Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 14
14 1. maí 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ UMRÆÐAN Sighvatur Björgvinsson skrifar um viðskiptasnilld talsmanns neytenda. Talsverðar leifar af viðskiptasnilld finnast enn á Íslandi þrátt fyrir hrunið. Síðustu vikurnar hefur vart þann umræðuþátt verið að hafa í ljósvakamiðl- unum, að þar skjóti ekki upp kollinum snöfurmenni, sem upplýsi að auðvelt sé að losa fólk undan skuldum án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Síðast í fyrrakvöld gaf sig fram í Kast- ljósi „talsmaður neytenda“. Hann sagðist hafa lagt til við ríkisstjórnina að sett yrðu lög þar sem kröfur með veðum í íbúðarhúsnæði yrðu tekn- ar eignarnámi, sett yrði síðan á stofn opinber nefnd, sem fengi sem verkefni að afskrifa lánin eftir til- teknum reglum. Aðspurður sagði hann, að þetta myndi kosta ríkið sáralítið. Nánast ekkert fyrir utan laun nefndarmannanna. Kostnaðinn bæru lán- veitendur, sem hvort eð er væru búnir að tapa kröf- um sínum að hluta eða öllu leyti. Með öðrum orðum, auðvelt væri að aflétta skuldum án þess að það kost- aði nokkurn neitt. Af einhverjum ástæðum hentar stjórnendum þátta í ljósvakamiðlunum að tala sem allra mest um slíkar aðferðir. Blessað fólkið er nú af þeirri kynslóð. Skoðum hvernig framkvæmd á tillögum Neytenda- stofu hlyti að verða. Ríkið setur „neyðarlög“ þar sem ríkissjóður tekur eignarnámi allar íbúðalána- kröfur banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúða- lánasjóðs. Ófrávíkjanleg meginregla eignarnáms er, að fullar bætur skuli ávallt koma fyrir. Ríkið yrði sem sé að greiða kröfueigendum fullar bætur fyrir eignaupptökuna. Maður- inn sagði, að kröfurnar ætti ekki að afskrifa fyrr en eftir eignarnámið – þegar „nefndin“ fengi það verkefni. Bótakröfurnar við eignar- námið hlytu því óhjákvæmilega að vera þær fjárhæðir, sem næmu hinum upprunalegu kröfum samanlögðum. Engin smáfjárhæð það. Kostar það skattborgara ekki neitt? Gáfulegt – eða hitt þó heldur! Íslenska þjóðin yrði þar með orðin eigandi allra fjárkrafnanna. Afskriftir þær, sem nefnd Neytendastofu myndi síðan ákvarða, kæmu svo til lækkunar á þeim eignum þjóðar- innar. Hvernig ætlar talsmaður neytenda að yfirfæra það tap á fyrri eigendur – lánveitendurna, sem kröf- urnar voru teknar af með eignarnámi? Sérhver snudd greindur maður sér á augabragði, að þetta er leiðin til þess að velta öllum íbúðalánavanda banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs beinustu leið yfir á herðar skattborgara. Öll vandamál þessara lánveitenda yrðu leyst. Ríkið fengi reikninginn. Ekki eru nema tvö ár síðan talsmaður neytenda gaf opinberlega kost á sér til setu á Alþingi fyrir tiltekinn stjórnmálaflokk en dró sig til baka þegar honum var bent á að slíkt færi illa saman við emb- ætti hans. Er maðurinn kominn í framboð aftur, þegar kosningar eru búnar? Kannske sestur við stjórnarmyndunarborðið í umboði Neytendastofu? Þarna er sannarlega liðs að leita! Höfundur er fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála. Nú er lið að Neytendastofu SIGHVATUR BJÖRGVINSSON F yrsti maí er haldinn hátíðlegur í dag í skugga erfiðara efnahagsástands en þekkst hefur í manna minnum. Íslenskt launafólk, sem undanfarin ár hefur sótt sér batnandi kjör og réttindi, stendur nú frammi fyrir breyttri heimsmynd. Næstu mánuði og misseri mun baráttan snúast um að verja það sem hefur áunnist. Margt launafólk hefur þegar tekið á sig lækkun launa eða annars konar skerðingu á kjörum með það að markmiði að verja störf. Þetta er skiljanlegt og að einhverju marki nauðsynlegt en eitt af hlutverkum samtaka launafólks á viðsjárverðum tímum hlýtur að vera að standa vörð um það að ekki séu lagðar of þungar byrðar á herðar þeim sem minnst hafa fyrir vegna lágra tekna, barnafjölda og uppbyggingar heimilis. Eitt af verkefnum samtaka launafólks í dag er að sjá til þess að fjárhagslegum grundvelli