Fréttablaðið - 20.04.2009, Side 36

Fréttablaðið - 20.04.2009, Side 36
24 20. apríl 2009 MÁNUDAGUR Bandaríska ungstirnið Zac Efron hefur greint frá því að hann ætli ekki að hasla sér völl í tónlistinni, í það minnsta ekki í nánustu framtíð. Í samtali við People.com segir Efron að hann muni kannski gefa út plötu en þá eingöngu þegar honum hefur tekist að læra að skrifa nóturnar og textana sjálfur. „Ég ætla ekki að þykjast vera eitthvert tónlistarséní en ég vil að tónlistin komi frá mér sjálfum en ekki einhverjum laga- höfundum og framleiðendum,“ segir Efron og bætir því við að hann hafi varla tíma til að sinna tónlistinni. „Ekki í augnablikinu, ég hef engan lausan tíma.“ folk@frettabladid.is > FÉKK SÝKINGU Í TÁNA Kate Moss hefur verið bannað að neyta áfengis eftir að hún fékk sýk- ingu í stóru tána. Samkvæmt heim- ildum breska dagblaðsins The Sun er hin 35 ára fyrirsæta á sterk- um sýklalyfjum vegna slæmrar sveppasýkingar sem hún fékk eftir fótsnyrtingu á snyrtistofu í China- town í New York. Kate fer vana- lega á snyrtistofur á fínustu hótel- um borgarinnar og er nú sögð sjá mikið eftir því að hafa ekki farið á fínni snyrtistofu. Bandaríska leikkonan Michelle Rodriguez hefur tekið af öll tví- mæli um að hún sé lesbía. Hún kunni vel við menn sem elski mömmu sína. Rodriguez hefur lengi verið á milli tannanna á slúð- urblöðum fyrir kynhneigð sína og var meðal annars bendluð við aðra leikkonu, Kristönnu Loken. Hún vísar því alfarið á bug og segist vera að leita sér að góðum manni. „Ég þoli ekki gaura, þeir horfa á mig eins og þeir vilji bara nota mig líkamlega og mér verður bara óglatt,“ segir Michelle í sam- tali við tímaritið Latina. „Ég er á höttunum eftir karlmanni sem ber virðingu fyrir móður sinni en það er erfitt að finna menn sem ekki eru karlrembur.“ En Michelle hefur ekki í hyggju að giftast þeim rétta. „Ég trúi ekki á skuldbindingu, það er eins og að fela einhverjum öðrum að sjá um þína eigin hamingju. Þetta snýst bara um að hafa einhvern á köldum vetrardegi og vita til þess að ef einhver er að abbast upp á þig muni maðurinn þinn sjá um þann sama. Að öðru leyti sé ég ekki til- ganginn með hjónabandi.“ Er ekki lesbía ER GAGNKYNHNEIGÐ Michelle Rodrigu- ez segist vera fyrir menn sem séu góðir við mömmu sína. Hún trúir hins vegar ekki á hjónabandið. Aðstandendur Universal-kvik- myndaversins varpa öndinni væntanlega léttar eftir að kvik- myndaeftirlit Bandaríkjanna ákvað að lækka aldurstakmark- ið á gamanmynd Sacha Baron Cohen um tískufríkið Bruno. Kvikmyndaeftirlitið hafði séð frumútgáfuna og taldi nokkuð ljóst að þessi kvikmynd væri alls ekki við hæfi barna yngri en sautján ára. Þetta hefði þýtt mikið tekjutap fyrir Universal- menn enda voru þeir með doll- aramerkin í augunum í ljósi vel- gengni fyrri myndar Cohen um sjónvarpsmanninn Borat. Kvikmyndin verður frum- sýnd í júlí í Bandaríkjunum og er hennar beðið með mikilli óþreyju. Þetta hefur hins vegar reynst þyrnum stráð ferðalag fyrir Cohen því hann þurfti að eyða mörgum klukkutím- um í klippiherberginu ásamt leikstjóranum Larry Charles við að finna lausnir á þessum dýr- keypta vanda. Cohen hyggst hins vegar eiga þær senur sem klippt- ar verða út en samkvæmt Holly- wood Report munu þær vera ansi djarfar. Ein þeirra sýnir meðal annars hvar Bruno reynir að tæla annan mann til lags við sig og í annarri læðist hann nak- inn inn í tjald hjá amerískum veiði- manni. Bruno fær leyfi í Ameríku ZAC EFRON Bandaríska kvikmyndahetjan Paul Newman hefur verið vígð inn í frægðarhöll Connecticut- ríkis. Newman, sem lést í september árið 2008, var mörg- um harmdauði enda einhver fremsti