Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 29
Nemendur íþróttabrautar Eiöaskóla ásamt kennara sínum Hermanni Níelssyni. Meö þeim á myndinni er Siguröur Geirdal framkvæmdastjóri UMFÍ. að læra að skipuleggja og halda mót í sínum félögum. Þess vegna hafa þau fengið það verkefni að skipuleggja nokkur mót hér í skólanum, þar sem þau alveg frá fyrstu stundu byrja að auglýsa mótið og undirbúa það og framkvæma alveg sjálf. Við erum nú í náms- og kynnisferð hér í höfuðborg- inni, til að kynnast starfi UMFÍ og ISI. Einnig erum við búin að fara í heimsókn í íþrótta- kennaraskólann að Laugar- vatni. Við verðum í fimm daga í þessari ferð. Við erum nú þegar búin að aka um Reykjavík með íþróttafulltrúa Reykjavíkur- borgar og skoða íþróttamann- virki borgarinnar og fræðast um sögu íþróttamannvirkja- gerðar þar. Við höfum fengið að fylgjast með æfingum hjá fyrstu deildar liðum í knattleikjum, til dæmis vorum við á æfingu hjá körfuknattleiksliði ÍR og sáum þar mjög áhugaverðan þjálfara að störfum, en þetta er amerísk- ur þjálfari og þykir einn sá besti sem komið hefur hingað til lands. Við erum búin að fara í heimsókn í Armúlaskóla, sem er með fjölmennustu íþrótta- braut á landinu. Þá erum við búin að heimsækja skrifstofu Iþróttasambands Islands og fá þar yfirlit yfir sögu, starf og tilgang sambandsins. í leiðinni litum við inn hjá KSÍ og KKÍ. Við eigum eftir að skoða líkamsræktarstöðvar og kynna okkur starfsemi þeirra. Við endum þessa ferð með því að heimsækja Menntamálaráðu- neytið og fáum þar yfirlit hjá íþróttafulltrúa- og æskulýðs- fulltrúa ríkisins um hlutverk ráðuneytisins, sem fer með íþróttamál í landinu. Síðast en ekki síst vil ég taka fram, að við byrjuðum á því að heimsækja UMFÍ þegar við komum til borgarinnar og fengum þá strax hjá Sigurði Geirdal, fram- kvæmdastjóra samtakanna, greinargóða lýsingu á starfi, uppbyggingu og sögu UMFÍ. Við höfum gist hér í húsnæði UMFÍ og haft hér alla okkar aðstöðu á meðan við höfum dvalið hér og hefur aðbúnaður verið góður. Fyrir það viljum við þakka. Þessi ferð tel ég að hafi verið nauðsynlegur hlutur fyrir væntanlega leiðbeinendur í íþróttum og félagsforystufólk og hjálpi til að gera þessa nem- endur fullfæra til að gegna því hlutverki sem við erum að mennta þá til. Til áskrifenda Með fyrsta tölublaði í ár fylgdi áskriftarseðill, þar sem óskað er eftir því við áskrifendur að þeir útvegi að minnsta kosti einn nýjan áskrifanda og sendi síðan seðilinn til Skinfaxa. Þessir áskriftarseðlar eru einnig nokkurs konar happdrættis- miðar fyrir þá sem senda þá inn, því dregið verður úr þeim sem koma til baka. Getið er um hverjir vinningarnir eru á áskriftar- seðlinum. Áskrifandi góðnr. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt í þessari áskriftarsöfnun og stuðli þannig að aukinni útbreiðslu og betri hag blaðsins. Skila- frestur hefur verið framlengdur til 15. maí n.k. Ritstjóri. SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.