Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 42
 20. apríl 2009 MÁNUDAGUR 9. HVER VINNUR! 149 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. FRUMSÝND 22.4.2009 VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, GOS, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS ESL UBV Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast. Þvottavélar - Verð frá kr. 154.995 Þurrkarar - Verð frá kr. 129.995 TILBOÐ Sparaðu með Miele Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is FÓTBOLTI Everton gerði sér lítið fyrir í gær og sló Manchester Unit- ed úr leik í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Leikurinn var markalaus eftir venjulegan leik- tíma og framlengingu en Everton hafði betur í framlengingu. Á laugardaginn vann Chelsea 2- 1 sigur á Arsenal í hinni undanúr- slitaviðureigninni þar sem Didier Drogba skoraði sigurmark þeirra bláklæddu. Þar með er ljóst að Manchest- er United vinnur ekki alla þá titla sem í boði voru fyrir félagið á leik- tíðinni. United hafði þegar unnið deildarbikarkeppnina sem og heimsmeistarakeppni félagsliða. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeild- arinnar og komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Fjöl- miðlamönnum varð tíðrætt um hvort að United tækist að vinna hina svokölluðu fimmu en svo verður ekki nú. Tim Howard, fyrrum leikmað- ur United, varði frá þeim Dimitar Berbatov og Rio Ferdinand í víta- spyrnukeppninni, sem gerði Phil Jagielka kleift að tryggja Everton farseðilinn í úrslitin með fjórðu vítaspyrnu Evert- on. Leikur lið- anna var sem fyrr segir markalaus en þeir Alex Ferguson og David Moyes, stjórar lið- anna, voru sammála um að Mike Riley dómari hefði átt að dæma vítaspyrnu þegar það virtist brotið á Danny Welbeck í vítateig Everton. „Ég hef séð þetta á myndbandi og mér finnst þetta vera hreint og klárt víti. En vegna mikilvægi leiksins varð dómarinn að vera viss í sinni sök. En af hverju hefði Wel- beck átt að detta í teign- um nema að brotið hefði verið á honum?“ sagði Ferguson. „Mér fannst þetta líka vera víti,“ sagði Moyes. „Hefði ég verið í sporum Ferguson hefði ég líka öskrað á hliðarlínunni.“ Ferguson gerði átta breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik og lét marga óreynda leikmenn spreyta sig. Völlurinn á Wemb- ley-leikvanginum leit ekki vel út og gagnrýndi Arsene Wenger það sérstaklega eftir tap sinna manna í Arsenal gegn Chelsea á laugar- daginn. „Þegar ég sá ástand vallarins ákvað ég að taka ekki þá áhættu að láta mitt sterkasta lið fara í framlengingu. Ég varð því að taka þá erfiðu ákvörðun að leyfa ungu strákunum að spila,“ bætti Fergu- son við. „Þetta félag er byggt á þeirri reglu að gefa ungum leik- mönnum tækifæri og ég efast ekki um að það hafi verið rétt ákvörðun.“ Vikan sem er að líða hefur verið góð fyrir Guus Hiddink, stjóra Chelsea. Fyrr í vikunni kom hann liði sínu í undanúrslit Meist- aradeildarinnar eftir 7-5 saman- lagðan sigur á Liverpool og á laug- ardaginn lagði Chelsea Arsenal í undanúrslitum bikarsins. „Þetta gæti orðið fallegur bikar- úrslitadagur í maí,“ sagði Hiddink. Sá leikur verður sá síðasti undir stjórn hans þar sem hann mun aðeins stýra liðinu til loka leiktíð- arinnar. „Það er fullkominn endir á tímabilinu að spila í úrslitum bik- arsins í lok maí.