Fréttablaðið - 20.04.2009, Síða 40

Fréttablaðið - 20.04.2009, Síða 40
28 20. apríl 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Skoðaðu Mín Vildarborg ferðablað Icelandair á www.icelandair.is Margrét Lára Viðarsdóttir var í byrjunarliði Linköping sem gerði 2-2 jafntefli við Stattena í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem Mar- grét Lára var í byrjunarliðinu en hún hefur á sínum ferli annars ekki þurft að þola mikla bekkjarsetu. „Loksins,“ sagði hún í samtali við Frétta- blaðið í gær. „Það var frábært að fá að spila og vera í byrjunarliðinu. Úrslit leiksins voru hins vegar ekki eins góð þar sem við vorum miklu sterkari aðilinn í leiknum. Þær fengu tvær skyndisóknir í leiknum, fengu víti í annarri og skoruðu úr hinni.“ Hún segist ágætlega sátt við eigin frammi- stöðu í leiknum en fannst að hún hefði átt að skora. „Ég fékk tvö dauðafæri í leiknum og hefði átt að skora. Þetta var ekki alveg eins og ég hefði viljað þar sem ég var nú í byrjunarliðinu en ég vona að ég fái annað tækifæri í næsta leik og geri betur þá.“ Hún segir mikla samkeppni ríkja um stöður í byrjunarliðinu. „Sérstaklega í framlínunni þar sem liðið er með bæði danskar og sænskar landsliðskonur í sókninni. Þjálfarinn veðjaði frekar á þær í fyrstu leikjum tímabilsins og því undir mér komið að nýta tækifærið þegar það gefst. Ég er ekki komin hingað til að sitja á bekknum, heldur spila.“ Hún segir að sænska deildin hafi komið sér nokkuð á óvart. „Deildin er mjög jöfn og allir leikir óútreiknanlegir. Það er nokkuð sem ég er ekki vön og er frábært að hver einasti leikur býður upp á að vera mjög spennandi. Liðin þurfa að mæta vel undirbúin til leiks og mega ekki missa einbeit- inguna – annars fá leikmenn blauta tusku í andlitið.“ Margrét Lára segir að sér líði vel í Svíþjóð. „Mér líður mjög vel. Aðstæður eru til fyrir- myndar og allir hjá félaginu hafa tekið mér mjög vel. Það er vel hugsað um mann hér. Svo er sumarið að koma og vonandi að maður fái að upplifa almennilegt sumar í fyrsta sinn á ævinni.“ Þess má svo geta að Edda Garð- arsdóttir skoraði eitt marka Örebro í 2-1 sigri liðsins á Hammarby í gær. MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR: Í FYRSTA SINN Í BYRJUNARLIÐI LINKÖPING Í SVÍÞJÓÐ Hefði viljað nota tækifærið betur FÓTBOLTI Helgin var ekki góð fyrir Newcastle, sem á í harðri fallbar- áttu í ensku úrvalsdeildinni. Liðið tapaði í gær fyrir Tottenham en á laugardaginn unnu nokkrir af keppinautum liðsins í fallslagn- um mikilvæga sigra. Stoke, Ports- mouth og Sunderland náðu sér öll í þrjú stig sem gætu reynst dýrmæt þegar upp er staðið. Fátt virðist geta bjargað West Brom frá falli. Liðið tapaði í gær fyrir Manchester City, 4-2, og er níu stigum frá öruggu sæti þegar aðeins fimm umferðir eru eftir í deildinni. Darren Bent tryggði Totten- ham sigurinn gegn Newcastle í gær með marki í fyrri hálfleik. Þó svo að síðarnefnda liðið læm- ist nokkrum sinnum nálægt því að jafna sýndu leikmenn liðsins enga glæsitilburði í leiknum. „Það er pressa á okkur. Fólk hefur sagt undanfarnar sex vikur að við verðum að vinna heimaleiki okkar og það er vissulega tilfellið þegar við tökum á móti Portsmouth á mánudaginn í næstu viku,“ sagði Alan Shearer, knattspyrnustjóri Newcastle, eftir leikinn sem fór fram á heimavelli Tottenham. Hann sagði að meiðsli hefðu haft sitt að segja hjá sínu liði og margir leikmenn væru ekki í góðri leikæf- ingu þótt heilir væru. „Við settum alla þá vigt í sókn- arleikinn sem við gátum í seinni hálfleik. Mark Viduka, Oba Mart- ins og Michael Owen voru allir inn á. Vandamálið er að koma þessum leikmönnum í almennilegt stand. En við eigum líka í fleiri vandræð- um. Eini vinstri bakvörðurinn sem er hjá félaginu (Jose Enrique) er til að mynda meiddur.