Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 2
2 1. maí 2009 FÖSTUDAGUR FÓLK „Hugsaðu þér vonbrigðin,“ segir Ingibjörg Auður Ingvadóttir, sem í febrúar jarðsetti eiginmann sinn og komst síðan að því að leg- steinninn á gröfinni verður að vera til fóta. Eiginmaður Ingibjargar hvílir í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi. Þar snúa allir hinir látnu ásjónu mót austri. Vegna uppbyggingar garðsins snýr helmingur leiðanna þannig að höfuð hinna látnu snúa að göngustígum en helmingur frá þeim. Síðan er reglan þannig að legsteinar og krossar á leiðun- um eiga að vera í þeim enda leið- anna sem snýr frá stígunum. Þetta þýðir að við helming leiðanna eru legsteinar til fóta og helmingur við höfðalagið. Þetta á líka við um aðra nýrri kirkjugarða á svæði Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæm- is að sögn Þorgeirs Adamssonar garðyrkjustjóra. „Ég á að vera við hliðina á mann- inum mínum og sætti mig ekkert við að vera með fæturna upp við steininn sem ég ætla að hafa við höfðalagið,“ segir Ingibjörg, sem sjálf er orðin 74 ára gömul og er farin að svipast um eftir sameigin- legum legsteini fyrir þau hjón- in. Hún kveðst hafa beðið um að maðurinn hennar yrði fluttur. „Þá var mér sagt að ég yrði að fara í kirkjumálaráðuneytið og að það væri ansi mikið mál. Ég veit ekki hvað ég geri.“ Þorgeir Adamsson segir ekk- ert hægt að gera fyrir Ingibjörgu úr því að eiginmaður hennar hafi þegar verið jarðsettur. „Þetta er búið og gert. Það er algjört neyðar úrræði að færa til kistur og við gerum það helst ekki,“ segir hann. Að sögn Þorgeirs gera fáir athugasemdir við fyrirkomulagið sem tíðkast. „Allur þorri aðstand- enda sættir sig við þetta eins og það hefur verið undanfarna ára- tugi,“ segir hann en bendir á að sé óskað eftir því fyrir fram að minnismerki komi við höfðalagið sé hægt að verða við því. Þorgeir segir hugmyndafræðina að baki því að allir snúi ásjónu mót austri vera þá að þá vísi þeir mót sólarupprásinni. Þetta sé þó ekki þannig í Fossvogskirkjugarði en þar snúi þó allir eins. „Undanfarna áratugi hefur það verið vinnuregla að minnismerki eru sett þannig á grafirnar að þau vísi út að stígun- um en snúi ekki í þá baki,“ segir Þorgeir og útskýrir að það auð- veldi bæði álestur á legsteinana og umhirðu í garðinum að hafa þá ekki út við stígana. Ingibjörg telur hins vegar að hönnun garðanna sé mistök. „Arkitektinn hlýtur að hafa getað hannað göturnar þannig að allir gætu notað höfðalagið. Það er allt- af verið að stjórna fólki og það má helst enginn vita neitt. Það var bara tilviljun að ég komst að þessu.“ gar@frettabladid.is Legsteinninn til fóta við aðra hverja gröf Ingibjörg Auður Ingvadóttir segir það hafa verið mikil vonbrigði að uppgötva eftir jarðsetningu eiginmanns síns að legsteinn við gröf þeirra hjóna verði að vera þeim til fóta. Búið og gert, segir garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkur. Í GUFUNESKIRKJUGARÐI Ásjónur hinna látnu vísa allar mót sólarupprásinni en helm- ingurinn snýr þannig við stígakerfi kirkjugarðsins að legsteinarnir eru til fóta en ekki við höfðalagið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL Fjórar stúlkur sem grunaðar eru um aðild að árás á fimmtán ára gamla stúlku í Heið- mörk á miðvikudag gáfu sig fram við lögreglu í