Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 26
mikið fyrir hana. Ég held að þessi laug hafi verið önnur yfirbyggða sundlaugin á landinu, sú fyrsta var á Laugum. Þórður var fulltrúi síns félags á aðalfundum S.Þ.U. og H.S.Þ. langa lengi (ég held hann hafi setið fleiri fundi en nokkur annar ungmennafélagi á sam- bandssvæðinu). Þórður sat í stjóm S.Þ.U., var auk þess í fjölda nefnda og ráða innan H.S.Þ. Sat mörg ársþing U.M.F.Í. vinsæll, tillögu- góður og víðsýnn. Störf hans tengd ungmennafélögunum voru miklu fleiri og margþættari en hér er hægt að gera grein fyrir. En það vinnur enginn eins lengi og eins margþætt störf fyrir neinn félagsskap eins og Þórður vann fyrir ungmenna- félögin, sem ekki hefur ánægju af því, en hana hafði Þórður sannar- lega af öllum þessum störfum. Stjóm H.S.Þ. sýndi honum vinsemd og virðingu á ýmsan hátt, hann var heiðursfélagi þess, og á sextugs afmæli hans færði það honum vandaða bókagjöf. Hér að framan hefur verið getið um þátttöku og störf Þórðar að málefnum ungmennafélaga, en hann vann að félagsmálum á fleiri sviðum. Sem góður ungmenna- félagi stundaði hann íþróttir, sund, glímur og skíðagöngur, hann var enginn afreksmaður þar, en félags- leg þátttaka var aðalatriðið. Söngur og tónlist var mikil í Reykjahverfi um árabil, þar starfaði lengi ágætur karlakór, Þórður söng þar um 30 ár, það var þreytandi og tímafrekt, meðan alltaf var farið gangandi, (ekki erfiðara fyrir Þórð en aðra). Þegar kórinn hætti störfum vegna brottflutnings margra söngmanna, þá fór Þórður að syngja í kirkjukór Grenjaðarstaðarsóknar og söng þar um 20 ár eða fram um sjötugt. Hann átti lengst á æfingar, en vantaði sjaldan, mörg síðustu árin keyrði frændi hans, Jón Frímann hann í bíl. Söngurinn veitti Þórði mikinn unað og lífsfyllingu, og sá félags- skapur sem honum fylgdi. Mörg ár spilaði Þórður brids í keppnis- sveitum, honum var félagsskapur nauðsynlegur. I Þingeyjarsýslu hefur Iengi tíðkast tvíbýli og fleirbýli á jörðum, meira en annarsstaðar að því talið er. 1928 ætlaði S.Þ.U. að stofna ný- býlasjóð fyrir sýsluna. Það er óvíst að þetta hefði nokkum tíma orðið það sem því var ætlað að verða og af þessu varð ekki (en sýnir stórhug) en margir ungmennafélagar hafa byggt nýbýli í Þingeyjarsýslu, þar á meðal Þórður. Hann byggði ný- býlið Laufahlíð 1938, úr landi Brekknakots, nyrst í landinu við hver sem þar er, notaði hverahitann til suðu og hitunar á húsinu og var hús hans eitt af fyrstu húsum hér í sýslu þar sem jarðhitinn var notaður á þennan hátt. Þórður bjó svo þama einbúi, en einangraðist ekki frá umheimin- um, eins og sýnt er hér að framan, sem þó vill oft verða með þá sem búa einir. Þórður átti stórt vandað og vel mað farið bókasafn, einnig mikinn fjölda ljósmynda, því hann var einn af fyrstu mönnum hér um slóðir sem fór að taka smámyndir þær sem nú em svo algengar. Hann fór að skrifa dagbók 9 ára gamall. Þórður ræktaði sína jörð og sinn bústofn, átti fallegt og afurðagott sauðfé. Hann undi glaður við sitt að því sem best er vitað. Við barm brekkunnar, þar sem mörg og fjölgandi laufblöð spretta hvert vor. Kunn er sagan um norska skáldið sem bar fræ í vösum sínum og sáði því þar sem hann fór um. Góðir menn bera með sér fræ í breytni sinni og sá þeim í sínu umhverfi, árangurinn fer eftir þeim jarðvegi sem þau falla í, það er því nauð- synlegt að hafa hann sem bestan. Ungmennafélögin hafa verið jarð- vegsbætandi frá fyrstu tíð og em það enn. Ungmennafélögin í Þingeyjar- sýslu stofnuðu með sér samband 31. október 1914, sem hlaut nafnið Samband Þingeygskra ungmenna- félaga, skammstafað S.Þ.U. síðar var nafni þess breytt í Héraðs- samband Suður-Þingeyinga, skammstafað H.S.Þ., stefnuskrá þó hin sama þessa getið hér til skýringar fyrir þá sem ekki þekkja til. Þegar H.S.Þ. var fimmtugt var ákveðið að minnast þess myndar- lega, meðal annars með því að gefa út afmælisrit, þar sem getið væri helstu verkefna þess og einnig ágrip af sögu þeirra félaga sem i sambandinu höfðu verið. Það var vitanlegt í upphafi að þetta mund) verða umfangsmikið og seinunnið verk, en um hitt gat enginn vitað hvað það varð tímafrekt og sein- unnið. Það skipti því miklu máli að fá góðan mann til að taka að sér ritstjómina. Ég man ekki til að það væri leitað til annars en Þórðar, um ritstjórn verksins, svo sjáfsagður þótti hann til þess, það er að minnsta kosti víst að það var hann. Formaður H.S.Þ. sagði ,,að allir yrðu að gera það sem Þórður segði þeim". Það held ég að hafi verið gert enda erfitt að óhlýðnast slíkum húsbónda. Þórður tók menn með sér í rit- nefndina, þeir unnu vel, a.m.k. nokkuð vel. Annar þeirra var æfður og ágætur rithöfundur og mikill dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk. Samvinna ritnefndar- innar var góð og minnist hún samstarfsins með ánægju. Ritnefnd sá um allt sem við kom H.S.Þ., en félögin um efni úr þeim, þó þama ynnu margir og vel, þá var ekki alltaf ,,nóg að hringja, svo kemur það". Stundum þurfti að tví- hringja, en allt kom að lokum, sem koma átti og alltaf var Þórður jafn þolinmóður og ekki verið að skrifa tímann sem í þetta fór. 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.