“ Þetta er þó alls ekki vonlaus bar- átta hjá Newcastle. Liðið er með 30 stig og ekki nema fjórum stig- um frá öruggu sæti en bæði Hull og Blackburn töpuðu sínum leikj- um um helgina. Bæði eru með 34 stig. Sunderland vann 1-0 sigur á Hull en er þó í mikilli hættu með 35 stig. Middlesbrough er með einu stigi meira en Newcastle og það stig fékk liðið fyrir markalaust jafn- tefli gegn Fulham á laugardag. Portsmouth og Bolton áttust við í Íslendingaslag þar sem þeir Hermann Hreiðarsson og Grét- ar Rafn Steinsson mættust. Báðir léku allan leikinn, sem Portsmouth vann, 1-0. Bæði lið eru nú með 37 stig. Stoke fór hins vegar langleiðina með að bjarga sér á sínu fyrsta tímabili í efstu deild síðan 1985. Liðið vann 1-0 sigur á Blackburn með marki Liam Lawrence. Liðið er nú níu stigum frá fallsæti. Einn sigur til og staða liðsins ætti að vera gulltryggð. Að síðustu gerðu Aston Villa og West Ham 1-1 jafntefli og allt útlit fyrir harða baráttu um sjöunda og síðasta sætið sem gefur þátt- tökurétt um sæti í Evrópukeppni á næsta ári. West Ham er enn í sjö- unda sæti en aðeins með eins stigs forystu á Fulham og Tottenham. Aston Villa er hins vegar sjö stigum á eftir Arsenal, sem er í fjórða sæti deildarinnar og á þar að auki leik til góða. eirikur@frettabladid.is Fallið blasir við Newcastle Það var hart barist á mörgum vígstöðum í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Newcastle tapaði fyrir Tottenham í gær og situr liðið í næstneðsta sæti deildarinnar. Aðeins eru fimm leikir til stefnu og útlitið orðið ansi svart. Á LEIÐ Í B-DEILDINA? Michael Owen náði sér ekki á strik í gær frekar en aðrir leik- menn Newcastle. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Bæði karla- og kvenna- liði Fram virðist líða vel á Ásvöll- um í Hafnarfirði, heimavelli Hauka. Í síðustu viku vann karlalið Hauka í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla og á laugardag- inn lék kvennalið Fram sama leik eftir. Haukar eru deildarmeistarar í bæði karla- og kvennaflokki. Fram vann leikinn um helgina, 32-30, eftir að hafa verið með eins marks forystu í hálfleik, 17-16. Haukar byrjuðu betur í leiknum og komust snemma í góða forystu. Framarar komu sér hins vegar inn í leikinn hægt og rólega og voru svo með yfirhöndina stærst- an hluta síðari hálfleiks. Haukar náðu þó að komast yfir í stöðunni 27-26 en þá skoruðu Framarar fjögur mörk í röð og innsigluðu sigurinn. „Við vorum að spila ágætis varn- arleik en sóknarleikurinn var mjög góður,“ sagði Einar Jónsson, þjálf- ari Fram. „Við fengum góð færi í hverri sókn. Þetta var góð frammi- staða hjá okkur en við getum þó gert betur í varnarleiknum.“ Fram komst nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra en fór illa á lokasprettinum. „Við höfum verið að bíða eftir þessu tækifæri síðan mótinu lauk í fyrra. Við ætlum okkur að vinna þenn- an titil nú og ég hef fulla trú á að þessum leikmönnum takist það,“ sagði Einar. Stjarnan komst í 1-0 forystu í sínu einvígi gegn Val með sigri á heimavelli, 24-21. Alina Petrache fór mikinn í liði Stjörnunnar og skoraði tólf mörk. Fram og Stjarnan geta tryggt sér sæti í úrslitum úrslitakeppn- innar með sigri í