Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 26
6 föstudagur 1. maí tíðin ✽ algjör heimsborgari... MINNINGARTÓNLEIKAR Annað kvöld klukkan 20 fara fram minningartónleikar um Rúnar Júlíusson í Laugardalshöllinni. Fram koma meðal annars meðlimir Hljóma, en sérstakir gestir eru Baldur og Júlíus synir Rúnars, María Baldursdóttir og barnabörn Rúnars. 17 AGAIN Mike O‘Donnell fær óvænt tækifæri til að endurupplifa unglingsárin. Hann skráir sig aftur í gamla skólann sinn en nú er önnur tíska og hans eigin börn verða skólafélagar hans. Ekki missa af frábærri mynd með Zac Efron og Matthew Perry í aðalhlutverkum. MORGUNMATURINN: Ekta amerískur morgunverður sem samanstendur af beikoni, eggjum, kartöflum og pönnukökum með sírópi á Manhattan Diner sem er á horninu á Broadway og W77th Street. Frábær þjónusta og gott verð. SKYNDIBITINN: Mér finnst æði að grípa með mér svona litla kjötteina sem grillaðir eru í vögnum á götuhornum borgarinnar. Ekta New York-snarl til að gæða sér á á hraðferð. RÓMANTÍSKT ÚT AÐ BORÐA: Frábær staður í hjarta Soho sem nefnist Raoul’s. Hann er við Prince Street. Blanda af amerískri og suðurevrópskri matseld. Og þarna færðu án efa bestu nautasteikina í borginni! Lítill og per- sónulegur staður, með fyrsta flokks matseðli og skemmtilegri þjónustu. UPPÁHALDSVERSLUN: Verslanir New York-borgar eru auðvitað svo rosa- lega margar og frábærar. Svo það er erfitt að velja á milli. Ég fer samt ávallt í Barnes & Nobles-búðina á Broadway og 68. stræti. Hún er risastór og maður getur gleymt sér í marga tíma bara við að skoða bækur og tímarit. BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ: Þar sem ég er mikill matmaður ætla ég að benda á veitingastað sem er eitt af best geymdu leyndarmálum New York. Staðurinn heitir Indian Jewel og er eins og er á 44. stræti á milli 6th Avenue og Park Avenue. Snilldarmatur, ekta indverskur og vel úti látinn. Gott verð og persónuleg þjónusta. BEST VIÐ BORGINA: Hvað hún er full af lífi og gefur frá sér mikla orku. Hvergi annars staðar getur maður vappað um einn og gleymt sér við að horfa á mannlífið, kíkja í búðir eða sitja á veit- ingastöðum án þess að vera einmana. Maður er aldrei einn í New York. NEW YORK Ingólfur Þór Pétursson flugþjónn Getur þú lýst þínum stíl? Ég mundi segja að hann væri frek- ar fjölbreytilegur, ég er reynd- ar ekki föst í einhverjum einum ákveðnum stíl, finnst mjög gaman að breyta til og vera ekki alltaf eins þó svo að sumt höfði meira til mín en annað. Hvað dreymir þig um að eignast í sumar? Mig hefur reyndar alltaf langað að eignast skó frá Manolo Blahnik, aldrei að vita nema maður láti drauminn ræt- ast þar sem ég er á leið til New York. Ég ætla alla- vega að fá mér striga- skó. Hvað keyptir þú þér síðast? Ég keypti síð- ast bol í All Saints sem er opinn í bakið, keypti svo svarta pallíettutösku í Rokki og rósum. Uppáhaldsverslun? Á enga sérstaka uppáhaldsverslun enda finnst mér gaman að breyta til. En það eru alltaf vissar búðir sem maður fer oftar í en aðrar. Svo er auðvitað alltaf gaman að fara til útlanda og versla í búðum sem eru ekki hér heima t.d. Urban outfitters, H&M, Mango og alltaf gaman að kíkja í Primark og New Look í Lond- on. Uppáhaldsfatamerki? Mér finnst mjög gaman að fylgjast með þessum helstu áhrifavöld- um tískunnar og þá finnst mér Chanel, Dior, Valentino, Armani, D&G, Prada og Mark Jacobs auðvita alltaf klassísk. Þó maður sé ekki einungis að versla beint við þessa stóru hönnuði þá móta þeir aftur á móti tískuna eins og hún er í dag. Svo auð- vitað íslensk hönnun og þar finnst mér t.d. Júníform og KVK vera mjög flott. Finnst þér merki á fötunum skipta máli? Það fer alveg eftir því hvað það er og við hvaða til- efni. Dýrari merki eru í flestum tilfellum endingarbetri flíkur sem er góð fjárfesting út af fyrir sig. Annars er það ekki merkið það fyrsta sem maður sér heldur flíkin sjálf. Hvert er skuggalegasta fata- tímabilið þitt? Hef ekki átt neitt skuggalegt fatatímabil bókstaf- lega, ég var ekki í Marilyn Man- son-klíku eða neitt þannig. Ég tók reyndar smá bleikt tímabil fyrir nokkrum árum en ekkert al- varlegt samt. Finnst bleikur mjög fallegur litur en allt er gott í hófi. 1 Laufey í pilsi frá DKNY, skyrtu úr Zöru, sokkum úr KronKron og skóm úr Bianco. 2 Klútur úr Rokki og rósum. 3 Svartur kjóll frá REISS innan undir stórri, víðri peysu sem var keypt í „second hand“ búð. 4 Skór úr Bianco. 5 Bleikur kjóll úr Spútnik, einn uppáhalds kjóllinn minn. 6 Chanel töskur. 7 Hálsmen sem amma mín átti og ég erfði frá henni. Það er merkt nafninu okkar á bakhliðinni. 8 Bolur úr All Saints. TOPP 10 Laufey Fríða Guðmundsdóttir háskólanemi: LANGAR Í SKÓ FRÁ Manolo Blahnik BORGIN mín 21 3 4 7 6 8 5

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.