir, beint samband sögu- manns við áhorfendur, leikin atriði og þriðju víddina þar sem Brynhild- ur með söng og látæði flytur okkur inn í heim ljóðsins, söngsins. Í sam- bandinu við áhorfendur reynir hún sig við aðferð Benedikts Erlings- sonar og býr að sjálfsögðu ekki enn yfir sömu reynslu, þekkingu og hann, sem einn fárra Íslendinga sem er fjölfróður í epískri leiklist. En kankvís er vísunin þegar Brynhildur lætur áhorfanda ekki halda í taum á hesti heldur belju og vel tekst henni til með beinar tengingar inn í nútíma svosem með bráðsmellnum tilvís- unum í myndir Hrafns Gunnlaugs- sonar og starfsemi Goldfingers. En sá tónn sem hún velur sér í samtal- inu við áhorfendur, einkum í upp- hafi, var mér ekki alltaf alls kostar að skapi. Vera kann að það byggist á því að í bernsku minni var hápunkt- ur hverrar skólaviku að kennarinn las upp einhverja Íslendingasöguna sem framhaldssögu. En vera kann líka að hún annaðhvort treysti ekki áhorfendum sínum fullkomlega, út- skýringar eru reyndar of fyrirferð- armiklar, eða finnist það nútímalegt að nota barnslegt mál með einföld- um lýsingarorðum. Það hæfir Bryn- hildi bara ekki og brýtur einhvern veginn í bága við annað í texta henn- ar. Það er einnig í sögumanninum sem veikleiki leikstjórnar kemur helst fram, en látæði leikarans, hreyfingar í rýminu eru stundum ómarkvissar. Hún bregður hins veg- ar auðveldlega upp fyrir okkur í leik kostulegum smámyndum úr sam- félagi fornkappanna, af konunum Melkorku, Beru, Gunnhildi og barninu Brák. Reynir hins vegar ekki að draga upp fullskapaða, sjálf- stæða, eigin mynd af ambáttinni full- orðinni, lætur orð nægja og losar sig því ekki undan karllægri sýn þeirra texta sem hún byggir á, Egill blívur í forgrunni, írsku áhrifin á hann. Sýningin ekki fullkomin? Hvert er þá afrekið? Jú, úr ýmsum áhrifa- miklum atriðum, með söng sínum og þar sem fíngerð, kvenleg nánd Brynhildar ýmist ríkir eða er bara algjör andstæða við grófgerðan villi- mennskuheim Egilssögu, þá tendrar hún á hátt, sem ég fæ ekki lýst, í hjarta manns trú á ljóðið, trú á það að fegurðin í mannssálinni eigi sér þrátt fyrir allt einhverja von. Það lifir, ljóðið LEIKLIST Söguloftið Eftir Brynhildi Guðjónsdóttur. Leikstjóri: Atli Rafn Sigurðarson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Tónlist: Pétur Reynisson. Leikari: Brynhildur Guðjónsdóttir. Landnámssetur Íslands, sunnudaginn 6. janúar og 13. janúar kl. 16. Brák María Kristjánsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Kvenna sýn Algjör andstæða við grófgerðan villimennskuheim Egilssögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.