Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1983, Síða 5

Skinfaxi - 01.04.1983, Síða 5
Fræðslu- og útbreiðslunefnd að störfum á UMSK þinginu. Þingfulltrúar og gestir þágu rausnarlegar veitingar gest- gjafanna sem voru Ungmenna- félag Kjalnesinga og Ung- mennafélagið Drengur í Kjós. Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn sambandsins: Formaður: Kristján Sveinbjömsson. Aðrir í stjóm: Cuiinar Guðmundsson, Jóhannes Sveinbjömsson, Ólafur Magnússon, Sveinn jóhannsson. Til vara: Anna Luise Scliilt, Kristinn G. Jónsson, Páll Aðalsteinsson. Þing UMSB. 61. ársþing UMSB var háð laugardaginn 19. febrúar í Borgarnesi. Agæt mæting var á þinginu, enda eru 13 félög starfandi innan sambandsins. Af hálfu UMFÍ sóttu þingið Pálmi Gíslason, Sig. Geirdal og jón Guðbjömsson, en frá ÍSÍ komu Sveinn Bjömsson og Hermann Guðmundsson. Þuríður Jóhannsdóttir flutti skýrslu stjómar og Þorkell Fjeldsted skýrði reikninga. Iþróttastarfið er fyrirferðamikið í starfi UMSB, en auk þess var ýmislegt á dagskrá síðasta árs. UMSB hélt upp á 70 ára afmæli sitt á árinu og unnið er að út- gáfu afmælisrits. íris Gronfeldt var kjörin íþróttamaður Borgar- fjarðar 1982. UMSB tók myndarlegan þátt í Eflum Islenskt og Trimmdegin- um. Helstu fjáröflunarleiðir sambandsins á árinu vom dansleikir um verslunarmanna- helgina og útgáfa þjónustu- almanaks. Ekki verður svo skilið við skýrsluna að ekki sé minnst á móta og metaskrá sem henni fylgir. Þetta er heilmikið verk unnið af Ingimundi Ingimund- arsyni og er óneitanlega heimild þegar fram líða stundir. Meðal margra ágætra tillagna sem þingið samþykkti má nefna tillögu um að koma á fót ungmennabúðum og heimild til stjómar til að ráða starfs- mann. Landsmótsnefnd sem þegar er komin til starfa lagði fram sín mál á þinginu og er greinilegt að UMSB ætlar sér stóran hlut á næsta Landsmóti og verða þar með bæði fjölmennt og harð- snúið lið. A þinginu var Gísli Halldórs- son sæmdur starfsmerki UMFÍ. Þuríður Jóhannsdóttir gaf ekki kost á sér í formennsku næsta starfsár og stjómar- mennirnir Bjami Guðmunds- son og Pétur Diðriksson báðust undan endurkosningu. Stjóm UMSB er þannig skipuð nú: Formaður: Þórir Jónsson, Reykliolti. Aðrir: Þorkell Fjeldsted, Ferjukoti. Birgir Guðmundsson, Borgamesi. Þuríður Jóhannsdóttir, Jaðri. Þárólfur Sveinsson, Ferjubakka. Við færum þeim sem nú viku úr stjórn bestu þakkir fyrir gott samstarf og bjóðum nýja menn velkomna til starfa. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.