Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 8
Þing UMSS. 63. þing UMSS var háð á Sauðárkróki sunnudaginn 20. mars sl. Mættir af hálfu UMFÍ voru þeir Sigurður Geirdal, Diðrik Haraldsson og Guðjón Ingimundarson. Jóhann Jakobsson formaður UMSS setti þingið og flutti skýrslu stjómar, einnig fluttu fulltrúar félaganna stuttar skýrslur um störf þeirra. Stjóm UMSS hélt 11 bókaða fundi á starfsárinu og auk þess vom haldnir tveir formanna- fundir. Tvö félög í UMSS áttu merkisafmæli á árinu, Umf. Fram varð 75 ára og Tindastóll einnig. Umf. Tindastóll gaf út vandað afmælisrit í tilefni afmælisins. A þessu ári eiga einnig tvö félög UMSS merkis- afmæli Umf. Geisli verður 85 ára og Umf. Hegri verður 75 ára. Af þessu sést vel hve ung- mennafélagshreyfingin í Skagafirði stendur á gömlum Ófeigur Gestsson, sveitarstjóri á Hofsósi, tók virkan þátt í þingstörfum á UMSS þinginu. Ófeigur var um árabil formaður UMSB. merg. En auk þeirra félaga sem hér vom nefnd er Umf. Framför stofnað 1906 og Æskan 1905. Að flestu leyti virðist síðasta starfsár hafa verið gott hjá UMSS. Þeir stóðu vel að sam- eiginlegum verkefnum s.s. landshappdrættinu, göngu- deginum og Eflum íslenskt. Mikið var um mótahald og þátt- töku í mótum utan héraðs, heldur myndarlegt skólamót í frjálsum íþróttum með þátttöku 7 skóla í fjómm mótum alls. Starfsmannahald hefur verið laust í reipunum hjá UMSS, en Gunnar Sigurðsson einn vara- stjómarmanna hefur séð um daglegan rekstur og skrifstofu sambandsins síðan í október sl. haust, en þar er um ólaunað starf að ræða. UMSS veitir árlega viðurkenningu fyrir besta afrek ársins í frjálsum íþróttum og velur einnig íþróttamann ársins. Gísli Sigurðsson Umf. Glóðafeyki hlaut báðar þessar viður- kenningar fyrir árið 1982. Sigurður og Diðrik lentu í illviðri og ófærð á leið sinni á þing UMSS. Hér er Sigurður að moka Subaruinn í gegn um einn skaflinn. Grettisbikarinn í sundi hlaut Hannes Valbergsson Umf. Fljótamanna. Fjölmargar tillögur og mál lágu fyrir þinginu m.a. var farið vandlega yfir lög UMSS og þeim breytt í nokkmm atriðum, einkum hvað skipulagsmál varðar. Samþykkt var viðamikil móta- skrá næsta árs, þjálfaranám- skeið í sundi og frjálsum, að Sauðárkróksskóli varð sigurvegari í skólamóti UMSS í frjálsum íþróttum. Hér eru sigurvegaramir með farandbikarinn sem keppt var um, en ÍSÍ gaf UMSS bikarinn á 70 ára afmæli sambandsins. Keppt skal sex sinnum um bikarinn. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.