sínum leikjum annað kvöld. Fram mætir Hauk- um á heimavelli en Valskonur taka á móti Stjörnunni í Vodafone-höll- inni. Leikirnir hefjast klukkan 19.30. - esá Úrslitakeppnin í N1-deild kvenna hófst um helgina með tveimur leikjum: Framarar sigursælir á Ásvöllum MARKAHÆST Stella Sigurðardóttir skor- aði tíu mörk fyrir Fram gegn Haukum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Enska úrvalsdeildin Aston Villa - West Ham 1-1 1-0 Emile Heskey (11.), 1-1 Diego Tristan (85.). Middlesbrough - Fulham 0-0 Portsmouth - Bolton 1-0 1-0 Kanu (79.). Stoke - Blackburn 1-0 1-0 Liam Lawrence (75.). Sunderland - Hull 1-0 1-0 Djibril Cisse (45.). Tottenham - Newcastle 1-0 1-0 Darren Bent (24.) Manchester City - West Brom 4-2 1-0 Robinho (8.), 2-0 Nedum Onuoha (21.), 2-1 Chris Brunt (37.), 2-2 Chris Brunt (54.), 3-2 Elano, víti (56.), 4-2 Daniel Sturridge (90.). STAÐAN Man. United 31 22 5 4 54-21 71 Liverpool 32 20 10 2 59-21 70 Chelsea 32 20 7 5 55-20 67 Arsenal 32 17 10 5 54-28 61 Aston Villa 33 15 9 9 49-43 54 Everton 32 14 10 8 47-34 52 West Ham 33 12 9 12 38-37 45 Fulham 33 11 11 11 33-28 44 Tottenham 33 12 8 13 39-36 44 Man. City 33 12 5 16 51-44 41 Wigan 32 11 8 13 31-36 41 Stoke City 33 10 9 14 33-48 39 Bolton 33 11 4 18 39-50 37 Portsmouth 32 9 10 13 35-48 37 Sunderland 33 9 8 16 31-43 35 Hull City 33 8 10 15 36-56 34 Blackburn 33 8 10 15 35-55 34 M‘brough 33 7 10 16 25-47 31 Newcastle 33 6 12 15 37-53 30 West Brom 33 6 7 20 30-63 25 Enska B-deildin Wolves - QPR 1-0 Heiðar Helguson lék allan leikinn með QPR. Wolves tryggði sér með sigrinum sæti í ensku úrvalsdeildinni. Nottingham Forest - Coventry 1-0 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry sem er í fimmtánda sæti deildarinnar. Reading - Barnsley 0-0 Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir enn frá vegna meiðsla. Reading er í fimmta sæti deildarinnar og á enn góða möguleika að komast í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni. Enska C-deildin Crewe - Cheltenham 1-2 Gylfi Sigurðsson skoraði mark Crewe í leiknum. Crewe er í 20. sæti deildarinnar og einu stigi frá fallsæti. ÚRSLIT > Titillinn bíður enn Kiel tapaði í gær sínum fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni er liðið mætti Lemgo á útivelli og tapaði með sjö marka mun, 34-27. Með sigri hefði Kiel tryggt sér þýska meistaratitilinn en liðið getur þó tryggt sér hann á mið- vikudaginn er liðið mætir Wetzlar á heima- velli. Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk í leiknum en fékk að líta rauða spjaldið rétt eins og Thierry Omeyer, markvörður Kiel, eftir rimmu þeirra tveggja í leiknum. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel. FÓTBOLTI Riðlakeppni Lengjubik- ars karla lauk nú um helgina og er því ljóst hvaða lið mætast í fjórðungsúrslitum keppninnar. Breiðablik og Valur héldu sínu striki í A-riðli og unnu sína leiki um helgina sem dugði þeim til að koma sér áfram. HK vann sigur á ÍR í B-riðli og liðið komst því áfram á kostnað Keflavíkur sem sat eftir með sárt ennið. Í C-riðli vann Fylkir 4-3 sigur á Víkingi í hreinum úrslitaleik hvort liðið kæmist áfram með Stjörnunni. - esá FJÓRÐUNGSÚRSLITIN Grindavík - Fylkir 22. apríl kl. 20.30 Breiðablik - Þróttur 23. apríl kl. 14.00 Stjarnan - HK 23. apríl kl. 16.00 FH - Valur 24. apríl kl. 19.00 Lengjubikar karla: Ljóst hvaða lið mætast næst VALUR FANNAR GÍSLASON Tryggði Fylki sigur á Víkingi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.