Fréttablaðið - 20.04.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 20.04.2009, Síða 12
12 20. apríl 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Kosningarnar Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Hemlar UMRÆÐAN Guðrún Valdimarsdóttir um niðurfell- ingu skulda Tæpur helmingur íslenskra heimila er tæknilega gjaldþrota. Eign þeirra er minni en skuldirnar. Almenningur er fastur í snöru sem hann losnar ekki úr án opinberrar aðstoðar, þ.e. leiðréttingar. Aðgerðir ríkisstjórnar til lausnar fjár- hagsvanda íslenskra heimila og fyrir- tækja hefur aðeins lengt í snörunni. Meginþorri heimila skuldar verðtryggð lán eða lán í erlendri mynt. Við hrun bankanna í haust varð forsendubrestur. Enginn bjóst við 20% verð- bólgu og að krónan myndi veikjast um helming. Helsti kosturinn við leið Framsóknarflokksins um 20% niðurfellingu lána er að hún er einföld í framkvæmd og tryggir jafnræði skuldara. Við fall bankanna voru þessi útlán afskrif- uð að stórum hluta þegar þau voru færð til nýju ríkisbankanna. Réttlátt er að afslátturinn renni að hluta til beint til skuldaranna. Afföllin hjá ríkisbönkun- um munu einnig minnka mikið þegar þúsundum heimila er forðað frá gjald- þroti. Margir sem eru á mörkunum munu leggja sig fram um að halda eignum sínum. Greiðsluaðlögun kemur sér vel fyrir þann hóp sem 20% niðurfellingin hjálpar ekki. Hún gerir hins vegar ekki mikið gagn ein og sér heldur hefur innbyggða hvata til þess að standa ekki í skilum. Flestir vilja geta séð fjölskyldum sínum farborða. Þetta stolt má ekki taka frá fyrirvinnum heimilanna. Tækni- legt gjaldþrot er ekki bara slæmt fjárhagslega – það er líka slæmt fyrir andlega heilsu. Höfundur er hagfræðingur og skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Tæknilega gjaldþrota GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR A ð lokinni þessari vinnuviku verður gengið til alþingis- kosninga. Mögulega eru þetta einhverjar mikilvæg- ustu kosningar í manna minnum, enda skipta ákvarð- anir nýrrar ríkisstjórnar öllu máli um hvernig til tekst að vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem þjóðin er í. Ekki er að ástæðulausu sem umræða um Evrópusambandið (ESB) og framtíðarskipan peningamála hefur nú í aðdraganda kosninga fengið byr undir báða vængi. Síðasta fimmtudag vakti verðskuldaða athygli grein Benedikts Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra útgáfufélagsins Heims, þar sem hann gagnrýnir að stjórnvöld skuli ekki hafa markað sér stefnu til framtíðar og bendir á að eina raunhæfa lausnin sem landið standi frammi fyrir sé að sækja um aðild að ESB. Að öðrum kosti gæti landið staðið frammi fyrir öðru efnahagshruni. Verði ekki sótt um, stöndum við frammi fyrir því að stórfyrirtæki flytji höfuðstöðvar sínar úr landi, útlendingar þori ekki að fjárfesta hér á landi, fáir vilji lána Íslendingum peninga nema þá gegn okurvöxtum, atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verði viðvarandi og þjóðin missi næsta áratuginn af möguleikanum á að gerast aðili að ESB. Einhverra hluta vegna virðist Evrópumálið stjórnmálaflokkum landsins, utan einum, afskaplega snúið. Þannig skilaði á föstudag þverpólitísk nefnd um þróun Evrópumála fimm sérálitum. Sjálf- stæðisflokkur, VG og Framsóknarflokkur, auk BSRB, skiluðu sínu álitinu hver. Athygli vekur hins vegar sameiginlegt álit Sam- fylkingar, Alþýðusambands, Samtaka iðnaðarins, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka ferðaþjónust- unnar um að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar eigi að vera að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að ESB. Þá benti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, á ársfundi Seðlabankans fyrir helgi, á að vissulega væri aðild að ESB á engan hátt lausn allra okkar vandamála