Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Í dag er mánudagurinn 20. apríl, 110. dagur ársins. 5.38 13.27 21.17 5.14 13.11 21.11 Opið 07 til 01 Lyfja Lágmúla - Lifið heil www.lyfja.is F í t o n / S Í A F I 0 2 9 0 7 1 Heimsborg Það er tilvalið að heimsækja Amager Strandpark. Bara 7 mínútur með Metro úr miðbæ Kaupmannahafnar! Kaupmannahöfn er dásamleg og óþrjótandi uppspretta matar, menningar og almennra vingjarnlegheita. Hún heitir Kaupmannahöfn, en þú mátt alveg kalla hana Köben. Bókaðu ferð til Kaupmannahafnar fyrir þig og þína á www.icelandexpress.is Komdu með til Køben! með ánægju Tívolíferð til Køben 11.–15. júní Verð á mann, miðað við tvo fullorðna og eitt barn (2–11 ára): 79.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og hótelgisting á First Hotel Vesterbro með morgunverði. Nánar á www.expressferdir.is og í síma 5 900 100 Vor í Kaupmannahöfn 15.–17. maí Verð á mann í tvíbýli: 59.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og hótelgisting á 4* The Square með morgunverði. Kæra Kaupmannahöfn Eftir sögulegasta vetur frá því í seinna stríði mun Sjálfstæðis- flokkurinn að líkindum gjalda afhroð í kosningum í fyrsta sinn í átján ár. Framlag flokksins til þjóðfélagsins frá hruni einskorð- ast enda við það sem loksins kom blóði þingmanna hans á hreyfingu: Að koma með málþófi í veg fyrir að bundið yrði í stjórnarskrá að þjóðareign yrði í eigu þjóðarinnar. Þessi flokkur skilur orðið einka- eign svo dæmalaust vel, en telur að þjóðareign geti valdið túlkunar- vanda. „VILJI Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum yfir sjávarútvegsauð- lindinni þá felur það í sér að Sjálf- stæðisflokkurinn vill standa utan Evrópusambandsins,“ sagði þing- maður flokksins á landsfundi um daginn og negldi þannig sjálfur niður eigin eftirmæli. FJÖLDA hægrimanna finnst loks kominn tími til að hvíla flokk- inn eftir þrásetu í stjórnarráðinu og sumir geta ekki hugsað sér að kjósa villta vinstrið, fyrir því er ekki hefð á öllum heimilum. Kost- irnir eru því fáir. Sitja heima eða skila auðu. Þrátt fyrir fréttir um að í þetta sinnið verði auðir seðlar taldir sérstaklega er fyrirséð að þeir verði afgreiddir í umræð- unni á tíu mínútum eftir kosning- ar. Skili þannig ekki öðru en pínu- lítilli útrás á uppsafnaðri gremju gegn þeim sem komu þjóðinni á kaldan klaka. ÞÓ að stutt sé til kjördags vil ég því læða hér að hugmynd til styrkt- ar lýðræðinu: Í fyrsta lagi verði prentaður á kjörseðla sérstakur reitur fyrir þá sem ekki kæra sig um að ljá atkvæði sitt neinu fram- boði. Fólk geti semsagt sett X við „ekkert af framantöldu“ eins og í hverri annarri könnun. Þar með væri tryggilega staðfest að kjós- andinn hefði nýtt atkvæðisrétt sinn en ekki bara gleymt af klaufa- skap að hreyfa skriffærin. Í öðru lagi yrðu þau atkvæði sem höfnuðu öllum framboðum talin af sömu virðingu og önnur. Lág- marksfjöldi auðra seðla gæti því skilað auðu þingsæti. Sem teldist þá hvorki með meirihluta þing- heims né minnihluta, heldur væri einfaldlega auður stóll í þinginu. Meirihluta allra 63 þingsætanna þyrfti eftir sem áður til að ná samþykki, en hinn auði stóll sæti ævinlega hjá og væri þannig virkt aðhald í öllum málum allt kjör- tímabilið. Þingfararkaupið rynni til líknarmála. Auður skili sæti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.