Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 38
26 20. apríl 2009 MÁNUDAGURNÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 L L 12 L L 12 L L L 17 AGAIN kl. 5.50 - 8 - 10 DRAUMALANDIÐ kl. 5.50 FAST AND FURIOUS kl. 10 I LOVE YOU MAN kl. 8 L L 12 12 17 AGAIN kl. 5.40 - 8 - 10.20 17 AGAIN LÚXUS kl. 5.40 - 8 - 10.20 I LOVE YOU MAN kl. 5.40 - 8 - 10.10 DRAUMALANDIÐ kl. 5.50 - 8 FRANKLÍN & FJARSJÓÐURINN kl. 3.50 FAST AND FURIOUS kl. 5.45 - 8 - 10.15 MONSTERS VS ALIENS 3D kl. 3.40 ísl. tal MONSTERS VS ALIENS kl. 3.40 ísl. tal MALL COP kl. 3.40 - 10.10 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 5% L 12 12 14 L L 12 L L DRAUMALANDIÐ kl. 6 - 8 - 10 STATE OF PLAY kl. 8 - 10.30 BÍÓDAGAR GRÆNA LJÓSSINS 17. APRÍL - 4. MAÍ BIGGER STRONGER FASTER kl. 6 ótextuð HUNGER kl. 6 ótextuð YOUNG AT HEART kl. 6 ótextuð ME AND BOBBY FISHER kl. 8 ísl. texti DIE WELLE kl. 8 enskur texti MAN ON WIRE kl. 10 ísl. texti FLASH OF GENIUS kl. 10 ísl. texti SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 12 L 7 L 12 12 FAST AND FURIOUS kl. 5.50 - 8 - 10.10 MALL COP kl. 8 - 10.10 DRAGONBALL kl. 6 - 8 MARLEY AND ME kl. 8 - 10.20 VILTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.30 - 10 THE BOY IN THE STRIPED PYJAMAS kl. 5.30 OPNU NARM YNDIN Eftir Friðrik Guðmundsson EMPIRE TOTAL FILM UNCUT 17 AGAIN kl. 5:50 - 8 - 10:20 L 17 AGAIN kl. 8 - 10:20 VIP I LOVE YOU MAN kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 PUSH kl. 8 - 10:20 12 MONSTERS VS ALIENS ísl. tali kl. 5:50(3D) L MONSTERS VS ALIENS m/ísl. tali kl. 5:50 L FAST & FURIOUS kl. 8 - 10:20 12 KNOWING kl. 8 - 10:20 12 DUPLICITY kl. 5:40 12 GRAN TORINO kl.5:50 VIP STATE OF PLAY kl. 6 - 8 - 10:20 12 LET THE RIGHT ONE IN kl. 8 - 10:20 16 MONSTERS VS ALIENS m/ísl. tali kl. 6(3D) L MONSTERS VS ALIENS m/ensku tali kl. 6(3D) (ótextuð) L BAADER MEINHOF COMPLEX kl. 9 16 PUSH kl. 6 - 8 12 MONSTERS VS ALIENS m/ísl. tali kl. 6 L KNOWING kl. 8 12 MALL COP kl. 8 - 10:10 12 LAST CHANCE HARVEY kl. 8 L KILLSHOT kl. 10:10 16 FAST AND FURIOUS kl. 8 - 10:20 12 ELEGY kl. 8 L ARN THE KNIGHT TEMPLAR m/ísl. tali kl. 10:20 L MYND SEM SKILUR EFTIR VARANLEG SPOR Í HUGUM ÁHORFENDA! - bara lúxus Sími: 553 2075 STATE OF PLAY kl. 8 og 10.30 12 17 AGAIN kl. 6, 8 og 10 L I LOVE YOU MAN kl. 8 og 10.15 12 FRANKLÍN - Ísl. tal kl. 6 L MONSTERS VS. ALIENS 3D kl. 6 - Ísl tal L EINNIG SÝND Í 3D „Norðurlöndin sýndu bókinni mik- inn áhuga og ég seldi hugmyndina til erlends forlags sem er nú þegar að vinna að því að láta hana endur- fæðast í tveimur löndum,“ segir Snæfríður Ingadóttur höfundur bókarinnar 50 crazy things to do in Iceland sem er nú verið að stað- færa í Noregi og í London. Í bók- inni sem kom út hér á landi síðasta vor, er ferðamönnum bent á ýmsa óhefðbundna hluti sem hægt er að gera og er oft ekki