gær. Þær voru yfir- heyrðar að viðstöddum forráða- mönnum sínum eða fulltrúum frá barnaverndarnefnd, þar sem þær eru undir lögaldri, að sögn Frið- riks Smára Björgvinssyni yfirlög- regluþjóns. Stúlkurnar hafa þó náð sakhæfisaldri. Stúlkurnar eru grunaðar um að hafa numið fimmtán ára stúlku á brott frá heimili hennar, ekið með hana í Heiðmörk og gengið þar í skrokk á henni. Þolandi árásarinnar gaf skýrslu hjá lögreglu í gær og kærði verkn- aðinn formlega, segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögreglu- þjónn rannsóknardeildar Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. „Það er skelfilegt að sjá andlitið á systur minni, hún er mjög bólg- in og er í rauninni ennþá í sjokki,“ segir Hrönn Óskarsdóttir, syst- ir fórnarlambsins. Hún vonar að aðrir sem lent hafi í svipaðri lífs- reynslu en ekki þorað að kæra hingað til fari nú alla leið og kæri til lögreglu. Friðrik segir mál af þessu tagi ekki algeng. Hann hafði ekki upplýsingar um hvort stúlk- urnar sjö hefðu komið áður við sögu lögreglu. - bj, kg Fimmtán ára stúlka kærði hóp stúlkna sem gengu í skrokk á henni í Heiðmörk: Fjórar stúlkur gáfu sig fram ÓVIÐUNANDI Hrönn Óskarsdóttir, systir fórnarlambsins, segir að samfélagið sætti sig ekki við að unglingar séu barðir til óbóta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMFÉLAGSMÁL „Við erum að reyna að gera meira úr þessu en áður hefur verið,“ segir Hafsteinn Egg- ertsson, framkvæmdastjóri 1. maí nefndar Reykjavíkur, um hátíðar- höldin í dag. „Enda ærin ástæða til, við erum í miðri kreppu. Tut- tugu þúsund manns eru atvinnu- lausir og margir eiga um sárt að binda svo það er mikilvægt að sýna samstöðu.“ Af því tilefni verða hátíðarhöld- in haldin á Austurvelli en ekki Ingólfstorgi eins og undanfarin ár. „Það tengir þetta við búsáhalda- byltinguna að hafa hátíðarhöldin á Austurvelli enda má segja að það hafi verið 1. maí á hverjum degi þegar hún var í gangi.“ Hann segir að eins verði gert meira úr tónlistarflutningi við hátíðarhöldin en verið hefur, til að reyna að ná til fleira fólks. Hátíðarhöldin þóttu ekki sér- lega móðins í góðærinu. „Undan- farin ár hafa mætt um þrjú til fimm þúsund manns en við von- umst til að fá sjö til átta þúsund manns að þessu sinni.“ Kjörorð dagsins eru sótt í Inter nasjónalinn (Alþjóðasöngur verkalýðsins) „Byggjum réttlátt þjóðfélag“ og verður gengið niður Laugaveg undir því við lúðraþyt og trommuslátt. Gangan hefst klukkan hálf tvö. Á vefsíðu ASÍ, asi.is, má finna upplýsingar um hátíðarhöld víða um land. - jse Meira verður lagt í 1. maí hátíðarhöldin sem að þessu sinni verða á Austurvelli: Þá var 1. maí á hverjum degi ÖLLU TJALDAÐ TIL Hafsteinn segir boðskap 1. maí hátíðarhalda eiga mun meira erindi nú en oft áður og því verði meira lagt í þau en undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært mann og konu fyrir heiftar- lega árás með kjötexi og hafna- boltakylfu. Skötuhjúin sem eru bæði um þrítugt réðust á mann aðfaranótt laugardags í september 2007. Árásarmaðurinn lagði til fórnar- lambsins með kjötexi. Í kjölfarið sló konan manninn með hafna- boltakylfu í vinstri öxl. Af atlögunni hlaut fórnarlamb- ið djúpan skurð frá nefrót og upp á mitt enni og yfir alla nefbrún- ina og sex til sjö sentimetra lang- an skurð á vinstri framhandlegg. - jss