“ Hiddink bar sérstakt lof á Drog- ba sem skoraði sem fyrr segir sig- urmark Chelsea í leiknum. Theo Walcott hafði komið Arsenal yfir í leiknum og Florent Malouda jafn- að fyrir Chelsea. „Hann er ótrúlegur. Hann skil- ar gríðarlega miklu til liðsins á þriggja til fjögurra daga fresti. Maður kann alltaf að meta mörkin sem framherjarnir skora en hann er að vinna svo mikið fyrir liðið allt. Ég hef ekkert getað kvartað undan honum síðan ég kom til liðs- ins.“ eirikur@frettabladid.is United tekur ekki alla titlana Það verða Everton og Chelsea sem mætast í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Chelsea sló Arsenal úr leik á laugardaginn og í gær sá Everton til þess að Manchester United vinni ekki alla titlana sem í boði eru fyrir félagið í ár. HETJAN Phil Jagielka var ískaldur á vítapunktinum og kom Everton í úrslit bikarsins eftir að Tim Howard hafði varið tvær vítspyrnur Manchester Unit- ed. NORDIC PHOTOS/AFP TVEIR Á TOPPNUM Frank Lampard lagði upp bæði mörk Chelsea gegn Arsenal um helgina og Didier Drogba skoraði sigurmarkið. NORDIC PHOTOS/AFP SKÍÐI Björgvin Björgvinsson varð um helgina fjórfaldur Íslands- meistari í alpagreinum á Skíða- móti Íslands sem fór fram á Akureyri. Hann fagnaði sigri í svigi, stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi. Björgvin náði bestum tíma allra keppenda í sviginu en fjöl- margir erlendir keppendur voru á mótinu. Í stórsviginu náði Fre- drik Nordh frá Svíþjóð bestum tíma allra og Luka Zajc frá Sló- veníu varð annar. Björgvin varð þriðji en náði bestum tíma Íslend- inganna. Íris Guðmundsdóttir varð tvö- faldur Íslandsmeistari en hún fagnaði sigri í stórsvigi og sam- hliðasvigi. Systir hennar, María, varð einnig tvöfaldur meistari en hún bar sigur úr býtum í svigi og alpatvíkeppninni. Elsa Guðrún Jónsdóttir vann fjóra Íslandsmeistaratitla í skíða- göngu - sprettgöngu, göngu með frjálsri aðferð, göngu með hefð- bundinni aðferð og í tvíkeppni. Andri Steindórsson bar sigur úr býtum í sprettgöngu karla og í tvíkeppninni. Sævar Birgis- son varð hlutskarpastur í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og Brynjar Leó Kristinsson í 15 km göngu með frjálsri aðferð. Sveit Ísafjarðar fagnaði sigri í boðgöngu kvenna en A-sveit Akureyrar í boðgöngu karla. - esá Skíðamót Íslands fór fram á Akureyri: Björgvin vann allt BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON Vann allt sem í boði var á Akureyri. Umspil í N1-deild karla ÍR - Stjarnan 27-25 Eftir framlengingu. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1. Afturelding - Selfoss 26-22 Afturelding vann einvígið, 2-0, og mætir annað hvort Stjörnunni eða ÍR í einvígi um eitt laust sæti í N1-deild karla. Norska úrvalsdeildin Álasund - Start 1-1 Rosenborg - Odd Grenland 1-1 Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Odd. Sandefjord - Bodö/Glimt 1-1 Kjartan Henry Finnbogason var á varamannabekk Sandefjord. Stabæk - Molde 2-3 Pálmi Rafn Pálmason lék í fremstu víglínu Stabæk og lagði upp síðara mark liðsins. Strömsgodset - Lyn 1-1 Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason léku báðir allan leikinn í liði Lyn. Vålerenga - Brann 1-1 Ólafur Örn Bjarnason, Kristján Örn Sigurðsson, Gylfi Einarsson og Birkir Már Sævarsson léku allir allan leikinn fyrir Brann. Ármann Smári Björnsson var á varamannabekk liðsins. Ítalska úrvalsdeildin Atalanta - Reggina 0-1 Emil Hallfreðsson lék allan leikinn í liði Reggina sem vann sinn fyrsta sigur í deildinni síðan í nóvember. Liðið er þó enn á botni deildarinnar með 23 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. ÚRSLIT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.