talað um í hefð- bundnum ferðamannabókum. „Marte Östmoe, norskur blaða- maður skrifar bókina 50 crazy things to do in Norway sem kemur út í vor, en Ben Murray, bresk- ur blaðamaður skrifar bókina 50 crazy things to do in London. Bæk- urnar líta eiginlega alveg eins út og sú íslenska, en í þeirri norsku eru til dæmis hugmyndir að kreisí hlutum sem hægt er að gera þar, svo sem fara á rottuveiðar í Osló, knúsa skógarbjörn, geimveru- leit og fleira,“ útskýrir Snæfríður sem fylgdist vel með framleiðslu- ferlinu, en sjálf bjó hún í Noregi um árabil. Tvær nýjar bækur eru einn- ig væntanlegar frá Snæfríði í sumar. Sú fyrri heitir 50 roman- tic things to do in Iceland og hefur að geyma hugmyndir á borð við að gista í torfbæ og gerast skálavörð- ur á hálendinu, en sú seinni heit- ir 50 things to taste in Iceland og hefur að geyma ábendingar um mat svo sem svið, bjúgu og hákarl. „Bókunum seinkaði talsvert út af efnahagsástandinu, en koma út fljótlega. Auk þess sem nýtt upp- lag af 50 crazy things to do in Ice- land er á leiðinni til landsins, svo túristarnir geta rifið þetta út í sumar,“ segir Snæfríður og bros- ir. -ag Túristabækur njóta vinsælda „Eftir að við gerðum samning við Fat Northerner Records í Bretlandi fórum við á tónleikaferðalag þar sem fulltrúi frá STEP Records í Tíblisi í Georg- íu sá okkur spila,“ segir Roland Hartwell um hljóm- sveit sína Cynic Guru. Hljómsveitin hefur verið á plötusamningi hjá Fat Northerner Records frá því 2005 og heldur út til Georgíu 15. maí, þar sem henni hefur verið boðið að spila á rokktónlistarhátíð þar í landi. „Það eru komin þrjú ár síðan þau sáu okkur spila og hafa allar götur síðan reynt að fá okkur til að koma og halda tónleika. Nú loksins er það að verða að veruleika eftir að menningarmálaráðuneytið og forseti Georgíu ákváðu að styrkja þessa hátíð, en okkur verður flogið út í gegnum París og allt uppi- hald greitt meðan á hátíðinni stendur,“ segir Roland. Tónleikarnir fara fram á 15.000 manna tónleika- stað sem kallast Open Air og aðstandendur hátíðar- innar hafa leigt hljóð- og ljósabúnað frá Úkraínu því ekki var til nægur búnaður í Georgíu fyrir svo stóra hátíð. 21 hljómsveit mun koma fram alls staðar að úr heiminum, en „Cynic Guru verður eina íslenska hljómsveitin,“ útskýrir Roland. „Þetta er mjög góð tímasetning fyrir okkur því við erum um það bil að fara að gefa út okkar aðra plötu hér á landi,“ bætir hann við. - ag Cynic Guru spilar í Georgíu BOÐIÐ Á TÓNLISTARHÁTÍÐ Cynic Guru verður eina íslenska hljómsveitin sem kemur fram á rokktónlistarhátíðinni í Georgíu 15.