Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.04.2009, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 20.04.2009, Qupperneq 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég held að samansafn hljóð- færa úr óvæntum áttum einkenni heimili tónlistarmanna og þar er mitt heimili engin undantekning,“ segir Sylvía Hlynsdóttir trompet- leikari þar sem hún situr í stofu sem nálgast það að vera lítill tón- leikasalur, fullbúinn til tónleika- halds. Á sófaborðinu stendur aldið flugelhorn, sem henni er hjart- fólgnast veraldlegra eigna. „Flugelhornið gaf mér gamall kærasti á jólum fyrir árafjöld og mér þykir undurvænt um það, auk þess að finnast það stök heimilis- prýði. Í miklu leynimakki stakk hann því undir jólatréð, þéttvöfðu í forláta ullarteppi og mátti eng- inn koma nálægt pakkanum því málmurinn er svo mjúkur að vart má handleika hann af meðal- hörku svo hann dældist ekki,“ segir Sylvía, sem hafði ekki hug- mynd um hvað leyndist innan í ullinni mjúku, en hafði þráð að eignast flugelhorn. „Trompet er mitt aðalhljóðfæri, en flugelhorn geymir öðruvísi hljóm, sem er dekkri og mýkri. Kærastinn fyrrverandi keypti það gamalt og kolsvart, en púss- aði upp svo ljómaði sem nýtt. Það leynir sér ekki á hljómnum að hornið er komið til ára sinna því það er innbyrðis falskt af elli og þarf sérstaka tækni til að spila á svo hljómi almennilega,“ segir Sylvía um flugelhornið sem síðan hefur fylgt henni um allan heim og mun ævinlega eiga stóran sess í hennar húsum. Sylvía spil- ar einnig á píanó, bassa og gítar, sem standa virðulega innan um trommusett og fleira hljómfag- urt í stofunni. „Ég safna lúðrum, en læt ekki duga að hafa þá fyrir augað held- ur spila á þá alla. Ég valdi að læra á trompet átta ára gömul því mér þótti það lítið og nett, með þremur tökkum og rökrétt leikur einn að læra á, en í raun er það eitt erfið- asta hljóðfærið að læra á. Ég gafst þó ekki upp þegar á reyndi því mér líkaði aginn sem fylgdi því og mun spila um alla framtíð, ekki síst á mitt kæra flugelhorn, þótt kærastinn sé orðinn góður vinur í dag,“ segir hún hláturmild. Sylvía heldur burtfarartónleika sína í Tónlistarskóla FÍH fimmtu- daginn 14. maí klukkan 18. thordis@frettabladid.is Ástarlúður í ullarteppi Þegar snjókorn jólanætur liðinna ára læddust niður úr hátíðlegum skýjum laumaðist kærasti Sylvíu Hlynsdóttur trompetleikara með fornt flugelhorn í íslenskum ullarfelubúningi undir jólatréð. Sylvía Hlynsdóttir trompetleikari lætur hugann reika til liðinna jóla þegar hún fékk flugelhornið fagra frá sínum hugvitssama og þá heittelskaða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HIRSLUR undir alls konar dót má auðveldlega búa til sjálfur. Þessar skemmtilegu skúffur í barnaherbergið eru til dæmis bara gerðar úr tveimur trékössum sem hafa verið málaðir og settir á hjól. 20 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.