Maður og kona ákærð: Réðust á mann með öxi og kylfu VIÐSKIPTI MP Banki hefur keypt útibú gamla SPRON í Borgartúni og hyggst hefja starfsemi þar í þarnæstu viku. Sextán fyrrver- andi starfsmenn SPRON hafa verið ráðnir til bankans. MP hafði áður náð sam- komulagi við skilanefnd SPRON um kaup á öllu úti- búanetinu fyrir 800 milljónir króna. Full- trúar bank- ans sögðu hins vegar Kaupþing hafa hindrað söluna og hættu því við. Spurður hvort þessi nýju tíð- indi þýði að breyting hafi orðið þar á, segir stjórnarformaðurinn Margeir Pétursson að verið sé að reyna að bjarga því sem bjargað verði. „Við erum tilbúnir að standa við okkar hluta af samn- ingnum en við borgum auðvit- að ekki fyrir eitthvað sem hefur farið forgörðum,“ segir hann. - sh Opna fljótlega í Borgartúni: MP kaupir eitt útibú SPRON MARGEIR PÉTURSSON Steinþór, er það ekki bara grís að fá ferðamenn eins og ástandið er? „Nei, ekki þegar þú býður upp á góða þjónustu. Það er trikk sem svínvirkar.“ Svínaflensan hefur slæm áhrif á ferða- iðnaðinn að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Steinþór Jónsson er hótelstjóri Hótels Keflavíkur. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu handtók í gær fjóra menn sem voru eftirlýstir vegna gruns um tilraunir til inn- brota í hraðbanka og verslanir að undanförnu. Þrír mannanna voru hand- teknir í Leifsstöð þegar einn þeirra var á leið úr landi. Sá fjórði gaf sig fram við lögreglu, eftir því sem fram kemur í til- kynningu frá lögreglu. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir. Einn mannanna var færður í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem krafist verður farbanns á hann vegna rannsóknar lögreglunnar á Selfossi á innbroti í hraðbanka í Hveragerði fyrir skömmu. Lög- reglan útilokar ekki að fleiri handtökur verði framkvæmdar vegna þessa máls. - kg Grunaðir hraðbankaþjófar: Fjórir voru handteknir BANDARÍKIN, AP Lögmenn tveggja ungra manna sem hafa verið í haldi í Guantanamo-fangabúðun- um frá árinu 2002 hvöttu banda- rísk stjórnvöld í gær til að fylgja sáttmálum um barnahermenn og láta þá lausa. Mennirnir voru teknir höndum í Afganistan árið 2002. Annar var fjórtán eða fimmtán ára þegar hann var tekinn til fanga en hinn sextán eða sautján ára. Þeir réð- ust báðir á bandaríska hermenn með handsprengjum. Öryggis- ráðið fjallaði í gær um barnaher- menn. Fulltrúi Bandaríkjanna ítrekaði þar andstöðu landsins við notkun barnahermanna. - bj Minna á barnahermenn: Vilja frelsi frá Guantanamo DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt tvo fyrrverandi blaðamenn Ísafoldar til að greiða Ásgeiri Davíðssyni, betur þekktum sem Geira á Goldfinger, hálfa milljón króna í miskabætur vegna meið- yrða. Í grein blaðamannanna Jóns Trausta Reynissonar og Ingibjargar Daggar Kjartans- dóttur var Ásgeir sakaður um að selja nektardansmeyjar á Gold- finger í vændi. Hæstiréttur lækkar með þessu bæturnar um helming, en héraðs- dómur hafði áður dæmt Ásgeiri milljón í miskabætur. Hann fær hins vegar eftir sem áður 300 þúsund krónur til að birta dóm- inn í fjölmiðlum. Alls ómerkir Hæstiréttur fimm ummæli í greininni, en héraðsdómur hafði áður ómerkt sjö ummæli. - sh Dómur fyrir meiðyrði: Miskabætur til Geira lækka um helming SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.