-17. maí, þar sem 21 hljómsveit mun stíga á stokk. TVÆR BÆKUR VÆNTANLEGAR Í sumar koma út bækurnar 50 romantic things to do in Iceland og 50 things to taste in Iceland, eftir Snæfríði. Ljósmyndarinn Joseph Henry Ritter hefur komið víða við á fjölskrúðugum ferli og myndað stjörnur eins og Umu Thurman og Isabellu Rosselini. Þessa dagana stendur yfir sýn- ing í Start Art gallerí á myndum hans af íslenskum mótmælunum í janúar. „Quentin Tarantino og fleiri sem ég hef unnið með á tökustað höfðu sagt mér frá Íslandi og hvað það væri stórkostlegt land. Ég ákvað því að koma og kynna mér landið,“ segir Joseph eða Joe eins og hann er jafnan kallaður. Joe hefur í um 30 ár unnið sem ljósmyndari við Holly- wood-kvikmyndir og þykir einn sá besti í sínu fagi. Meðal mynda sem Joe hefur komið að má nefna Pulp Fiction, Barton Fink og Wayne´s World. „Þetta er frábært land og ég hef tekið þátt í ýmsu skemmti- legu síðan ég kom, svo ég tali nú ekki um þessi mögnuðu en friðsömu mótmæli. Ég er sjálfur frá Brook- lyn, einum byltingarkenndasta stað veraldar, og veit hvað þetta var sér- stakt.“ Start Art er samstarfsverkefni sex starfandi listakvenna og mun Joe vinna með galleríinu áfram þar sem næst á dagskrá er verk- efnið Lauga Vegur - fjölgjörningur á Listahátíð þar sem gamli tíminn verður tekinn fyrir þegar þvotta- laugarnar voru og hétu þar sem Laugavegurinn er nú. „Ég hef svona komið mér í það sem mér hefur þótt spennandi og meðal annars myndað fyrir sýn- ingu Verslunarskólans - Stardust.“ Joe hefur einnig myndað Jóhönnu Guðrúnu Eurovision-fara í kringum Madonnu-sýninguna sem og Eurov- isionkeppnina sjálfa, en hann segir Jóhönnu hafa orðið eina af sínum nánustu vinum á Íslandi, þrátt fyrir að aldursmunurinn sé rúm 30 ár. „Jóhanna er kannski 19 ára en hún er fertug í anda, hún er ótrúlega andlega þroskuð. Ég hef kynnst for- eldrum hennar og kærasta og þetta er allt ótrúlega gott fólk. Ég var með henni í kringum Eurovision hér heima og myndaði hana þegar hún var að hafa sig til og undirbúa sig baksviðs. Ég hef fulla trú á að hún verði ofarlega úti í Moskvu.“ Jóhanna Guðrún er ekki eina dívan sem Joe hefur myndað því til að mynda hreifst Isabella Rossel- ini svo af myndum hans úti í Holly- wood að hún bað hann um að mynda sig prívat og persónulega en mynd- ir hans af Rosselini og kvikmynda- goðsögnunum Roger Corman og John Houston verða boðnar upp til styrktar baráttunni gegn alnæmi á Venice Beach í Kaliforníu síðar í apríl. juliam@frettabladid.is Vinur Jóhönnu Guðrúnar myndar stjörnur í Hollywood HEFUR KOMIÐ VÍÐA VIÐ Jospeh Henry Ritter gerði handrit að þekktri kult-kvikmynd frá níunda áratugnum, The Toxic Avantage, en þannig komst hann í kynni við Quent- in Tarantino. Tarantino sagði Joseph svo að hann yrði að heimsækja Ísland og sjá land og þjóð. MÓTMÆLIN MEÐ AUGUM JOE Í Start Art gallerí má meðal annars sjá þessa mynd Josephs Ritter af lögregluþjóni sem gefur sér tíma til að mynda mótmælin á símann sinn. MYND/JOSEPH RITTER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.