kvikmyndaleikari sög- unnar og þá hafði hann lagt sitt af mörkum til að bæta samfélag- ið í gegnum vörur sínar; New- man‘s Own. Hann er ekki í slæmum félagsskap í frægðarhöllinni en meðal þeirra sem þar er að finna má nefna Katherine Hep- burn, Mark Twain og hafna- boltagoðsögnina Jackie Robin- son. Newman heiðraður Efron bíður með tónlistina EKKI JAFN BÖNNUÐ Bruno, nýjasta kvikmynd Sacha Baron Cohen, hefur fengið svokallaðan R-stimpil hjá bandaríska kvikmynda- eftirlitinu. Þetta þýðir að fólk yngra en sautján ára má sjá hana með foreldrum sínum eða forráðarmönnum. F í t o n / S Í A 25. – 26. maí 66.900kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, hótelgisting í eina nótt ásamt morgunverði og miði á tónleikana. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, hótelgisting í tvær nætur ásamt morgunverði og miði á tónleikana. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Beyoncé 02-höllinni London 02-höllinni London Verð á mann í tvíbýli Verð á mann í tvíbýli 76.900kr. 12. – 14. júní Britney Spears TÓNLEIKAR með Express ferðum www.xs.is Helgi Hjörvar 2. sæti í Reykjavík norður Oddný Guðbjörg Harðardóttir 2. sæti í Suðurkjördæmi Velferðarbrú fyrir heimilin Velferðarbrúin hjálpar heimilunum í landinu yfir tímabil erfiðleikanna. Brúin saman- stendur af mörgum markvissum aðgerðum sem styðja heimilin í landinu og liðsinna þeim sérstaklega sem komast í vanda. Þannig nýtum við takmarkaða fjármuni þjóðarinnar best. Höldum áfram! Traust velferðarbrú er ábyrga lausnin á vandanum. Samkvæmt breskum fjölmiðlum situr Amy Winehouse nú sveitt við skriftir. Ekki er hún þó að skrifa ævisöguna, þótt slíkt rit yrði eflaust forvitnilegt, heldur ljóð um sína bitru reynslu af sviðsljósinu og sambandinu við Blake Fielder- Civil. Amy var nánast stanslaust í fréttum fyrir nokkrum mánuðum fyrir taumlausa eiturlyfjaneyslu og áfengissýki. Hún hefur nú að einhverju leyti snúið við blaðinu og drekkur í sig sól og sand á eyj- unni St. Lucia í Karíbahafinu. Breska blaðið Daily Star hefur eftir heimildarmanni sínum að það séu einmitt hinar hvítu strendur og afslappað andrúmsloft eyjar- skeggja á St. Lucia sem hafi orðið Winehouse að innblástri. „Þetta hefur hreyft við henni og hún hefur fundið kjarkinn aftur til að skrifa,“ hefur Daily Star eftir heimildar- manni sínum. „Pete Doherty sagði við hana að ljóð væru besta leiðin til að vinna sig út úr vandræðum og tjá sig, þannig að henni fannst ljóðabók besta ráðið í stöðunni,“ bætir heimildarmaðurinn við. Amy Winehouse skrifar ljóð YRKIR Í KARÍBAHAFINU Amy Winehouse nýtur sólarinnar í Karíbahafinu og yrkir ljóð um lífsreynslu sína. NORDICPHOTOS/GETTY Sir Michael Caine hefur viður- kennt að hann hafi lækkað launa- kröfur sínar umtalsvert fyrir kvikmyndina Is Anybody There?. Ástæðan er sú að handritið fékk hann til að fella tár. Is Any- body There? fjallar um strák sem elst upp á elliheimili en Caine leikur töframann sem er hættur störfum. Handritið hafði svo sterk áhrif á Caine að hann átti ekki í neinum erfiðleikum með að leika í myndinni. „Yfirleitt leik ég ekki í svona litlum myndum en handritið var bara stórkostlegt,“ segir Caine. Þetta er eina hand- ritið sem hefur bókstaflega fengið mig til að gráta. Og trúið mér, ég felli ekki tár svo auðveldlega.“ Myndin er framleidd af David Heyman, sem á heiðurinn af Harry Potter-kvikmyndun- um. Caine hefur lýst því yfir að hlutverkið sé tileinkað vini sínum sem nýverið tapaði bar- áttunni við Alzheimer- sjúkdóminn. Lækkaði í launum FRÁBÆRT HANDRIT Michael Caine þykir sýna stórleik í kvik- myndinni Is Anybody There?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.