verði ekki kippt undan þessum heimilum. Sú umræða var nokkuð á kreiki meðan allt lék í lyndi í efna- hag þjóðarinnar að verkalýðsfélög væru barn síns tíma og hlutverk þeirra væri ekki lengur skýrt. Launafólk næði betri árangri í kjarasamningum eitt og sér en næðust í samningum stéttarfélaga við samtök atvinnurekenda. Þessar raddir voru raunar sterkari í þeim hópum sem eru um og yfir meðaltekjum. Þegar harðnar á dalnum kemur hins vegar skýrt í ljós að hver og einn má sín lítils miðað við samtakamátt fjöldans og er þá ekki spurt um fyrri innkomu. Stéttarfélög þurfa einnig að standa vörð um störfin. Niðurskurður ríkis og sveitarfélaga sem nú er hafinn dregur úr starfsöryggi opinberra starfsmanna og virðist ætla að bitna meira á kvennastörfum en þeim störfum sem karlar stunda fremur. Þetta hlýtur að hafa veruleg áhrif á áherslur samtaka opinberra starfsmanna. Verkalýðshreyfingin hefur í vaxandi mæli látið til sín taka á flestum þeim sviðum sem lúta að kjörum launafólks. Þannig er Alþýðusamband Íslands nú hluti þeirrar „elítu“ sem beitir sér fyrir því að gengið verði til aðildarviðræðna við Evrópusam- bandið. ASÍ hefur sömuleiðis látið til sín taka á sviði neytenda- mála, auk þess sem fulltrúar hreyfingarinnar eru virkir þátt- takendur í umræðunni um hagstjórn og peningastefnu. Verðlag og gjaldmiðill, vaxtastig og verðbólga hafa enda gríðarlega mikið að segja varðandi kjör fólks, ekki síður en laun. Verkefnin eru mörg. Nú ríður á að launafólk í landinu, bæði í opinbera geiranum og á hinum almenna vinnumarkaði, snúi bökum saman. Það hefur aldrei verið brýnna. Hér á landi hefur launafólk safnast saman til að knýja á um réttindi sín, sýna samstöðu og einnig gleðjast á 1. maí í meira en áttatíu ár. Ástæða er til þess að ætla að ekki muni færri vilja taka þátt í hátíðarhöldum dagsins í ár en á undangengnum árum, sem og finna til samtakamáttar með bræðrum sínum og systrum. Til hamingju með daginn. Alþjóðlegur baráttudagur launafólks: Vorhret á glugga STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR Leiðir biskups Staðan í Selfosskirkju er með sér- kennilegra móti. Séra Gunnar Björns- son hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot en samt leggst sóknin og fagráð Þjóðkirkjunnar um kynferðisbrot gegn því að hann snúi aftur til starfa. Gunnar og biskup láta þó ekki segjast og hafa í sameiningu ákveðið að hann skuli snúa aftur í júní í óþökk sóknarbarnanna. Í ofanálag vill Gunnar sækja bætur frá biskupi fyrir að hafa verið settur í leyfi. Biskup skyldi þó ekki örvænta um ástandið, því í gær barst kjarnyrt og afdráttarlaus yfirlýsing frá Prestastefnu um hvernig best er að snúa sér í málinu flókna. Þar er biskup hvattur til að „nýta þær leiðir sem hann hefur til lausnar í málefnum Selfosskirkju“. Biskup getur þá allavega strax útilokað að nýta þær leiðir sem hann ekki hefur til að leysa málið. Hálfnað er verk þá hafið er. Síðasti sendiherrann? Klúðursleg sinnaskipti orðuritara íslenska forsetaembættisins í garð bandaríska sendiherrans Carol van Voorst virðast hafa runnið henni, sem og öðrum þarlendum erind- rekum, mjög til rifja. Nú heyrast jafnvel þær raddir úr ranni bandarískra sendifulltrúa að niðurlægingin geti hugsanlega orðið þess valdandi að þess verði langt að bíða að veldið í vestri láti okkur í té annan sendiherra. Glereggsins hefnt Áður en þeir hugsa þá hugsun til enda ættu þeir að minnast glereggs- ins fagra sem Ólafur Ragnar Grímsson gaf Hillary Clinton árið 1999 og rataði nokkrum árum síðar lágt metið á uppboð á eBay. Rætt var um að þetta hefði móðgað Ólaf Ragnar ógurlega og hann hlyti að hugsa forsetafrúnni fyrrverandi þegjandi þörfina. Hillary hafði hins vegar ekki verið lengi æðsti yfirmaður bandarískra utanríkismála þegar Ólafi tókst að launa henni lambið gráa. Staðan er nú eitt-eitt en leiknum líklega hvergi nærri lokið. stigur@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.