Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1983, Side 28

Skinfaxi - 01.04.1983, Side 28
Frásögn Hermanns Níelssonar formanns UIA af starfsemi íþróttabrautar við Alþýðuskólann að Eiðum, en brautin tók til starfa síðastliðið haust undir hans stjóm. Hermann er sem kunnugt er íþróttakennari Eiðaskóla. Hermann Níelsson. Fyrir nokkrum árum gekkst Menntamálaráðuneytið fyrir því, fyrir áeggjan íþrótta- hreyfingarinnar, að settar voru á stofn svokallaðar íþrótta- brautir við fjölbrautaskólana í landinu. Þessar íþróttabrautir hafa verið reknar í nokkrum skólum í þrjú til fjögur ár. I haust var boðið upp á íþrótta- braut við Alþýðuskólann að Eiðum. Fjórtán nemendur hófu nám á brautinni í haust, ellefu á fyrsta ári og þrír á öðru ári, sem eiga að geta lokið námi á tveggja ára íþróttabraut í vor. Fyrir utan allar almennar greinar þá kennum við íþrótta- fræði, þar sem kenndar eru greinar eins og þjálffræði, undirstöðuatriði í kennslu- 28 fræði, íþróttasálarfræði og líffæra- og lífeðlisfræði auk þess undirstöðuatriði þjálf- unar, kynning á almennings- íþróttum og almenn kynning á starfi ungmenna- og íþrótta- hreyfingarinnar í landinu. Á annarri önn er kennd íþrótta- sálarfræði og kennslufræði örlítið ítarlegar en á fyrstu önn. Á þriðju önn er kennt námsefni sem nefnist íþróttir og samfélag ásamt íþróttasögu um stöðu íþróttanna í samfélaginu, sem fjallar um allar stofnanir íþróttahreyfingarinnar, þar með bæði saga og skipulag UMFÍ og ÍSÍ, allar nefndir svo sem Olympíunefnd og þar með öll alþjóða samtök sem íslensk íþróttahreyfing tengist. Á fjórðu önn er aukin kennsla í líffæra- og lífeðlisfræði sem er tengd þjálfun, þjálffræði og hreyfingarfræði. Það sem ég hef hérna verið að telja upp er það sem við köllum íþróttafræði. Síðan eru svokallaðar íþrótta- greinar og þar verða nemendur að taka eina íþróttagrein á hverri önn - á tveggja ára önn er þá um fjórar íþróttagreinar að ræða. Við á Eiðum buðum í haust upp á knattspyrnu og nemendurnir Iuku þar A-stigi í knattspymu og fengu þar með réttindi til að sækja B-stigs námskeið hjá KSÍ. Nú á þessari önn erum við með frjálsar íþróttir og koma nemendurnir til með að taka A-stigs próf í vor sem leiðbeinendur. Næsta haust verður körfuknatleikur og á síðustu önninni verða skíði. Auk þessa hefðbundna náms, sem ég hef nú nefnt er ýmisleg óbein kennsla. Sem dæmi má nefna að í samvinnu við UÍA em haldin dómara- námskeið í ýmsum íþrótta- greinum og þau fara yfirleitt fram á Eiðum, því þar er húsnæði til umráða um helgar og fá nemendumir þá tækifæri til þess að ná sér í dómara- réttindi í viðkomandi íþrótta- grein. Þessir nemendur koma frá 10 félögum á Austurlandi og fá þeir því góða yfirsýn yfir það hvernig ungmenna- og íþrótta- félögin á Austurlandi starfa, því í sérstökum tímum sem við köllum ,,starf félaganna á Austurlandi" þá greina nem- endurnir hver fyrir sig frá starfinu í sínu félagi, en upP' byggingin á þessum félögum er nokkuð mismunandi. Þar sem þessir nemendur eiga að gerast leiðbeinendur og félagsforystu- fólk í sínum félögum, þá er nauðsynlegt að þau fái að kynnast svolítið nánar hvernig kennsla og þjálfun fer fram. I því sambandi hafa þau fengið að kenna við fjóra litla grunnskóla á Héraði, sem ekki hafa íþróttakennara. Þau þurfa SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.