þótt hún væri mikilvægt skref. „Evrópusambandsaðild myndi gefa stjórnvöldum aukið efnahags- legt aðhald og setja skýr markmið með Maastricht-skilmálunum. Þessi áhrif komu bersýnilega í ljós á sænskum fjármálamarkaði eftir að Svíar ákváðu að ganga í Evrópusambandið,“ benti hún á. Undir þetta má taka, þótt jafn rétt sé hjá Svein Harald Øygard seðlabankastjóra að til skemmri tíma litið séu aðgerðir sem hér þarf að grípa til þær sömu, hvort heldur sem við ætlum að halda krónunni eða henda henni. Fyrir kosningar þurfa stjórnmálaflokkarnir hins vegar að svara því hvernig eigi að haga peningamálum landsins. Sé skoð- un einhverra að hér verði áfram byggt á krónunni þarf að fylgja sögunni hvernig eigi, án viðvarandi gjaldeyrishafta, að tryggja að hún verði ekki eftir sem áður uppspretta óstöðugleika og hamfara í hagstjórn landsins. Áframhaldandi útúrsnúningum um einhliða upptöku annarrar myntar þarf þá að sama skapi að fylgja útlist- un á því hvernig sú leið sé fær án gjaldeyrishafta og stuðningur tryggður við fjármálakerfi landsins. Flokkarnir þurfa að rökstyðja afstöðu sína til krónunnar. Framtíðarheill þjóðarinnar er að veði. Skýr svör liggi fyrir í vikulokin ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR A-ha! „AHA-Hópurinn er hópur fólks sem hefur það að stefnu sinni að halda orðum og gjörðum stjórnmálamanna í sviðsljósinu.“ Svo segir á heimasíðu samnefnds hóps. Reyndar er þar eingöngu að finna tilvitnanir í orð stjórnmálamanna Vinstri grænna. Á síðunni má reyndar líka sjá hvað flokksformenn voru að gera árið sem þú fæddist. Í tilfelli undirritaðs má sjá að Jóhanna vann á skrifstofu Kassa- gerðarinnar, Bjarni var 2 ára, Steingrímur var í MA, Sigmundur Davíð ófæddur og Guðjón Arnar var skipstjóri. Aha! Þetta gerir ákvörðunina í kjörklef- anum mun auðveldari. Þetta er núna Flokkarnir fara nú mikinn í auglýsing- um, enda innan við vika til kosninga. Í blöðum um helgina mátti sjá heil- síðuauglýsingu frá Sjálfstæðisflokkn- um. Þar lýsir formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, því yfir að efnahag landsins væri best borgið með því að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um upptöku evru sem gjald- miðils í sátt og samvinnu við Evrópusambandið. Án aðildar þó. Það sé trúverðug leið að upptöku evrunnar. Það var þá Það leiðir hugann að orðum Bjarna í viðtali við Fréttablaðið viku fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. „... ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé enginn valkostur við krónuna jafn sterkur og evran með ESB-aðild. Ég vil að við göngum hreint til verks í þessum málum og gerum upp á milli valkosta á næstu árum, en séum ekki að leika marga biðleiki.“ Ekki tók það formanninn langan tíma að skipta um skoðun og auglýsa einn biðleikinn sem hann varaði svo grimmt við skömmu áður. Göngum hreint til verks. kolbeinn@frettabladid.is Einn lærdómurinn af hruninu er að við eigum alltaf að vera virk – við eigum alltaf að vera að „leysa lífsgátuna“ eins og Hannes H. Gissurarson orðaði það háðs- lega í lýsingu sinni á vinstri mönnum þegar hann kvað sjálf- stæðismenn vera fólk sem vildi græða á daginn og grilla á kvöld- in – og láta Davíð stjórna. Við eigum að vera starfsöm í eigin lífi: megum ekki eftirláta öðrum að búa til umgjörðina um líf okkar – við eigum að taka það í eigin hendur. Því bankajöfrarn- ir voru ekki fagmenn eins og við héldum heldur bara menn sem vildu græða á daginn og grilla okkur á kvöldin. Við eigum að vera virk. Við eigum að skapa. Við eigum að leysa lífsgátuna með því að vera skapandi afl í eigin lífi. Við gerum það með ýmsu móti. Til dæmis með því að taka hús af þeim sem fyrirgert hefur rétti sínum til að eiga það hús með smánarlegri vanrækslu og vandalisma: sjúklegri upphafn- ingu ömurleikans og löngun