Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 38
26 1. maí 2009 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > KOMIN Í KYNLÍFSBANN Söngkonan Lily Allen hefur heitið því að lifa skírlífi þar til hún kemst aftur af stað í tónlistarsköpun sinni. Lily segir að sér gangi ekkert að semja lög og hefur því ákveð- ið að setja sjálfa sig í kyn- lífsbann þar til hún kemst aftur á skrið. „Það hjálp- ar stundum og nú ætla ég að prófa þetta í einhvern tíma,“ segir söngkonan. Síðasta myndin sem Heath Ledger lék í áður en hann dó, The Imaginarium of Doctor Parnassus, verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 22. maí. Ledger lést á meðan á tökum myndar- innar stóð og náði því ekki að ljúka við hlutverk sitt. Til að hægt yrði að klára myndina voru þeir Johnny Depp, Jude Law og Colin Farrell fengnir til að hlaupa í skarðið fyrir Ledger og leika persónu hans, Tony. Á meðal annarra leikara í myndinni eru Christopher Plummer, Verne Troyer og Tom Waits og má því búast við miklu stjörnuskini á rauða dreglinum á Cannes. Myndin, sem fjallar um Dr. Parnassus og óvenjulega sýningu hans, mun ekki keppa um Gullpálmann í Cannes. Ledger á Cannes HEATH LEDGER Síðasta mynd Ledgers, The Imaginarium of Doctor Parnassus, verður heimsfrumsýnd á Cannes- hátíðinni. Mikil diskóhátíð verður haldin í Vestmannaeyjum um helgina. Á föstudagskvöld stígur diskóflokk- urinn Þú & ég á svið í Höllinni og kemur öllum í rétta skapið auk þess sem Herbert Guðmundsson tekur nokkur vel valin lög. Páll Óskar lýkur síðan kvöldinu með spilamennsku langt fram á nótt. Á laugardagskvöld heldur gleð- in áfram á Volcano Café þar sem plötusnúðarnir Daddi diskó og Kiddi bigfoot þeyta skífum eins og þeim einum er lagið. Allir gest- ir eru hvattir til að mæta í fötum og með hárgreiðslu í anda níunda áratugarins. Diskóhátíð í Eyjum ÞÚ OG ÉG Dúettinn Þú og ég, með Helgu Möller og Jóhann Helgason í fararbroddi, spilar í Eyjum á föstudags- kvöld. Fyrsta klúbbakvöld Weirdcore verður haldið á skemmtistaðn- um Jacobsen í kvöld. Fram koma Yagya, Frank Murder og Biogen. Einnig munu Vector, Anonymous, Thor og AnDre þeyta skífum. Yagya ætlar að spila „minimal techno“ með melódísku ívafi eins og honum einum er lagið. Næst mun Frank Murder spila og síð- astur á svið er Biogen, sem er einn af frumkvöðlum íslenskrar danstónlistar. Eftir tónleikana taka skífuþeytar við og spila dansvæna og framúrstefnulega tónlist fram eftir nóttu. Klúbba- kvöldið byrjar klukkan eitt og er ókeypis inn. Weirdcore fram á nóttSöngkonan Britney Spears ætlar að halda Circus-tón- leikaferðalagi sínu áfram um Evrópu í sumar. Fyrstu tónleikarnir verða 19. júní á Írlandi og í framhald- inu stígur hún á svið í Frakklandi, Dan- mörku, Svíþjóð, Rússlandi og víðar. Lokatónleikarnir verða svo í Berlín 26. júlí. Britney hóf tón- leikaferðina 3. mars síðastliðinn í heimaríki sínu Louisiana í Banda- ríkjunum og alls verða tónleikarnir þar í landi 39 talsins. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og ljóst að Britney er komin aftur á beinu brautina eftir mótlæti undanfarinna ára. Sirkusinn fer til Evrópu Æskuvinirnir Andri Kjart- an Jakobsson og Hörður Bjarnason eru að undirbúa gerð nýrrar teiknimynda- sögu sem nefnist Morrigan. Hún kemur út í haust og verður seld í versluninni Nexus. Andri Kjartan og Hörður, sem verða tvítugir á árinu, hafa alla tíð haft mikinn áhuga á mynda- sögum og vilja með nýju sögunni efla áhuga Íslendinga á þessu bókmenntaformi. „Það er enginn að gera myndasögur á Íslandi. Við ákváðum að byrja á einhverju svona til að fá fleiri til að byrja á þessu á Íslandi. Það verður ein- hver að fara að gera eitthvað,“ segir Andri Kjartan. Þeir félagar hafa sótt um styrk frá ríkinu til að geta einbeitt sér að gerð sögunnar í sumar og vona það besta. „Þetta er tröllasaga og er með íslenskum blæ. Hún fjallar um tröllafeðga sem eru næstum því einu tröllin sem eru eftir og þeir eru að reyna að sleppa undan Morrigan sem er að reyna að útrýma öllum tröllum í heiminum,“ segir Andri. Spurður hvaðan þeir fá innblásturinn segir hann að Múmínálfarnir hafi alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá þeim. „Við elskum Múmínálfana og erum miklir aðdáendur þeirra.“ Þeir ætla að leyfa almenningi að fylgjast með framvindu Morrigans annan hvern föstudag í sumar í Nexus og gefa fólki tækifæri til koma með athugasemdir. Fyrsta kynningin verður þó á laugardag- inn þegar „Ókeypis myndasögu- dagurinn“ verður haldinn hátíðleg- ur í versluninni og víðar um heim. Dagurinn er nú haldinn áttunda árið í röð og ætlar Nexus að byrja á því að gefa blöð um leið og versl- unin opnar, eða klukkan 12. Verð- ur því haldið áfram til lokunar eða þar til blöðin klárast. Andri og Hörður eru með fleiri verkefni í vinnslu og virðist enginn skort- ur vera á hugmyndaflugi á þeim bænum. „Við erum með önnur verkefni sem við förum að vinna að þegar við erum búnir með þessa sögu,“ segir hann og er þegar farinn að horfa til útlanda. „Við viljum gefa út í útlöndum ef allt gengur upp. Þar eru 58 fyrirtæki í gangi og alveg nógu mikið að velja um,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Æskuvinir gera tröllasögu ANDRI OG HÖRÐUR Félagarnir Andri og Hörður eru að semja teiknimyndasögu sem nefnist Morrigan og er væntanleg í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BRITNEY SPEARS Söngkonan heldur Circus-tónleikaferð sinni áfram um Evrópu í sumar. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hart í bak Sædýrasafnið Creature - gestasýning Í Óðamansgarði ópera í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Skoppa og Skrítla í söng-leik Kardemommubærinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.