Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 27
Árin 1937 - 1953, fór fram ■þróttakeppni milli S.Þ.U. (og síðar H.S.Þ.) og U.Í.A. og var keppt sitt arið hjá hvoru sambandi. Þetta var sérstætt og skemmtilegt fyrirbrigði 1 íslensum íþróttamálum. En um þessi samskipti voru ekki sam- stæðar skráðar heimildir hjá hvorugu sambandinu. Keppnis- ferðir þessar voru skemmtilegar að fleiru en íþróttakeppnunum, það var komið á staði sem þátttak- endum voru ókunnir, því fólk ferðaðist ekki mikið sér til skemmtunar á þessum árum, það hafði annað með tímann og pen- ingana að gera. Fyrir 1980 vaknar áhugi innan H.S.Þ. um að ná saman frásögnum af þessum samskiptum þar segir formaður H.S.Þ. ,,Þá þurfti að finna mann til að taka að sér verkið, sem var ekki svo flókið því við áttum Þórð í Laufahlíð að, mann sem stóð í og gjörþekkti til er samskiptin hófust og hafði æ síðan fylgst með af sínum alkunna áhuga á íþrótta- og félagsmálastarfinu. Þórður tók rit- stjóm vel og hófst þegar handa og sést hér árangurinn af starfi hans, sem ég fyrir hönd H.S.Þ. þakka af alhug Þórði svo og öllum þeim er iagt hafa fram krafta sína til þess að heildarmynd samskiptanna væm sem best." En nú er Þórður kominn yfir átt- rætt og flestum farin að slitna hönd og þyngjast fótur, svo var einnig með hann, en viljinn til að vinna fyrir H.S.Þ. og ungmennafélögin réðu meim. Þetta verk sýnir að víða hefur orðið að leita eftir heimildum og haft hefur verið samband við fjölda manna, en svörin bera það með sér að þau em veitt af ánægju og auðfundin kær tengsli við gömlu samböndin sín og félaga frá fyrri ámm, þau sanna á hlýlegan hátt hvað ungmennafélögin eiga sterkar rætur í þeim sem þar hafa starfað. Þórður fór til Austurlands í efnisleit og dásamaði mjög viðtökumar hjá fólki, og hvað það hafði mikla ánægju af að rifja upp þessi samskipti frá liðnum ámm. Þessi ferð varð þórði erfið en líka skemmtileg og hjálpaðist margt þar að. Þetta var síðasta sem Þórður vann fyrir U.M.F. og var starfs- dagur hans þar orðinn langur og farsæll. Um upphaf þessara sam- skipta segir Þórður, að hann hafi verið kallaður í síma að Laxamýri, þá er Asgeir Einarsson, dýralæknir að tala um möguleika á því að koma þessum keppnum á, svo það er auðséð að Austfirðingar hafa átt upphafið að þessu. Um hitt getur Þórður ekki að þetta kostaði hann 20 km. göngu fram og til baka, en slíkt var ekki sjaldgæft á þessum ámm að langt væri í síma. En þó vegamálastjórinn í efra, væri búinn að leggja góða skíðavegi og Þórður væri góður skíðamaður hefur hann tæplega eytt minna en þrem klukkutímum í ferðina. Hér hefur verið getið um þátt Þórðar við samantekin samskipti H.S.Þ. og U.Í.A. Þórður endar frá- sögnina með þessum orðum, ,,Loks þakka ég stjóm H.S.Þ. fyrir það að veita mér þetta tækifæri til að verða þeim félagasamtökum að nokkm liði, með samantekt þessa þáttar, þó af vanefnum sé að vísu, frá minni hendi." Þannig var viðhorf Þórðar til ungmenna- félaganna. Eg þakka ritstjóm Skinfaxa þá vinsemd og traust að gefa mér tæki- færi til að minnast míns góða vinar í málgagni þess félagsskapar sem við bámm svo mikið traust til og væntum svo mikils af. En ég hefði viljað gera það betur. Gunnlaugur Tr. Gunnarsson, Kasthvammi. Þórður Jónsson var boðinn í 75 ára afmælisfagnað UMFÍ, sem haldinn var í Garðaholti mætt en sendi eftirfarandi kvæði. Þetta kvæði var síðasta kveðja hans til UMFÍ. Við vorsins barm. Nú ríkjti sól og sumar í sveitum Snœlands öllum. Pau knýja klaka aj hjöllum og klæða blásinn hól. Og veturjlýr aj jjöllum að jrosnum suðurpól. Og lojts á vegum líða svo Ijújir, skærir hljómar, hver söngfugl sólskin rómar og syngur þakkarljóð. Og landið gervalt Ijómar við /jóssins reginjlóð. Mín augu Jegurð eygjtt í ótal björtum myntlum. Og niðjrá Ijósum lindum ég líða um eyru Jinn. Og blær Jrá bláum tiridum Jer blítt um mína kinn. Mig örmum vorið vejur og varir kyssir mínar. Mitt hjarta aj g/eði hlýnar við heita kœríeiks g/óð og dökkvi hugans dvínar við dagsins geislajióð. 20. nóv. s.l. Hann gat ekki Egjagna sól og sumri og syng með Juglum öllum, með hek í hlíðarhöllum ég hlte með léttan Itvarm. Eg gleymi líjsins göllum við gltestan vorsins barm. Eg teyga ilm og unað Jrá ungra jurta beði. Mér er svo glatt í geði og greitt um hvert eitt sþor. Pví Julían geim aj gleði mér gaj hið ríka vor. skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.