til að saurga umhverfi meðborgar- anna. Fólkið sem settist að í hús- inu við Vatnsstíg er vonandi bara rétt að byrja að bjarga Reykjavík frá eyðingaröflunum. Búsáhalda- byltingin verður ekki endurtek- in en ýmislegt lítur út fyrir að Bústaðabyltingin sé í vændum. Ef við teljum... Og við eigum að kjósa. Þannig „leysum við lífsgátuna“ því lífið samanstendur vissulega af dag- legum kosningum um smátt og stórt – á ég að fara út með ruslið núna eða á eftir? Ætti ég að fá mér hund eða kött? Ætti ég að flytja til Hólmavíkur, fara á sjó- inn, byrja í kór? Ætli Guð sé til... Og núna um næstu helgi kjós- um við yfir okkur landstjórn. Og það skiptir máli hvernig við högum atkvæði okkar. Það er munur á hægri stjórn og vinstri stjórn. Ef við teljum að landinu hafi verið vel stjórnað síðustu ára- tugi og við höfum verið á réttri leið þrátt fyrir tímabundinn mótbyr – þá kjósum við Sjálf- stæðisflokkinn. Og ef við telj- um að auðlindir landsins eigi að vera í einkaeigu, til dæmis álfyrirtækja, og samþykkjum að öll – öll! – vatnsföll lands- ins verði virkjuð í þágu þeirra; ef við erum andvíg þjóðarat- kvæðagreiðslum og stjórnlaga- þingi og öðrum aðferðum við valddreifingu í samfélaginu; ef við teljum að kvótakerfið og framsal aflaheimilda hafi gef- ist vel og tökum undir að þar hafi losnað úr læðingi sofandi fjármagn sem orðið hafi til góðs; ef við viljum að spítalar og skólar verði í eigu og rekstri einkaaðila; ef við viljum mæta fjárlagahalla með niðurskurði á velferðarmálum fremur en skattlagningu ofsatekna; ef við viljum afskiptaleysi stjórnvalda um viðskiptalífið; ef við viljum friðhelgi fjárglæframanna; ef við teljum að krónan sé þjóð- argersemi; ef við erum andvíg aðild að ESB en viljum að Ísland verði „alþjóðleg fjármálamið- stöð“, þ.e.a.s. skattaskjól – já, ef við aðhyllumst það valdakerfi sem ríkt hefur í landinu nánast óslitið frá lýðveldisstofnun – ætta- og skólabræðraklíkuveld- ið – þá kjósum við Sjálfstæðis- flokkinn. Annars ekki. Nógir eru aðrir kostir. Í Framsóknarflokknum er ný kynslóð að ryðja sér til rúms, að sumu leyti óskrifað blað en að minnsta kosti virkar það fólk laust við S-hópinn og verktakastjórnmálin – sennilega voru það mistök hjá nýjum for- manni að gerast svo gagnrýninn á vinsæla ríkisstjórn sem raun bar vitni í stað þess að njóta þess að vera nokkurs konar skapari hennar og lífgjafi en staðan var þröng. Borgarahreyf- ingin virðist prýðilega mönnuð og er einkum valkostur fyrir kjósendur Samfylkingar sem telja að hún hafi verið of eftirlát auðmönnum en afstaðan til AGS vefst samt fyrir manni. VG er á mikilli siglingu – ráð- herrarnir standa sig vel og fólk vill almennt sjá þau áfram í sínum stólum eftir kosningar, stefnan klár og mannvæn. Lista- maðurinn Ástþór hefur í frammi gjörning sem vissulega reynir á taugar flestra en er mjög senni- lega hluti af djúpúðgu listaverki um einsemd og vanmátt ein- staklingsins á tímum hraða og firringar í stórborgarsamfélagi samtímans... Og Samfylkingin. Sá flokkur gæti orðið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum eftir kosningar – ekki vantar mannvalið. Að vísu á stóriðjustefnan alltof ríkan hljómgrunn í flokknum og viss öfl þar voru um hríð höll undir frjálshyggju en engu að síður er flokkurinn eðlilegur valkostur fyrir félagshyggjufólk sem vill sjá Ísland sem fullgildan þátt- takanda í samfélagi þjóðanna innan ESB fremur en spriklandi í skammarkrók sjálfstæðisstefn- unnar. Það skiptir máli hvernig við kjósum – það skiptir öllu máli. Með því veljum við Ísland barn- anna okkar, sjálfsmynd okkar, lífskjör okkar í víðasta skiln- ingi, stöðu okkar, umgjörðina um líf okkar. Og leysum lífsgát- una. Leysum lífsgátuna GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG |

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.