Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 20.04.2009, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 20. apríl 2009 9. HVER VINNUR! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, GOS, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS ESL UBV Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! 149 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Magnaður spennutryllir frá framleiðandanum Michael Bay. FRUMSÝND 22.4.2009 Ég hef eiginlega aldrei haft smekk fyrir raunveruleikaþáttum. Líklega má útskýra það að hluta til með því að þessir raunveruleikaþættir eru ekkert sérstaklega raunverulegir, og að hluta til með því að þeir eru alltaf eins, og verða því mjög fljótt leiðigjarnir. Með góðum vilja var hægt að horfa á fyrstu þáttarað- irnar af Survivor og Amazing Race. Jafn- vel America´s Next Top Model og Bachelor voru þolanlegir, eða þolanlegri allavega. En eftir því sem líður á verða þessir þætt- ir drepleiðinlegir. Einn þáttur stendur þó upp úr í öllu þessu flóði. Það er breski þátturinn Brit- ain´s Got Talent, sem mér vitanlega er hvergi sýndur hér á landi. Það kemur ekki að sök af því að allt það besta úr honum má finna á netinu, bæði á YouTube og á heimasíðu þáttarins. Í þessum þætti hefur líklega tekist að finna krúttlegasta fólk Bretlands og koma því í sjónvarpssal. Þátturinn er líka ólíkur flestum raunveru- leikaþáttum að því leyti að í honum er oft hægt að finna góðan boðskap. Í fyrstu þáttaröðinni sigraði feiminn starfsmað- ur í símabúð í keppninni. Í fyrra lenti svo þrettán ára strákur, sem hafði verið lagður í einelti vegna söngáhugans, í þriðja sæti og fleiri hafa vakið mikla athygli þrátt fyrir að hafa ekki náð jafn langt. Fræg- asta og nýjasta dæmið er svo hin tæp- lega fimmtuga Susan Boyle, sem kom, sá og sigraði í áheyrnarprufunum í ár. Hún kennir okkur ekki bara að dæma ekki bók- ina eftir kápunni, heldur er hún líka gott dæmi um nægjusemi. Á einni viku hafa 26 milljónir manna horft á myndbrotið af henni syngja í prufunum. Þar sem hún sjálf á hvorki GSM-síma né tölvu þurfti hún að fara í heimsókn til vinar síns til þess að sjá sjálfa sig syngja. Bretar hafa hæfileika NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Pondus kynnir: Það sem karlmenn vilja alls ekki gera! Í dag: Verslunarferðir. Af hverju? Þeir geta fuðrað upp og dáið hræðilegum dauð- daga! Ææææ! Ætla foreldrar þínir að kaupa þennan fyrir þig? Þegar ég verð átján. Flott! Hvað með aukahlutina? Hvað heldur þú? Drengur! Sjáðu línurnar á honum! Eruð þið að tala um bíla? Nei, gemsa. Get ég frekar fengið þetta í klinki... Störukeppnin heldur áfram... Komdu nær... komdu nær... Vá, ég sé sjálfan mig í augunum á þér! FRÁBÆRT! Þú verður að láta mömmu fá uppskriftina! Auðvitað! Ég geng frá því núna. Hann er hrifnastur af frönsku eld- húsi en hann fæst alveg til að borða taí- lenskan mat, kínverskan og jafnvel mat frá Eþíópíu. Kæra Vanda, vinsamlegast hafðu í huga að Birgir er sérstak- ur þegar kemur að mat. Banki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.