Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 12
12 1. maí 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 18 Velta: 71 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 221 +0,51% 648 +0,67% MESTA HÆKKUN CENTURY AL. +9,13% MAREL +5,82% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -0,87% ÖSSUR -0,64% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic Airways 173,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 251,00 +0,00% ... Bakkavör 1,14 -0,87% ... Eik Banki 90,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 118,00 +0,00% ... Icelandair Group 5,00 +0,00% ... Marel Food Systems 50,00 +5,82% ... Össur 93,20 -0,64% Verð á íslenskum sjávarafurðum lækkaði um 1,5 prósent í mars mælt í erlendri mynt og var þetta níundi mánuðurinn í röð sem verð- ið lækkar. Það er nú jafn hátt og í mars 2006, samkvæmt nýrri grein- ingu IFS. Í greiningunni segir að verð- lækkunin sé í takt við verðþróun á heimsvísu upp á síðkastið. Þótt verðið hafi lækkað mikið í erlendri mynt undanfarna mánuði sé það ekki lágt í sögulegu samhengi. Bent er á að vegna veikingar krónunnar er afurðaverð enn hátt í íslenskum krónum talið og því sé framlegð í sjávarútvegi góð. IFS bætir við að erlendir kaup- endur íslenskra sjávarafurða hafi lagt áherslu á að takmarka birgð- ir og því séu enn miklar birgðir af sjávarafurðum hér. - jab TROLL DREGIÐ INN Fall krónunnar hefur valdið því að verð á sjávarafurðum er hátt í krónum talið. Í erlendri mynt hefur verðið ekki verið lægra í þrjú ár. Afurðaverð lækkar Bandaríski bílaframleið- andinn Chrysler óskaði í gær eftir greiðslustöðvun. Gangi sameining við Fiat eftir rís fimmti umsvifa- mesti bílaframleiðandi heims úr rústunum. Stjórnendur Chrysler óskuðu í gær eftir heimild til greiðslustöðvunar í samræmi við þarlend lög eftir að viðræður við lánardrottna um endurskipulagningu runnu út í sandinn. Bílaframleiðendur vestra hafa lengi glímt við erfiðleika. Chrysler sótti ásamt öðrum hornsteinum bílageirans um neyðarlán stjórn- valda um áramót. Þegar samkomu- lag náðist ekki við lánardrottna áður en lokafrestur stjórnvalda fyrir veitingu lánsins rann út á miðnætti í gær var greiðslustöðv- unin eina leiðin. Chrysler er fyrsti bílaframleið- andinn vestra sem fer þessa leið og ekki útilokað að aðrir fylgi á eftir. Bloomberg-fréttastofan sagði í gær hvorki standa til hjá Chrysler að hætta framleiðslu né segja upp starfsfólki. Bandarísk stjórnvöld stofni nýtt félag sem kaupi bestu eignir þrotabúsins og leggi þau, ásamt ríkisstjórn Kanada, því til 10,5 milljarða dala í skiptum fyrir tíu prósenta hlut í því. Á meðan greiðslustöðvun Chrysler varir er stefnt að því að ítalski bílaframleiðandinn Fiat kaupi fimmtung í félaginu. Fiat, sem er hið ítalska móðurfélag Ferrari og Alfa Romeo auk þess að framleiða sparneytinn smábíl undir eigin merkjum, hefur um árabil leitað fyrir sér á banda- rískum markaði. Það hefur engum árangri skilað fyrr en nú. jonab@markadurinn.is Fyrsti bandaríski bíla- risinn í greiðslustöðvun ALLT Á FULLU Í EINNI VERKSMIÐJU CHRYSLER Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Chrysler hyggst nota tímann vel og vinna með Ítölum að framleiðslu bíla innan nokkurra mánaða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Landsframleiðsla dróst saman um 6,1 prósent á fyrsta fjórðungi ársins í Bandaríkjunum, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins, frá í fyrradag. Þetta kemur til viðbótar við 6,3 prósenta samdrátt vestra í þrjá ársfjórðunga á undan. Niðurstaðan er verri en reiknað var með en hag- fræðingar virðast sammála um að bandarískt efna- hagslíf sé að ganga í gegnum verstu þrengingar sem sést hafi þar í landi í rúma hálfa öld. Talsverð óvissa einkennir ástandið en meðalspár Bloomberg hljóðuðu upp á allt frá 2,8 til 8 prósenta samdráttar á fjórðungnum. Christina Romer, efnahagsráðgjafi Bandaríkja- forseta, segir í samtali við Bloomberg flesta sjá til botns á seinni hluta árs og megi þá vænta að hag- kerfið taki við sér á ný. - jab Hratt kólnar í hagkerfi vestra Verðbólga á evrusvæðinu mældist 0,6 prósent í síðasta mánuði, sam- kvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Verðbólga steig í hæstu hæðir samhliða snörpum verðhækkun- um á hráolíu og matvælaverði í fyrravor og náði fjórum prósent- um um mitt fyrrasumar. Eftir því sem krumlur fjármálakreppunnar hertu takið á neytendamörkuðum hjaðnaði verðbólga. Verðbólgutölur sem þessar hafa aldrei fyrr sést á evrusvæðinu en byrjað var að taka tölurnar saman í mars árið 1996. Wall Street Journal hefur eftir hagfræðingi hjá UniCredit, að líkur séu á að verðbólga verði nær núlli þegar næstu tölur verða birt- ar í mánuðinum. - jab Hratt dregur úr verðbólgunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.