Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1983, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.04.1983, Qupperneq 11
túlka tilfinningar höfundar ljóðanna þ.e. ég reyndi með tónlistinni að undirstrika boð- skap ljóðanna. Þú talar um boðskap. Hver er boðskapur þessarar hljótn- plötu? Höfundur Ijóðanna, Margrét Jónsdóttir hefur haft mjög ríka ábyrgðartilfinningu gagnvart landi og þjóð, sem kemur mjög skýrt fram í textanum. I stuttu máli má segja að boðskapur ljóðanna sé að taka andleg verðmæti fram yfir veraldleg verðmæti. Margrét Jónsdóttir. Magnús Þór Sigmundsson. Er möguleiki á því að þessi hljómplata geti tiáð til fólks og fengið það til að hugsa? Já, það tel ég engan efa á. Astæðan til þess að ég fór að vinna að þessari plötu var að þessi Ijóð höfðuðu til mín. Það sagði einu sinni maður við mig að ef þú finnur eina menneskju sem aðhyllist ákveðið mál í stóru þjóðfélagi, þá eru örugg- lega til tíu manns í viðbót og ef að eru til tíu þá eru líka til hundrað o.s.frv. Þessi boð- skapur er ekki nýr, hann er aldagamall og getur átt jafn vel við eftir þúsund ár. Hver er ástæðan fyrir því að þú kynnir þessa plötu sérstaklega hér á skrifstofu UMFÍ? Þegar ég var yngri og starfaði hjá ungmennafélagi, þá fékk maður ákveðna tilfinningu fyrir því starfi sem þar var unnið. Mér finnst höfundur ljóðanna hafa haft mjög svipaðar hug- sjóna tilfinningar og þið vinnið eftir. Þið eruð bæði að byggja upp æskuna og líka að stuðla að andlegum og félagslegum þroska félagsmanna ykkar. IS Glefsur úr hljómplötudómum Áma Johnsen í Morgunblaðinu um Draum aldamótabamsins. I hljómplötudómum í Morgunblaðinu fjallar Ámi Johnsen blaðamaður unt plötu Magnúsar Þórs Sigmundssotiar. Ámi fer mjög lofsatnlegutn orðum um plötuna og byrjar grein sítia þatinig: ,,Draumur aldamótabams- ins, plata Magnúsar Þórs Sigmundssonar, er eins konar vítamín fyrir íslenska sál og ef foreldrar vilja gera táningum sínum eitthvað gott væri ráð að gauka að þeim Draumi alda- mótabamsins og hlusta á hana með unga fólkinu, ræða hana og rækta hugann út frá henni, því staðreyndin er sú að Draumur aldamótabamsins er ennþá von Islands, sú von sem miðar við sjálfstætt land og hreina tungu. A tímum alls kyns orðbrenglunar í ræðu og riti, opinbem máli, daglegu tali og embættismannamáli og sér- fræðinga-, er mikill fengur að plötu sem byggir á draumi aldamótabamsins." Síðar segir Ámi: „Draumur aldamótabamsins er vönduð og skemmtileg plata, í eins konar vísnastíl, en þó stendur hún nær dægurlaginu þar sem vel er vandað til. Magnús Þór er kunnur fyrir lystileg lög og þama slá þau SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.